Morgunblaðið - 27.09.2002, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.09.2002, Qupperneq 27
BÍLAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 27 KRINGLUNNI, S. 568 9017LAUGAVEGI 91, S. 511 1717 Meiriháttar nýmerki dsending Gallabuxur ný snið/þvegnar Jakkar - bolir - peysur - belti Nýjar dragtir Herra jakkaföt 15% afsálttur þessa helgi Fallegir haustlitir Skúli Skúlason, sölustjóri hjá Toyota á Íslandi, segir að nýr Land Cruiser sé afar mikilvægur bíll fyrir fyrirtækið. „Þetta er algjörlega nýr bíll sem er byggður á forveranum sem hefur verið á markaði á Íslandi síðan í júlí 1996 og hefur selst í 1.650 eintökum. Bílnum er ætlað að keppa á mjög sterkum markaði í Evrópu. Í Þýskalandi er mesta bíla- sala í Evrópu og bíllinn er hannaður m.a. til að standast kröfur þar. Þar fara hagsmunir okkar og Þjóðverja saman því þeir síðarnefndu vilja hafa jeppa sterkbyggða. Þeir draga á eftir sér hestakerrur, báta og hjól- hýsi. Við fengum því þarna nýjan bíl sem gefur ekkert eftir í þægindum og búnaði og ekki heldur í styrk,“ segir Skúli. Hann segir að þróunin hafi verið sú hjá mörgum keppinautanna að fara í átt til meiri þæginda á kostn- að jeppaeiginleikanna. „Land Cruiser er byggður á grind, með hásingu að aftan, stærra framdrifi en forverinn, sverari öxla og verður kynntur með sömu samrásardísil- vélinni en fæst að auki í mars með nýrri V6, fjögurra lítra vél, 250 hestafla, sem lofar mjög góðu. Við kynnum bílinn í LX, GX og VX en breytum þó búnaði með bílnum. Það er alveg ljóst að bíllinn mun færa sig til innan flokksins. Bíllinn er bæði stærðarlega og útlitslega að færa sig inn í lúxusflokkinn en heldur áfram jeppaeiginleikunum.“ Grunngerðin, LX, verður með varadekkinu á afturhleranum, og verður sá bíll einkum ætlaður til breytinga. Hann verður ekki tekinn með brettaköntum og álfelgum enda eru það hlutir sem eru teknir af bílnum ef honum er breytt. LX mun líklega kosta tæpar fjórar milljónir kr. Það sem hann hefur umfram núverandi gerð í búnaði er m.a. hraðastillir, hiti í framsætum, ABS-hemlar, toppgrindarbogar og hann er kominn með sex örygg- ispúða í stað tveggja áður. GX hefur brettakanta, álfelgur, handstýrða loftkælingu og þokuljós að framan umfram LX. VX er að auki með tölvustýrða loftfjöðrun, tölvustýrða loftkælingu og leðuráklæði. VX mun kosta á bilinu 5-5,2 milljónir kr. Verðið hækkar, að sögn Skúla, en hann bendir á að bíllinn verður mun betur búinn en áður. Toyota getur ekki kvartað undan viðtökunum því nú þegar hafa 150 manns á Íslandi pantað nýju gerðina og það áður en bíllinn er formlega kynntur. Hann verður kynntur í byrjun janúar. Toyota fær 170 bíla fyrstu þrjá mán- uði ársins. Umboðið á Íslandi er það söluhæsta í Evrópu. Markaðs- hlutdeild Toyota á Íslandi hvað varðar Land Cruiser er nálægt um 2,5% af heildarsölu á þessari gerð í Evrópu. Heilarsalan á bílnum á Ís- landi er rúmlega 3%. 150 Land Cruiser pantaðir áður en formleg kynning hefst Toyota Land Cruiser 90 er nýr bíll á gömlum grunni. ÞAÐ telst ávallt til tíðinda þegar nýir bílar eru kynntir í fyrsta sinn, ekki síst þegar um er að ræða bíla í jeppa- flokki sem njóta sífellt meiri vinsælda, jafnt í Evrópu sem Bandaríkjunum. Tveir nýir jeppar voru frumkynntir á bílasýningunni í París sem hófst í gær. Hulunni var þá svipt af lúxus- jeppunum og systurbílunum Volks- wagen Touareg og Porsche Cayenne, en þetta er í fyrsta sinn í sögunni hjá báðum framleiðendum sem þeir setja á markað jeppa. Bílarnir voru jafn- framt þróaðir sameiginlega af fyrir- tækjunum tveimur en er þó beint inn á ólíka markaði. Touareg mun keppa við aðra stóra og vel búna jeppa en Cayenne er í flokki út af fyrir sig þar sem hann býður upp á óvenjumikið vélarafl og er sagður sameina kosti jeppans og sportbílsins með sérstæðu fjöðrunarkerfi sínu. Einnig kynnti Toyota aðra kynslóð Land Cruiser 90. Bíllinn hefur stækk- að og er nú mun betur búinn en áður. Breytingar á útliti bílsins eru þó hóf- samar. Jafnframt kom fram á blaða- mannafundi á sýningunni að Volkswagen hefur uppi áform um að framleiða og setja á markað jeppa sem verður minni en Touareg. Það er margt fleira sem gleður augað á Parísarsýningunni en jeppar. Þar eru yfir 50 heims- og Evrópu- frumsýningar á ökutækjum og tækni- búnaði af ýmsum toga. Parísarsýn- ingin dregur að sér flesta gesti allra bílasýninga í Evrópu. Hún er haldin annað hvert ár og síðast sóttu hana um 1,5 milljónir manna. Eins og vænta má eru franskir bílaframleið- endur áberandi á sýningunni. Renault er með stærsta einstaka sýningar- plássið og stór hluti þess fer undir kynningu á annarri kynslóð Mégane. Þar er á ferðinni róttæk breyting, jafnt í útliti sem búnaði. Bíllinn hefur fengið svipað lag og Avantime; með kúptri afturrúðu og óvenjulega lög- uðum afturenda. Margir velta fyrir sér hvort Patrick le Quement, yfir- hönnuður Renault, hafi gengið of langt að þessu sinni og misbjóði íhaldssömum gildum bílakaupenda. Hann hefur þó oftar slegið réttan tón og er mikilsvirtur hönnuður í bíla- heiminum. Mégane er á nýrri gerð undirvagns sem einnig verður notað- ur í næstu gerðum Nissan Almera og Tino. Mégane verður framleiddur í nokkrum gerðum, þ. á m. sem þriggja og fimm dyra hlaðbakur og langbak- ur. Citroën kynnti Pluriel og þykir mörgum sem fyrirtækið sé að endur- heimta fyrri þrótt sinn sem hönnuður tímamótabíla. Þetta er þriggja dyra hlaðbakur en honum er hægt að breyta á fáeinum sekúndum í opinn, sportlegan bíl. Fjöldi annarra bíla var kynntur á sýningunni sem fjallað verður um á næstunni. Jeppar og Frakkar í París Bílasýningin í París hófst í gær. Þar eru heims- og Evrópufrum- sýningar á yfir 50 öku- tækjum og tæknibúnaði. Guðjón Guðmundsson skoðaði sýninguna, þar sem franskir framleið- endur eru áberandi. Morgunblaðið/Guðjón Parísarsýningin laðar að sér flesta gesti allra evrópskra bílasýninga. Volkswagen Touareg er ætlað að keppa við aðra stóra og vel búna jeppa. Kynnt er ný kynslóð af Renault Mégane, sem tekið hefur miklum breytingum frá fyrri gerð. gugu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.