Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10.15 B.i. 14. Sýnd kl. 6. með ísl. tali.  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! Sýnd kl. 6, 8 og 10. ADAM SANDLER WINONA RYDER Miðasala opnar kl. 15.30 HUGSAÐU STÓRT EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali.  HL Mbl Sýnd kl. 8. Sýnd kl. 5.50, 8, 10.10 og 12.20. The Sweetest Thing Sexý og Single miðaverð aðeins 350 kr! STUTTMYND HJ Mbl  ÓHT Rás 2 Sýnd kl. 4 og 5. Sýnd með íslensku tali. Yfir 20.000 MANNS Sýnd kl. 8 og 10. B.i. 12 ára. kl. 4.45, 7.30 og 10.10.  Kvikmyndir .com  DV  HK DV „ARFTAKI BOND ER FUNDINN!“ Ný Tegund Töffara Sýnd kl. 4 og 6. með ísl. tali. Sýnd kl. 5.15, 8, 10.40 og powersýning kl.12. B.i. 14. ADAM SANDLER Hvað gerist þegar þú tekur smábæjargaurinn, gefur honum 40 milljarða dollara og sleppir honum lausum í stórborginni? Adam Sandler fer á kostum í geggjaðri gamanmynd! Powersýning kl. 12. WINONA RYDER Kátasta kráin í bænum! um helgar Opið til kl. 5.30 H A F N A R S T R Æ T I 4 Ruth Reginalds alla helgina STÓRSVEITARTÓNLIST og sveifla eru ástríða Geirs Ólafssonar, svo ekki sé talað um þegar þetta tvennt rennur saman. Lengi hefur blundað í herra „Ice Blue“, eins og hann á til að kalla sig, að láta þann draum sinn ræt- ast. Mun það gerast í kvöld, er hann stendur fyrir söngskemmtun á Broadway, studdur sér- staklega samsettri 20 manna stórsveit sem flytja mun eftirlætissveiflulög Geirs í útsetningum Þóris Baldurssonar. Þórir er bestur „Ég fékk Þóri til verksins, einfald- lega vegna þess að hann er sá besti hér á landi og þótt víðar væri leit- að,“ segir Geir. Þórir Baldursson útsetti lögin á plötu Geirs sem kom út fyrir jólin síðustu þannig að þeir félagar eru vel kunnugir hvor öðrum. Þórir hef- ur útsett fyrir stórsveit þessa helstu sveiflustandarda, lög sem áður voru sungin af Sinatra, Sammy Davis yngri, Dean Martin, Judy Garland o.fl. þeim líkum en rúsínan í pylsu- endanum er nýtt lag eftir Ólaf Gauk sem hann samdi sérstaklega fyrir Geir, lag sem heitir „Farvel Frans“ og er minningaróður til Franks Si- natra. „Ólafur Gaukur samdi þetta eftir að hafa fengið fregnir af and- láti Sinatra árið 1998,“ útskýrir Geir. Þórir segir útsetningarnar beggja blands eigin smíðar og stælingu á upprunalegum útsetningum. Hann hafi t.a.m. þurft að færa eldri útsetn- ingar á standördunum svolítið í stíl- inn, laga þær að raddsviði Geirs sem liggur mun ofar en raddsvið Sinatra og annarra raulara. „Það er ægilega gaman að fá að útsetja fyrir stórsveit,“ segir Þórir. „Þetta er svo stór hljómur, mögu- leikarnir svo margir. Andstaðan er þannig algjör við plötuna sem við gerðum t.d. þar sem við notuðum einungis þrjá blásara.“ Geir verður ekki eini söngvari skemmtunarinnar í kvöld heldur mun hann njóta fulltingis þeirra Ingu Backman, Jóhönnu Linnet og Harold Burr. Aðspurður hvers vegna hann hafi kallað til söngkonur sem vanari eru óperusöngnum en sveiflunni segir Geir að það geti allir góðir söngvarar sungið sveifluna, svo fremi sem þeir séu góðir söngv- arar. Geir setti stórsveitina síðan saman og hafa æfingar staðið alla vikuna. „Þær hafa gengið afar vel. Þessir hljóðfæraleikarar eru enda það færir að þeir eru fljótir að til- einka sér vel útfærðar og skil- greindar útsetningar Þóris,“ segir Geir og er greinilega stoltur af því fólki sem hann hefur hóað saman til samstarfs við sig. Frank Sinatra og stórsveitar- tónlist var mál málanna um miðbik síðustu aldar og allt fram að rokk- byltingunni ógurlegu. Tónlistin nýt- ur enn mikillar hylli og seljast plötur Sinatra enn jafnt og þétt. Blaða- manni leikur því forvitni á að vita hvers vegna svo lítið beri á slíkri tónlist hér á landi, hvers vegna svo sjaldan sé boðið upp á stórsveitartónleika. Þórir er fyrri til að svara: „Ég held að sökin sé ljós- vakamiðlanna. Þrátt fyrir klárar vinsældir tónlistar á borð við stórsveit- artónlist þá sér nánast engin útvarpsstöðvanna ástæðu til að sinna henni. Slík er einhæfnin í tón- listarvali. Gamla gufan er langbesta stöðin af því að þar má greina einhverja fjölbreytni. En þessi tónlist er algjörlega sniðgengin, þessi gull- náma af plötum og diskum sem er fáanleg út um allt. En það er við dagskrárgerðarfólkið að sakast því það vinnur ekki heimavinnuna sína.“ Hvar er sveiflan? Og blaðamaður bendir á hversu sárasjaldan Sinatra heyrist orðið í íslensku útvarpi, það hafi einna helst verið í þartilgerðum þætti Geirs sem var á dagskrá Rásar 1 í sumar. „Dagskrárstjórar hinna stöðv- anna þykjast vita hvað fólk vill heyra en mín reynsla er önnur því það er alltaf að koma til mín fólk til að segja mér hversu mikið því líkar sveiflan,“ bætir Geir við. En ástæðan fyrir því að svo fáir stórsveitartónleikar eru haldnir er þó að hluta til af öðrum toga. Það er nefnilega engin smáframkvæmd að koma slíku í kring og telur Þórir Geir því vera að lyfta ákveðnu Grettistaki með því að efna til slíkra tónleika. „Það þarf svona stórhuga og kjarkmikla menn til,“ segir Þórir að lokum. Geir Ólafsson býður til söngskemmtunar á Broadway ásamt stórsveit Geir, Þórir og Inga Backman í góðri sveiflu á æfingu. skarpi@mbl.is Stórhuga sveiflusöngvari Morgunblaðið/Golli MENNINGARMÁL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.