Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 22
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF 22 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ KJARTAN Gunnarsson, fráfarandi stjórnarformaður Vátrygginga- félags Íslands, ávarpaði hluthafa- fund félagsins og starfsmenn í gær og gerði grein fyrir aðdraganda þess að Landsbanki Íslands seldi sinn hlut í félaginu. Hann gerði m.a. grein fyrir samkomulagi þeirra tveggja hópa sem áttu meirihluta í VÍS, um að skrá félagið á hluta- bréfamarkað og að enginn einn aðili færi með ráðandi hlut í félaginu. „Samkomulag stærstu hluthaf- anna Landsbankans og hins svokall- aða „S“ hluthafahóps, Kers hf., Sam- vinnulífeyrissjóðsins og Eignar- haldsfélaganna Andvöku og Eignarhaldsfélags Samvinnutrygg- inga hafði snúist um, að með gagn- kvæmum hætti yrðu hlutir þessara aðila smám saman minnkaðir í félag- inu og stefnt að því að enginn einn aðili færi með ráðandi hlut í félaginu. Í lok júlí sl. kom hins vegar í ljós að gagnaðilar Landsbankans í hópi stærstu hluthafanna vildu gera breytingar á þessu samkomulagi og höfðu frumkvæði að viðræðum um Landsbankann um það. Það var nið- urstaða stjórnar Landsbankans hf. að ekki væri heppilegt að standa að minniháttar breytingum á þessu fyrrnefnda samkomulagi annar veg- ar frá 25. júlí og hins vegar 25. mars 2001 svo skömmu eftir að það hafði verið gert og ekki væri heldur væn- legt fyrir Landsbankann að verða áhrifalítill minnihlutaaðili í Vátrygg- ingafélaginu og því væri hagsmun- um allra best borgið, bæði Lands- bankans og þeirra sem breyta vildu áður gerðu samkomulagi, með þeirri niðurstöðu að stærstu meðhluthafar Landsbankans í Vátryggingafélag- inu keyptu allan hlut bankans. Það varð niðurstaðan og var gengið til þeirra samninga í lok ágúst og er hluthafafundurinn í dag haldinn í beinu og eðlilegu framhaldi af þess- um ákvörðunum,“ sagði Kjartan m.a. í ávarpi sínu sem einnig var bréf til starfsmanna VÍS. „Skoðanir á þessu kunna að vera skiptar eins og þær voru fyrir 5 ár- um þegar Landsbankinn eignaðist hlutinn í VÍS en þá gagnrýndu það margir, bæði utan bankans og utan VÍS, að ríkisviðskiptabanki væri með þeim hætti að gerast svo virkur þátttakandi í atvinnulífinu og starf- semi sem ekki væri bein bankastarf- semi. Margir spáðu illa fyrir þessu samstarfi en sem betur fer rættust þær hrakspár ekki og hefur báðum fyrirtækjunum vegnað vel, hvort sem verið hefur í samstarfinu eða í sjálfstæðri starfsemi sinni. Samstarf banka og vátryggingafélaga hefur víða um heim verið reynt á undan- förnum árum, oft með misjöfnum árangri en okkar reynsla er vel við- unandi. Upphaflega var það fyrst og fremst áhugi Landsbankans á því að taka þátt í líftryggingastarfsemi sem réð því að hann réðst í þessi kaup eftir að hafa kannað bæði möguleika þess að stofna eigið líf- tryggingafélag og kaupa starfandi líftryggingafélag. Landsbankinn á nú helmingshlut í Líftryggingafélagi Íslands á móti 25% hlut Vátrygg- ingafélagsins og sambærilegum hlut Andvöku. Það má því segja að sú niðurstaða, sem hluthafafundurinn í dag er afleiðing af, skili Landsbank- anum á þann stað sem hann upp- haflega ætlaði að vera í trygginga- starfsemi, virkur aðili að líftryggingafélagi.“ Mikilvægt að staðið verði við dreifða eignaraðild „Að mínum dómi var það fráleitur kostur eftir að óskir komu fram frá helmingseigendum félagsins að breyta því samkomulagi, sem nýlega hafði verið gert, öðruvísi en að fram- kvæma og standa að róttækri nið- urstöðu sem uppfyllti óskir allra. Það er hins vegar mikilvægt í mín- um huga að staðið verði við yfirlýs- ingar nýrra megineigenda Vátrygg- ingafélagsins, en þeir hafa lýst því yfir að þeir muni halda áfram að stuðla að dreifðri eignaraðild í félag- inu. Það er félaginu örugglega sem viðskiptafyrirtæki fyrir bestu, eig- endum þess og starfsmönnum. Í þessu öllu tel ég að menn þurfi auðvitað sérstaklega að hyggja að og hafa í huga að stór hópur starfs- manna Vátryggingafélagsins eru hluthafar í félaginu og hafa fjárfest í því, m.a. fyrir hvatningu frá stjórn þess og stjórnendum, allt á þeim grundvelli að stefnt væri að því að gera félagið að öflugu og stóru al- menningshlutafélagi. En ekkert hef- ur komið fram annað en að þannig verði þróunin og hafa nýir aðaleig- endur félagsins raunar lýst því yfir að þeir hafi áhuga á því að flýta þeirri þróun.“ Kjartan þakkaði einnig starfs- mönnum VÍS og fráfarandi forstjóra fyrir ánægjulegt samstarf. „Eins og menn þekkja hefur það orðið að ráði að Axel Gíslason, forstjóri félagsins, hefur sagt starfi sínu lausu frá og með 1. október nk. Axel Gíslason hefur verið forstjóri þessa félags frá stofnun þess og lagt mikið á sig við að vinna að hagsmunum þess. Félag- ið hefur enda hafist frá því að vera nauðvarnarsameining tveggja fé- laga, sem bæði áttu í umtalsverðum erfiðleikum á markaði og voru fyrstu árin eftir sameininguna á mörkum þess að uppfylla skilyrði laga um gjaldþol tryggingafélaga í það að fé- lagið er nú á öllum sviðum annað- hvort í fyrsta eða öðru sæti íslensku tryggingafélaganna og þar sem það er í öðru sæti er nánast um pró- sentubrot að ræða í mismun. Axel getur litið ánægður og stoltur yfir farinn veg svo og allir þeir sem starfað hafa með honum að þessum málum og lýk ég orðum mínum hér með því að þakka honum einlæglega fyrir ágætt samstarf og fórnfúst og vel heppnað starf í þágu Vátrygg- ingafélags Íslands hf. Jafnframt þakka ég einlæglega öllum þeim sem starfað hafa með mér í stjórn félags- ins sl. fimm ár. Þau hafa bæði sem einstaklingar og fulltrúar umbjóð- enda sinna starfað af heiðarleika og hreinlyndi að framgangi félagsins. Starfsmönnum öllum og fjölskyldum þeirra óska ég gæfu og gengis,“ sagði Kjartan Gunnarsson að lokum. Axel Gíslason, fráfarandi forstjóri, ávarpaði fundinn einnig og þakkaði fráfarandi stjórn fyrir gott samstarf. Kjartan Gunnarsson, fráfarandi stjórnarformaður Vátryggingafélags Íslands Ekki vænlegt að vera áhrifalítill minnihlutaeigandi Morgunblaðið/Kristinn Kjartan Gunnarsson, fráfarandi stjórnarformaður VÍS, gerði grein fyrir aðdraganda þess að Landsbankinn seldi hlut sinn í félaginu. SAMEINING Hlutabréfasjóðs- ins Auðlindar hf. og Kaupþings banka hf. hefur vakið spurning- ar um framtíð hlutabréfasjóða. Í tilkynningu frá Kaupþingi var niðurlagning skattaafsláttar til einstaklinga vegna hlutabréfa- kaupa nefnd sem ein megin- ástæða sameiningarinnar. Framkvæmdastjórar hluta- bréfasjóða í vörslu Landsbank- ans Landsbréfa og Búnaðar- bankans verðbréfa eru sammála um að óvissa ríki um framtíð sjóðanna en telja ekki tímabært að skera úr um hvort tími þeirra sé liðinn fyrr en í ljós kemur hvort skattaafsláttur verður framlengdur. Að mati Styrmis Bragasonar, framkvæmdastjóra Íslenska hlutabréfasjóðsins hf., sem er í vörslu Landsbankans Lands- bréfa, er skattaafsláttur vegna hlutabréfakaupa einstaklinga mikilvægur fyrir rekstur hluta- bréfasjóða. Hann telur þó afnám afsláttarins ekki þurfa að marka endalok sjóðanna. Hann er ósammála þeim sjónarmiðum sem komu fram í frétt Mbl. í gær um sameininguna. „Ég er alls ekki sammála því sem þar er sett fram. Ég myndi telja að þetta sé ekki alveg það sem hluthafar Auðlindar voru að ætl- ast til. Þótt skattaafsláttur verði afnuminn þá er ekki þar með sagt að það sé óhagkvæmt að kaupa í hlutabréfasjóði. Hluta- bréfasjóðir eru til um allan heim án þess að skattaafsláttur sé veittur. Við ætlum þó að beita okkur fyrir því hjá Landsbank- anum að þessum skattaafslætti verði haldið áfram.“ Sigurður Óli Hákonarson, framkvæmda- stjóri Hlutabréfasjóðs Búnaðar- bankans hf. segir að verði lögum um verðbréfa- og fjárfestinga- sjóði breytt gætu þau gert hlutabréfasjóðsformið skatta- lega hagkvæmara. Hann telur skattamálin skipta mestu hvað varðar framtíð hlutabréfasjóð- anna. „Við munum meta stöðuna í ljósi þess hvernig lagaumhverfi sjóðsins verður til frambúðar. Það er mikil óvissa varðandi það núna. Verði lögin í takt við þau drög sem liggja fyrir gefst hlutabréfasjóðum kostur á að- breyta formi sínu þannig að þeir geti staðið jafnfætis verðbréfa- sjóðum að því leyti að þeir þyrftu ekki að greiða tekjuskatt. Þannig yrðu þeir ekki eins skattalega óhagkvæmir og verið hefur. Sjóðsfélagar ættu þannig ekki að skaðast, jafnvel þótt skattaafsláttur verði afnuminn,“ segir Sigurður Óli. Hlutabréfasjóðir geta starfað þrátt fyrir afnám skattaafsláttar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.