Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 6
FRÉTTIR 6 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NEFND um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins hefur komist að þeirri niðurstöðu að ákvörðun menntamálaráðuneytisins að veita Þorfinni Ómarssyni lausn frá störf- um um stundarsakir sem fram- kvæmdastjóri Kvikmyndasjóðs Ís- lands hafi ekki verið réttmæt. „Í áliti nefndarinnar kemur fram að hún telur að menntaráðuneytinu hafi ekki verið heimilt að veita Þor- finni Ómarssyni lausn frá embætti um stundarsakir og í samræmi við það hef ég sett hann inn í embætti aftur með símatali í dag [í gær],“ sagði Tómas Ingi Olrich, mennta- málaráðherra. Hann vildi ekki tjá sig um hvort hann teldi að eftirmálar yrðu af ákvörðun ráðuneytisins. „Ég á eftir að fara yfir greinagerðina sem fylgir álitinu og röksemdirnar sem notaðar eru til að komast að þessari niðurstöðu. Ég ætla ekki að tjá mig um þetta fyrr en ég er búinn að því.“ Þorfinnur segist fagna þessari nið- urstöðu, ,,enda teljum við, ég, lög- maður minn og fleiri sem hafa skoðað þetta mál, að þetta sé hin eina rétta niðurstaða málsins og það hafi hvorki verið efni til þess að grípa til þessara aðgerða, né heldur með svona skyndilegum hætti eins og gert var,“ segir hann. Hefur störf hjá Kvikmyndasjóði á nýjan leik ,,Ég fagna þessari niðurstöðu því eins og nefndin segir þá er ekkert í efni málsins sem má telja bókhaldsó- reiðu eins og látið var í veðri vaka og eru býsna alvarlegar ásakanir,“ segir Þorfinnur ennfremur. Þorfinnur hefur tekið við fram- kvæmdastjórastarfi sínu á nýjan leik. Að sögn hans hringdi Tómas Ingi Ol- rich menntamálaráðherra í hann í gærmorgun þegar niðurstaða nefnd- arinnar lá fyrir og bauð honum að koma strax til starfa. Þorfinnur segir undanfarna tvo mánuði ekki hafa verið þægilegan biðtíma á meðan hann beið niður- stöðunnar. Hann segist jafnframt vona að sem minnst eftirmál verði vegna málsins. ,,Ég er ekki langræk- inn maður og vil helst ræða fram- haldið við minn ráðherra þannig að allir geti helst unað sáttir við sitt,“ segir hann. Eðlilegra að kanna hvort rétt væri að veita áminningu Nefndin komst að þeirri niður- stöðu að rannsókn Ríkisendurskoð- unar hafi staðfest tilteknar ávirðing- ar í embættisfærslu Þorfinns Ómarssonar á árunum 2000 og 2001, án þess þó að uppfyllt væru efnisskil- yrði 3. mgr. 26. gr. starfsmannalaga um óreiðu í bókhaldi eða fjárreiðum. ,,Nefndin telur að við þessar aðstæð- ur hefði verið eðlilegra og í samræmi við meðalhófsreglu 12. gr. stjórn- sýslulaga að menntamálaráðuneytið kannaði áfram hvort rétt væri að veita Þorfinni áminningu fyrir brot á starfsskyldum, eins og stefnt var að í fyrstu, í stað þess að víkja honum úr embætti um stundarsakir að fengn- um niðurstöðum Ríkisendurskoðun- ar. Í bréfi ríkisendurskoðanda frá 22. júlí 2002 kom fram að gjörbreyting hefði orðið til batnaðar í þeim þáttum í rekstri stofnunarinnar sem sneru að bókhaldi, afstemmingum og vörslu gagna. Nefndin telur því að mennta- málaráðuneytinu hafi ekki verið rétt að veita Þorfinni Ómarssyni lausn frá embætti um stundarsakir,“ segir í áliti nefndarinnar. Tekur undir að um misfellur hafi verið að ræða Nefndin tekur undir athugasemdir Ríkisendurskoðunar um að Þorfinn- ur hafi sýnt af sér hirðuleysi við að halda bókhaldsgögnum til haga á árinu 2000 og framan af árinu 2001 en tekur einnig fram að enginn vafi hafi leikið á að allar greiðslur sem fylgiskjöl vantaði fyrir hafi verið í þágu Kvikmyndasjóðs, fyrir lá hver var viðtakandinn og hvert tilefnið var. Jafnframt telur nefndin að mis- fellur hafi verið á uppgjöri ferð- areikninga en nefndin fellst hins veg- ar ekki á ávirðingar um að Þorfinnur hafi í engu sinnt boðum um lagfær- ingu á umræddum atriðum þrátt fyr- ir ítrekaðar athugasemdir Ríkisbók- halds, ráðuneytisins og Ríkisféhirðis. ,,Má meðal annars sjá af viðleitni hans til þess að bera þessi vandamál upp á fundi stjórnar Kvikmyndasjóðs 23. nóvember 1999 og tillögu hans um að ráða fjármálastjóra til að halda ut- an um fjármál stofnunarinnar að hann gerði sér grein fyrir vandamál- unum og leitaði leiða til að leysa þau. Það firrir Þorfinn hins vegar ekki ábyrgð að tillagan náði ekki fram að ganga hjá stjórn Kvikmyndasjóðs, heldur bar honum þegar að grípa til ráðstafana innan þeirra fjárheimilda sem stofnunin hafði,“ segir m.a. í nið- urstöðu nefndarinnar. Missti andmælarétt sinn Þar segir einnig að á fyrrihluta þessa árs hafi verið ljóst að enn voru vanhöld á að Kvikmyndasjóður skil- aði bókhaldsgögnum til ríkisbók- halds fyrir árin 2000 og 2001 og upp- gjöri ferðareikninga. ,,Nefndin telur því að ráðuneytinu hafi verið bæði rétt og skylt að kanna hvort rétt væri að grípa til agaviðurlaga gagnvart Þorfinni vegna brota á starfsskyld- um hans í þessum efnum. Í samræmi við það tilkynnti ráðuneytið Þorfinni með bréfi dags. 22. mars 2002 að fyr- irhugað væri að veita honum áminn- ingu á grundvelli 21. gr. starfs- mannalaga og var honum veittur frestur til andmæla við þá ákvörðun til 5. apríl. Engar haldbærar skýr- ingar hafa komið fram af hálfu ráðu- neytisins um ástæður þess að málið var tekið úr þessum farvegi fimm dögum síðar þegar Þorfinni var til- kynnt að óskað hefði verið rannsókn- ar Ríkisendurskoðunar og gæti nið- urstaða hennar leitt til brottvikningar hans um stundarsak- ir. Með því að ráðuneytið skipti um stefnu að þessu leyti missti Þorfinnur jafnframt andmælarétt sinn sem honum hafði verið veittur vegna fyr- irhugaðrar áminningar. Hafði hann þó réttmæta ástæðu til að ætla að honum yrði veittur kostur á því að tjá sig um niðurstöður Ríkisendurskoð- unar áður en þær lægju fyrir í end- anlegu horfi. Þótt Þorfinni væri gef- inn kostur á að koma að andmælum sínum við drög að endurskoðunar- skýrslu og ársreikningi, liggur ljóst fyrir að honum gafst ekki tækifæri til að tjá sig um þær alvarlegu ávirð- ingar sem reifaðar voru í bréfi rík- isendurskoðanda og ráðuneytið reisti ákvörðun sína á. Nefndin er þeirrar skoðunar að þar sé kveðið mun fastar að orði heldur en gert er í sjálfri end- urskoðunarskýrslunni þar sem tæp- lega er hægt að tala um alvarlegar ávirðingar en ástandi mála er lýst og ýmsar athugasemdir gerðar. Því hefði verið rétt að gefa Þorfinni kost á að koma að andmælum sínum við ávirðingarnar áður en endanlegar niðurstöður í bréfi Ríkisendurskoð- unar voru afhentar ráðuneytinu,“ segir í áliti nefndarinnar. Ekki náðist í Tómas Inga Olrich menntamálaráðherra í gær vegna þessa máls en hann er staddur er- lendis. Niðurstaða nefndar um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins Rangt að víkja Þorfinni Ómarssyni úr embætti TÆPLEGA fjögur hundruð manns mættu á borgarafund um samgöngu- mál í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Áhugahópur um bættar samgöngur boðaði til fundarins. Hópurinn hefur undanfarnar vikur verið með undir- skriftalista í gangi þar sem mótmælt er bágborinni stöðu í samgöngu- málum Eyjanna. Kristján Vigfússon, formaður samgönguhóps samgöngu- ráðherra, tók á móti listunum fyrir hönd ráðherra með nöfnum 2.190 óánægðra Eyjamanna, eins og það var orðað. Sveinn Ingi Þórarinsson skipa- miðlari kynnti á fundinum skip, sem mikið hefur verið í umræðunni að undanförnu, sem færi til Þorláks- hafnar frá Eyjum á rúmri klukku- stund. Þingmenn Suðurlands og Reykjaneskjördæmis mættu nokkr- ir og tóku til máls. Drífa Hjartar- dóttir sagði það mikilvægt að þeir landsmenn sem gætu sest inn í bíl sinn og keyrt á áfangastað settu sig í spor Eyjamanna. Lengi verið að fara til Eyja Arnar Sigurmundsson á sæti í nefndinni sem ráðherra skipaði í maí og benti hann á miklar aukningar ferða Herjólfs síðustu ár og hvað hefur áunnist með skipan nefndar- innar. Kristján Pálsson og Kjartan Ólafsson tóku einnig til máls og bentu á mikilvægi Bakkaflugvallar og að heimamenn styðji við bakið á nefndarmönnum. Hjálmar Árnason hefur barist mikið fyrir því að mögu- leiki á notuðu skipi verði skoðaður. Hjálmar byrjaði mál sitt á að segja frá ferðatíma hans frá heimili hans í Reykjanesbæ til Vestmannaeyja. Það tók hann sex tíma. Hjálmar benti á að ef hann langaði að fara á fótboltaleik í London tæki það hann þrjá og hálfan tíma alla leið á fínt hótel í miðborg London. Hjálmar hvatti til þess að kaup á skipinu yrðu skoðuð með jákvæðum hætti og að skipstjórnarmenn á Herjólfi ásamt öðrum sérfræðingum yrðu sendir til Gíbraltar að skoða skipið. Lúðvík Bergvinsson sem ásamt þingmannsstörfum á nú sæti í bæj- arstjórn Vestmannaeyja lagði áherslu á það að fundurinn myndi skila af sér ályktun þar sem fram kæmu skýr skilaboð frá Vestmanna- eyingum hvað þeir vildu. Fjöldi ann- arra fór í pontu, þar á meðal Andrés Sigmundsson formaður bæjarráðs Vestmannaeyja og Árni Johnsen fyrrverandi alþingismaður sem með- al annars sagði það ekki úr sögunni að jarðgöng yrðu grafin til Eyja. Árni sagðist ennfremur ekki ætla að hætta afskiptum að pólitík fyrr en ferjulag við Bakkafjöru yrði að veru- leika. Fundargestum gafst kostur á að spyrja þingmenn í lokin og voru flestar spurningar um gjaldtöku í Herjólf. Einn benti á að ef hann færi með bílinn sinn í Herjólf en fjarlægði dráttarkrókinn áður, þá borgaði hann þrjár einingar, sem er gjald fyrir venjulega fólksbifreið. Ef hann aftur á móti setti krókinn á aftur þá kostaði það hann helmingi meira. Vörubílstjórar borga 17.500 krónur fyrir ferðina, eða sem svarar 2.000 kílómetra akstri að þeirra sögn. Fram kom að með Herjólfsferð spara Eyjamenn sér 70 kílómetra akstur og verð er í samræmi við það. Að lokum voru tvær ályktanir bornar undir fundarmenn og þær samþykktar. „Fundurinn mótmælir harðlega því ófremdarástandi sem nú ríkir í samgöngumálum Eyjanna. Við krefjumst þess að ríkisvaldið tryggi að minnsta kosti tvær ferðir á dag allt árið með Herjólfi og geri nú þegar ráðstafanir til að fá nýja og hraðskreiða ferju til landsins.“ Seinni ályktunin fjallaði um ferju- lægi við suðurströndina: „Fundurinn leggur ríka áherslu á að rannsóknum á ferjulægi við suðurströndina verði hraðað svo niðurstaða um raunhæfa möguleika á ferjulægi liggi fyrir sem fyrst.“ Morgunblaðið/Sigurgeir Tæplega 400 manns voru á borgarafundinum í Vestmannaeyjum í gærkvöldi. Fjölmennur borgarafundur um samgöngumál í Vestmannaeyjum 2.190 einstaklingar kröfðust úrbóta í samgöngumálum SMÁM saman hefur dregið úr Skaftárhlaupi og í gærkvöldi var rennslið um 450 rúmmetrar á sek- úndu en var 650 þegar það náði há- marki. Mikil brennisteinsmengun fylgir hlaupinu og hefur lyktin frá því borist víða. Leiðni í ánni og magn uppleystra efna jókst skyndi- lega í Skaftá upp úr hádegi í gær. Oddur Sigurðsson, jarðfræðingur hjá Orkustofnun, segir að slíkt ger- ist jafnan í kjölfar skjálftaóróa und- ir Skaftárjökli sem mælast iðulega þegar hámarki hlaups er náð. Á fimmtudaginn töldu íbúar Þórshafnar í Færeyjum sig finna megna klóaklykt og segir vefur dagblaðsins Dimmalætting frá því að bæjarstarfsmenn hafi leitað lengi að orsökinni en ekki fundið. „Og vonda lyktin var ekki bara í Höfn. Í Vestmanney og fleiri byggðarlögum vestur af var sama lyktin í loftinu og þar fundu menn heldur enga skýringu. Það var kannski ekki svo skrítið að leitin varð árangurslaus, því lyktin kom frá Íslandi,“ segir Dimmalætting. Oddur telur að allar líkur séu á því að lyktin sem Færeyingar fundu stafi af Skaftárhlaupi. „Ég ræddi þetta við Trausta Jónsson veð- urfræðing. Hann gáði að veðurlagi og sagði að þetta væri alveg rakið að lyktin hefði farið þessa leið.“ Fregnir hafi einnig borist af því að lyktin hafi fundist í Noregi en hann hafði ekki fengið þær staðfestar. Oddur segir að í hægviðri geti lyktin borist víða og í stillum verði mengunarinnar frekar vart. Tveir menn sem fóru til rannsóknar við útfall Skaftár í gær urðu að vera með gasgrímur vegna þess hve mikið brennisteinsvetni var í lofti við ána. Oddur telur að mengunin sé varasöm a.m.k. 10–15 km niður með Skaftá og ræður fólki eindreg- ið frá því að fara niður að henni. „Gasið er eins og önnur á – sem rennur ósýnileg ofan á hinni ánni,“ segir hann. Vonda lykt- in í Fær- eyjum kom frá Íslandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.