Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 11

Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 11
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 11 BESTI áróðursmeistari tuttugustu aldarinnar er líklega Winston Churchill, segir John Sergeant, pólitískur ritstjóri ITN-sjónvarpsstöðvarinnar í Bretlandi, í samtali við Morgunblaðið. Sergeant kemur hingað til lands um helgina til að flytja er- indi á ráðstefnu Fjölmiðlasambands Íslands, sem haldin verður á morgun í Salnum í Kópavogi. Sergeant er enginn nýgræðingur í faginu, hann hefur starfað í fjölmiðlum í meira en þrjátíu ár. Hann hóf störf hjá breska ríkisfjölmiðlinum BBC árið 1970; fyrst í útvarpinu og síðan í sjón- varpinu. Fyrstu árin flutti hann Bretum stríðs- fréttir, frá löndum víða um heim, m.a. skýrði hann samlöndum sínum frá endalokum Víetnam- stríðsins. En seinna flutti hann stjórnmálafréttir frá þinghúsinu í Westminster í Lundúnum. Þar starfaði hann í um það bil tuttugu ár. Í bók sinni, Give Me Ten Seconds, sem fjallar um ævi hans og störf, lýsir hann tímabilinu í þinghúsinu sem há- punkti ferils síns. Hann kynntist vel öllum for- sætisráðherrum Breta á þessum tíma, m.a. Margaret Thatcher, John Major og Tony Blair. Sergeant mun í erindi sínu á fjölmiðlaráðstefn- unni á morgun m.a. fjalla um áróðursmeistara eða „spin doctors,“ eins og þeir heita á ensku. „Ég ætla að kollvarpa goðsögninni um áróðurs- meistara,“ segir hann og minnir á að þótt orðið áróðursmeistari sé kannski nýtt af nálinni, þá sé hlutverk áróðursmeistara; það sem þeir geri – langt frá því að vera nýtt. Áróðursmeistarar hafi verið til svo lengi sem stjórnmál hafi verið til. „Fólk tengir oft áróðursmeistara við óheilindi eða mistök í stjórnmálum og fari eitthvað illa, t.d. á vettvangi stjórnmálanna, er áróðursmeisturun- um kennt um. Fari á hinn bóginn eitthvað vel er talað um það hve viðkomandi stjórnmálamaður sé kænn; hann er sagður stjórnmálaskörungur.“ Sergeant segir að áróðursmeistarar séu sér- fræðingar, eða ættu að vera sérfræðingar í fram- komu stjórnmálamanna; þeir séu sérfræðingar í fjölmiðlum og viti hvað stjórnmálamenn eigi að segja og hvenær. „Áróðursmeistarar vinna þann- ig að því daginn út og daginn inn að breyta því t.d. hvernig fólk lítur á ákveðna atburði. Þeir láta t.d. einstaka atburði sýnast mun betri en þeir eru í raun og veru.“ Sergeant er þeirrar skoðunar að það eigi ekki að gagnrýna áróðursmeistara; þeir séu gagnlegir. „En fáir tala um hæfileika þeirra. Það er aðallega talað um þá þegar þeir gera mis- tök.“ Síðan segir hann: „Margir halda því fram að við getum vel verið án áróðursmeistara; allir ættu að segja sannleikann og allir ættu að segja það sem þeir meina. En þannig virkar bara ekki lífið í dag.“ Churchill slyngur Sergeant segir, eins og áður kom fram, að Win- ston Churchill, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, hafi sennilega verið einn besti áróðurs- meistari 20. aldarinnar. „Hann breytti ósigri Breta í Dunkerque í sigur.“ Sergeant er þarna að vísa til Leifturstríðsins svokallaða í norðaustur- hluta Frakklands árið 1940. Þjóðverjar höfðu umkringt Bandamenn í Frakklandi og þrengdu að þeim þar til herir Bandamanna, aðallega Bret- ar, höfðust helst við í Dunkerque. „Bresku her- mennirnir þurftu að hörfa og skilja eftir öll vopn sín í Dunkerque,“ útskýrir Sergeant, en rúmlega þrjú hundruð þúsund breskum hermönnum í Dunkerque tókst síðan að flýja til Bretlands. „Í mörgum löndum hefði þetta verið talinn mikill ósigur en Churchill var slyngur enda var hann áróðursmeistari. Honum tókst því að breyta þessum atburði í hugum fólks. Hann tók þá stefnu að segja að atburðirnir í Dunkerque hefðu verið sigur því tekist hefði að bjarga hundruðum þúsunda hermanna. Hann lagði einnig áherslu á að þessir sömu hermenn hefðu myndað þann kjarna í breska hernum sem síðan hefði barist alla seinni heimsstyrjöldina og að lokum sigrað Þjóðverja.“ Inntur eftir því hvort ekki sé erfiðara að vera áróðursmeistari nú – á tímum upplýsingatækni- nnar – en áður, segir Sergeant svo vera. Hann tekur þó fram að það sama eigi við um stjórn- málamenn nú og áður, þ.e. það sé alltaf spurning um að koma með réttu rökin á réttum tíma, að öðrum kosti verði viðkomandi stjórnmálamaður ekki farsæll í starfi sínu. „Fjölmiðlar flytja okkur, um þessar mundir, fréttir allan sólarhringinn. Af þeim sökum þurfa einstakir stjórnmálamenn, einkum þeir sem eru í lykilstöðum, s.s. forseti Bandaríkjanna, að vera fljótir að vinna. En það geta þeir ekki alltaf við þessar aðstæður. Þess vegna ráða þeir til sín sérfræðinga í fjölmiðlum; áróðursmeistara.“ Sergeant hefur eins og áður sagði átt náin sam- skipti við forsætisráðherra Bretlands síðustu áratugina. Hann mun koma inn á það í erindi sínu og m.a. fjalla almennt um samskipti stjórnmála- manna og fjölmiðla. En hver er að nota hvern í þeim samskiptum? „Svarið er einfalt,“ segir hann. „Við erum að nota hvorir aðra. Fjölmiðlar nota stjórnmálamenn og öfugt. Ég tek Winston Churchill aftur sem dæmi. Þegar hann var búinn að ákveða hvaða stefnu skyldi taka varðandi Dunkerque-harmleikinn þurfti hann að halda ræðu; koma skilaboðum áleiðis til almennings. Í því skyni þurftu aðstoðarmenn hans að búa fjöl- miðla undir yfirlýsingu hans.“ Sergeant segir að í þessu dæmi um Churchill megi sjá að forsætis- ráðherrann hafi verið að nýta sér fjölmiðla og fjölmiðlar að nýta sér hann. „Ef fjölmiðlar eru ekki vakandi yfir því sem stjórnmálamaðurinn segir, kann að vera að ekki verði tekið eftir hon- um. Og á sama hátt eru fjölmiðlar sem fjalla um stjórnmál ekkert án stjórnmálamannsins. Slíkir fjölmiðlar geta ekki gert neitt ef stjórnmálamað- urinn segir ekki neitt, heldur ekki ræður eða fer ekki í viðtöl.“ Sergeant segir að fjölmiðlar og stjórnmálamenn þurfi þannig að vinna saman. Hann tekur þó fram aðspurður að á milli þessara aðila, fjölmiðla og stjórnmálamanna, þurfi að vera ákveðin mörk. T.d. geti fjölmiðlamaður haft gott samband við stjórnmálamann, en sá síðar- nefndi megi þó ekki hafa þann fyrrnefnda í vasa sínum. „Fjölmiðlamaðurinn verður að vita sitt- hvað um líf stjórnmálamannsins og stjórnmála- maðurinn verður að vita nokkuð um líf fjölmiðla- mannsins.“ Þannig myndist ákveðinn trúnaður að sögn Sergeant. Með slíkum trúnaði sé t.d. hægt að finna út hvernig samskiptin geti verið. Sergeant rifjar í þessu sambandi upp ferð Thatchers til Moskvu árið 1987 en hann hafði árin á undan átt góð samskipti við ráðherrann. „Ég átti að greina frá þessari ferð hennar til Sov- étríkjanna og var í sömu flugvél og hún. Okkur fréttamönnunum var hins vegar sagt að hún myndi ekki tala við okkur. Við létum því færa okkur kvöldverð og vorum að borða þegar hún birtist skyndilega. Mér brá og stóð strax upp en við það datt matarbakkinn á gólfið; maturinn og drykkirnir fóru út um allt. Flugfreyjurnar þustu fram en Thatcher lét sér hvergi bregða og beygði sig niður til að taka upp matinn. Það var greini- legt að hún naut þessa atviks því hún vildi gefa í skyn að karlmenn væru vanhæfir og að það væri hún sem hefði lausnina á öllum málum.“ Sergeant segir að þegar Thatcher hafi verið búin að hreinsa til hafi hann tekið viðtal við hana um þró- unina í Sovétríkjunum. „Þetta dæmi sýnir að það er mjög mikilvægt fyrir fjölmiðlamenn að eiga gott samband við stjórnmálamenn. Því þrátt fyrir þetta kjánalega atvik fannst Thatcher ekkert mál að láta mig taka viðtal við sig,“ segir Sergeant og bætir við: „Og hún var frábær í viðtalinu.“ Áróðursmeistarar eru stjórn- málamönnum nauðsynlegir John Sergeant John Sergeant, ritstjóri stjórn- málafrétta á ITN-sjónvarps- stöðinni í Bretlandi, heldur erindi á fjölmiðlaráðstefnu í Salnum í Kópavogi á morgun. Hann segir Örnu Schram m.a. frá skoðunum sínum á því sem við köllum áróðursmeistara. arna@mbl.is UNDANFARIN tíu ár hefur hjúkr- unarþjónustan Karitas boðið upp á sérhæfða heimahjúkrun fyrir krabbameinssjúklinga á höfuð- borgarsvæðinu. Þegar þjónustan var sett á laggirnar 1. október árið 1992 störfuðu þar tveir hjúkr- unarfræðingar en þeir eru sex í dag. Hrund Helgadóttir, hjúkrunar- fræðingur og annar stofnenda hjúkrunarþjónustunnar, segir að þörfin eftir þjónustu við krabba- meinssjúklinga í heimahúsum hafi verið orðin áberandi fyrir áratug sem varð til þess að ráðist var í verkefnið í samstarfi við krabba- meinslækningadeild Landspít- alans. „Á þessum tíma lagði Alþjóða- heilbrigðisstofnunin einmitt áherslu á það við þjóðir heimsins að meiri áhersla yrði lögð á líkn- andi meðferð og að meiri fjár- munum yrði varið í þjónustu við þess háttar meðferð,“ segir Hrund. Að sögn Hrundar hófu þær fljót- lega undirbúning að því að koma til móts við aukna áherslu á líknandi meðferð og sóttu meðal annars námskeið erlendis í þeim tilgangi. Í dag er Karitas í samstarfi við krabbameinslækningasvið Land- spítalans – háskólasjúkrahúss við Hringbraut. Samstarfið byggist á samningi sem Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga gerði við Tryggingastofnun seint á níunda áratugnum og gerir hjúkrunar- fræðingum kleift að starfa sjálf- stætt innan heilbrigðisþjónust- unnar. Samkvæmt verktaka- samningi við ríkið er hjúkrunar- þjónustan rekin af starfsmönnum en náin samvinna er við krabba- meinslækningasvið Landspítalans og læknar og hjúkrunarfræðingar sem þar starfa vísa skjólstæðingum sínum á þjónustu Karitas. Spurð um mikilvægi heima- hjúkrunarþjónustu bendir Hrund á að með sameiningu sjúkrahúsanna á síðustu árum skapist meiri þörf á að hægt sé að veita góða þjónustu og sinna eftirliti í heimahúsum, sem aftur dregur úr innlögnum á sjúkrahús. Með því móti sé hægt að spara mikla fjármuni enda kostn- aður við heimahjúkrun ekki nema brot af kostnaði við innlögn. Að mati Hrundar er áhugi meðal hjúkrunarfræðinga á heima- hjúkrun og einkarekstri innan heil- brigðisþjónustunnar stöðugt að aukast, einkum með víðtækari menntun hjúkrunarfræðinga. „Hjúkrunarfræðingar eru sífellt að öðlast betri og víðtækari mennt- un. Margir hjúkrunarfræðingar hafa á síðustu árum viðað að sér menntun í tengslum við rekstur fyrirtækja og stofnana og í við- skiptum almennt,“ segir Hrund. Annan október nk. efnir Holl- vinafélag hjúkrunarfræðideildar Háskóla Íslands til fundar um einkarekstur í heilbrigðisþjónustu eins og hann snýr að hjúkrunar- fræðingum. Þar munu Ásta Möller alþingismaður, Herdís Sveins- dóttir, formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, og Elsa Frið- finnsdóttir, aðstoðarmaður heil- brigðis- og tryggingamálaráð- herra, verða með framsögu. Þar mun Hrund meðal annars taka þátt í pallborðsumræðum og svara fyr- irspurnum í ljós fenginnar reynslu af starfi Karitas. Hjúkrunarþjónustan Karitas fagnar 10 ára starfsafmæli um mánaðamótin Sífellt meiri áhugi á heimahjúkrun Morgunblaðið/Þorkell Hjúkrunarfræðingar hjá Karitas. Frá vinstri: Lilja Þormar, Bergþóra K. Jóhannsdóttir, Valgerður Hjartardóttir, Hrund Helgadóttir, Ásdís Þorbjarnardóttir og Berglind Víðisdóttir. JÓN Gunnar Bernburg varði fyrir skömmu doktorsritgerð í fé- lagsfræði við Háskóla New York ríkis í Banda- ríkjunum. Rit- gerðin, sem nefnist á frum- málinu „State reaction, life- course outcomes, and structural disadvantage: A panel study of the impact of formal criminal la- beling on the transition to adulthood“, fjallar um langtíma- rannsókn á áhrifum stimplunar ungra afbrotamanna á lífshlaupið. Í fréttatilkynningu segir: Rann- sóknin, sem bætir upp annmarka fyrri rannsókna á þessu sviði, styður þá kenningu að frávik- astimplun hafi neikvæð áhrif á lífs- hlaupið og auki þannig líkindi á áframhaldandi afbrotahegðan. Stuðst var við gögn úr viðamikilli könnun á tæplega 1.000 bandarísk- um ungmennum sem fylgt var eft- ir um tíu ára skeið (frá 13 til 22 ára). Niðurstöður sýna að ein- staklingar sem verða fyrir stimpl- un á unglingsárum, þ.e. eru hand- teknir eða dæmdir fyrir afbrot, eru marktækt líklegri en aðrir til þess að flosna úr námi í áfram- haldinu, stríða við atvinnuleysi og taka þátt í alvarlegum afbrotum á tvítugsaldri, að teknu tilliti til af- brotaferils þeirra, námsgetu, kyn- ferðis, kynþáttar og efnalegs bak- grunns. Aðalleiðbeinandi var Marvin Krohn og aukaleiðbein- endur voru Steven Messner og Þóroddur Bjarnason, prófessorar við félagsfræðideild Háskóla New York ríkis. Jón Gunnar Bernburg (f. 1973) lauk stúdentsprófi frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð árið 1993 og BA prófi í félagsfræði frá Há- skóla Íslands árið 1996. Hann starfaði að æskulýðsrannsóknum hjá Rannsóknastofnun uppeldis- og menntamála frá 1996 til 1998. Jón Gunnar hefur undanfarin misseri birt fræðigreinar í alþjóð- legum fagritum, þar á meðal í British Journal of Criminology og Justice Quarterly. Hann vinnur nú að rannsóknum hérlendis með styrk frá Norræna sakfræðiráðinu og er stundakennari við félags- vísindadeild Háskóla Íslands. Jón Gunnar er kvæntur Eydísi Dóru Sverrisdóttur félagsráðgjafa og eiga þau eitt barn, Jóel. Doktors- vörn í fé- lagsfræði

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.