Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 50
DAGBÓK 50 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Mána- foss kemur og fer í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Staris og Haslo komu í gær, Ljósafoss fór í gær. Mannamót Furugerði 1 og Norður- brún 1. Haustlitaferð á Þingvelli verður farin fimmtud. 26. sept. Lagt af stað frá Norðurbrún 1 kl. 12.45, síðan teknir far- þegar í Furugerði 1. Kaffiveitingar í Hótel Valhöll. Ekið verður í gegnum Grímsnes og Hellisheiðin heim. Leið- sögumaður Tómas Ein- arsson. Skráning í s. 568 6960 Norðurbrún og s. 553 6040 Furugerði. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Morgun- ganga kl. 10 frá Hraun- seli, rúta frá Firðinum kl. 9.50. Leikfimi eldri borg- ara í íþróttamiðstöðinni Björk á þriðju-, fimmtu- og föstud. kl. 11.30, skráning í Hraunseli, s. 555 0142. Félag eldri borgara Kópavogi. Farin verður hópferð til Akureyrar á vegum FEBK vegna þátttöku í 20 ára afmæli Félags eldri borgara á Akureyri, laugardaginn 12. október í Íþróttahöll- inni á Akureyri. Uppl. og skráning í Gjábakka (s. 554 3400) og Gullsmára (s. 564 5260). Ferða- nefndin: Bogi Þórir (s. 554 0233 og Þráinn (s. 554 0999). Almennur fé- lagsfundur í félagsheim- ilinu Gullsmára, í dag kl. 14. Benedikt Davíðsson, form. LEB, ræðir kjara- mál og samskipti við stjórnvöld. Starfsemi og stefnumál félagsins verða einnig á dagskrá. Félagsmenn eru hvattir til að mæta. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Mánud. kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.15 og 11.15 leikfimi, kl. 12 leir- vinnsla. Snyrtinám- skeiðið byrjar 30. sept. Þriðjud. kl. 9 vinnuhópur gler, kl. 10.30 boccia, kl. 11.40 leikfimi karla, kl. 13 málun, kl. 13.30 tréskurð- ur og spilað í Kirkjuhvoli. Leshringurinn byrjar 1. október. Miðvikud. kl. 9.30 stólaleikfimi, kl. 10.30 og 11.15 leikfimi, kl. 13.30 trésmíði nýtt og notað og tréskurður, kl. 14 handavinnuhornið. Fimmtud. kl. 9 vinnuhóp- ur gler, kl. 10.30 boccia, kl. 13 leikfimi karla, búta- saumur byrjar 3. okt. og postulínsmálun 10. okt. Föstud. kl. 14.15 spænska, leirmótun byrj- ar í okt. Félagsvist 26. sept í Kirkjuhvoli kl. 19.30 í umsjá Félags eldri borgara, Garðabæ. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Púttað er annan hvern fimmtu- dag á Korpúlfsstöðum kl. 10, og annan hvern fimmtudag er leikin keila í Keilu í Mjódd. Þriðju- dagar kl. 9.45 og föstu- dagar kl. 9.30 vatnsleik- fimi í Grafarvogslaug, byrjar þriðjudaginn 1. okt. Síðasta miðvikudag í hverjum mánuði eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir í fundar- sal Miðgarðs við Langa- rima 21. Aðrir atburðir eru auglýstir í Morgun- blaðinu, á www.graf- arvogur.is Nýir félagar velkomnir. Uppl. í s. 5454 500, Þráinn Haf- steinsson. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud.: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud.: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bókasafn- ið, kl. 15–16 bókaspjall, kl. 17–19 æfir kór eldri borgara í Damos. Laug- ard.: kl. 10–12 bókband, línudans byrjar 5. okt. kl. 11. Námskeið í postulíns- málun byrjar 18. nóv. Uppl. og skrán. Svanhild- ur s. 586 8014 e.h. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu www.feb.is. Sunnudagur. Dansleikur kl. 20. Má- nud.: Brids kl. 13. Þriðjud.: Skák kl. 13 og alkort kl. 13.30. Miðvi- kud.: Göngu-Hrólfar fara í göngu frá Ásgarði kl. 10. Söngfélag FEB kór- æfing kl. 17. Söngvaka kl. 20.45. Fyrirhugað er að halda námskeið í fram- sögn ef næg þátttaka fæst. Uppl. á skrifstofu FEB. Haustlitaferð að Þing- völlum 28. sept. Nesja- vallavirkjun heimsótt. Kvöldverður og dans í Básnum. Skráning á skrifst. FEB. Silfurlínan opin á mánu- og miðvi- kud. kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt í Faxa- fen 12, s. 588 2111. Fé- lagsstarfið er áfram í Ás- garði, Glæsibæ. Uppl. á skrifst. FEB. Gerðuberg, félagsstarf. Sund og leikfimiæfingar í Breiðholtslaug á mánud. og föstud. kl. 9. 30, boccia á þriðjud. kl. 13 og föstud. kl. 10. Fimmtd. 26. sept. „kynslóðir sam- an“ í Breiðholti kl. 13.15, félagvist, heimsókn frá Seljaskóla, verðlaun, allir velkomnir. Myndlist- arsýning Brynju Þórð- ardóttur opin í dag og á morgun kl. 13–16 lista- maðurinn á staðnum. Veitingar í Kaffi Bergi. Allar upplýsingar um starfsemina á staðnum og í síma 575 7720. Vesturgata 7. Haustlita- ferð verður farin miðvi- kud. 25. sept. kl. 10. Steina- og íþróttasafnið á Akranesi skoðað, Byggðasafnið opið. Há- degisverður í Hreða- vatnsskála, súpa, brauð og kaffi. Ekið að Para- dísarlundi og fossinn Glanni skoðaður. Komið við í Borgarnesi á heim- leið. Farmiðar óskast sóttir fyrir mánud. 23. sept. Glerlistarnámskeið byrjar 10. okt. Jóga- námskeið hefst mánud. 23. sept. kl. 10.30–11.30, einnig verður kennt á miðvikud. 10.30–11.30. Glerlistarnámskeið byrj- ar fimmtud. 10. okt. kl. 9.15–12. Getum bætt við okkur nemendum í búta- saumi á þriðjudögum. Skráning í námskeið í s. 562 7077. Félag eldri borgara, Kópavogi. Púttað á Listatúni í dag, laug- ardag, kl. 10.30. Gönguklúbbur Hana-nú. Morgunganga kl. 10 laugardagsmorgna frá Gjábakka. Krummakaffi kl. 9. Allir velkomnir. Hæðargarður. Mál- verkasýning Gerðar Sig- fúsdóttur er opin virka daga frá kl. 13–16 til 31 okt. Félag eldri borgara, Suðurnesjum. Bingó í Selinu Vallarbraut 4, Njarðvík öll mánudags- kvöld kl. 20. Gullsmári, Gullsmára 13. Opið virka daga kl. 9–17 hádegismatur, kaffi og heimabakað meðlæti. Félag fráskilinna og ein- stæðra. Fundur í kvöld kl. 21 í Konnakoti, Hverf- isgötu 105. Nýir félagar velkomnir. Munið göng- una mánu- og fimmtu- daga. Gigtarfélagið. Leikfimi alla daga vikunnar. Létt leikfimi, bakleikfimi karla, vefjagigtarhópar, jóga, vatnsþjálfun. Einn ókeypis prufutími fyrir þá sem vilja. Uppl. á skrifstofu GÍ, s. 530 3600. Stuðningsfundir fyrrver- andi reykingafólks. Fólk sem sótt hefur námskeið gegn reykingum í Heilsu- stofnun NLFÍ í Hvera- gerði, fundur í Gerðu- bergi á þriðjud. kl. 17.30. GA-fundir spilafíkla, kl. 18.15 á mánudögum í Sel- tjarnarneskirkju (kjall- ara), kl. 20.30 á fimmtu- dögum í fræðsludeild SÁA Síðumúla 3–5 og í Kirkju Óháða safnaðar- ins við Háteigsveg á laugardögum kl. 10.30. Samtök þolenda kyn- ferðislegs ofbeldis, fund- ir mánudaga kl. 20 á Sól- vallagötu 12. Stuðst er við 12 spora kerfi AA- samtakanna. Kattholt. Flóamarkaður í Kattholti, Stangarhyl 2, er opinn þriðjud. og fimmtud. frá kl. 14–17. Leið 10 og 110 ganga að Kattholti. Digraneskirkja Kirkju- starf aldraðra, starfið hefst með ferðalagi þriðjud. 24. sept. Farið verður með Guðrúnu Ás- mundsóttur á slóðir Ein- ars Benediktssonar, lagt af stað frá kirkjunni kl. 13 áætluð heimkoma kl. 22. Skráning hjá Önnu, s. 554 1475 SVDK, Hraunprýði, Hafnarfirði, heldur auka aðalfund þriðjudaginn 24. sept. kl. 20 í húsi deildarinnar í Hjalla- hrauni 9. Dagskrá kosn- ing nýs formanns. Í dag er laugardagur 21. sept- ember, 264. dagur ársins 2002. Mattheusmessa. Orð dagsins: Sé því líkami þinn allur bjartur og hvergi myrkur í honum, verður hann allur í birtu, eins og þegar lampi lýsir á þig með loga sínum. (Lúk. 11, 36.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 horskur, 4 fámál, 7 lengjan, 8 hyggur, 9 skyggni, 11 vætlar, 13 fræull, 14 klukkunni, 15 konum, 17 sitjandi, 20 rösk, 22 slétta, 23 gerir hrokkið, 24 veðurfarið, 25 daufa ljósið. LÓÐRÉTT: 1 heiðra, 2 lengdarein- ing, 3 brún, 4 hreinsar, 5 lögmæta, 6 nemur, 10 vafinn, 12 rekkja, 13 son- ur, 15 á, 16 fjandskapur, 18 fjármunir, 19 undir- nar, 20 veit, 21 svanur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 göfuglynd, 8 suddi, 9 kopar, 10 nóa, 11 rúman, 13 norna, 15 hrygg, 18 smala, 21 rok, 22 fagni, 23 aurum, 24 valdafíkn. Lóðrétt: 2 öldum, 3 urinn, 4 lúkan, 5 napur, 6 Æsir, 7 þráa, 12 arg, 14 orm, 15 hafi, 16 yngra, 17 grind, 18 skarf, 19 afrek, 20 aumt. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Lambakjöt HVERNIG stendur á því að það er hrein hending að finna ókryddlegið íslenskt lambakjöt í hillum mat- vöruverslana? Á okkar heimili er ókryddlegið íslenskt lambakjöt í mestu uppá- haldi. En það er einfaldlega mjög sjaldan fáanlegt. Eftir að hafa fengið grillað kryddlegið lambakjöt allt sumarið (af því að það fæst ekki ókryddlegið) fer heim- ilisfólkið að biðja um ókryddlegið lambakjöt þeg- ar líður að hausti. Annað slagið sjást fyrir- sagnir í blöðum um að sauð- fjárbændur séu í vandræð- um með að selja kjötið sitt. Við hjónin fórum saman út að kaupa í matinn um dag- inn og þá var fáanlegt svínakjöt og nautakjöt bæði sem lundir, snitsel, gúllas og hakk. Lambakjöt var hvergi sjáanlegt. Nokkrum dögum síðar kom auglýsingabæklingur frá ákveðinni verslun inn um bréfalúguna þar sem auglýst var ferskt lamba- kjöt á niðursettu verði. Þegar í búðina kom var lambakjötið í stórri frysti- kistu úti á miðju gólfi, súpu- kjöt innpakkað í stóra plastpopka, minnst hálfur skrokkur í hverjum poka, og var 1⁄3 hlutinn hreint kjöt, en afgangurinn bein og fita. Okkur finnst það algjör þversögn að bændur skuli sitja uppi með óselt lamba- kjöt, en samt er það ekki fá- anlegt í kjötverslunum. Getur einhver útskýrt þetta? Stína og Geiri. Skattlagning lífeyrissjóðstekna Í TILEFNI af fyrirspurn í Velvakanda hinn 13. sept- ember sl. vill stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík með ánægju upplýsa hér með að undirbúningur málsins vegna skattlagn- ingar lífeyrissjóðstekna sé á lokastigi. Nokkrar tafir hafa orðið á málinu vegna álitaefna um hvernig heppi- legast sé að leggja málið fyrir dómstóla, en gert er ráð fyrir að málinu verði stefnt inn á næstu dögum. Reykjavík, 18. septem- ber 2002. Stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík. Fréttaflutningur FRÉTTIR í fjölmiðlum eru fluttar margoft á dag og sí- fellt sömu fréttirnar dag eftir dag. Þetta er afar leiði- gjarnt og fréttamenn ættu því að takmarka endur- tekningar sínar svo sem mögulegt er. Ég er ekki sérlega fréttasjúkur maður og þetta finnst mér of mikið af því góða hvað varðar endurtekningar. Það eru vinsamleg til- mæli mín að á þessu verði ráðin bót. Ekki meir um það að segja, en þetta finnst mér svo sannarlega. Páll Hannesson, Ægisíðu 86. Tapað/fundið Nokia 6210 týndist í miðbænum AÐFARANÓTT sunnu- dagsins 1. september týnd- ist svartur Nokia 6210 í miðbæ Reykjavíkur. Hann var í svartri leðurtösku og það er sprunga í skjánum. Finnandi er vinsamlegast beðinn um að hafa samband í símum 695-0120 eða 699- 4853. Góð fundarlaun í boði. Byssuskefti týndist BYSSUSKEFTI týndist í Reykjavík. Skeftið var í bláum kassa sem var á toppi bíls. Þeir sem hafa fundið byssuskeftið vin- samlega hafi samband í s. 895 7951 eða 568 5599. Dýrahald Dimma er týnd DIMMA týndist frá Garð- húsum 14 30. maí sl. Hún er brúnsvört, frekar lítil og var með rauða ól sem gæti verið dottin af henni. Þeir sem gætu gefið uppl. um Dimmu hafi samband í s. 557 9224 og 847 0794. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Víkverji skrifar... EFTIR magurt sjónvarpssumarer vetrardagskráin óðum að hefja innreið sína og kennir þar margra grasa að vanda. Sjónvarpið ætlar sem oft áður að leggja traust sitt á gamla og seiga góðkunningja. Víkverji hefur átt erf- itt með að gera upp við sig hvort end- urkoma Spaugstofunnar sé góð eða slæm tíðindi. Hafi Spaugstofumenn endurnærst í hinu kærkomna og löngu tímabæra fríi frá skjánum og náð að uppgötva á ný neistann sem einkenndi samstarfið fyrstu árin, svo ekki sé talað um þegar þeir Örn, Siggi og Karl Ágúst kættu landann undir yfirskriftinni Sama og þegið, þá er í vændum hinn gleðilegasti vetur. Taki þeir hins vegar upp þráðinn í ná- kvæmlega sama ásigkomulagi og þegar við hann var skilið er æði lík- legt að Víkverji muni brátt fara að sakna Fóstbræðra sárt. x x x ÞAÐ mætti segja Víkverja að þeir íEfstaleiti bíði þess dags í ofvæni er Gísli Marteinn snýr aftur á skjáinn og stýrir nýjum spjallþætti sínum sem verður á laugardögum í vetur. Eftir að hann hvarf úr Kastljósinu hefur það einungis verið smátíra og þeir sem hann hafa leyst af engan veginn náð að fylla það skarð sem hann skildi eftir sig. Vafalaust binda menn miklar vonir við þátt Gísla Mar- teins enda hefur hann þegar sýnt það með framgöngu sinn í Kastljósinu að hann er sá fyrsti sem virðist hafa tök á að þræða meðalveg gamans og al- vöru, gæddur þeim sjaldgæfu hæfi- leikum að vera jafnvígur á hvort tveggja, geta spjallað við skemmti- krafta á alvarlegum nótum og stjórn- málamenn á léttum. x x x Á SKJÁ einum virðist innlendadagskrárgerðin að komast í fastar skorður, tilraunastarfsemin orðin hófstemmdari og þáttagerðin markvissari og vandaðri. Alltaf ánægjulegt að sjá þegar menn læra af reynslunni. Innlit-Útlit hefur klár- lega sannað sig sem best heppnaði þátturinn sem stöðin hefur getið af sér. Vala Matt hefur líka haldið svo um taumana að stöðug endurnýjun hefur átt sér stað – þátturinn tekið breytingum frá vetri til vetrar og sér- deilis vel til fundið að skipta svo reglulega um meðstjórnendur. Þeir hafa verið æði misjafnir. Þorsteinn Gunnarsson og Fjalar Sigurðarson höfðu sáralítið til málanna að leggja og maður velti oft fyrir sér hvað þeir væru að gera þarna með Völu. Inn- koma Friðriks Weisshappel var því eins og ferskur blær, kunnátta hans hefur verið þættinum gagnleg, en innskotin reyndar misjafnlega áhuga- verð og innihaldsrík. Arthúr Björgvin Bollason átti hins vegar aldrei heima í þætti sem þessum, kom fyrir eins og honum fyndist hann vera að taka nið- ur fyrir sig, brá sér enda í gamla menningarvitagírinn og virtist hafa ætlað að gera úr alvörugefinn þátt um menningu og listir. Víkverji hefur séð Kormák Geirharðsson í einum þætti og lofar hann svo sannarlega góðu. Kormákur sýndi þegar hann stýrði hinum fantagóða dægurmenn- ingarþætti Vélinni að þar færi fædd- ur sjónvarpsmaður, afslappaður, öruggur og öðruvísi. Lúmskur húm- oristi er hann svo einnig en það var einmitt það sem þurfti í Innlitið því viðfangefnið – allur þessi hégómi og prjáldýrkunin – er náttúrlega bráð- fyndið ef út í það er hugsað, nokkuð sem Vala og hinir stjórnendurnir virðast engan veginn hafa fattað. ÞESSI mynd var sett í innrömmun hjá Rammagerð- inni fyrir mörg- um árum. Var hún aldrei sótt og er verið að leita að eiganda myndarinnar. Upplýsingar gef- ur Einar í síma 893 2946. Hver á myndina?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.