Morgunblaðið - 27.09.2002, Síða 39

Morgunblaðið - 27.09.2002, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 39 skrif urðu síðar frumstofn að hinu mikla riti Böðvars sem út kom árið 1995 undir heitinu Auðlegð Íslend- inga – brot úr sögu íslenzkrar bóka- útgáfu og prentunar frá öndverðu fram á þessa öld. Þetta rit er töluvert frábrugðið öðrum sem út hafa komið um bóksöguleg efni, bæði vegna þess hve yfirgripsmikið það er og eins hins hversu mjög það mótast af ást höfundarins á viðfangsefninu og hinni persónulegu reynslu bókasafn- arans. Böðvar segir þarna m.a. frá kynnum sínum af ýmsum þekktum bókasöfnurum, en umfram allt er rit- ið skemmtilegt aflestrar, enda er það jafnaðgengilegt lærðum sem leikum og afar fræðandi. Aftast í ritinu eru gagnlegar skrár, m.a. um flokka ís- lenskra rita sem gefnir voru út er- lendis, auk rækilegra skráa um heimildir og um rit sem veita viðbót- arfræðslu. Hið sama ár og þetta mikla ritverk kom út birtist á vegum Reykjavíkurborgar annað rit eftir Böðvar, minna í sniðum: Viðeyjar- prent, en þar er um að ræða nánast tæmandi skrá um allt það sem prent- að var í Viðey þann aldarfjórðung sem prentsmiðja var starfrækt þar, 1819-44, hin eina á landinu á þeirri tíð.Böðvar átti við sjóndepru að stríða nokkur hin síðustu ár, en hann stundaði þó áfram hina bóklegu iðju eftir því sem hann frekast gat. Hann hafði til þess nokkurn stuðning af tæknilegum búnaði, en umfram allt naut hann dyggrar aðstoðar konu sinnar og fjölskyldu, ekki síst Guð- rúnar dóttur sinnar. Böðvar heimsótti mig öðru hverju í Landsbókasafnið í Þjóðarbókhlöðu, oftast í einhverjum bókfræðilegum erindum, og síðast hittumst við þar á samkomu sem haldin var 23. mars í tilefni af aldarafmæli Halldórs Lax- ness. Þess er nú gott að minnast, og í huga mínum er afar bjart yfir minn- ingunni um öðlingsmanninn Böðvar Kvaran. Sem áhugamaður um bæk- ur, bókfræði og bókasöfnun hafði hann manna bestan skilning á því hvaða auðlegð þjóðin á í hinni rót- grónu bókmenningu, og hann hefur sannarlega lagt sitt af mörkum til að tryggja að hún varðveitist komandi kynslóðum. Fyrir það sé honum þökk og heiður. Ég votta Guðrúnu konu Böðvars og öðrum aðstandend- um mína dýpstu samúð. Blessuð sé minning hans. Einar Sigurðsson. Kveðja frá sundfélögum Hvern morgun stendur hópur manna við anddyri Sundlauganna í Laugardal. Vitandi og óafvitandi fylgist maður með hvort einhvern þeirra sem koma reglulega vantar í hópinn. Fyrir kl. 7 morguninn 17. þ.m. bárust okkur þau tíðindi að Böðvar Kvaran, sem var á ferð vest- ur í Bandaríkjunum, hefði andast þar úti. Böðvar hafði áratugum sam- an verið í hópi þeirra sem biðu snemma morguns eftir því að opnað yrði fyrir sundgestum en seinustu árin gat hann þó ekki komið daglega sem áður vegna þess að sjóndepra aftraði því að hann gæti ekið á eigin bíl. Þannig kom hann aðeins á laug- ardögum seinustu árin. Síðasta ferð hans í laugarnar var daginn áður en hann hélt í sína hinstu ferð til út- landa. Böðvar var hæglátur maður sem lá ekki hátt rómur en alltaf voru spaugsyrðin tilbúin á vörum hans þegar við ræddum saman. Böðvar var mikill nákvæmnismaður, vana- fastur en umfram allt traustur. Hann hafði lengi safnað bókum, blöðum og tímaritum og gert ná- kvæmar skrár um þau. Ég vissi til að hann ræddi oft við menn þarna í hópnum sem fróðir voru um þessi áhugamál hans og leitaði upplýsinga til þess að áreiðanleikinn yrði sem mestur. Hann miðlaði líka til ann- arra margvíslegum upplýsingum um bækur og tímarit. Það liggja enda eftir hann prentaðar skrár og bækur um þetta efni. Við sundfélagar hans söknum góðs drengs og félaga og sendum ástvinum hans innilegar samúðar- kveðjur. Með virðingu og þakklæti, fyrir hönd sundfélaga hans, Sigursteinn Hersveinsson. ✝ Sigrún Anna Mol-ander fæddist í Reykjavík 23. febr- úar 1959. Hún lést á Landspítalanum við Hringbraut 19. sept- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jóna Ingunn Sigfúsdóttir, f. 1. apr- íl 1932, d. 27. desem- ber 1962, og Aage Gunnar Molander, f. 22. ágúst 1931, d. 26. mars 2000. Sigrún ólst upp í Hlíðardal, Skipholti 66, hjá móðurforeldrum sínum, þeim Guðrúnu Halldórsdóttur, f. 14. júlí 1902, d. 21. desem- ber 1978, og Sigfúsi V. Magnússyni, f. 22. nóvember 1896, d. 17. maí 1973. Sigrún útskrifað- ist sem lyfjatæknir 1982. Hún starfaði í Kópavogsapóteki um nokkurt skeið og seinna sem aðstoðar- stúlka hjá tannlækni. Einnig starfaði hún við heimilisaðstoð aldraðra. Útför Sigrúnar Önnu verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Enginn ratar æfi-braut öllum skuggum fjærri; sigurinn er: að sjá í þraut sólskinsbletti stærri. En hamingjan geymir þeim gullkrans- inn sinn, sem gengur með brosið til síðustu stundar, fær síðan kvöldroða á koddann sinn inn, kveður þar heiminn í sólskini og blund- ar. (Þorsteinn Erlingsson.) Okkur langar í nokkrum orðum að minnast frænku okkar, Sigrún- ar Önnu Molander, sem látin er langt um aldur fram. Sigrún ólst upp hjá ömmu okkar og afa í Hlíð- ardal en móður sína missti hún þegar hún var þriggja ára að aldri. Mörg minningarbrot koma upp í hugann frá æskuárum okkar í Hlíðardal. Sigrún með sitt frjóa ímyndunarafl í leik með vinkonum sínum. Bókaormurinn sem gleypti í sig allar sögubækur og var horf- inn í bókaheiminn strax eftir að pakkarnir höfðu verið opnaðir á aðfangadagskvöld þegar stórfjöl- skyldan var samankomin. Ungling- urinn sem hafði áhyggjur af að vera með þeim stærstu í bekknum. Ekki má gleyma ástfóstri hennar á köttum. Það voru ófáir útigangs- kettirnir sem hún fóðraði auk sinna eigin katta. Einstakt sam- band Sigrúnar við ömmu og afa og seinna umhyggjusemin fyrir Siggu ömmusystur okkar sem bjó í kjall- aranum í Hlíðardal. Gjafmildi sem lýsti sér vel í stórtækum jólagjöf- um. Spádómar í bolla, bros á vör, kaffi og spjall. Fráfall afa, ömmu og síðar Siggu frænku höfðu mikil áhrif á svo unga stúlku sem Sigrún var er þau féllu frá. Sorg sem eflaust aldrei hefur verið unnið úr. Þá var það mikið átak fyrir Sigrúnu að þurfa að flytja úr Hlíðardal fyrir nokkrum árum en þar hafði hún búið alla tíð. Mikinn styrk og að- stoð fékk hún alla tíð frá Mögnu móður okkar sem studdi hana á alla lund sem hennar eigin dóttir væri. Sigrún útskrifaðist sem lyfja- tæknir 1982 með sóma enda átti hún mjög gott með að læra. Hún starfaði í Kópavogsapóteki um nokkurt skeið og seinna sem að- stoðarstúlka hjá tannlækni. Einnig starfaði hún við heimilisaðstoð aldraðra. Sagt er að sársauki hug- ans sé verri en sársauki líkamans og fyrir rúmum áratug fór að bera á erfiðleikum sem leiddu til þess að Sigrún varð um síðir óvinnufær. Þrátt fyrir veikindi sín aðstoðaði Sigrún um tíma marga með fyr- irbænum en hún var mjög trúuð og voru margir sem fengu styrk fá henni. Gaf það henni mikið að vita að hún gæti liðsinnt öðrum. Það er sárt til þess að vita að loks nú síð- ustu vikurnar eftir langa sjúkra- húsvist var Sigrún farin að horfa fram á bjartari tíma. Hún var komin heim í íbúðina sína, búin að taka að sér tvo fallega kettlinga og staðráðin í að sigrast á erfiðleik- unum. Þá kom kallið svo fyrirvara- laust, hjartað gaf sig og ekkert varð við ráðið. Sigrún leitaði leiða til að fylgjast með ástvinum okkar sem farnir eru frá okkur og erum við full- vissar um að það hefur verið vel tekið á móti henni og henni mun líða vel í faðmi sinna allra nánustu. Við kveðjum kæra frænku okkar með söknuði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Guðrún, Sigurbjörg, Þóra og Hildur Björk. Hið bezta, er vér eigum, er ekki hægt að gefa og ekki tjá með orðum og ekki í söng að vefa. Hið bezta í brjósti þínu, það blettast ekki af neinum, en skín úr þöglu þeli við þér og guði einum. Það er vor mikli auður, að aðrir mega ei ná því. Það er vor mesta örbirgð, að öðrum bægt er frá því. (Karin Boye. Þýð. M. Á.) Sigrún kom skokkandi neðan úr Hlíðardal frá ömmu sinni til mín í Hjálmholtið, til að fá tilsögn í pí- anóleik, en hún hafði orgel heima hjá sér. Hún fór í Söngskólann og lærði að syngja, svo lallaði hún til mín með nóturnar sínar og sýndi mér hvað skemmtilega tiltekið lag var útsett, þegar 2 sópran fór yfir 1 sópran. Það þótti henni svo skemmtilegt. Við sátum saman og hlustuðum á Master Class með Pavarotti. Það þótti henni alveg frábært. Hún var lærður lyfja- tæknir og vann í Apóteki Kópa- vogs í u.þ.b. tvö ár. Sigrún missti móður sína Jónu Sigfúsdóttur frá Hlíðardal þriggja ára gömul og föður sinn Aage Gunnar Molander fyrir tveim árum. Sigrún veiktist fyrir nokkrum árum og var sein að ná bata. Vinkona mín og bekkj- arsystir og móðursystir Sigrúnar, Magna, var vakin og sofin yfir vel- ferð hennar og Sigrúnu dýrmætur félagi. Sigrún var nett, björt, fal- leg og góð ung kona. Músikölsk með listræna hæfileika. Sofa til skiptis systur tvær sín á hvorum beði, hjá oss gjarnan hírast þær, heita Sorg og Gleði. Langi þig að leika dátt litla stund við Gleði, veit ég eitt þú varast mátt: vektú ei Sorg á beði. Vakni Sorgin, sofnar hin, svo er úti friður, þú ert orðinn þeirrar vin, þér sem geðjast miður. Fái Sorg í faðminn sinn fríðan ver á beði, vaka kann hún, vinur minn, en væran sefur Gleði. Láttu þér því um og ó að elta systur tjáðar: þegar þú vilt, það veiztu þó, þær vilja fá þig báðar. (M. Joch.) Blessuð sé minning hennar. Öllu þessu elskulega fólki frá Hlíðardal óska ég Guðs blessunar, svo og vinum og öðrum ættingjum. Bryndís Tómasdóttir (Biddy) frá Tómasarhaga. Það eru margir sem deyja ungir og nú ert þú ein af þeim. Lífið get- ur verið svo grimmt. Þetta gerðist svo fljótt, svo óvænt. Sorglegt og fljótt, elsku Sigrún. Nú ertu farin upp til himna þar sem allt er bjart, glaðlegt og fallegt. Þú talaðir alltaf svo vel um himnaríki og ég veit að þú hefur það gott hjá henni mömmu þinni, afa og ömmu. Svo leið þér alltaf svo vel í kirkju og ég man hvað þér fannst gaman að syngja í kórnum. Þú varst mér alltaf svo góð, vild- ir mér allt vel og hafðir svo mikla trú á mér. Ég vildi bara að heim- sóknir mínar til þín hefðu verið fleiri. Guð veri hjá þér, hvíl í friði. Harpa Dögg. SIGRÚN ANNA MOLANDER Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og frændi, GUÐNI INGÓLFSSON, Eyjum, Kjós, verður jarðsunginn frá Reynivallakirkju í Kjós laugardaginn 28. september kl. 14.00. Helga Pálsdóttir, Ingólfur Guðnason, Anna Ingólfsdóttir, Kristinn Helgason, Hermann Ingólfsson, Birna Einarsdóttir, Páll Ingólfsson, Marta Karlsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Þór Sigurgeirsson, Valborg Ingólfsdóttir, Ómar Ásgrímsson og frændsystkin. Elskuleg eiginkona mín, móðir, stjúpmóðir og amma, SIGRÚN MARÍA SIGURÐARDÓTTIR ARASON, lést föstudaginn 13. september sl., í Kristkirkju Sjúkrahúsinu, (Christchurch), Nýja Sjálandi. Minningarathöfn hefur farið fram á Nýja Sjá- landi. Jarðsungið verður frá Ytri Njarðvíkurkirkju í dag, föstudaginn 27. sept- ember, kl. 14.00. Jarðsett verður í Innri Njarðvíkurkirkjugarði. Jóhannes Arason, Matthildur Hjartardóttir Arason, Þórhildur Sylvía, Magnúsdóttir Robinson, Robert James Robinson, Magnús N. Þóroddsson, Jóhannes Andrew Robinson, James Robert Robinson, Ari Jóhannesson, Merry Elat, Ari Brynjar Arason, Ásgerður Jóhannesdóttir, Óðinn Víglundsson, Ingvar Þór Jóhannesson, Van Jóhannesson. Okkar ástkæri HANNES GUÐLAUGSSON, Gnoðarvogi 74, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítala við Hringbraut mánudaginn 23. september, verð- ur jarðsunginn frá Langholtskirkju mánudaginn 30. september kl. 15.00. Steinunn Kristófersdóttir, Guðlaugur Hannesson, Ásta Huld Eiríksdóttir, Fannar Þór og Hrafnhildur, Kristófer Hannesson, Ingunn Ingvarsdóttir, Ingvar Þór Bjarnason, Catherine Bjarnason, Steinar Stuart, Ingvar Ian og Alexander. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, fóstur- faðir, tengdafaðir, afi og langafi, KRISTJÁN SVAVAR JENSSON, Austurbrún 4, Reykjavík, andaðist á Landspítalanum fimmtudaginn 26. september. Fyrir hönd aðstandenda, Sólveig Björnsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.