Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 21

Morgunblaðið - 21.09.2002, Side 21
LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 21 Á DÖGUNUM var formlega opnuð ný aðstaða fyrir nemendur í fjar- námi á Akranesi og var mennta- málaráðherra, Tómas Ingi Olrich, viðstaddur opnunina ásamt fjölda annarra gesta. Með tilkomu þessarar aðstöðu er þeim nemendum sem hyggjast stunda fjarnám úr heimabyggð gert það kleift. Í haust byrjuðu þrettán nem- endur í leikskólakennaranámi við Háskólann á Akureyri og tveir nemendur í íslensku við Háskóla Ís- lands. Þessir nemendur þurfa nú ekki að fara lengra en í Bókasafn Akraness til að stunda nám sitt. Sambúð fjarnámsnemenda og bókasafns er um margt ákjósanleg. Á safninu er fagfólk í upplýs- ingaleit, góð lesaðstaða og mögu- leikar á millisafnaláni. Ákveðið var að nefna kennslu- stofuna Svöfusal til heiðurs Svöfu Þórleifsdóttur sem var skólastjóri við Barnaskólann á Akranesi frá 1919 til 1944 og sömuleiðis skóla- stjóri Iðnskólans á Akranesi frá upphafi, 1937, til 1943. Svafa var virk í félagsmálum bæði á vettvangi Kvenfélags Akraness, Sambands borgfirskra kvenna og Kvenfélaga- sambands Íslands. Bókin „Gull í lófa framtíðar“ var gefin út af Sam- bandi borgfirskra kvenna og Hörpuútgáfunni 1986 til að minnast þess að 100 ár voru liðin frá fæð- ingu Svöfu. Menntamálaráðherra var fært eintak af bókinni við þetta tækifæri. Bætir aðstöðuna Miklar vonir eru bundnar við að Svöfusalur verði enn til að bæta að- stöðu þeirra sem vilja búa á Akra- nesi og bæta menntun sína. Einnig getur þessi aðstaða nýst félögum, fyrirtækjum og stofn- unum til funda- og námskeiðahalds. Sjúkrahús og heilsugæslustöð Akraness, Landsbankinn og Land- mælingar hafa sýnt þessu verkefni mikilvægan stuðning og er óskandi að fleiri aðilar komi að þessu mikils- verða verkefni. Ljósmynd/Jón Á. Guðlaugsson Frá opnun Svöfustofu á Akranesi. Á myndinni eru m.a., talið frá vinstri. Inga Sigurðardóttir, forstöðumaður Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands, Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, Guðjón Guðmundsson alþing- ismaður og Helga Gunnarsdóttir, sviðsstjóri fræðslu- og menningarmála á Akranesi. Svöfustofa tekin í notkun Akranes GÓÐIR gestir heimsóttu Grímsey í blíðunni nú á dögunum, nefnilega sjálf menntamálanefnd Alþingis. Sjö nefndarmanna sáu sér fært að koma, þau Gunnar Birgisson for- maður nefndarinnar, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Sigríður Ingvarsdóttir, Katrín Fjeldsted, Kolbrún Halldórsdóttir, Sigríður Jó- hannesdóttir, Einar Már Sigurðsson og ritari nefndarinnar, Helga Þór- isdóttir. Menntamálanefndin hefur þann sið að fara árlega á frítíma þingsins í heimsóknir. Að þessu sinni urðu mennta- og menningarstofnan- ir á Akureyri fyrir valinu. Háskólinn, Verkmenntaskólinn, Menntaskólinn, Minjasafnið og safn Nonna voru heimsótt svo eitthvað sé nefnt. Gunnar Birgisson vildi aðmennta- málanefndin flygi til Grímseyjar, „því þar býr líka fólk og það vel“, sagði formaðurinn. Það kom nefnd- armönnum á óvart hvað Grímseying- ar hlúa vel að menntun, búa vel og skortir fátt. „Við tökum sannarlega ofan fyrir dugnaði og elju Grímsey- inga,“ sagði Gunnar. „Þetta er ekki staður sem er baggi á þjóðfélaginu, heldur stór verstöð með góða af- komu. Alþingismenn eiga að sinna þessum byggðum ekki síður en þétt- býlinu.“ Gunnar Birgisson vildi að lokum þakka höfðinglegar móttökur og gestrisni sem hann sagði að væri Grímseyingum í blóð borin. Morgunblaðið/Helga Mattína Menntamálanefnd Alþingis heimsótti Grímsey á dögunum. Frá vinstri eru Einar Már Sigurðsson, Katrín Fjeldsted, Þorgerður Katrín Gunn- arsdóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Gunnar Birgisson, formaður nefnd- arinnar, Sigríður Ingvarsdóttir og Helga Þórisdóttir, ritari nefndarinn- ar, en Sigríður Jóhannesdóttir situr. Menntamálanefnd Alþingis heimsækir Grímsey Grímsey

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.