Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake MEYJA Afmælisbörn dagsins: Þú ert kappsfullur, með áhuga á mörgum sviðum og átt auðvelt með að fá aðra til að vinna með þér. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Gættu þess að einhver augnablikshrifning leiði þig ekki afvega svo þú ratir ekki í áfangastað með verkefni þitt. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þótt þú hafir í mörg horn að líta máttu ekki gleyma vinum þínum. Njóttu hans og deildu með þín- um nánustu. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sumir hlutir virðast svo flóknir og fjarlægir að þér finnst þú hafir ekkert í þá að gera. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Vertu ekki með neitt múður þótt vinir þínir séu ekki akkúrat eins og þú vilt. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér finnst að þér sótt úr öllum áttum svo þér er nauðsynlegt að finna ein- hverja vörn gegn um- hverfinu. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Gættu þess að skapa ekki stærri vandamál með framkomu þinni heldur en þau sem þú ætlar að leysa. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Eitthvað hvílir þungt á þér og hindrar þig í að af- reka mikið. Láttu ekki aðra fara í taugarnar á þér. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú ert óvenju góðhjartað- ur og samúðarfullur þessa dagana. Sinntu því vinum þínum og gefðu þér tíma til að hlusta á þá. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú munt sjá að hæfileiki þinn til að láta þig dreyma getur skilað ríku- legum árangri. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Það er gaman að sigla fyrir fullum seglum en vertu viðbúinn því að vindurinn geti blásið úr annarri átt. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst þú hafa gert skýra grein fyrir þinni af- stöðu og skilur ekki við- brögð sumra. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Þú ættir að láta slag standa og framkvæma hlutina eins og þú sérð fyrir þér að best verði. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Árnað heilla REYNSLAN er ólygnust og hún kennir þá lexíu að það borgi sig yfirleitt að segja satt og rétt frá spil- unum. Ávinningurinn af því að blekkja mótherjana vegur engan veginn upp kostnaðinn sem hlýst af því að villa um fyrir makker. Þetta er hin almenna reynsluregla, en stundum koma þó upp stöður sem beinlínis kalla á blekkingu. Skilyrðið er þá alltaf hið sama – makker er óvirkur þátttakandi í sögnum. Norður gefur; allir á hættu. Norður ♠ K107 ♥ ÁG3 ♦ ÁKD974 ♣2 Vestur Austur ♠ Á9862 ♠ DG53 ♥ 92 ♥ 64 ♦ 852 ♦ G1063 ♣1075 ♣D43 Suður ♠ 4 ♥ KD10875 ♦ – ♣ÁKG986 Vestur Norður Austur Suður – 1 tígull Pass 1 hjarta Pass 3 hjörtu Pass 4 spaðar * Pass 5 tíglar * Pass 7 hjörtu ! Pass Pass Pass Spilið kom upp í Spin- gold sveitakeppninni á sumarleikum Bandaríkja- manna í júlí. Í NS voru lítt þekktir spilarar utan Bandaríkjanna, Roger Lord og Peggy Kaplan. Það var Lord sem hélt á spilum suðurs. Eftir tígulopnun og hjartasvar, valdi Kaplan að stökkva í þrjú hjörtu, þrátt fyrir að eiga aðeins þrílit. Hinn möguleikinn var að segja þrjá tígla og eiga á hættu að tína 5-3 samlegu í hjarta. Það kom sér vel fyrir Lord í suður að fá stuðning við hjartað og hann ákvað þar og þá að leggja snöru fyrir vestur. Hann stökk í fjóra spaða sem er kerfisbundið spurn- ing um ása (lykilspil) FYR- IR UTAN spaðann. Þessi sagnvenja heitir „exclusion Balckwood“ á ensku og er notuð þegar spyrjandi er með eyðu í viðkomandi lit og kærir sig þar kollóttan um þann ás. Norður sýndi tvo ása fyrir utan spaðann og Lord stökk í alslemmu. Víkur nú sögunni til vesturs, sem hélt á spaða- ásnum. Hann spurði vel og vandlega út í sagnir, en ákvað svo að spila út hjarta, því ekki vildi hann láta trompa spaðaásinn og fría hugsanlega slag eða slagi á spaða í blindum. Þetta var hugmyndarík blekking, sem átti skilið að heppnast. En í raun er hún betri með blankan kóng í spurnarlitnum, því þá er öruggt að útspilarinn er ekki með ÁK. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson LJÓÐABROT SUMARVÍSUR Sumarið þegar setur blítt sólar undir faldi, eftir á með sitt eðlið strítt andar veturinn kaldi. Felur húm hið fagra ljós, frostið hitann erfir, væn að dufti verður rós, vindur logni hverfir. Lýðum þegar lætur dátt lukku byrinn mildi, sínum hug í sorgar átt sérhver renna skyldi. Þorlákur Þórarinsson 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 Rc6 6. Bg5 e6 7. Dd2 a6 8. 0–0–0 h6 9. Be3 Bd7 10. f3 b5 11. Rxc6 Bxc6 12. Re2 Dc7 13. Kb1 Be7 14. h4 Bb7 15. Rd4 Rd7 16. g4 Re5 17. Be2 Hc8 18. b3 Dc3 19. Dxc3 Hxc3 20. Bd2 Hc8 21. h5 d5 22. f4 Rc6 23. Rxc6 Bxc6 24. e5 f6 25. exf6 gxf6 26. Bd3 Kd7 27. Bg6 d4 28. Hhf1 Bd5 29. Be1 Bc5 30. c3 f5 31. gxf5 Be4+ 32. Kb2 exf5 33. b4 Be7 34. Hxd4+ Ke6 Zigurds Lanka hafði hvítt í stöð- unni gegn stór- meistaranum Konstantin Lerner í þýsku deilda- keppninni 1998. 35. Hxe4+! fxe4 36. f5+ Kd5 37. f6 Bd6 38. Bf7+ Kc6 39. Hf5 e3 40. Bd5+ Kd7 41. f7 Hh7 42. Hf3 Hf8 43. Hxe3 Hhxf7. Með þessu kýs svartur að gefa skiptamuninn til baka en engu að síður er staða hans töpuð. Framhaldið varð: 44. Be6+ Kc6 45. Bxf7 Hxf7 46. Bg3 He7 47. Hd3 He2+ 48. Kb3 Be7 49. Bf4 He6 50. He3 Hxe3 51. Bxe3 Bf8 52. c4 Bg7 53. a4 Bf8 54. cxb5+ axb5 55. a5 Kd5 56. a6 Kc6 57. Bc5 Bg7 58. Kc2 Bf6 59. Be3 Bg7 60. Kd3 Bf8 61. Bc5 Bg7 62. Ke4 Bc3 63. Kf5 Bd2 64. Ke6 Bf4 65. a7 Kb7 66. Kd7 Bd2 67. a8=D+ Kxa8 68. Kc6 Kb8 69. Kxb5 Kb7 70. Kc4 Kc6 71. b5+ Kd7 72. Kd5 og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 21. september, er sjötugur Bjarni Sæmundsson, pípu- lagningameistari, Kirkju- lundi 6, Garðabæ. Eigin- kona hans er Gíslína Vilhjálmsdóttir. Þau eru að heiman í dag. 60 ÁRA afmæli. Sl.fimmtudag 19. sept- ember varð sextug Svan- hildur Jónsdóttir, bóndi í Flatey á Breiðafirði. Svana bóndi er í göngum þessa dagana og dvelst í bústöðum Starfsmannafélags Land- helgisgæslunnar í Djúpa- firði, Gufudalssveit (sími 853-0000) ásamt afkomend- um, ættingjum og vinum. 50 ÁRA afmæli. Ámorgun, 22. septem- ber, er fimmtug Helga M. Steinsson skólameistari, Neskaupstað. Af því tilefni taka hún og eiginmaður hennar, Einar Már Sigurð- arson, á móti gestum í Blús- kjallaranum í dag, 21. sept., kl. 17–19.                  BRIDSSKÓLINN Námskeiðin hefjast í næstu viku: Byrjendur: Hefst 25. september og stendur yfir í 10 miðvikudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Framhald: Hefst 23. september og stendur yfir í 10 mánudagskvöld, þrjár klukkustundir í senn, frá kl. 20-23. Staður: Síðumúli 37 í Reykjavík. Nánari upplýsingar og innritun í síma 564 4247 milli kl. 13 og 18 laugardag og sunnudag. ATH. Mörg stéttarfélög taka þátt í kostnaði. yogawest.isSeljavegi 2 fyrir BARNSHAFANDI sími: 511-2777D þri. og fim. kl. 16.15-17.15 GAY O YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR 3.-31. október fimmtudaga. kl. 18.45-20.15 Yuri Musatov fyrir K A R L M E N N Leiðbeinandi: GAY O yogawest.isSeljavegi 2 sími: 511-2777 YOGASTÖÐ VESTURBÆJAR Skráning og upplýsingar í síma 562 1132 og 562 6632 og á www.samskipti.org Hugo Þórisson Wilhelm Norðfjörð Nú er að hefjast nýtt námskeið fyrir foreldra í samskiptum foreldra og barna. Leiðbeinendur eru sálfræðingarnir Hugo Þórisson og Wilhelm Norðfjörð. www.samskipti.org Hef flutt rekstur tannlæknastofu minnar í Hlíðasmára 14, Kópavogi. Allar almennar tannlækningar. Tannplantar. Tímapantanir í síma 555 1070. Júlíus Helgi Schopka, tannlæknir. NÝBAKAÐIR FORELDRAR TAKIÐ EFTIR! Næstu námskeið fyrir foreldra barna á fyrsta ári AÐ NJÓTA FORELDRAHLUTVERKSINS hefjast 3. okt., 17. okt. og 31. okt. Námskeiðin standa í 2½ tíma í þrjú skipti og eru haldin í BORGUM, safnaðarheimili Kársnessóknar v/ Urðarbraut, kl. 19.30-22.00. Allir foreldrar velkomnir burtséð frá búsetu. Takmarkaður fjöldi á hvert námskeið. Upplýsingar og skráning hjá Herthu í síma 860 5966, netfang hertha@mi.is og hjá Kristínu í síma 865 7970, netfang kristingud@isl.is alla daga.      
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.