Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 19
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 19 Nokia 3310 á 9.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 9.900 kr. Þú hringir …með GSM áskrift hjá Íslandssíma. Nokia 3510 á 18.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 18.900 kr. Nokia 3410 á 14.900 kr. - með 12 mánaða áskrift. Ekkert stofngjald 2.100 kr. 14.900 kr. Hringdu í 800 1111, komdu í verslun okkar í Kringlunni eða líttu á islandssimi.is. Með Íslandssíma hringir þú frítt í fjögur númer innan kerfis og á þjónustusvæði okkar. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S IS S 18 33 3 07 /2 00 2 FRUMVARP til laga um fjármála- fyrirtæki verður lagt fram á ríkis- stjórnarfundi í dag. Viðskiptaráð- herra mun kynna frumvarpið en um er að ræða um- fangsmikið frum- varp og þess því ekki að vænta að það verði sam- þykkt strax. Frumvarpið tekur til allra fjármála- fyrirtækja, þ.m.t. sparisjóða, og hef- ur það verið til umsagnar hjá hlutaðeigandi í sumar en drög að frumvarpinu voru kynnt í júní sl. Á fundi hádegisháskóla stjórn- endaskóla Háskólans í Reykjavík í gær kom fram gagnrýni á frumvarp- ið, en Jón Steinar Gunnlaugsson hrl., prófessor við lagadeild HR og lög- maður fimmmenninganna í SPRON- málinu, hafði þar framsögu og fjallaði um deiluna um SPRON og lögfræði- leg álitamál tengd henni. Jón Steinar sagðist þeirrar skoð- unar að fulltrúar beggja málsaðila væru sammála um að stjórnsýsla Fjármálaeftirlitsins í málinu hefði ekki verið til fyrirmyndar og vakið ýmsar spurningar. „Var ekki bara hægt að svara þessum erindum?“ spurði Jón Steinar. „Af hverju þarf að fara í þessa leikfimi?“ Jón Steinar gagnrýndi Fjármálaeftirlitið fyrir að hafa frestað málinu um of og sjálft skammtað sér viðbótarfrest umfram lögbundinn 30 daga frest til að svara erindum á borð við það sem fimm- menningarnir sendu í júní sl. Frumvarpið gagnrýnt Jón Steinar sagði m.a. að viðskipta- ráðherra hefði ekki farið í grafgötur með að lagasetning væri boðuð til að leysa deiluna um SPRON. „Getur það gengið að Alþingi setji lög í því skyni að leysa úr réttarágreiningi sem upp er kominn á milli manna? Ég held að það sé teflt á tæpasta vað með þessu svo ekki sé meira sagt,“ sagði Jón Steinar. Hann nefndi frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki og sagðist halda að í því væru hindranir af tæknilegum toga sem væri ætlað að koma í veg fyrir að samningur Búnaðarbankans og fimmmenninganna gengi eftir. Jón Steinar sagði að samningur Búnaðar- bankans og fimmmenninganna hefði síður en svo runnið sitt skeið á enda og væri í fullu gildi, það gæti farið svo að einhverjir annmarkar á tilboði starfsmannasjóðs SPRON kæmu upp. Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís- landsbanka, gagnrýndi einnig frum- varp til laga um fjármálafyrirtæki og varaði við að það yrði samþykkt sem lög. Bjarni sagði að í frumvarpinu væri ýmislegt óviðunandi fyrir frjálsa verslun og samkeppni í landinu. Hann sagði að ef frumvarpið yrði að lögum yrðu mjög margar og ólíkar túlkanir á þeim lögum. Ari Bergmann Einarsson, for- svarsmaður starfsmannasjóðs SPRON, tók undir gagnrýni Bjarna á frumvarp til laga um fjármálafyrir- tæki og sagðist stórefast um að frum- varpið yrði samþykkt. Slíkt væri skref aftur til fortíðar. Ari Bergmann sagði að frestur Fjármálaeftirlitsins til að svara erindi starfsmannasjóðs- ins væri ekki runninn út en Fjármála- eftirlitið óskaði m.a. eftir fleiri gögn- um frá starfsmannasjóðnum í síðustu viku, að sögn Ara. Frumvarp til laga um fjármálafyrirtæki lagt fyrir ríkisstjórn í dag Gagnrýni á frum- varpið kom fram á fundi Háskólans í Reykjavík Jón Steinar Gunn- laugsson hrl. ENDANLEGAR niðurstöður rík- isreiknings fyrir árið 2001 sýna að ríkissjóður skilaði 8,6 milljarða króna afgangi í fyrra. Niðurstaðan er 12,9 milljörðum króna betri en árið á undan þegar 4,3 milljarða króna halli var af rekstri ríkissjóðs. Afkoman er hins vegar rúmum 25 milljörðum lakari en fjárlög gerðu ráð fyrir, en samkvæmt fjárlögum fyrir árið 2001 var ráðgerður 33,9 milljarða króna rekstrarafgangur. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu er meginskýr- ingin á lakari afkomu en gert var ráð fyrir sú, að sala Landssímans og ríkisbankanna gekk ekki eftir áætlun í fyrra. Skýringarnar á bættri afkomu frá fyrra ári munu aðallega vera tvær háar gjald- færslur á árinu 2000. Annars vegar er um að ræða gjaldfærslu vegna aukinna lífeyrisskuldbindinga í kjölfar kjarasamninga, og nam hún 14,1 milljarði króna. Hins vegar voru útistandandi skattkröfur rík- issjóðs endurskoðaðar árið 2000 og í framhaldi af þeirri endurskoðun kom til veruleg afskrift krafnanna, en afskrift skattkrafna lækkaði úr 11,4 milljörðum króna árið 2000 í 5,9 milljaðra króna í fyrra. Að öllu samanlögðu lækkuðu gjöld ríkissjóðs um 8,4% að raun- gildi milli ára. Sé litið framhjá líf- eyrisskuldbindingum og afskriftum skattkrafna hækka útgjöldin hins vegar um 4,7% að raungildi. Tekjur ríkissjóðs námu alls 237,4 milljörðum króna í fyrra, sem er 12,6 milljarða króna hækkun frá fyrra ári. Þetta er um 5,6% hækk- un að nafnverði, en að raungildi er um lækkun að ræða. Stafar þetta af því að samdráttar fór að gæta, einkum í innlendri eftirspurn. Gjöld ríkissjóðs námu 228,7 millj- örðum króna og lækkuðu lítillega, eða um 288 milljónir króna milli ára. Rekstur ríkissjóðs 2001 8,6 millj- arða af- gangur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.