Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 50

Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 50
DAGBÓK 50 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Ottó N. Þorláksson og Ozher- elye fara í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Vinnu- stofa, leikfimi og bað- þjónusta kl. 9, bingó kl. 14 gott með kaffinu, allir velkomnir. Árskógar 4. Kl. 13–16.30 opin smíða- og handa- vinnustofan. Sviðaveisla verður 11. október. Hjördís Geirs skemmtir, kl. 13.30 bingó, kl. 10–16 púttvöllurinn. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8– 16, hárgreiðsla, kl. 8.30– 12.30 böðun, kl. 9–16 handavinna, kl. 9–17 fótaaðgerð, kl. 13–16 spilað. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Laugard. kl. 10–12 bók- band, línudans byrjar 5 okt. kl. 11. Námskeið í postulínsmálun byrjar 18. nóv. Uppl. og skrán- ingar Svanhildur, s. 586 8014 e.h. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Þriðjud. kl. 9.45 og föstud. kl. 9.30 vatns- leikfimi í Grafarvogs- laug, byrjar þriðjud. 1. október. Nýir félagar velkomnir. Uppl. í s. 5454 500, Þráinn. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ. Garðabær Föstud. kl. 14.15 spænska, leirmótun byrjar í okt. Félagsstarfið, Dalbraut 18–20. Kl. 9–12 aðstoð við böðun, kl. 9–16.45 op- in handavinnustofan, hárgreiðslustofan opin kl. 9–16.45 alla daga nema mánudaga. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30, bingó í Gullsmára kl. 14. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 böðun, kl. 10 hársnyrting, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 „Opið hús“, spilað á spil. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Kl. 13.30 brids og frjáls spila- mennska, boccia og tréútskurður. Dans- leikur í kvöld kl. 20.30, Caprí tríó leikur fyrir dansi. Morgunganga á morgun kl. 10, rúta frá Firðinum kl. 9.50. Opið hús verður 3. okt. Fé- lagar frá Gerðubergi koma í heimsókn, ýmis skemmtiatriði og kaffi. Leikhúsferð í Borg- arleikhúsið 12. okt. að sjá Kryddlegin hjörtu, skráning í s. 555 0142. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði, Glæsibæ. Félagið hefur opnað heimasíðu, www.feb.is. Föstud.: Fyrsta félagsvistin á þessu hausti spiluð kl. 13.30, stjórnandi Eiríkur Sigfússon. Fyrirhugað er að halda námskeið í framsögn ef næg þátt- taka fæst. Leiðbeinandi Bjarni Ingvarsson. Upp- lýsingar á skrifstofu FEB. Haustlitaferð til Þingvalla laugardaginn 28. september. Brottför frá Glæsibæ kl. 14. Silf- urlínan er opin á mánu- og miðvikudögum kl. 10– 12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12, s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði, Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Kl. 9–12 böð- un, kl. 9–16.30 opin vinnustofa, myndlist, kl. 9.30 gönguhópurinn Gönuhlaup leggur af stað, kaffi á eftir göng- unni, allir velkomnir, kl. 14 brids og spila- mennska. Málverkasýn- ing Gerðar Sigfúsdóttur er opin virka daga kl. 13–16 til 31. okt. Gerðuberg, félagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar, kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breið- holtslaug, kl. 10 boccia, frá hádegi spilasalur op- inn, kl. 14. kóræfing. Veitingar í Kaffi Bergi. Fimmtudaginn 3. okt. er heimsókn til eldri borg- ara í Hafnarfirði, skrán- ing hafin. Föstudaginn 4. okt. dansleikur, Hjördís Geirs, Siffi og Ragnar Páll sjá um góða stemn- ingu. Allar upplýsingar á staðnum og í síma 575 7720. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 9. 15 ramma- vefnaður, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlistahópur, kl. 14. bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, fótaaðgerð og hár- greiðsla. Föstud. 4. okt. verður hádegishlaðborð, borðhald hefst klukkan 12.30. Gestir frá Hrafn- istu í Hafnarfirði taka með okkur lagið. Spilað Bingó. Allir velkomnir. Skráning á skrifstofu eða í s. 587 2888. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9 böðun, kl. 10 mæðra- morgunn, fótaaðgerð, hársnyrting. Allir vel- komnir. Norðurbrún 1. Kl. 9–13 tréskurður, kl. 9–17, hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerðir og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 alm. handavinna, kl. 10– 11 kántrýdans, kl. 11–12 stepp, kl. 13.30–14.30 sungið við flygilinn, kl. 14.30–16 leikur Ragnar Páll Einarsson á hljóm- borð, kl. 14–15 fé- lagsráðgjafi á staðnum. Glerlistanámskeið byrj- ar 10. október. Bíóferð mánud. 7. okt. kl.13.30, að sjá kvikmyndina Haf- ið. Lagt af stað frá Vest- urgötu 7 kl. 13. Skráning í s. 562 7077. Fimmtud. 3. okt. er 13 ára afmæli þjónustumiðstöðv- arinnar, í tilefni dagsins er gestum og velunn- urum boðið í morg- unkaffi frá kl. 9–10.15, kl. 10.30 verður helgi- stund í umsjón séra Jak- obs Ágústs Hjálm- arssonar dóm- kirkjuprests. Kór félagsstarfs aldraðra í Reykjavík syngur undir stjórn Sigurbjargar Petru Hólmgrímsdóttur, allir velkomnir. Þriðju- daginn 1.október kl. 13.30–14 verður Lands- banki Íslands með bankaþjónustu. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9.30 bók- band og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir og leikfimi, kl. 12.30 leir- mótun, kl. 13.30 bingó. Bridsdeild FEBK Gjá- bakka. Brids kl. 13.15 í dag. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan verður á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, Fannborg 8, kl. 10. Gott fólk, gott rölt. Gengið frá Gullsmára 13 kl. 10 á laugardögum. Ungt fólk með ungana sína. Hitt húsið býður ungum foreldrum (u.þ.b. 16–25 ára) að mæta með börnin sín á laugard. kl. 15–17 á Geysir, Kakó- bar, Aðalstræti 2 (gengið inn Vesturgötumegin). Opið hús og kaffi á könn- unni, djús, leikföng og dýnur fyrir börnin. Framsóknarfélag Mos- fellsbæjar. Félagsvist verður í Framsókn- arsalnum, Háholti 14. Fyrsta gjöf í kvöld kl. 20.30. Spilað verður þrjú föstudagskvöld í röð. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Opið hús verður sunnud. 6. októ- ber kl. 13.30, fjölbreytt dagskrá í tali og tónum tileinkuð Arinbirni Árnasyni frá Fitjum, Miðfirði, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum í Reykjavík: Skrifstofu Hjartaverndar, Lág- múla 9, s. 535 1825. Gíró og greiðslukort. Dval- arheimili aldraðra, Lönguhlíð, Garðs Apó- teki, Sogavegi 108, Ár- bæjar Apóteki, Hraunbæ 102a, Bókbæ í Glæsibæ, Álfheimum 74, Kirkjuhúsinu, Lauga- vegi 31, Bókabúðinni, Grímsbæ v/ Bústaðaveg, Bókabúðinni Emblu, Völvufelli 21, Bókabúð Grafarvogs, Hverafold 1–3. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Reykjanesi: Kópavogur: Kópavogs Apóteki, Hamraborg 11. Hafn- arfjörður: Lyfju, Set- bergi. Sparisjóðnum, Strandgötu 8–10, Kefla- vík: Apóteki Keflavíkur, Suðurgötu 2, Lands- bankanum, Hafnarg. 55– 57. Í dag er föstudagur 27. september, 270. dagur ársins 2002. Orð dagsins: Villist ekki! Guð lætur ekki að sér hæða. Það sem maður sáir, það mun hann og uppskera (Galatabréfið 6, 7.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 dæmafátt, 8 jurt, 9 skýrði frá, 10 þegar, 11 blómið, 13 bylgjan, 15 ljóma, 18 álögu, 21 um- fram, 22 sori, 23 stælir, 24 borginmennska. LÓÐRÉTT: 2 frumeindar, 3 flýtirinn, 4 hindra, 5 listama›ur, 6 hávaði, 7 vangi, 12 starf, 14 óþétt, 15 mæli, 16 svelginn, 17 frásögnin, 18 áfall, 19 atlæti, 20 hjara. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 dramb, 4 fýsir, 7 getur, 8 lærið, 9 get, 11 rann, 13 akur, 14 árleg, 15 fjör, 17 nánd, 20 krá, 22 linna, 23 lofar, 24 rýran, 25 garga. Lóðrétt: 1 dugir, 2 aftan, 3 berg, 4 falt, 5 strák, 6 ræður, 10 eflir, 12 nár, 13 agn, 15 fælir, 16 ösnur, 18 álfur, 19 dýrka, 20 kaun, 21 álag. ÉG vil koma því á framfæri að ég fékk alveg sérstaklega góða þjónustu hjá Trygg- ingastofnun ríkisins. Ég var þar að sækja um bílalán og mætti þar miklum skilningi og elskulegheitum og allt gert fyrir mig. Starfsfólkið þar er elskulegt og sendi ég því þakklæti mitt fyrir elskulega þjónustu. 130634-2739. Ofbeldi í fréttatímum SÍÐASTLIÐIÐ föstudags- kvöld var bæði í kvöldfrétt- um Stöðvar 2 og Ríkissjón- varpsins sýnd upptaka úr öryggismyndavél einhvers staðar í Bandaríkjunum þar sem kona sást ganga í skrokk á ungu barni. Fréttin vakti mikinn óhug hjá mér og mér leið illa eftir að hún var sýnd – aumingja barnið! Þegar fréttaflutningi var lokið fór ég að hugsa út í það hvers vegna verið var að sýna þessar myndir? Konan var eftirlýst í Bandaríkjunum og skiljanlegt að upptakan væri sýnd þar, eða a.m.k. myndir af konunni, meðan reynt var að hafa uppi á henni til að koma henni og barninu til aðstoðar. En það eru engar líkur á því að neinn á Íslandi geti aðstoð- að í því máli. Mér finnst að fréttamenn eigi að hugsa út í það hver tilgangurinn sé með því að senda út svona fréttamynd- ir. Ef það er frétt að geðveik kona í Bandaríkjunum barði barnið sitt og reynt er að hafa uppi á henni, hefði ekki verið nóg að segja frá því án þess að sýna myndirnar? Við vitum öll að það gerist víða í heiminum að börn eru beitt ofbeldi og misnotuð kynferðislega og öllu heil- brigðu fólki finnst það bæði hræðilegt og viðbjóðslegt, en við þurfum ekki að sjá myndir af því í raunveru- leikanum! Húsmóðir í vesturbænum. Bílasala á Netinu ÉG hef undanfarið verið að leita mér að bíl á Netinu, m.a. á síðum frá umboðum og bílasölum. Hentar þessi leið mér ágætlega þar sem ég á ekki gott með að rúnta á milli bílasala enda er ég bíllaus. En það er einn galli við þessar bílaauglýsingar á netinu, þ.e. að þegar bílar eru seldir eru þeir ekki teknir út af skrá. Er ég margsinnis búinn að lenda í þessu, þ.e. að finna mér bíl sem síðan reyndist seldur. Vil ég beina þeim tilmælum til þeirra sem sjá um þessi mál að lagfæra þetta hið fyrsta. Ökumaður. Dýrahald Köttur í óskilum í Grímsnesi DÖKKBRÚNN bröndóttur köttur er í óskilum við Fljótsbakka í landi Ásgarðs, Grímsnesi. Er eigendum kattarins bent á að vitja hans þar. Tamlin er týndur TAMLIN er svartur fress, hvítur á maga og með hvíta sokka og týndist frá Þórs- götu í Reykjavík. Hann er með svarta ól með gulum og bleikum röndum en hann er ómerktur. Þeir sem hafa orðið hans varir hafi sam- band í síma 697 3669. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is Góð þjónusta Víkverji skrifar... REYNISVATN, sem til skammstíma var rétt utan við Reykja- vík, er nú nánast komið inn í byggðina í hinu nýja Grafarholts- hverfi. Vatnið er dálítil vin, þar sem hægt er að gleyma borgarskarkal- anum og renna fyrir fisk í kyrrð og ró. Víkverja sýnist algengt að fólk komi að veiða í vatninu með börn- unum sínum og það hefur hann stöku sinnum gert sjálfur. Víkverja þykir hins vegar miður hversu slæm umgengni er við vatn- ið. Við bakkana er allt fullt af girn- isflækjum, gosdósum, drykkjar- málum og fleira drasli, sem sumt sezt í leðjuna við vatnsbakkana og situr þar sem fastast. Þetta spillir nú heldur ánægjunni af veiðiskap í annars fallegu umhverfi. Sjálfsagt gætu eigendur veiðiréttarins notað eitthvað af þeim ágætu tekjum, sem þeir hafa vafalaust af veiði- leyfasölu í vatninu, til að borga hreinsun á svæðinu. Meginábyrgð- in liggur þó auðvitað hjá veiði- mönnunum sjálfum, ekki sízt þeim fullorðnu, sem eiga að vera ungum og upprennandi stangveiðimönnum góð fyrirmynd. Víkverji vill skora á þá, sem stunda Reynisvatn, að ganga betur um. x x x VÍKVERJI hefur sterklega á til-finningunni að vagnstjórum Strætó sé ætlaður of skammur tími til að klára leiðina sína. Bæði sem farþegi í strætó og sem ökumaður undir stýri á eigin bíl hefur Vík- verji orðið vitni að hraðakstri og glannaskap strætisvagnstjóra, sem eru að keppast við að halda áætlun. Stundum þeysast strætisvagnar framúr bíl Víkverja, sem eru áreið- anlega tugi kílómetra yfir há- markshraða. Á dögunum ók Vík- verji á eftir strætisvagni á einni þeirra gatna í borginni, þar sem sett hafa verið upp skilti til að sýna ökumönnum hvað þeir aka hratt. Strætisvagninn var á rúmlega 50 km hraða á klukkustund, en leyfi- legur hámarkshraði í götunni er 30 km/klst. Eins og áður segir, er ekki endilega við vagnstjórana sjálfa að sakast. Það eru einfaldlega of fáir vagnar að sinna hverri leið og tím- inn of naumt skammtaður, enda þyngist umferðin í borginni sífellt. SEM betur fer eykst sífellt úr-valið af ýmiss konar alþjóðleg- um mat á Íslandi. Ítalskir, franskir og spænskir réttir eru t.d. víða orðnir hvunndagsmatur. Víkverji – sem er nákvæmnismaður hvað staf- setningu varðar, hvort heldur er á íslenzku máli eða erlendu – er hins vegar stundum alveg steinhissa á því hvernig þeir, sem hafa atvinnu af því að kynna og selja mat af er- lendum uppruna, leyfa sér að mis- þyrma heiti matarins með bandvit- lausri stafsetningu. Úti um allan bæ fæst t.d. „baquette“, sem í raun réttri heitir baguette. Í Hagkaupi fæst reyndar rétt stafsett baguette – en þá með „mosarella“,. Þar mun vera átt við mozzarella-ost. Á skilti samlokubars, sem Víkverji verzlar stundum við, má lesa að þar fáist bæði „baquette“ og „chiabatta“, að ónefndum „mozarella“ og ekki má gleyma „olivunum“. Víkverja finnst að neytendur eigi ekki að láta bjóða sér svona vitleysur, heldur gera at- hugasemdir við þær. Eða hvernig fyndist fólki ef það sæi auglýsta ísu og sködusel, naudahaq og skynnku, að ógleymdum harrðfyski? 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 ÞEGAR Samtök gegn fá- tækt voru stofnuð fyrir tveimur árum spurðu sum- ir mig að því hvers vegna væri verið að stofna slík samtök því það væri engin fátækt hér á landi. Útlend- ingar sem hingað kæmu sæju ekki nein merki um fátækt hér. En þeir útlend- ingar sem hingað koma núna geta séð mikla fá- tækt ef þeir ganga framhjá Mæðrastyrks- nefnd þegar opið er þar. Þar myndast gjarnan lang- ar biðraðir langt út á götu. Ég fór í heimsókn þang- að um daginn til þess að hjálpa til. Þær konur sem þarna vinna eiga heiður skilið fyrir sitt frábæra óeigingjarna starf sem er sjálfboðavinna. Ráðamenn hafa komið reglulega fram í fjöl- miðlum undanfarin ár og talað um góðæri og vel- sæld hér. Þetta hefur verið sem blaut tuska í andlit láglaunafólks, öryrkja og annarra þeira sem ekki fengu bita af góðæriskök- unni. Þeir fengu ekki einu sinni þunna rönd. Nei, góðærisveislan var aðeins ætluð fáeinum út- völdum. Gjáin milli of- urríkra og bláfátækra breikkar ört og við erum að hverfa aftur til fortíðar þegar fólkið flakkaði um heimilislaust og svangt. Það er hart til þess að vita að hér í þessu ríka landi skuli svona mikil eymd vera til árið 2002. Það ætti að vera aðalmálið fyrir kosningarnar næsta vor að eyða fátækt hér. Sigrún Ármanns Reynisdóttir. Eymd 2002

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.