Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ                              ! "# $  %&           '   ( BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. TILEFNI þessa tilskrifs er atriði í umsögn sem birtist í Morgunblaðinu þann ellefta þessa mánaðar um hljóm- plötuna Kóngsríki fjallanna eftir Ing- ólf Steinsson. Mér er mikill fengur að þessari plötu og að ég vil ætla einnig flestum þeim sem kunnu að meta þá menningarlegu og metnaðarfullu tón- listarstrauma sem komu til sögunnar fyrir um það bil þrjátíu árum og söng- sveitin Þokkabót átti upphafið að. Þeir einkenndust af vönduðum flutningi, ekki síst söng, vandaðri textagerð um efni sem skipti máli og allt á okkar eig- in tungumáli þar sem snúið var við sorglegri öfugþróun og niðurlægingu móðurmálsins sem þá var ríkjandi í dægurtónlist. Loksins, loksins aftur Þokkabótar- plata hugsaði ég þegar ég fékk fyrst plötuna í hendur. Ekki að undra að platan minni um margt á Þokkabót þar sem höfundur hennar var þar í sveit, annar tveggja aðalsöngvara. Þarna er þráðurinn tekinn upp aftur. Það er endurnærandi. En auðvitað er þetta ekki Þokkabótarplata heldur er þessi plata einlæg tjáning einstak- lings sem gefur okkur hlutdeild í sjálfum sér og sínum hugarheimi, án alls loddaraskapar og vandar veru- lega til verks af mikilli fagmennsku. Yfir plötunni er sterkur heildarsvip- ur, mikið innra jafnvægi og henni fylgja góðir straumar. Það er spölur frá þeirri rappeimyrju og hljóð- gervlasíbylju sem yfirgengur nú um stundir eins og menningarleg móðu- harðindi. Ósanngjörn gagnrýni En svo er það þá þessi umgetna blaðaumfjöllun. Það var undarlegt svo ekki sé meira sagt að lesa mið- kafla hennar þar sem annars mjög svo lofsamlegri umsögn er skyndilega snúið í andhverfu sína. Það er eins og greinarhöfundur hafi allt í einu misst tökin á hlutlægri greiningu og látið lítt skiljanleg skapbrigði hlaupa með sig í gönur. Og hvar reiðir greinarhöfundur til höggs? Jú, þar sem höfundur færist hvað mest í fang og tekst hvar best upp og platan rís hvað hæst. Þegar fjallað er um verkið Áfanga hefur greinarhöfundur ekki annað til mál- anna að leggja en að fetta fingur út í raddbeitingu höfundar og lætur svo kné fylgja kviði. Kvæði Jóns Helgasonar, Áfangar, er meðal helgra véa í menningararfi þjóðarinnar. Þar kemur margt til, efni kvæðisins er með þeim hætti og flutningur höfundarins sjálfs hefur markað því þann sess og þann hugblæ að mörgum mun finnast að við því megi ekki hrófla. Fram að þessu hef ég ekki heyrt það fært í tónlistarbún- ing og mér hefur satt að segja þótt það fyrirkvíðanlegt ef einhver reyndi það með mistækum hætti. Tónsmíðin yrði að hæfa kvæðinu og fanga anda þess. Það var mér því mikið ánægju- efni, eftir að hafa heyrt lag og flutning Ingólfs Steinssonar við kvæðabálk- inn, að þetta gengur fyllilega upp og vil bæta því við að það vinnur á við endurtekna hlustun, eins og á reynd- ar við um flest ef ekki öll lög þessarar hljómplötu og er einkenni góðra tón- smíða. Ég held að það hefði verið nær að óska okkur til hamingju með að hafa eignast sönghæft lag við þetta magnaða kvæði. Ósammála athugasemdum Ég ætla ekki að tíunda hér þær ómaklegu athugasemdir sem gerðar eru um söng í nokkrum lögum plöt- unnar. Þeim er ég fullkomlega ósam- mála og tel þær smekklausar. Til að allrar sanngirni sé gætt er rétt að taka fram að lof er borið á sönginn í ýmsum öðrum lögum og þar er einnig faglegar fjallað um verkin. Auðvitað má hver og einn láta sér finnast hvað sem er um hvað sem er svona útaf fyrir sig og enginn dregur dul á að smekkur fólks er misjafn og raddir hljóma misjafnlega í eyrum fólks, eins að raddir henta misjafn- lega misjöfnum lögum, en miðað við þetta er ég hræddur um að mörg „söngvaskáldin“ og söngvararnir megi fara að vara sig. Ég held að fólk sem tekur sér fyrir hendur kynningu á menningarefni af þessu tagi megi aðeins athuga hvar það stígur niður. Það syngur hver með sínu nefi og það á alveg sérstaklega við á sólóplötum. Hefur það ekki lengst af gefið þeim gildi, mér er spurn. Hér verður ekki farið frekari orð- um um þessa plötu öðrum en að lýsa mikilli ánægju með hana og þakka fyrir einlægt og vandað verk, á köfl- um listilega gert. Mættum við fá meira að heyra. HJALTI ÞÓRISSON, Laugateig 37, Reykjavík. Sungið í þokkabót Frá Hjalta Þórissyni: ÞEIM sem þurfa að senda sína nán- ustu á stofnun vegna Alzheimersjúk- dóms vil ég benda á, að á sjúkrahús- inu á Seyðisfirði er sérstök deild fyrir þessa sjúklinga. Nú hugsið þið, – það er svo langt í burtu! Það getur rétt verið, en ég segi ykkur satt að það er ekki hægt að hugsa betur um þessa sjúklinga en þar er gert. Þetta segi ég af gefinni reynslu, því þarna var mamma mín í rúm þrjú ár. Reyndi ég að heimsækja hana þarna tvisvar í viku, kom á öllum tímum og lét aldrei vita að ég væri að koma. Sama var hvort ég kom kl. 10 að morgni eða 10 að kvöldi, það var allt- af allt í góðu lagi. Starfsfólkið þarna sinnir sjúklingunum af einstakri hlýju og ástúð. Ég hef víða komið á dvalarheimili, og mörg ágæt, en þetta er engu öðru líkt. Þess vegna segi ég: Þangað skaltu senda ástvin þinn ef hann fær Alzheimer. Þótt þú búir víðsfjarri og komist aldrei í heimsókn til hans er ekki hægt að hugsa betur um þessa sjúklinga en þarna er gert. Þetta var það sem mig langaði að segja ykkur. KATRÍN GÍSLADÓTTIR, Lagarási 16, Egilsstöðum. Góð aðstaða fyrir Alzheimersjúklinga Frá Katrínu Gísladóttur:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.