Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 21 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S F LU 1 88 31 09 /2 00 2 www.flugfelag.is Fjörið er í Færeyjum Starfsmannafélög, klúbbar, hópar! Nú er komið að því að halda árshátíðina í Þórshöfn í Færeyjum. Hafið samband við Bergþóru eða Kristjönu í hópadeild Flugfélags Íslands í síma 570 3035 eða 570 3038. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfang hopadeild@flugfelag.is Flug og gisting hjá frændvinum okkar, Færeyingum, er notaleg upplifun. Þórshöfn tekur vel á móti ykkur og skilur eftir góðar minningar. Góð hótel, fyrsta flokks veitingar og veisluaðstaða. Næturlífið kemur á óvart og það er gott og ódýrt að versla. RÚMLEGA sextugur maður, sem var þrjá mánuði á reki úti á hafi í skemmdum seglbáti, snéri á mið- vikudag aftur til síns heima í Bandaríkjunum en fulltrúar land- helgisgæslunnar þar í landi segja hann afar heppinn að vera enn á lífi. Richard Van Pham, sem er 62 ára, var bjargað um borð í banda- ríska herskipið McClusky í síðustu viku eftir að sást til hans tæplega 450 km suðvestur af strönd lýðveld- isins Costa Rica í Mið-Ameríku. Van Pham hafði lagt upp frá Long Beach í Kaliforníu um mitt sumar og hugðist halda til Santa Catalina- eyju, skammt frá Los Angeles. Mastur seglbátsins brotnaði hins vegar í tvennt þegar Van Pham hreppti mikið óveður, og utan- borðsmótor bátsins skemmdist einnig, auk talstöðvarinnar. Rak bátinn því á haf út, án þess að Van Pham, sem var fæddur í Víet- nam, gæti nokkuð gert nema reyna að halda í sér lífi. Það gerði hann með því að veiða fisk úr hafinu og ýmsa sjávarfugla, auk þess sem hann safnaði regnvatni til að drekka. Van Pham missti 18 kg í sjóferð sinni en var þó sagður við ágæta heilsu. „Þetta er harður nagli,“ sagði Gary Parriott, skip- stjóri McClusky. „Ég er ekki viss um að ég hefði staðið mig jafn vel og hann.“ AP Skipverjar af herskipinu McClusky ræða við Van Pham um borð í segl- báti hans eftir að þeir sigldu fram á hann 17. september sl. Var þrjá mánuði á reki í skemmdum seglbáti Los Angeles. AP. HORST Köhler, yfirmaður Al- þjóðagjaldeyrissjóðsins, sagði í gær, að horfurnar í efnahags- málum heimsins hefðu versnað en of mikil svartsýni væri þó ástæðulaus. Er því nú spáð, að hagvöxtur í heiminum verði 3,7% á næsta ári en ekki 4% eins og talið var á vorfundi sjóðsins. Enn er talið, að hann verði 2,8% á þessu ári. Köhler sagði, að efnahagslífið hefði sýnt mikla seiglu í áföllum síð- ustu tveggja ára og full ástæða til að ætla, að það nái sér aftur á strik á næstu tveimur árum. Rússar vilja fresta ISS RÚSSAR hafa ekki lengur efni á að standa við skuldbindingar sínar gagnvart smíði Alþjóð- legu geimstöðvarinnar, ISS, og vilja að hún verði sett í bið. Kom þetta fram hjá Sergei Gorbúnov, talsmanni rúss- nesku geimvísindastofnunar- innar. Deginum áður var haft eftir Valerí Rjúmín, ráðamanni hjá stofnuninni, að ástandið væri „alvarlegt“ og því hefði hann skrifað NASA, banda- rísku geimvísindastofnuninni, og lagt til frestun á smíðinni. Meðlag fyrir mistök ÍTALSKUR kvensjúkdóma- læknir, dr. Ruggero Pasqua- letto, hefur verið dæmdur til að greiða meðlag með barni, sem kom í heiminn vegna mistaka, sem skrifuð eru á hans reikn- ing. Eru meðlagið og bætur til konunnar alls tæpar níu millj- ónir íslenskra króna. Konan, tveggja barna móðir, bað lækn- inn að sjá um, að hún ætti ekki fleiri börn, og límdi hann þá saman eggjaleiðarana með þar til gerðu lími. Segist hann hafa sagt konunni, að líkurnar á að hún ætti barn þrátt fyrir þetta væru 15 á móti 1.000, en við það vill hún ekki kannast. Danir vilja evruna MEIRA en helmingur Dana er hlynntur því að taka upp evr- una sem gjaldmiðil. Kemur þetta fram í könnun, sem danska hagstofan annaðist fyr- ir Den Danske Bank. Sam- kvæmt henni eru 56% lands- manna hlynnt evrunni, 28% á móti og 16% óákveðin. Meira en 60% þeirra óákveðnu hallast fremur að stuðningi við evruna en hitt. 53% Dana greiddu at- kvæði gegn evrunni í þjóðarat- kvæðagreiðslu árið 2000. Fjórfaldur Saddam SADDAM Hussein, forseti Íraks, er með þrjá tvífara að minnsta kosti og lætur þá koma fram fyrir sína hönd við ýmis tækifæri. Var þessu haldið fram í gær í þýsku sjónvarps- stöðinni ZDF, sem sagði, að Saddam hefði sjálfur ekki kom- ið fram opinberlega frá 1998. Hefur stöðin þetta eftir vís- indamanni, sem segist styðjast við greiningaraðferðir, sem notaðar séu hjá FBI, banda- rísku alríkislögreglunni. STUTT Verri horf- ur í efna- hagsmálum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.