Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 34

Morgunblaðið - 21.09.2002, Page 34
LISTIR 34 LAUGARDAGUR 21. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Þ á kom loks að því að Flugleiðir þurftu að súpa seyðið af mark- aðsherferðinni sinni sem fyrirtækið hefur keppst við að réttlæta. Heiti staðurinn Reykjavík og lauslát- ar íslenskar stelpur birtast í nýjasta Sopranos þættinum. Þetta er það sem kynning á Ís- landi hefur gengið út á og það er kaldhæðnislegt að íslenska flugfélagið sem reynt hefur að laða ferðamenn hingað til lands með tilboðum um „dirty week- end“ og „one night stand“ í Reykjavík verði fyrir barðinu á afleiðingunum, þegar flug- freyjur félagsins eru í hlutverki lauslátu kvennanna. Flugleiðir hafa fordæmt hvernig ís- lensku flug- freyjunum er lýst í Sopr- anos þætt- inum, þ.e. í vafasömum gleð- skap, og sent bandarískum fjölmiðlum tilkynningu þess efn- is. 13,5 milljónir áhorfenda fylgdust víst með þættinum en Sopranos er einn vinsælasti sjónvarpsþátturinn þessi miss- erin. Við verðum að bíða til næsta árs eftir að fá að sjá þátt- inn og þangað til láta okkur nægja frásagnir Ameríkubúa af honum. Guðjón Arngrímsson, upplýs- ingafulltrúi Flugleiða, hefur sagt þetta fyrst og fremst held- ur leiðinlegt fyrir flugfreyjur fé- lagsins. Æ greyin, samstarfs- menn þeirra í markaðsdeildinni hafa heldur betur gert þeim grikk. Markaðssetning gengur út á að auka sölu á einhverri vöru, í þessu tilviki flugferðum til Íslands, og þar var miklu kostað til. Hvað sem það kostar, það skal takast að fjölga ferða- mönnum til Íslands, þótt það séu karlmenn með stjörnur í augunum og buxurnar á hæl- unum, hvað sem það kostar. Guðjón hefur líka sagt að ekki hafi verið tekin afstaða til tilboða bandarískra lögfræðinga sem bjóða fram aðstoð við að stefna HBO sjónvarpsstöðinni, en atriðið í Sopranos þættinum muni tæplega skaða hagsmuni félagsins. Það má líka ímynda sér að við hugsanleg málaferli myndi líklega koma í ljós að Flugleiðir hafa hjálpað til við að skapa það orðspor íslenskra kvenna og Reykjavíkur erlendis sem einmitt endurspeglast í þættinum. En ekki er ég að mælast til þess að íslensk fyr- irtæki grípi tækifærið og leiki hlutverk í réttardrama vest- anhafs. Maður getur ekki varist þeirri hugsun að þeir sem ábyrgir eru fyrir markaðs- herferðinni um „dirty weekend“ og „one night stand“ í Reykja- vík skammist sín a.m.k. örlítið núna. Það hlýtur að örla á eft- irsjá, þó ekki væri nema vegna afleiðinganna fyrir fyrirtækið þeirra. Við að laða ferðamenn til Íslands hafa þeir komið óorði á flugfélagið sjálft. Ætli flugfreyj- ustarfið verði samt ekki enn jafneftirsótt og áður. Við Ís- lendingar erum vanir að gleyma fljótt, hvort sem það er á sviði viðskipta eða stjórnmála, og höldum líklega áfram í þann sið. Flugleiðir hafa hingað til aug- lýst „dirty weekend“ fyrir Breta, „enjoy a one night stand“ fyrir Ameríkana og „get lucky in the Blue Lagoon“ fyrir Dani. Og kannski eitthvað fleira sem aldrei nær augum eða eyr- um landans. Það er löngu kom- inn tími til að Flugleiðir hætti þessum tvíræða tóni í auglýs- ingum og markaðssetningu og hætti að gefa í skyn að íslensk- ar konur séu hálfgerðar gleði- konur. Talsmenn fyrirtækisins hafa reynt að klóra í bakkann og segja orðasamböndin alls ekki svo tvíræð og þau merki allt annað á enskumælandi svæðum en gagnrýnendur haldi. Tölvu- leikurinn um Halldór brjósta- haldarasafnara í Bláa lóninu var líka afsakaður með því að annar eins leikur um kvenkyns sund- skýlusafnara hefði farið aðeins of seint í loftið. En nú á Hildur sem sagt líka kost á því að verða heppin í Bláa lóninu. Þetta er sem sagt allt hálf- óheppilegt fyrir Flugleiðir. Reykjavík hefur undanfarin ár verið mjög í tísku sem áfanga- staður ungs fólks hvaðanæva. Borgin hefur fengið það orð á sig að vera lifandi allan sólar- hringinn og ekkert nema gott um það að segja. Af einhverjum orsökum er ímyndin þó sú að næturlífið sé mjög villt og auð- velt að stofna til einnar nætur kynna. Ekki er óvarlegt að ætla að markaðssetning á borð við þá sem Flugleiðir hafa stundað, eigi nokkurn þátt í að skapa þessa ímynd af Reykjavík er- lendis. Svo gæti farið að „íslensku flugfreyjurnar í Sopranos þætt- inum auki verulega ferða- mannastraum hingað til lands, en það hljóta þá að verða fleiri með buxurnar á hælunum. Og kannski líka fjölmiðlafólk sem forvitni hefur verið vakin hjá. Er Ísland virkilega eyja hins villta næturlífs þar sem auðvelt er að „get lucky“? Oft er sagt frá því í íslenskum fjölmiðlum, já hamrað á því, ef Ísland er lofsungið í erlendum fjölmiðlum. Hér er svo fallegt, hreint og tært. En blaðamenn hafa líka tekið púlsinn á nætur- lífinu og sagt frá taumlausum unglingum á útihátíðum. Öllum varð mikið um þegar breskt blað birti fyrir mistök mynd af Bláa lóninu með grein um mengun. Íslendingar mót- mæltu og blaðið brást hratt og vel við athugasemdunum, sendi hingað blaðamann og birti af- sökunarbeiðni. En það verður að teljast harla ólíklegt að á sama hátt verði birt afsökunarbeiðni í Sopranos þætti, fyrir að birta mynd af íslenskum flugfreyjum í atriði um lauslæti og vafasam- an gleðskap. Seyðið sopið En það verður að teljast harla ólíklegt að á sama hátt verði birt afsökunar- beiðni í Sopranos þætti, fyrir að birta mynd af íslenskum flugfreyjum í atriði um lauslæti og vafasaman gleðskap. VIÐHORF Eftir Steingerði Ólafsdóttur steingerdur- @mbl.is Í MENNINGARMIÐSTÖÐINNI Skaftfelli á Seyðisfirði hefur að undanförnu staðið yfir farandsýn- ingin Ferðafuða og er þetta þriðji viðkomustaður sýningarinnar á för sinni um landið. Sýningunni lýkur á sunnudag og verður næst opnuð um páskana í Vestmannaeyjum. Áður var sýningin í Ketilhúsi á Akureyri og í Slunkaríki á Ísafirði. Um er að ræða sýningu á smá- myndum, en Ferðafuða þýðir hringja eða sylgja eða það sem lok- ar hringnum. Á hverjum stað er listamönnum úr byggðarlaginu boðið að taka þátt í sýningunni þannig að um 80 lista- menn eiga nú þegar verk á sýning- unni. Hugmyndin er að mynda tengsl milli landshluta og skapa samræður og samskipti þeirra á milli. „Við höfum verið í samstarfi við menningarstofnanir úti á landi og fengið styrk frá menntamálaráðu- neytinu og Menningarborg, segja þær Harpa Björnsdóttir og Ólöf Nordal sýningarstjórar. „Áhugi kollega okkar fram að þessu, og á næstu sýningarstöðum, sýnir okkur að hugmyndir okkar um að mynda tengsl milli landshluta og milli lista- mannanna á þennan hátt falla í góð- an jarðveg. Við sem höfum farið á hvern sýningarstað teljum okkur hafa fengið ótrúlega góða innsýn í myndlistarlíf um landið, og við höf- um kynnst myndlistarfólki sem við hefðum annars trúlega aldrei hitt eða talað við. Enginn er eyland, þó allir séu eyland, og jákvæð sam- skipti við kollega, samræður og skoðun hvers á annarra verkum ætti að vera eftirsóknarvert fyrir hina annars frekar einangruðu myndlistarmenn. Þessi tilraun er jákvætt innlegg í þá veru og hefur orðið einhver ánægjulegasta upp- lifun sem maður hefði getað óskað sér,“ segja þær. Síðasti spretturinn verður tekinn í Reykjavík að ári. Þá verður gefin út sýningarskrá en þá má gera ráð fyrir að sýningarhópinn skipi allt að 160 listamenn. Sýningin í Skaftfelli er opin dag- lega frá kl. 14–18. Farandsýningin Ferða- fuða vindur uppá sig Gjörningur Önnu Richardsdóttur á Seyðisfirði. MARIELIS Seyler opnar ljós- myndasýninguna Stillness í Listasalnum Man, Skólavörðu- stíg 14, í dag, laugardag, kl. 15. Myndirnar tók Marielis er hún dvaldist hér á landi sumarið 2001. Gefin hefur verið út bók með myndunum og verður hún kynnt á sýningunni. Marielis Seyler er fædd 1. september 1942 í Wels Austur- ríki. Hún lauk námi í ljósmynd- un frá Academy for Grafhic Arts í Vín árið 1960. Hún hefur sýnt ljósmyndir víða um heim utan heimalands sín, svo sem í Tókíó, Munchen, Köln, Barse- lóna, París og New York. Héð- an mun hún fara með sýningu sína til New York í SOHO20 og þaðan í Gallery Apicella-B í Köln. Sýningin stendur til 14. októ- ber og er opin daglega á versl- unartíma, og kl. 14–18 á sunnu- dögum. Ljósmyndir í Man Listasafn Íslands Einar Falur Ingólfsson, mynd- stjóri Morgun- blaðsins, verður með 45 mínútna leiðsögn um sýn- inguna Þrá aug- ans á morgun, sunnudag, kl. 15 sem nú stendur yfir í Listasafni Íslands, en safnið stendur fyrir fræðsludagskrá í tengslum við sýninguna sem snýst um sögu ljósmyndarinnar. Þá verður á þriðjudag kl. 12-12.51 sýnt myndbandið Annie Leibovitz: Ljósmyndari fræga fólksins (Annie Leibovitz: Celebrity Photographer). Hún var um skeið aðal ljósmyndari Rolling Stone og víðfræg fyrir kápu- mynd sína á Vanity Fair með Demi Moore nakinni og barnshafandi. Nýlistasafnið Gunnhildur Hauksdóttir, mynd- listarmaður, verður með leiðsögn um sýninguna Grasrót 2002 í dag, laug- ardag, kl. 15 og aftur 28. september en þá er síðasta sýningarhelgi. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýningar Einar Falur Ingólfsson ÞÓRA Þórisdóttir opnar sýn- ingu í galleri@hlemmur.is í dag, laugardag, kl. 16. Sýn- ingin er innsetning og hefur titilinn Rauða tímabilið (The red period). Innsetningin sam- anstendur af myndum unn- um á lín og vatnslitapappír með tíðablóði, ásamt vín- gjörningi og áhorfendaleik. Þóra reynir í list sinni að tengja saman daglegt líf nú- tímans og annarsvegar harð- an feminisma og hinsvegar táknmyndir biblíunnar séðar með augum hins trúaða. Sýningin er á vissan hátt rökræður á milli feministans Þóru og bókstafstrúarkonunnar Þóru um eðli sannleikans. Verkin á sýningunni eru í beinu framhaldi af fyrri verkum hennar. Sterkar tengingar eru við verkið hennar Þvottur 95°C sem sýnt var á Klambratúni 1993, einnig við verkið Blóð lambsins sem sýnt var um páskana 1994 í Portinu í Hafn- arfirði, svo og myndbandið Í vín- garðinum þar sem listakonan bað- ar sig upp úr víni og sýnt var í Galleríi Hlemmi árið 2000. Gallerí Hlemmur er í Þverholti 5 og er opið fimmtudaga til sunnudaga kl. 14–18. Sýningin stendur til 13. október. Þóra Þórisdóttir rökræðir á Hlemmi Þóra Þórisdóttir við verk sitt. LEIKLISTARNÁMSKEIÐ Ingu Bjarnason leikstjóra og Margrétar Ákadóttur leikara hefst á mánudags- kvöld kl. 20 á Aflagranda 40. Námskeiðið er til undirbúnings verðandi leikurum og söngvurum, en hentar einnig þeim sem vilja bæta framsögn sína og framkomu og öðl- ast aukið sjálfsöryggi í því að koma fram. Þær Inga og Margrét hafa báðar áratugalanga reynslu á leiklistar- sviðinu, bæði sem leikarar, leikstjór- ar og leiklistarkennarar. Námskeiðið stendur í tíu vikur og lýkur með leiksýningu. Námskeið í leiklist HIÐ kunna brúðuleikhús Bernd Ogrodnik sýnir í Kringlubíói, sal 1, í dag, laugardag, kl. 12.30. Verkið sem sýnt verður heitir Brúður, tónlist og hið óvænta, og er ætlað fjölskyldum með börn. Á morgun kl. 20 verður leikhúsið í Salnum en þar verður sýning ætluð fullorðnum. Verkið sem þar verður sýnt heitir Næturljóð leikbrúðunnar „Puppet Serenade“. Bernd kemur með sýninguna í stórri kistu, en í henni leynast margskonar brúður skornar út í tré af honum sjálfum, og persónur sem lifna við með höndum hans, trjábútum og silkislæðum. Bernd leikur einnig á ýmis hljóðfæri. Sýningin er á vegum þýska sendiráðsins í tengslum við Þýska daga sem standa nú yfir vegna hálfrar aldar afmælis stjórnmála- sambands Íslands og Þýskalands. Úr sýningu Bernd Ogrodnik. Bernd Ogrodnik sýnir brúðuleik

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.