Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 26

Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 26
NEYTENDUR 26 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEILSA MEÐALVERÐ á kílói af gullauga hefur hækkað um 42% frá því í febrúar, samkvæmt nýjustu könn- un Samkeppnisstofnunar á verði ávaxta og grænmetis. Meðalverð á tveimur kílóum af gullauga hefur hækkað um 12%. Meðalverð á kílói af premier-kartöflum er 36% hærra nú en í febrúar og 19% hærra á sama magni af rauðum kartöflum. Verðkönnunin var gerð hinn 10. september síðastliðinn. Bent er á að meðalverð á öllum tegundum ávaxta hafi lækkað frá því fyrsta könnun Samkeppnis- stofnunar var gerð 8. febrúar, nema á grænum, rauðum og bláum vínberjum, þar sem meðalverð hef- ur hækkað um 6–8%. „Einnig vek- ur athygli þegar litið er á með- alverð á tilbúinni salatblöndu að þrátt fyrir töluverða lækkun á með- alverði flestra grænmetistegunda, hefur meðalverð á þessari vöru haldist nær óbreytt frá því í febr- úar,“ segir í niðurstöðum Sam- keppnisstofnunar. 64% hækkun á gulrófum, 71% lækkun á tómötum Meðalverð hefur hækkað um 64% á gulrófum á tímabilinu, um 26% á vorlauk, 24% á íslenskum gulrótum, 14% á kínakáli, 12% á skalottulauk, 8% á lauk og 6% á sætum kartöflum svo fleiri dæmi séu nefnd. Flestar tegundir grænmetis hafa hins vegar lækkað í verði og tóm- atar hvað mest, þar sem meðalverð hefur lækkað um 71% á íslenskum tómötum frá því í febrúar. Þá hefur meðalverð á íslenskum agúrkum lækkað um 58%, meðalverð á grænni papriku um 45% og blað- lauk um 41%. „Samkeppnisstofnun hefur um nokkurt skeið gert mánaðarlegar verðkannanir á ávöxtum og græn- meti til þess að fylgjast með verðþróun eftir afnám tolla á ýms- um grænmetistegundum síðastlið- inn vetur. Fyrsta verðkönnunin var gerð í febrúar og náði til 11 mat- vöruverslana á höfuðborgarsvæð- inu. Meðalverð úr þeirri könnun hefur verið notað til samanburðar á verðþróun á þessum markaði. Það er rétt að taka fram að verð á grænmeti og ávöxtum er sveiflu- kennt og ræðst meðal annars af verði á erlendum mörkuðum, upp- skeru og árstíma,“ segir Sam- keppnisstofnun. Í meðfylgjandi töflu er birt með- alverð á nokkrum tegundum af ávöxtum og grænmeti eins og það var 10. september og borið saman við meðalverð úr verslunum 8. febrúar síðastliðinn. „Þá er einnig gefið upp lægsta og hæsta verð hverju sinni en eins og sjá má er oft um verulegan verðmun að ræða,“ segir Samkeppnisstofnun ennfremur. Allt að 42% hækkun á kartöflum                                                           !    " "   "   " " $ % % &   ' %# !  %# (     %   )    % *%# * % +"  ,%  % ,)  ,)     ,)     ,)     ,)     ,)    %# -". - %   -  /  .,)  %   %  %   %   % /  % ! % !  !%   % !  ! ! 012,% !  % ,)   % *  3 .4  56,% ! "    829 :;; 008 0:1 028 :;8 028 :<2 :=1 >0; >=2 00: 1>2 :=> 0>; :=< :7810 12> 8<= 12> 1:: 9<< 801 8<0 18= 0>1 1<9 082 :08 >>9 :9< 9> 122 :=0 :>< 00< :12 :82 0>; >2> 0:; 9> 0>9 81; 12> 8>0 1>0 >29 029 >91 8:0 >2= :1: 991 ==< 9:> =90 0<0 0=<                                                                                                                                                                     ! 0;< <1 :>< << << <1 :0< :91 =< :=< 0;< 9< :1< =< :0< << ;81 01< 01< 01< :0< :0< 0;< :;< 0;< :=< ><< :== :8< 0;= 9< 81 :>< << :1< :01 :=< :1< :01 0:< :0< 8< :<= :01 :9< :8< >;= << << 0>1 :0< ::; :>> 19< ;:9 18> =0< 01< 08<                                                                 #      $                                                                                                                                                                                                   Meðalverð á vínberjum hefur hækkað um 6–8% frá febrúar. NÝ rannsókn sem meðal annars byggist á gögnum frá Íslandi bendir til að MS sjúkdómurinn smitist m.a. við kynmök. Sam- kvæmt rannsókninni er sjúkdóm- urinn, sem veldur hægfara löm- un, algengari í samfélögum þar sem frjálslyndi ríkir í kynferð- ismálum og þar sem skyndilega hefur aukist straumur ungra karlmanna, eins og til dæmis á stríðstímum. Leiddar eru líkur að því að MS sé algengari meðal ungs fólks sem stundar mikið kynlíf og vitn- að er m.a. í danska rannsókn sem sýnir aukinn fjölda MS tilfella á þeim tíma er getnaðarvarn- arpillan kom til sögunnar og kon- ur nutu þar með meira frelsis í kynferðismálum. Rannsóknina kynnti Christ- opher Hawkes ráðgjafi í miðstöð taugasjúkdómafræða í Romford á Bretlandi í Journal of Neuro- logy. Dr. Hawkes segir meðal ann- ars að aukning hafi orðið á sjúk- dómnum á Íslandi á árunum 1945 til 1954 þegar 50.000 hermenn voru staðsettir á landinu. Það sama á við um Færeyjar auk Orkneyja og Hjaltlands þar sem MS tilfelli fjórfölduðust á ár- unum 1954 til 1974 eftir komu breskra hersveita þangað árið 1940. MS er sjaldgæfari hjá maórum, inúítum, svörtum Suður- Afríkubúum, norskum sömum og indíánum að því er Dr. Hawkes segir. Hawkes heldur því þó ekki fram að MS smitist einungis við kynferðislega snertingu heldur aukist líkur á sjúkdómnum við það. Dr. Hawkes segir þar enn- fremur að MS tilfelli hjá börnum undir 16 ára séu tvisvar til þrisv- ar sinnum algengari hjá stúlkum en drengjum sem mögulega má tengja kynferðislegri misnotkun. Þessi ummæli Hawkes hafa verið harðlega gagnrýnd m.a. af Alastair Compston prófessor í taugasjúkdómum við Cambridge háskólann sem telur hana vera skaðlega og særandi, sér í lagi fyrir fjölskyldur þar sem nokkur dæmi sjúkdómsins eru þekkt. Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon Aukning varð á tíðni MS-sjúk- dómsins á Íslandi á árunum 1945 til 1954 þegar 50.000 her- menn voru staðsettir á landinu, að því er segir í rannsókn á vegum dr. Hawkes á Bretlandi. Smitast MS-sjúk- dómur við kynmök? .... og afköstin margfaldast! www.h.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.