Morgunblaðið - 27.09.2002, Side 28

Morgunblaðið - 27.09.2002, Side 28
UMRÆÐAN 28 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ SYÐST í Afríku sér til sólar í norðri. Vorið kemur 1. september enda var það svo að morgni 25. ágúst sl. þegar stigið var út úr flugvél frá London eftir 11 tíma setu að hita- stigið var einungis um 8 gráður. Framundan var ráðstefna SÞ um sjálfbæra þróun. Það er einhvers virði fyrir Íslend- ing að kynnast vanda heimsins í hnotskurn á ráðstefnu sem þessari, ekki sízt um fátækt, ónógt eða ónot- hæft drykkjarvatn og skort á hrein- lætisaðstöðu. Heimsmálin eru sífellt í brennidepli, og um þau fjallað í fjöl- miðlum dag hvern en þau sem helzt voru til umræðu í Jóhannesarborg voru heilbrigðismál, vatn, orka, landbúnaður og líffræðileg fjöl- breytni. Afstaða Bandaríkjanna Fulltrúar þeirra þjóða sem tóku þátt í ráðstefnu SÞ um sjálfbæra þróun sýndu með komu sinni að full- ur vilji er fyrir því að fylgja eftir þeirri stefnu sem tekin var í Ríó 10 árum fyrr. Nokkurn skugga bar þó á vegna þess að í aðdragandanum höfðu Bandaríkin ekki lagt það af mörkum sem ætlast hefði mátt til. Þá kom og í ljós að forseti Banda- ríkjanna myndi ekki mæta á fundinn heldur senda utanríkisráðherra sinn, Colin Powell. Bandaríkin hefðu fyrir löngu þurft að taka forystu í umhverfismálum en þau hafa verið treg til, sbr. Kyoto-ferlið. Þau hafa m.a. rökstutt afstöðu sína með því að þróunarríkin þurfi ekki síður en iðn- ríkin að draga úr útblæstri gróður- húsalofttegunda. Það getur verið vandkvæðum bundið vegna þess að tækniþekkingu vanti, einnig reiða fátækar þjóðir sig gjarnan á það að brenna jarðefnaeldsneyti, svo sem kolum, viði og mó og loks skortir fjármagn til að taka stökk in í 21. öldina. Þá hafa Bandaríkin gert kröfu um að unnið sé að því að upp- ræta spillingu í þróunarríkjunum og að komið sé á lýðræðislegri stjórn- arháttum t.d. svo að þróunaraðstoð nýtist. Þróunaraðstoð iðnríkjanna mun nema um 50 milljörðum dollara en sjöföldu því fjármagni eða 350 milljörðum er varið í landbúnaðar- niðurgreiðslur í þeim sömu ríkjum. Ein af kröfum fátækari ríkja er að slíkum niðurgreiðslum verði hætt og getur hver litið í eigin barm og velt því fyrir sér hversu erfitt það yrði, jafnvel þótt menn hefðu fullan skiln- ing á erfiðleikum fátækra þjóða við að koma vörum sínum að á mörk- uðum heimsins. Endurnýjanlegir orkugjafar Ráðstefnan átti sér langan að- draganda. Fjölmargir embættis- menn landanna hafa rætt og ritað, meitlað og samið, klippt og límt og afraksturinn lá fyrir í skjali þar sem samstaða hafði náðst um langflestar greinar en nokkur meginatriði voru óafgreidd. Fór verulegur tími í að af- greiða það sem út af stóð og hafði endanlega skjalið ekki borizt okkur í hendur þegar farið var heim. Ís- lenzkar áherzlur hafa einkum lotið að mengun hafsins og orkumálum. Þau ríki sem mest framleiða af olíu og kolum eru ekki sátt við æ hávær- ari kröfur umhverfissinna um breyt- ingar yfir í endurnýjanlega orku, svo sem vatnsorku, jarðvarma, vindorku og sólarorku. Stórar vatnsaflsvirkj- anir eru þó víða ekki taldar með end- urnýjanlegum orkugjöfum vegna áhrifa sinna á umhverfið og eru fjöl- mörg umhverfissamtök svo og al- þjóðlegu þingmannasamtökin GLOBE þar á meðal. Hér á landi hefur verið látið í veðri vaka að virkj- anir á hálendi Íslands, mannvirki þau og breytingar á ásýnd landsins sem fylgja í kjölfarið, gott ef ekki stóriðju einnig, megi fella undir sjálfbæra þróun og endurnýjanlega orkugjafa. Deildar meiningar eru um það á alþjóðavettvangi hvað telj- ist vera stór virkjun og hvað ekki, og hafa mörkin jafnvel verið dregin við 10 MW. Áhrifa virkjana á búsetu manna gætir víða um lönd, sbr. Kína, þar sem flytja þurfti híbýli milljóna manna til að rýma fyrir gríðarlegu uppistöðulóni. Hér á landi eru ósnortin víðerni á hálendinu í húfi og telja margir að óafturkræf spjöll á slíku landi geti ekki fallið undir sjálf- bæra þróun. Þróunaraðstoð Íslendingar verja einungis 0,12% af þjóðarframleiðslu sinni til þróun- araðstoðar en miðað hafði verið við að þetta hlutfall yrði komið í 0,4% um aldamót. Í Ríó stigu iðnríkin á stokk og nefndu 0,7% um aldamót. Ekki hefur það gengið eftir en mestu skiptir hvernig aðstoð er veitt og hvernig hún nýtist. Gott dæmi er Jarðhitaskóli Sameinuðu þjóðanna sem starfræktur er hér á landi. Nefnilega að hjálpa fólki að hjálpa sér sjálft. Að leggjast niður á lækjarbakka Áherzlur Afríkuríkja á aðgang að drykkjarvatni og hreinlætisaðstöðu eru skiljanlegar öllum, líka okkur Ís- lendingum sem höfum tekið ómeng- uðu drykkjarvatni sem sjálfsögðum hlut. Talið er að 2,4 milljarðar manna búi við óviðunandi hreinlæt- isaðstöðu og að 505 milljónir manna búi í löndum þar sem vatnsskorts gætir. Farið gæti svo að árið 2025 yrði svo ástatt hjá helmingi heims- byggðarinnar, en það gæru verið á bilinu 2,4 til 3,4 milljarðar manna. Fyrir nokkrum árum hitti ég mann frá Myanmar. Hann hafði aldrei heyrt þess getið að til væri land þar sem maður gæti lagzt niður á lækj- arbakka og teygað lyst sína af tæru fersku vatni, þambað að vild sér til hressingar og sér að skaðlausu. Þótt mönnunum svipi saman í Súdan og Grímsnesinu, þá er það nú ekki al- gilt. Rifjum aðeins upp viðbrögð við ráðstefnunni í Ríó fyrir 10 árum. Að henni lokinni sögðu margir að ekki hefði mikið náðst fram af því sem vænzt hafði verið og sú ráðstefna hefði valdið vonbrigðum. Hins vegar má okkur öllum vera ljóst nú að áhrif Ríó ráðstefnunnar urðu mikil. Síð- asta áratug hafa flest áherzluatriði og ályktanir hennar náð að skjóta rótum í stefnu stjórnvalda víða um heim. Hugarfar flestra þjóða heims hefur breytzt á síðustu 10 árum til hins betra hvað umhverfismál snert- ir og það er ekki sízt þeim heit- strengingum að þakka sem áttu sér stað í Ríó. Ég er ekki í nokkrum vafa um að slíkt muni einnig gerast í kjöl- far ráðstefnu þeirrar sem nýlega var haldin í Jóhannesarborg. Að sjá til sól- ar í norðri Eftir Katrínu Fjeldsted „Hugarfar flestra þjóða heims hefur breytzt á síðustu 10 árum til hins betra hvað umhverfismál snertir.“ Höfundur er þingmaður Reyk- víkinga. GRETTIR sterki Ásmundarson var fæddur að Bjargi í Miðfirði og var allra Íslendinga lengst í útlegð, eða 19 ár. Sögusvið Grettis sögu er óvenju vítt, sagan fer um mestan hluta Íslands. Bjarg í Miðfirði var þó ætíð athvarf Grettis og snýr sagan alltaf þangað aftur og í Húnavatnssýsluna þar með. Þar var verndarhönd Ásdísar móður hans stór þáttur, enda var hann aldrei sóttur að Bjargi þó mikið fé lægi honum til höfuðs. Grettis saga er að mörgu leyti skyld öðrum út- lagasögum en að því leyti óvenjuleg að þar er lýst skapferli manna, til- finningum og hugsunum í meira mæli en í öðrum Íslendingasögum. Íbúar Húnaþings vestra hafa ætíð verið sér meðvitandi um þenn- an söguarf en fóru fyrst fyrir nokkrum árum að vinna með hann skipulega í kringum verkefnið Bjartar nætur, með því að hafa sérstakan dag til heiðurs sögu Grettis og haldnar Grettishátíðir árlega. Í upphafi árs 2001 var farið markvisst að leita leiða til að efla menningu og atvinnulíf í Húnaþingi vestra með því að nýta menningar- arf og sögu svæðisins. Skipaður var sérstakur stýrihópur til að fylgja verkefninu úr hlaði og vinna að undirbúningi þess. Að þeim stýri- hóp kom forstöðumaður Byggða- safnsins á Reykjum, ferðaþjónust- an, sveitarstjórn og annað áhuga- fólk í Húnaþingi vestra. Sögu- smiðjan á Ströndum var fengin til að vinna hugmyndavinnu og gera úttekt á möguleikum verkefnisins. Og getur niðurstöður hennar að líta í skýrslu þar um. Í framhaldi var í sumar stofnuð sjálfseignar- stofnunin Grettistak ses. Stefnt er að uppbyggingu sýningarsvæðis, utandyra og innan, og stofnun fræðaseturs á Laugarbakka í Mið- firði. Einnig eru uppi áform um ýmsa myndræna framsetningu s.s. margmiðlun, teiknimynd, heimilda- þætti, myndlist o.s.frv. Í raun allt sem að hugmyndaauðgi þeirra sem að verkefninu koma býður uppá. Við uppbyggingu verkefnisins telj- um við mikilvægt að koma á sam- starfi við þá aðila í öðrum byggða- lögum sem hafa tengsl við Grettlu. Þetta er saga allra Íslendinga, ekki Húnvetninga einna. Með stofnun fræðaseturs opnast möguleikar á rannsóknum, nám- skeiðahaldi, sögusýningum og mál- þingum. Nú er unnið að málþingi sem haldið verður 26. október nk. að Laugarbakka í Miðfirði, þangað verður stefnt ýmsum af helstu fræðimönnum og sérfræðingum í Grettis sögu og Íslendingasögunum öllum. Lögð verður áhersla á Grettissögu og menningartengda ferðaþjónustu, fræðileg umfjöllun um Gretti og heimahaga hans. Skipst verður á skoðunum um Grettis sögu og menningarverkefn- ið Grettistak. Hugmyndin er að hafa langan fjölbreyttan laugardag samofinn fræðifyrirlestrum, leiklist , skoðunarferð að Bjargi og fleira er í deiglunni. Rétt væri fyrir áhugasama að fara að taka daginn frá. Dagskráin verður auglýst þeg- ar nær dregur. Mikilvægt er fyrir Íslendinga alla og heimamenn hvers svæðis að rækta og upphefja söguna og menningararfinn, þá sérstaklega ef hægt er að skapa lif- andi sögu sem kemur daglegu lífi til hagsbóta. Það er von okkar að þetta verk- efni ,,skipti sköpum“ fyrir Húna- þing vestra, orðtakið er eitt fjöl- margra orðtaka og málshátta sem finnast í Grettis sögu. Þeim sem óska eftir frekari upp- lýsingum eða vilja koma hugmynd- um á framfæri er bent á að senda rafpóst til grettir.sterki@grettis- tak.is. „Berr er hverr á bakinu, nema sér bróður eigi“ Eftir Elínu R. Líndal Höfundur er framkvæmdastjóri Grettistaks ses. „Mikilvægt er fyrir Ís- lendinga alla og heimamenn hvers svæðis að rækta menningararfinn…“ VÖLD á Íslandi hafa legið í gegnum pólitísk áhrif í bankakerf- inu. Saga Landsbankans er sam- ofin sögu pólitískra átaka. T.d. voru áhrif og yfirráð framsóknar- manna í Landsbankanum forsenda uppbyggingar kaupfélaganna hringinn í kringum landið, en við- gangur þeirra var lykillinn að áhrifum flokksins á landsbyggð- inni. Á sama hátt tryggðu áhrif sjálfstæðismanna aðgang smá- kaupmanna, útgerðarfélaga (t.d. Kveldúlfs) o.fl. að bankanum. Átök um völd í bankanum milli þessara hópa voru heiftarleg á fyrstu ára- tugum tuttugustu aldarinnar. Fljótlega varð deiluaðilum ljóst að átökin gætu leitt til þess að annar aðilinn næði varanlegum völdum og í skjóli þeirra ákveðið að loka fyrir aðgang skjólstæðinga hins með tilheyrandi afleiðingum. Sú áhætta var óásættanleg. Þessari baráttu, sem háð var á landamær- um stjórnmála og viðskipta, lyktaði því með því að þáverandi formenn Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks, Jónas frá Hríflu og Ólafur Thors, tóku sæti í bankaráði Landsbank- ans 1936, sem af mörgum hefur verið talið marka upphaf að svo- kallaðri helmingaskiptareglu mill- um flokkanna, sem var ætlað að tryggja varanleg áhrif og völd þessara flokka. Innihald sáttarinn- ar snerist því um helmingaskipti á áhrifum og völdum í bankanum og gagnkvæma virðingu. Afleiðingar helminga- skiptanna Þessi miklu pólitísku afskipti, í gegnum eignarhald ríkisins, á Landsbankanum báru með sér spillingu og mismunun, því í skjóli þessa fyrirkomulags og hafta- stefnu stjórnvalda þrifust gæðing- ar stjórnmálaflokkanna, enda kjör- aðstæður fyrir stjórnmálamenn til að geta „skammtað“ og „skaffað“ eftir eigin geðþótta, sér og sínum til framdráttar án þess að horft væri til hagsmuna heildarinnar. Það má halda því fram með gildum rökum að á þessu fyrirkomulagi hafi ekki orðið stökkbreyting fyrr en með aðild Íslands að samningn- um um Evrópska efnahagssvæðið, þar sem gerð var krafa um gegn- sæjar reglur á fjármagnsmarkaði, heilbrigða samkeppni og frjálsa fjármagnsflutninga, sem m.a. opn- aði einstaklingum og fyrirtækjum leið framhjá hinu litla miðstýrða ís- lenska fjármálakerfi. Einkavæðing bankanna Í ljósi sögunnar er því ekki að undra að við jafnaðarmenn á Al- þingi höfum samþykkt hugmyndir ríkisstjórnarinnar á sínum tíma um að breyta ríkisbönkunum, Búnað- ar- og Landsbanka, í hlutafélög, með það að markmiði að einkavæða þá síðar. Í okkar huga snerist mál- ið ekki um formbreytingu á rekstr- inum, heldur hitt að við einkavæð- ingu bankanna liði umrætt helm- ingaskiptafyrirkomulag undir lok og fagleg sjónarmið yrðu alls ráð- andi í rekstri bankanna. Nú þegar fyrir liggur að ríkisstjórnin ætlar að selja ráðandi hlut, verður vand- lega horft til þeirrar aðferðar sem notuð verður við söluna. Fyrstu skrefin benda til þess að salan muni ekki ganga þrautalaust fyrir sig. Bæði fulltrúi seljanda og hugs- anlegs kaupanda hafa lýst yfir því að mikil pólitísk afskipti hafi átt sér stað við val á kaupanda á hlut í Landsbankanum og hefur fulltrúi seljanda í einkavæðingarnefnd m.a. sagt sig úr nefndinni af þeim sökum. Söluaðferðin Það er ljóst að hlutverk jafn- aðar- og vinstrimanna við þessa einkavæðingu verður það að reyna að tryggja almannahagsmuni. Það verður því aðeins gert með því að við söluna verði allir hlutir uppi á borðum. Salan á eignarhlut Lands- bankans í VÍS út úr bankanum nú bendir til þess að enn sé til staðar gagnkvæm virðing fyrir arfleifð hvors flokks um sig. Með þeirri sölu er verið að tryggja að eign- arhaldið á VÍS, sem er arfleifð Framsóknarflokksins, kaupfélag- anna og SÍS, lendi ekki í öðrum höndum en framsóknarmönnum hugnast. Fyrstu skref ríkisstjórn- arinnar benda því til þess að hún vilji handstýra sölunni í „réttan“ farveg. Hún hefur því enga trú á því að frjáls markaður og heilbrigð samkeppni leiði til farsællar nið- urstöðu; kannski leiddi slík niður- staða til þess að ríkisstjórnarflokk- arnir yrðu að kippa höndunum uppúr kjötkötlunum, það hugnast þeim ekki. Tryggja verður dreifða eignaraðild Mitt mat er að það sé varhuga- vert að afhenda einum aðila þau miklu völd sem fylgja ráðandi hlut í svo stórum banka á íslenska vísu sem Landsbankinn er; í þeim efn- um skiptir engu hver á í hlut. Slík niðurstaða býður uppá miklar hættur fyrir eðlilega þróun við- skiptalífs á Íslandi. Mér sýnist því einboðið, ef koma á í veg fyrir að einn aðili verði ráðandi í hvorum ríkisbankanum fyrir sig eftir sölu á hlut ríkisins, að Alþingi neyðist til að samþykkja lög sem tryggi dreifða eignaraðild, almenningi og viðskiptalífinu til heilla. Önnur leið virðist því miður ekki fær. Einkavæðing ríkisbanka Eftir Lúðvík Bergvinsson „Fyrstu skref rík- isstjórn- arinnar benda því til þess að hún vilji hand- stýra sölunni í „réttan“ farveg.“ Höfundur er alþingismaður.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.