Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 19
SUÐURNES
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 19
frá því að óhreinsað silfur eða silfur-
grjót frá Mexíkó hafi verið í kjölfestu
skipsins og það væri talið meira virði
en skipið með öllum farminum. At-
huganir Leós leiddu einnig í ljós að í
skipið hafi verið sett sem kjölfesta
fyrsta framleiðsla af málmgrýti frá
námu á Deer-eyju í Main. Ítrekað
var reynt að slæða upp grjótið en án
árangurs og ekki er heldur vitað til
TÓMAS J. Knútsson köfunarkenn-
ari og umhverfissamtökin Blái her-
inn hafa fundið ankeri og fleiri hluti
úr bandaríska kaupfarinu
Jamestown sem strandaði við Hafnir
í júní 1881. Ætla þeir að ná hlutunum
upp á næstunni, jafnvel um helgina.
Í Höfnum varð uppi fótur og fit
þegar það spurðist út í þorpinu að
morgni 26. júní 1881 að risastórt
seglskip væri að stranda við Hvals-
nes, á milli Hestakletts og Þórshafn-
ar í Ósunum gegnt Kotvogi. Þeir sem
fyrstir komu á vettvang sáu að skipið
var mannlaust og töldu ljóst að það
hefði verið lengi á reki því allur segl-
búnaður þess og reiði var horfinn.
Ólafur Ketilsson úr Höfnum hefur
lýst atburðarásinni, meðal annars í
grein í Lesbók Morgunblaðsins
1935, og Leó M. Jónsson í Höfnum
hefur rakið sögu skipsins, ma. eftir
bandarískum heimildum, í grein sem
birtist í tímaritinu Sleipni í fyrra.
Dýrmætur húsaviður
Segskipið Jamestown var á leið
frá Bandaríkjunum til Englands
með stóran timburfarm þegar það
laskaðist í hafi, meðal annars missti
það stýri og björgunarbáta. 26 voru
um borð og var öllum bjargað um
borð í gufuskipið Ethiopia.
Jamestown rak stjórnlaust um Atl-
antshafið í nokkra mánuði, eða þar
til það strandaði við Ísland.
Leó telur að skipið hafi verið um
4.000 tonn að stærð, samkvæmt nú-
gildandi mælingu og hafi því líklega
verið með allra stærstu skipum sem
til Íslands höfðu komið fram að því.
Það var fullhlaðið unnum borðviði,
meðal annars harðviði. Tókst að
bjarga miklu af farminum, 100 þús-
und plönkum samkvæmt sumum
heimildum. Timbrið var notað til
húsbygginga á Suðurnesjum og víð-
ar um land.
Eftir strandið brotnaði skipið í
spón í óveðri og hvarf. Einu ankeri
úr skipinu var bjargað á land árið
1989 og stendur það fyrir utan Sæ-
fiskasafnið í Höfnum. Vitað er að
annað slíkt ankeri var á skipinu og
því ætlar Tómas að ná á land. Einnig
er vitað að tvö minni ankeri og keðja
úr skipinu eru í Vestmannaeyjum.
Tómas J. Knútsson, eigandi
Sportköfunarskóla Íslands í Kefla-
vík og formaður Bláa hersins, hefur
lengi haft áhuga á að kafa niður að
strandstaðnum og athuga hvort þar
sé að finna heillega muni úr
Jamestown. Lét hann verða af því í
apríl. Félagi Tómasar setti sjónpípu
í sjóinn þegar þeir sigldu fram hjá
Hestakletti og sá ankerið, án þess að
þeir væru byrjaðir að kafa. Segir
Tómas að þegar þeir fóru niður að
flakinu hafi þeir fundið nokkra smáa
og stærri járnhluti, til dæmis anker-
israuf og seglvindu, auk ankersins.
Þeir félagar fengu einkaleyfi að
köfun á svæðinu hjá Fornleifastofn-
un Íslands og hafa síðan kafað
nokkrum sinnum til að rannsaka það
frekar og skrá það sem þar er að
finna. Tómas segir að það hafi spillt
nokkuð ánægju þeirra félaga af
starfinu að aðrir hafi reynt að kafa
þar þannig að kalla hafi þurfti til lög-
reglu en mennirnir flúið réttvísina,
eins og Tómas orðar það, til síns
heima í Sandgerði.
Tómas segir að allir munir sem
þeir geti bjargað verði afhentir
Byggðasafni Suðurnesja til skrán-
ingar og varðveislu, samkvæmt úr-
skurði þjóðminjavarðar. Sigrún Ásta
Jónsdóttir, forstöðumaður Byggða-
safnsins, segir að safnið muni síðan
lána Fræðasetrinu í Sandgerði stóra
ankerið en fyrirhugað er að koma því
upp fyrir framan hús setursins.
Tómas segist ekki hafa orðið var
við málmgrýtið sem var í kjölfestu
skipsins en hann eigi eftir að leita
betur að því. Ólafur Ketilsson segir
þess að neinu grjóti úr skipinu hafi
skolað á land. Þó kemur fram í grein
Ólafs að maður einn hafi náð upp
steini, hnefastórum og silfurgráum
að lit. Bræddi hann steininn í smiðju
sinni og fékk úr silfur sem svaraði til
tveimur krónum. Lét Ólafur í ljós
það álit sitt að það væri eina silfrið úr
kjölfestu Jamestown sem komist
hafi í umferð á Íslandi.
Blái herinn kafar á staðnum sem ameríska timburflutningaskipið Jamestown strandaði 1881
Hyggjast bjarga
stóru ankeri á land
Hafnir
Kafað niður að stóra ankerinu úr Jamestown. Fremst fyrir miðri mynd
er kafaraankeri sem lína er fest í en fjær sést í hluta af stóra ankerinu
sem er 3,60 metrar að lengd og vegur um 1.800 kíló.