Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LÖGMAÐUR Baugs sendi Morgunblaðinu í gær bréf sem hann sendi ríkislögreglustjóra, en í bréfinu spyr hann m.a. hvort löggiltir endurskoðendur starfi við embættið og hvort utanaðkomandi sérfræðingar hafi verið kvaddir til fyrir eða eftir að húsleitin í höf- uðstöðvum fyrirtækisins fór fram hinn 28. ágúst sl. Bréfið er hér birt í heild: „Hr. Haraldur Johannessen Ríkislögreglustjóri Skúlagötu 21 150 Reykjavík Reykjavík, 20. september 2002 Ég rita yður í tilefni húsleitar er gerð var í höfuðstöðvum umbjóðanda míns, Baugs Group hf., hinn 28. ágúst sl. vegna meintra brota tveggja fyrirsvarsmanna félagsins gegn félaginu sjálfu. Ljóst er að rannsókn efna- hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra hefur haft umtalsverð áhrif á félagið sem er brota- þoli í málinu. Undirritaður hefur gagnrýnt ýmislegt varðandi rannsókn málsins og und- irbúning hennar. Í því skyni að undirritaður geti glöggvað sig betur á lögmæti rannsókn- arathafna lögreglu er þess hér með farið á leit við embættið að mér verði veittar tilteknar upplýsingar. Misskilningur varðandi grundvallaratriði Í fyrsta lagi fer undirritaður fram á að lög- regla upplýsi um hvort löggiltir endurskoð- endur starfi hjá efnahagsbrotadeild ríkislög- reglustjóra. Nauðsynlegt er að fá svar við þeirri spurningu þar sem fram hefur komið að misskilnings hafi gætt hjá lögreglu varðandi ýmis grundvallaratriði í aðdraganda húsleitar. Í öðru lagi er óskað upplýsinga um það hvort, og þá hvenær, lögregla hafi kvatt til ut- anaðkomandi sérfræðinga sér til aðstoðar við rannsókn málsins. Er þess farið á leit við lög- reglu að upplýst verði hvort sérfræðingar hafi verið kallaðir til áður en umrædd húsleit var framkvæmd eða eftir hana. Fer undirritaður fram á að staðfest verði, að á grundvelli laga- heimilda lögreglu, hafi slíkir aðilar verið vald- ir með hliðsjón af meginreglum stjórnsýslu- laga um hæfi, þ.e.a.s. bæði um almennt og sérstakt hæfi. Er þá nánar átt við eftirfarandi: Annars vegar hvort viðkomandi sérfræð- ingar væru sérhæfðir á sviði verslunarrekstr- ar og smásölu líkt og Baugur Group hf. starf- ar á. Ástæða þessa liðar fyrirspurnarinnar er sú, að þar sem mismunandi venjur og fram- kvæmd gilda á hinum ýmsu sviðum rekstrar, þ. á m. um samskipti milli verslana og birgja, hafa sérfræðingar sérhæft sig á tilteknum sviðum. Hins vegar hvort lögregla hafi kannað á einhvern hátt við val á sérfræðingum að við- komandi starfaði ekki fyrir samkeppnisaðila Baugs Group hf. eða hvort aðrar vanhæfisá- stæður væru fyrir hendi, sbr. 3. gr. stjórn- sýslulaga nr. 37/1993 og 9. gr. laga nr. 18/1997, um endurskoðendur. Undirrituðum er kunn- ugt um að endurskoðunarskrifstofan Deloitte & Touche hf., sem mun hafa verið efnahags- brotadeild ríkislögreglustjóra til aðstoðar í þessu máli, starfi m.a. einnig fyrir Kaupás hf., sem er helsti samkeppnisaðili Baugs Group hf. á Íslandi. Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi þess að lögregla tók afrit af öllu bókhaldi Baugs Group hf. og ýmis önnur gögn er varða rekstur og áætlanir félagsins. Það er mat und- irritaðs að lögreglu beri að hafa í huga þessi sjónarmið við framkvæmd rannsóknar sinnar og val á sérfræðingum sér til aðstoðar. Baug- ur Group hf. er í fullkominni óvissu um að þessa hafi verið gætt. Með þessu er undirrit- aður þó á engan hátt að kasta rýrð á umrætt endurskoðunarfyrirtæki eða þá sérfræðinga sem þar starfa. Í þessu sambandi er hins veg- ar rétt að geta þess að markmið hæfisreglna stjórnsýsluréttarins er m.a. að koma í veg fyr- ir að borgarar geti haft ástæðu til að ætla að stjórnvöld leysi ekki úr málum á hlutlausan hátt. Er það í samræmi við þá kennisetningu varðandi réttláta málsmeðferð, sem viður- kennd er meðal fræðimanna, að „justice must not only be done, justice must also be seen to be done“. Samkvæmt því er ekki nægilegt að yfirvöld séu óvilhöll heldur verða borgararnir að geta séð að svo sé. Starfsmenn efnahagsbrotadeildar teljast vera innherjar Í þriðja lagi er það mat undirritaðs að lög- regla hafi í fórum sínum gögn og upplýsingar sem eru líkleg til þess að hafa áhrif á mark- aðsverð bréfa í Baugi Group hf. ef opinber væru, sbr. 4. tölul. 2. gr. laga nr. 13/1996, um verðbréfaviðskipti. Þar af leiðandi teljast þeir starfsmenn efnahagsbrotadeildar ríkislög- reglustjóra og aðrir þeir sem kvaddir hafa verið til aðstoðar við rannsókn innherjar í skilningi 5. tölul. 2. gr. sömu laga. Baugi Gro- up hf. ber samkvæmt 35. gr. sömu laga að til- kynna Fjármálaeftirlitinu um nafn, kennitölu og heimilisfang innherja, tengsl innherja við félagið og ástæðu fyrir skráningu, svo og nöfn aðila sem eru fjárhagslega tengdir innherja. Sömu upplýsingar verður félagið einnig að veita kauphöll. Með vísan til þessa fer und- irritaður f.h. Baugs Group hf. fram á það við efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjora að undirrituðum verði afhentur listi með um- ræddum upplýsingum, sbr. 3., 4., 5. og 6. tölul. 1. mgr. 35. gr. tilvitnaðra laga. Er þess krafist að umræddur listi verði látinn undirrituðum í té strax í dag. Virðingarfyllst, Hreinn Loftsson hrl. Afrit sent til: Fr. Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráð- herra, Hr. Boga Nilssonar ríkissaksóknara“ (millifyrirsagnir eru blaðsins). Lögmaður Baugs segir að borgarar verði að sjá að yfirvöld séu óvilhöll Vill upplýsingar um hæfni rannsakenda HARALDI Johannessen ríkislögreglustjóra hafði ekki borist bréfið frá Hreini Loftssyni, lögmanni Baugs, þegar Morgunblaðið hafði tal af honum í gærkvöldi. „Mér þykir með miklum ólíkindum að ég frétti af því frá blaðamanni Morgunblaðsins að lögmaður Baugs hafi skrifað mér bréf og það skuli ber- ast Morgunblaðinu án þess að ég hafi haft nokkra vitneskju um bréfið fyrr.“ Hann geti að sjálfsögðu ekki tjáð sig um þær spurn- ingar sem lögmaður Baugs hafi sett fram, enda svari hann ekki lögmanni Baugs í gegn- um fjölmiðla þótt málatilbúnaður lögmanns- ins hafi ekki hvað síst farið þar fram. „Lög- maðurinn mun fá svar við bréfinu þegar efni og ástæður standa til þess,“ segir Haraldur. Svarar ekki lögmanninum í gegnum fjölmiðla ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta fyrirkomulagi verslunarsvæðis Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar, stækka svæðið og bæta árangur m.a. með það í huga að þjónustan verði fyllilega sambærileg við það sem best gerist erlendis. Með þess- um breytingum verður Flugstöðin þriðja stærsta verslunar- og þjón- ustumiðstöð landsins. Samkvæmt ákvæði 7. gr laga nr. 76/2000, reglugerð og rekstrarleyfi frá 1. nóvember 2000 hefur utan- ríkisráðherra veitt Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. einkaleyfi til rekst- urs á allri verslun með tollfrjálsar vörur og veitingu þjónustu í flug- stöðinni. Hefur þessi háttur verið hafður á víða í Evrópu, meðal ann- ars á Bretlandseyjum, þar sem eig- anda flugstöðvarbygginga er veitt einkaleyfi til reksturs á verslun og þjónustu í byggingu á hans vegum. „FLE hf sem eigandi flugstöðv- arinnar hlýtur að hafa ákvörðunar- vald um hvernig verslunar- og þjónustustarfsemi er háttað í flug- stöðinni svo framarlega sem hún er í samræmi við lög og reglugerðir þar um. Hvort félagið stundi alla verslunarstarfsemi í flugstöðinni eða framselji hana að öllu leyti eða hluta til þriðja aðila er útfærslu- atriði og hlýtur að vera í verka- hring félagsins að ákveða það,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, fram- kvæmdastjóri Flugstöðvarinnar í samtali við Morgunblaðið. Núverandi samningar tímabundnir FLE hf hefur frá stofnun félags- ins haft til skoðunar með hvaða hætti tryggja megi eðlilegan arð af rekstri félagsins og hvernig tryggja megi góða, örugga og hnökralausa þjónustu við flugfar- þega. Núverandi samningar um verslunarrekstur og aðra þjónustu í flugstöðinni eru tímabundnir og gilda þeir til 31. desember 2002. Á grundvelli þessa og í samræmi við ákvæði rekstrarleyfisins tók stjórn Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar þá ákvörðun að bjóða þeim, sem áhuga hefðu, að bjóða í rekstur innan flugstöðvarinnar að undan- gengnu forvali. „Fólk ferðast víðar um en áður var og hefur betri viðmið. Aðrar flugstöðvar í kringum okkur hafa verið að endurbæta aðstöðu sína og þróunin hefur verið í þá átt að breyta flugstöðvum í verslunar- og þjónustumiðstöðvar. Að stórum hluta eru viðskiptavinir flugstöðv- arinnar erlendir gestir sem þarf að hafa í huga varðandi val á þjón- ustu. Þess vegna hefur verið ákveðið að fara út í þær breyt- ingar, sem nú standa fyrir dyrum,“ segir Höskuldur Ásgeirsson. Flugstöðin þriðja stærsta verslunarmiðstöðin PÉTUR Friðrik Sig- urðsson listmálari er látinn, 74 ára að aldri. Pétur Friðrik fæddist í Reykjavík 15. júlí árið 1928 og voru foreldrar hans Sigurður Þórðar- son og Ólafía Péturs- dóttir Hjaltested. Pétur Friðrik lauk námi frá Myndlistar- og handíðaskóla Ís- lands árið 1945 og hélt sína fyrstu einkasýn- ingu ári seinna, 17 ára gamall. Hann stundaði nám við Konunglega listaháskólann í Danmörku veturinn 1946–1947 og hélt næstu einkasýn- ingu sína árið 1950. Alls urðu einkasýn- ingar hans 12 auk fjölda samsýninga á Íslandi og erlendis. Þá starfaði Pétur Friðrik á teiknistofu landbúnaðarins og kenndi við Iðnskólann í Hafnarfirði. Hann var einnig mikill íþróttamaður og keppti m.a. á Ólymp- íuleikunum í Helsinki árið 1952. Eftirlifandi eigin- kona Péturs Friðriks er Sólveig Benedikta og eignuðust þau fimm börn. Andlát PÉTUR FRIÐRIK SIGURÐSSON SÓLVEIG Pétursdóttir dóms- málaráðherra heimsótti stofnanir og fyrirtæki á Ísafirði í fyrradag um leið og hún var viðstödd vígslu nýs húsnæðis Héraðsdóms Vest- fjarða. Þá sat hún fund með sjálf- stæðismönnum á Ísafirði og frá Bol- ungarvík í Faktorshúsinu í Hæstakaupstað og er myndin tekin við það tækifæri. Ásamt ráðherran- um eru á myndinni Halldór Hall- dórsson, bæjarstjóri á Ísafirði, og á móti honum þau Birna Lárusdóttir, forseti bæjarstjórnar Ísafjarð- arbæjar, og Elías Jónatansson, for- seti bæjarstjórnar Bolungarvíkur. Dómsmálaráðherra á fundi með sjálfstæðismönnum Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson NÝTT verkalýðsfélag verður stofn- að á Ísafirði í dag, við sameiningu níu verkalýðsfélaga á félagssvæði Al- þýðusambands Vestfjarða. Félögin sem sameinast eru Verkalýðsfélagið Skjöldur á Flateyri, Verkalýðsfélag- ið Brynja á Þingeyri, Verkalýðs- félagið Vörn á Bíldudal, Verkalýðs- félag Patreksfjarðar, Verkalýðsfélag Hólmavíkur, Verkalýðs- og sjó- mannafélag Álftfirðinga í Súðavík, Verslunarmannafélag Ísafjarðar og Verkalýðsfélagið Baldur og Sveina- félag byggingamanna sem einnig starfa á Ísafirði. 1402 félagar verða í nýstofnuðu félagi. Á fundinum verður kosin bráða- birgðastjórn félagsins. Að sögn Pét- urs Sigurðssonar, formanns Verka- lýðsfélagsins Baldurs, er lagt til að hún verði skipuð formönnum og varaformönnum félaganna níu. Bráðabirgðastjórnin muni síðan velja einhvern úr sínum röðum til formennsku í félaginu þar til aðal- fundur nýs félags verður haldinn í apríl. Lagt er til að félagið heiti Verkalýðsfélag Vestfirðinga og verði kallað Verkvest. Sameining gerir starfið markvissara „Við erum að svara kalli tímans,“ segir Pétur, spurður hvers vegna fé- lögin hafi ákveðið að ganga saman í eina sæng. „Verkalýðsfélögin úti á landi eru mörg hver smáar einingar sem ekki hafa bolmagn til að standa undir þeirri þjónustu sem fé- lagsmenn þurfa og verða að fá, mið- að við stærri félagseiningar innan Alþýðusambandsins.“ Hann segir að starf félaganna verði markvissara eftir sameiningu. Rekstur sjúkrasjóða sé áhættusam- ur í litlum félögum og eftir samein- ingu geti félagsmenn leitað upplýs- inga á einum stað. Þá verði rekstur orlofshúsa auðveldari en sameinað félag mun eiga tíu orlofshús víðsveg- ar um landið. Sex aðildarfélög Alþýðusambands Vestfjarða standa utan hins nýja fé- lags, með samtals 577 félaga. Félag járniðnaðarmanna á Ísafirði hefur þó samþykkt einróma að taka upp samningaviðræður um að slást í hóp- inn og segist Pétur eiga von á því að fleiri félög eigi síðar eftir að ganga til liðs við sameinað félag. Nýtt verkalýðsfélag stofn- að á Vestfjörðum í dag
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.