Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 21 Á DÖGUNUM var formlega opnuð ný aðstaða fyrir nemendur í fjar- námi á Akranesi og var mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, viðstaddur opnunina ásamt fjölda annarra gesta. Með tilkomu þessarar aðstöðu er þeim nemendum sem hyggjast stunda fjarnám úr heimabyggð gert það kleift. Í haust byrjuðu þrettán nem- endur í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri og tveir nemendur í íslensku við Háskóla Ís- lands. Þessir nemendur þurfa nú ekki að fara lengra en í Bókasafn Akraness til að stunda nám sitt. Sambúð fjarnámsnemenda og bókasafns er um margt ákjósanleg. Á safninu er fagfólk í upplýs- ingaleit, góð lesaðstaða og mögu- leikar á millisafnaláni. Ákveðið var að nefna kennslu- stofuna Svöfusal til heiðurs Svöfu Þórleifsdóttur sem var skólastjóri við Barnaskólann á Akranesi frá 1919 til 1944 og sömuleiðis skóla- stjóri Iðnskólans á Akranesi frá upphafi, 1937, til 1943. Svafa var virk í félagsmálum bæði á vettvangi Kvenfélags Akraness, Sambands borgfirskra kvenna og Kvenfélaga- sambands Íslands. Bókin „Gull í lófa framtíðar“ var gefin út af Sam- bandi borgfirskra kvenna og Hörpuútgáfunni 1986 til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Svöfu. Menntamálaráðherra var fært eintak af bókinni við þetta tækifæri. Bætir aðstöðuna Miklar vonir eru bundnar við að Svöfusalur verði enn til að bæta að- stöðu þeirra sem vilja búa á Akra- nesi og bæta menntun sína. Einnig getur þessi aðstaða nýst félögum, fyrirtækjum og stofn- unum til funda- og námskeiðahalds. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness, Landsbankinn og Land- mælingar hafa sýnt þessu verkefni mikilvægan stuðning og er óskandi að fleiri aðilar komi að þessu mikils- verða verkefni. Ljósmynd/Jón Á. Guðlaugsson Frá opnun Svöfustofu á Akranesi. Á myndinni eru m.a., talið frá vinstri. Inga Sigurðardóttir, forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Guðjón Guðmundsson alþing- ismaður og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála á Akranesi. Svöfustofa tekin í notkun Akranes GÓÐIR gestir heimsóttu Grímsey í blíðunni nú á dögunum, nefnilega sjálf menntamálanefnd Alþingis. Sjö nefndarmanna sáu sér fært að koma, þau Gunnar Birgisson for- maður nefndarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Katrín Fjeldsted, Kolbrún Halldórsdóttir, Sigríður Jó- hannesdóttir, Einar Már Sigurðsson og ritari nefndarinnar, Helga Þór- isdóttir. Menntamálanefndin hefur þann sið að fara árlega á frítíma þingsins í heimsóknir. Að þessu sinni urðu mennta- og menningarstofnan- ir á Akureyri fyrir valinu. Háskólinn, Verkmenntaskólinn, Menntaskólinn, Minjasafnið og safn Nonna voru heimsótt svo eitthvað sé nefnt. Gunnar Birgisson vildi aðmennta- málanefndin flygi til Grímseyjar, „því þar býr líka fólk og það vel“, sagði formaðurinn. Það kom nefnd- armönnum á óvart hvað Grímseying- ar hlúa vel að menntun, búa vel og skortir fátt. „Við tökum sannarlega ofan fyrir dugnaði og elju Grímsey- inga,“ sagði Gunnar. „Þetta er ekki staður sem er baggi á þjóðfélaginu, heldur stór verstöð með góða af- komu. Alþingismenn eiga að sinna þessum byggðum ekki síður en þétt- býlinu.“ Gunnar Birgisson vildi að lokum þakka höfðinglegar móttökur og gestrisni sem hann sagði að væri Grímseyingum í blóð borin. Morgunblaðið/Helga Mattína Menntamálanefnd Alþingis heimsótti Grímsey á dögunum. Frá vinstri eru Einar Már Sigurðsson, Katrín Fjeldsted, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Gunnar Birgisson, formaður nefnd- arinnar, Sigríður Ingvarsdóttir og Helga Þórisdóttir, ritari nefndarinn- ar, en Sigríður Jóhannesdóttir situr. Menntamálanefnd Alþingis heimsækir Grímsey Grímsey
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.