Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 10
FRÉTTIR 10 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LEYSIAÐGERÐIR á augum eru alls ekki eins einfaldar og læknar fyrirtækja, sem gera slík- ar aðgerðir, hafa viljað láta í veðri vaka í fjöl- miðlum. Slíkum aðgerðum fylgir alltaf nokkur áhætta og það er ámælisvert að læknir Las- erSjónar skuli ekki sjálfur skoða þá sjúklinga sem hann hyggst skera upp. Þetta fullyrðir Stefán Kjærnested en hann fór í sjónlagsaðgerðir hjá LaserSjón í fyrra- haust og sendi í framhaldi af því Landlækn- isembætti kvörtun vegna starfshátta fyrirtæk- isins og vinnubragða augnlæknisins sem framkvæmdi aðgerð á honum. „Öfugt við það sem læknar LaserSjónar hafa sagt,“ segir Stefán, „fylgir þessum aðgerðum töluverð áhætta og hvort sem það er 1% eða 2% sjúklinga sem lenda í vandræðum þá er sá sem lendir í þeim ævinlega í 100% vandræðum. Og þegar mistök verða vilja þessir menn ekki bera nokkra ábyrgð og vísa öllu á bug.“ Stefán segir ekkert eftirlit vera með þessari starfsemi hér á landi og ef eitthvað komi upp á sé réttarstaða manna óviss. Ætla að halda uppteknum hætti Stefán segir að kornið sem fyllt hafi mælinn hafi verið fréttaflutningur af því að umrætt fyrirtæki hyggist gera augnaðgerðir á Fær- eyingum og nota sams konar vinnulag og í hans tilviki. Við það hefur Stefán fjölmargt að at- huga, m.a. eftir að hafa leitað til og farið í skoð- un hjá þekktum sérfræðingi í Bandaríkjunum en hann telur lækni LaserSjónar hafa gert mistök og að leysitækið hafi verið rangt stillt þegar Stefán fór í aðgerð hjá fyrirtækinu. Þá bendir Stefán á að staða þeirra sem lendi í vandræðum vegna slíkra aðgerða sé erfið; um- rætt fyrirtæki reyni að firra sig allri ábyrgð og hafi, segir Stefán, beinlínis falsað lækna- skýrslu sína. Seint í desember í fyrra sendi Stefán skriflega kvörtun til Landlæknisemb- ættisins en enn hefur ekkert bólað á ályktun frá embættinu. „Í svari læknis LaserSjónar til embættisins er ekki á neinn hátt útskýrt hvað hafi farið úrskeiðis í aðgerðinni og læknirinn reynir umfram allt að koma sökinni á mig, seg- ir okkur ekki hafa lynt saman, rétt eins og það sé ástæða þess að aðgerðin heppnaðist ekki. Rétt er að taka fram að samskipti okkar voru góð allt þar til ég ákvað að leita réttar míns eft- ir tvær misheppnaðar aðgerðir á vinstra auga.“ Stefán segir að hvað hann sjálfan snerti sé staðan sú að hann sé núna með mun verri sjón á vinstra auga en fyrir aðgerðina og sjónskerp- an sé langt frá því sem hún var, sem aftur hafi leitt til höfuðverkjar og óþæginda. „Mér þykir það ófært að umrætt fyrirtæki virðist ætla að halda áfram á sömu braut, nú síð- ast í Færeyjum og það er þess vegna sem ég sé mig knúinn til þess að koma fram í fjölmiðlum og segja mína sögu. Vinnubrögð þeirra eru miklu lakari en ég hef séð annars staðar. Satt að segja myndi ég ekki ráðleggja nokkrum manni að leita til þeirra.“ Fór í aðgerð til þess að losna við að nota gleraugu Forsaga málsins er sú að þann 19. september 2001 mætti Stefán Kjærnested í forskoðun hjá Las- erSjón þar sem meta átti hvort augnaðgerð myndi gagnast hon- um. Stefán telur vera verulegan mun á þeim fyrirheitum sem lækn- ir hafi gefið honum í forskoðun og því sem læknir sá, sem framkvæmdi aðgerðina, sagði rétt áður en hún var framkvæmd en þá var bú- ið að gefa Stefáni róandi lyf. Fram kemur í skýrslu læknisins að hann hafi tjáð Stefáni, skömmu fyrir aðgerðina, að hann þyrfti hugs- anlega að nota gleraugu og ráðið honum frá því að fara í aðgerðina. Stefán segir hins vegar að hann hafi ákveðið að gangast undir aðgerðina í þeim tilgangi að losna við að nota gleraugu. „Ég hafði engan áhuga á að fara í svona aðgerð nema ég myndi losna við gleraugun. Á degi að- gerðarinnar skrifar læknirinn að ég muni ef til vill þurfa að ganga með gleraugu eftir hana og að hann hafi ráðið mér frá því að fara í aðgerð- ina. Staðreyndin er sú að ég hitti hann fyrst eftir að ég var búinn að fá kæruleysislyf fyrir aðgerðina. Ég hlýt að gagnrýna þau vinnubrögð að sjúklingur hitti lækninn ekki fyrr en hann er búinn að fá lyf og búið er að láta hann skrifa undir yfirlýs- ingu þar sem hann lýsir sig sam- þykkan aðgerðinni. Eðlilegast væri að menn fengju þessa pappíra með sér heim, skoðuðu málið og ákvæðu sig í rólegheit- um og kæmu síðan með undir- skrifað plagg á degi aðgerðar- innar eða nokkru fyrir hana. Og ef menn ráða sjúklingi, sem fengið hefur lyf, frá því að fara í aðgerð og vilja vinna faglega þá hljóta þeir einfaldlega að segja: Ég ræð þér frá aðgerðinni, farðu heim og við ræðum síðan saman síðar. Eðli lyfjanna sem mönnum eru gefin eru þau að þeir verða kærulausir af þeim og það hljóta læknarnir að vita.“ Sérkennileg vinnubrögð hjá LaserSjón Stefán telur gagnrýnivert að læknar Las- erSjónar, sem framkvæmi aðgerðir, skoði sjúklinginn ekki sjálfir áður. Í sumar leitaði Stefán til virts sérfræðings á þessu sviði í New York. „Ég hitti augnlækni þar, dr. Robert Rubman, sem framkvæmir svona aðgerðir og er mjög þekktur og virtur á sínu sviði. Hann rekur eigin stofu og sinnir eingöngu aðgerðum af þessu tagi. Rubman hittir alla sjúklinga sína sjálfur og metur hvort aðgerð muni gagnast þeim eða ekki. Sjúklingar hans skrifa upp á, að þeir samþykki að fara í aðgerð, áður en tekin er ákvörðun um hvenær hún fer fram en ekki rétt áður en þeir fara undir leysinn eins og í mínu tilviki, enda þarf sá sem framkvæmir að- gerðina að vera viss um að hann geti og vilji framkvæma hana. Í mínu tilviki var farið að slá varnagla eftir að ég hafði fengið lyf og rétt áð- ur en aðgerðin átti að hefjast, þá segir lækn- irinn að hugsanlegt sé að ég þurfi að nota gler- augu. En ég fór í aðgerðina til þess að losna við þau, auk þess sem þetta kom ekki heim og saman við það sem mér hafði verið sagt að lok- inni forskoðun.“ Ekki hægt að fá útprentun úr leysitækinu Stefán segir að dr. Rubman hafi skoðað í sér augun til þess að athuga hvort hann gæti lagað þau og í framhaldi af því hafi hann viljað fá út- skrift úr leysitækinu hjá LaserSjón. „Hann tjáði mér að öll leysitæki sem notuð eru í svona aðgerðir væru stillt þannig að hægt væri að skrifa út úr tækinu hvernig það var stillt og hversu mikinn vef það brenndi.“ Stefán segist hafa innt lækninn hér heima eftir þessu og þá fengið þau svör að tæki þeirra væri ekki stillt þannig. „Þetta er svona svipað og menn færi bókhald en geti ekki prentað út hreyfingarnar. Eftir að hafa skoðað mig og kynnt sér málið sagði dr. Rubman mér að sér sýndist þetta vera ósköp einfalt mál, tækið hefði einfaldlega verið vitlaust stillt þegar aðgerðin var fram- kvæmd á mér. Því hefði verið um læknamistök að ræða.“ Stefán bendir einnig á að dr. Rub- man hafi þótt undarlegt að læknaskýrslan hefði verið handskrifuð og sumt illlæsilegt. „Hjá honum er hún skrifuð í tölvu og yfirfarin þrisvar sinnum áður en aðgerð er framkvæmd, tvisvar sinnum af lækninum sjálfum og einu sinni af aðstoðarmanni, enda ríður á að réttar upplýsingar séu skrifaðar í tækið. Um mik- ilvægi þess þarf auðvitað ekki að fjölyrða.“ Stefán segir að því fari fjarri að hann sé sá eini sem farið hafi illa út úr svona aðgerð; fjöldi fólks hafi haft samband og tjáð honum að það hafi lent í svipuðum málum. Kvartað til Landlæknisembættisins vegna augnaðgerða með leysigeislum Telur vinnubrögð og starfshætti ámælisverð Stefán Kjærnested lögðu mikinn metnað í að standa sem best að náminu.“ Þorsteinn viðurkennir að menn hafi ekki orðið feitir af launum sínum í náminu. „Á fyrsta ári voru laun okkar kannski 20 til 30% af launum sveina, mig minir að símvirkjar hafi þá haft fjögur til fimm þúsund á mánuði en við vorum með rétt liðlega þúsund krónur.“ Margir fóru í frekara nám Þorsteinn segir að mjög margir úr símvirkjahópunum hafi síðar farið í frekara nám, s.s. tækni- fræði og verkfræði og menn hafi þótt hafa mjög góðan undir- búning úr náminu hjá Símanum. Flestir úr hópnum hafi valið að starfa áfram hjá Landssímanum og þeir síðan unnið sig upp innan fyrirtækisins enda hafi þá tíðkast að menn í stjórnunarstörfum hafi komið „að neðan“ ef svo megi segja. Símstjórinn í Reykjavík, umdæmisstjórar og fleiri hafi til dæmis komið úr röðum rafeinda- virkja eða símvirkja. FYRSTU símvirkjarnir og raf- eindavirkjarnir sem luku námi hjá Símanum fagna því nú að fimmtíu ár eru liðin frá því þeir hófu nám í faginu. Þetta ár, 1952, urðu tímamót í kennslumálum símvirkja en þá var ákveðið að Póst- og fjarskiptastofnun tæki að sér allt námið. Þorsteinn Óskarsson, sem var einn þeirra sem hófu nám í sím- virkjun á þessum tímamótum, segir að í raun hafi verið settur upp sérstakur tækniskóli hjá Sím- anum þetta ár. „Það voru 120 manns sem sóttu um námið og síðan var haldið samkeppnispróf sem þrettán stóðust og voru þeir ráðnir til Símans. Það voru ekki miklir möguleikar fyrir ungt fólk að komast í nám árið 1952, nema þá í hefðbundið menntaskólanám. Þá var enginn tækniskóli sem kenndi símatækni og ekki eins auðvelt að komast í nám erlendis og seinna varð. Námið hjá Síman- um var talið mjög gott, því var stjórnað af verkfræðingum og meisturum hjá Símanum og menn „Við höfum hist og þá sérstaklega á seinni árum og fengið okkur kaffi saman. Af þessum mönnum eru allir lifandi nema einn en hann dó ungur og þrír úr hópnum fagna nú fimmtíu ára starfsafmæli sínu hjá Síman- um. Ég endaði feril minn hjá Símanum sem yfirmaður fyrstu árangurseiningar sem sett var á stofn hjá Símanum en þá voru öll verkstæðin sameinuð og þau rekin á markaðsforsendum til þess að sýna fram á að Síminn gæti keppt á almennum mark- aði.“ Þorsteinn vísar til nýrrar bók- ar sem hann er höfundar að þegar spurt er um miklar breyt- ingar á faginu. „Bókin kom út í fyrra og heitir Saga rafeinda- tækni í 150 ár. Í henni er fjallað um rafeindatækni þar sem hún byrjar erlendis og hvernig hún þróaðist erlendis og hérlendis fram til ársins til ársins 2000. Þetta er heilmikið verk, á fjórða hundrað síður með mörgum myndum.“ Morgunblaðið/Sverrir Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, með níu af þeim þrettán mönnum sem hófu nám í símvirkjun árið 1952. Fagna 50 ára afmæli EINAR K. Guðfinnsson, alþingis- maður og formaður Íslandsdeildar Alþjóðaþingmannasambandsins, kynnti í fyrradag skýrslu um fjár- mögnun á þróunaraðstoð á haust- þingi sambandsins í Genf. Í tilkynn- ingu frá alþjóðasviði Alþingis kemur fram að skýrslan er meginviðfangs- efni þingsins að þessu sinni en það er sótt af þingmönnum frá um það bil 130 þjóðlöndum. Einar var einn þriggja þingmanna sem vann að gerð skýrslunnar og hefur hún hlotið góðar móttökur á þinginu. Í skýrslunni er m.a. fjallað um aldamótayfirlýsinguna og þau mark- mið sem þar eru sett fram. Þá er vik- ið að framlagi Alþjóðaþingmanna- sambandsins til þróunarmála. Að lokum er vakin athygli á nauðsyn þess að þingmenn taki þátt í stefnu- mótun á sviði þróunarmála jafnt á þjóðþingum sínum sem á vettvangi Alþjóðaþingmannasambandsins. Á grundvelli skýrslunnar lögðu þing- mennirnir þrír fram drög að ályktun um fjármögnun þróunaraðstoðar sem afstaða verður tekin til á þinginu. Þess má geta að fyrr í þessum mánuði sóttu þingmenn frá Norður- löndunum, sem sækja þing Alþjóða- þingmannasambandsins, undirbún- ingsfund á Ísafirði. Auk Einars K. taka þátt í þinginu alþingismennirnir Jóhanna Sigurðardóttir og Ásta Möller, auk Belindu Theriault, for- stöðumanns alþjóðasviðs Alþingis. Haustþing Alþjóðaþingmanna- sambandsins Kynna skýrslu um fjármögnun þróunarað- stoðar SEX sóttu um prestsembætti í Hjallaprestakalli í Kópavogi en um- sóknarfrestur rann út 20. september síðastliðinn. Umsækjendur eru: séra Auður Inga Einarsdóttir, séra Jón Hagbarður Knútsson og guðfræð- ingarnir Ragnheiður Karitas Pét- ursdóttir, Sigfús Kristjánsson, Sól- veig Jónsdóttir og Þorgils Hlynur Þorbergsson. Embættið er veitt frá 1. nóvember nk. og er um hálft stöðugildi að ræða. Vígslubiskup Skálholtsumdæmis boðar valnefnd prestakallsins sam- an. Biskup Íslands skipar í embættið til fimm ára samkvæmt niðurstöðu valnefndar sé hún einróma. Þá hefur verið auglýst laust til um- sóknar embætti sóknarprests við Fellaprestakall í Reykjavíkurpró- fastsdæmi eystra og rennur um- sóknarfrestur út 5. október nk. Embættið er veitt frá og með 1. jan- úar 2003. Fráfarandi sóknarprestur er séra Hreinn Hjartarson, en hann lætur af embætti fyrir aldurs sakir. Sex sækja um Hjalla- prestakall Flokksstjórnarfundur Samfylking- arinnar verður haldinn á Grand hót- eli Reykjavík við Sigtún laugardag- inn 28. september og hefst kl. 13. Meðal dagskrárliða eru ávarp for- manns flokksins, Össurar Skarphéð- inssonar, og almennar umræður, en einnig verður unnið í þremur vinnu- hópum á fundinum. Þar verður fjallað um heilbrigðismál, Evrópu- kosningar flokksins, sem fram fara í október, og undirbúning alþingis- kosninga 10. maí. Fundurinn er op- inn öllu Samfylkingarfólki. Flokksstjórn- arfundur Sam- fylkingarinnar ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.