Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 21.09.2002, Blaðsíða 60
ÞESSI fallegi hundur var ánægður með að komast aðeins út undir bert loft og gekk ákveðnum skrefum út götuna. Eigandi hans fylgdi fast á eftir og þurfti nánast að hlaupa við fót. Heldur votviðrasamt hefur ver- ið um sunnan- og vestanvert landið að undanförnu. Það breytir ekki því að hundarnir þurfa að fá sinn reglulega göngutúr. Morgunblaðið/Kristinn Úti að viðra hundinn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. LANDSVIRKJUN undirritaði í gær samning við norska fyrirtækið Statnett og verkfræðistofurnar Afl og Línuhönnun um að vinna með starfsmönnum Landsvirkjunar að ítarlegri athugun á því hvernig auka megi nýtingu raforkuflutn- ingskerfis fyrirtækisins betur. Statnett á og rekur flutningskerfi raforku í Noregi og hefur nýlokið svipaðri athugun á sínu kerfi sem tók þrjú ár. Leiddi sú athugun í ljós að hægt var að auka orkuflutning umtalsvert, eða um 20-47%, með frekar litlum tilkostnaði og nýjum vinnureglum við stjórn kerfisins. Verkfræðistofurnar hafa sömuleiðis mikla reynslu af því að vinna út- tektir sem þessar á raforkukerfum hér heima og erlendis. Í tilkynningu frá Landsvirkjun kemur fram að ákveðið hafi verið að leita nýrra og óhefðbundinna leiða til að lækka kostnað við rekstur og uppbyggingu raforkuflutningskerf- isins með það að markmiði að nýta betur það kerfi sem fyrir er, með aukna hagkvæmni að leiðarljósi. Megintilefnið er aukin þörf fyrir orkuflutning vegna frekari upp- byggingar stóriðjuvera hér á landi, þ.e. álverið í Reyðarfirði og stækk- anir álveranna á Grundartanga og í Straumsvík. Leiðirnar sem verða farnar eru einkum þær að auka flutningsgetu kerfisins með uppsetningu nýs bún- aðar í spennistöðvum, breyta línum þannig að þær þoli meiri orkuflutn- ing, setja upp vöktunar- og stjórn- búnað sem gerir kleift að ganga nær þolmörkum búnaðar og kerf- iseininga og breyta vinnubrögðum og auka þjálfun þeirra sem stýra raforkukerfinu. Gæti tekið nokkur ár Landsvirkjun telur að sú vinna sem nú er að hefjast muni leiða til hagkvæmari uppbyggingar flutn- ingskerfisins á næstu áratugum og muni lágmarka þörf á nýjum línum. Er það sagt í samræmi við um- hverfisstefnu fyrirtækisins. Ómar Imsland, verkefnisstjóri hjá Lands- virkjun, sagði við Morgunblaðið að með samningnum væri Landsvirkj- un að fá til liðs við sig góða og reynslumikla sérfræðinga. Verkefn- ið væri líka umfangsmikið og gæti tekið nokkur ár. Ómar sagði að þolmörk þess bún- aðar, sem notaður væri við flutning raforku, væru yfirleitt skilgreind af framleiðendunum. Norska fyrir- tækið hefði unnið rannsóknir sem sýndu að búnaðurinn þyldi yfirleitt meiri flutning en framleiðendur gæfu upp. „Ef notendur eru tilbúnir að taka áhættuna með auknum flutningi, sem gæti þýtt útleysingu raforku um einhvern tíma, þá er það talið þess virði. Til að þetta verði hægt þarf að fara fram ítarleg athugun á flutningskerfinu í heild,“ sagði Óm- ar. Aðspurður hvað mætti reikna með mikilli aukningu á flutnings- getu Landsvirkjunar sagði Ómar erfitt að segja það á þessari stundu. Norðmenn hefðu náð allt að 47% aukningu og ekki væri óeðlilegt að Landsvirkjun setti sér í upphafi svipuð markmið á vissum flutnings- leiðum. Útkoman myndi síðan koma í ljós. „Grundvallaratriði í þessu er að auka flutningsgetuna ekki það mik- ið að kerfið láti undan. Af þeim sök- um getur svona athugun tekið lang- an tíma þar sem huga þarf að fjölmörgum þáttum. Við megum heldur ekki gleyma því að við höf- um viðkvæma viðskiptavini eins og álverin sem þola ekki rafmagnsleysi í langan tíma,“ sagði Ómar. Landsvirkjun með samning við norskt fyrirtæki og íslenskar verkfræðistofur Markmiðið að auka flutn- ingsgetu raforkukerfisins EINN skólastjóri er nú við Ás- landsskóla í Hafnarfirði. Að sögn Magnúsar Baldurssonar, fræðslu- stjóra Hafnarfjarðarbæjar, hefur Skarphéðni Gunnarssyni, sem var skólastjóri Íslensku menntasamtak- anna, verið gerð grein fyrir afstöðu bæjaryfirvalda og að litið sé svo á að hann sé starfsmaður Hafnar- fjarðarbæjar. Í því felst að hann mun ekki gegna skólastjórastöðu þar sem bæjarstjórn hafi ráðið nýj- an skólastjóra en jafnframt var ósk- að eftir að hann sinnti kennslu sam- kvæmt stundaskrá ásamt öðrum skyldustörfum. Magnús segir að þannig hafi gærdagurinn gengið fyrir sig og að Skarphéðinn hafi kennt sína tíma samkvæmt stundaskrá. Ekki náðist í Skarphéðin í gær. Ákveðið að hvíla ákveðna þætti skólastarfsins Að sögn Magnúsar mætti Sunita Ghandi, framkvæmdastjóri Ís- lensku menntasamtakanna og Ás- landsskóla, til vinnu í dag. Magnús segir að ÍMS hafi enn aðstöðu í skrifstofum skólans en að nýir skólastjórnendur hafi sem stendur aðstöðu annars staðar í húsinu. Enginn morgunfundur var hald- inn með nemendum og kennurum skólans í gærmorgun eins og gert hefur verið frá því skólastarf þar hófst. Að sögn Erlu Guðjónsdóttur, skólastjóra Áslandsskóla, er for- eldrum og kennurum skólans um- hugað um að morgunfundir verði áfram í skólanum. Hún segir að á meðan fram fari endurskipulagning á skólastarfinu hafi hins vegar verið ákveðið að hvíla ákveðna þætti skólastarfsins, þar með talda morg- unfundina. Hún segir að fullur hug- ur sé meðal stjórnenda og starfsliðs skólans að morgunfundir verði áfram hluti af skólastarfinu í fram- tíðinni. Einn skólastjóri starf- ar nú við Áslandsskóla FORSVARSMENN banda- rísks sædýrasafns í Miami á Flórída vinna nú að því að fá háhyrninginn Keikó á safnið, að því er haft er eftir Artur Hertz forstjóra safnsins á norska fréttavefnum TV2.no. Hertz telur að lífsmöguleikar Keikós í Noregi í vetur séu litlir og því sé honum betur borgið í sólinni á Miami. Í sæ- dýrasafninu, Miami Seaquari- um, er líka háhyrningskýr, Lolita að nafni, sem átt hefur heima á safninu í 30 ár. Hún er eini háhyrningur safnsins og telur Hertz að hinn 25 ára Keikó gæti myndað góð tengsl við Lolitu. Má geta þess að norskur dýratúlkur telur að Keikó vanti sárlega maka. Hertz hefur haft samband við þar til bær yfirvöld í Banda- ríkjunum vegna málsins. Vilja fá Keiko til Lolitu ÓTTAR Felix Hauksson at- hafnamaður hefur tekið Aust- urbæjarbíó á leigu. Um tíma- bundna leigu er að ræða og rennur samningurinn út 1. júní 2003. Aðilarnir sem nú eiga húsið hyggjast byggja þjón- ustuíbúðir á lóðinni og segist Óttar ætla að láta á það reyna hvort fjölþætt menningarstarf- semi geti borið sig í húsnæðinu. Framkvæmdir í þá átt eru nú hafnar og er Óttar þegar farinn að taka við bókunum. Austur- bæjarbíó opnað á ný  Austurbæjarbíó/46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.