Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 22
ERLENT 22 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SJÓNÞING Manfreðs Vilhjáms- sonar verður í Gerðubergi á morgun frá kl. 13.30–16. Þar gefst fagfólki sem og áhuga- mönnum um byggingarlist tæki- færi til að kynnast nánar Man- freð þar sem hann mun segja frá verkum sínum. Spyrlar eru arki- tektarnir Pétur Ármannsson og Albína Thordarson en Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur stjórnar þinginu. Samdægurs verður opnuð sýn- ing á ljósmyndum Guðmundar Ingólfssonar af helstu bygging- um Manfreðs. „Ég held ég hljóti að hafa verið Japani í fyrra lífi. Á námsárum mínum í Svíþjóð höfðu myndir af japönskum húsum mikil áhrif á mig. Og þegar ég kom heim og reisti mér eigið hús, Smiðshús á Álftanesi, tók ég mér til fyrir- myndar ýmislegt úr japanskri húsagerð: hið opna rými, létta milliveggi, rennihurðir, virðingu fyrir náttúrulegum efnivið. Þessi áhrif hafa fylgt mér síðan. Nú má segja að hinn létti austurlenski byggingarmáti henti ekki alls- kostar íslenskri veðráttu. Mér flýgur það í hug, þegar vetrar- stormarnir berja utan stóru gluggana heima hjá mér. En svo birtir á ný, og þegar birtan smýgur inn í hvern krók og kima á húsinu, þá sannfærist ég um réttmæti þessa byggingastíls,“ sagði Manfreð í viðtali í tímarit- inu Storð, 1. 1985. Frá því að Manfreð Vilhjálms- son kom heim úr námi á sjötta áratug síðustu aldar hefur hann teiknað einbýlishús, raðhús, sum- arbústaði, kirkju, bensínstöðvar, tjaldmiðstöð, skíðaskála, gróður- hús, skóla, leikskóla, bílaumboð, húsgagnaverslun, íþróttahús og svo Þjóðarbókhlöðuna. Þar fyrir utan hefur Manfreð unnið að bæjarskipulagi og hannað inn- réttingar í fyrirtæki og opinberar byggingar, þar á meðal í Alþing- ishúsið. Útúrdúrar á ferli hans eru svo húsgögn, m.a. gerð í sam- vinnu við Dieter Roth. Byggingar eftir hann hafa oftar en einu sinni verið til umræðu í erlendum tímaritum um arkitektúr og hann hefur tvívegis fengið Menning- arverðlaun DV, fyrst fyrir kirkju- garðshús í Hafnarfirði árið 1980 og síðar Epalhúsið í Faxafeni 7 árið 1988. Sjónþing Manfreðs Vilhjálmssonar Morgunblaðið/Kristinn. Þátttakendur í sjónþinginu í Gerðubergi: Pétur Ármannsson, Að- alsteinn Ingólfsson, Manfreð Vilhjálmsson og Albína Thordarson. Held ég hljóti að hafa verið Japani í fyrra lífi HARRISON’S Flowers er dálítið gölluð kvikmynd en vel þess virði að sjá. Þar er ráðist í metnaðarfulla hluti, dregin er upp mynd af upp- hafsmánuðum stríðsins í Júgóslavíu á máta sem hreyfir við áhorfand- anum og minnir hann á þær skelfi- legu hörmungar sem þar áttu sér stað. Frásagnarramminn er drama og ástarsaga, þar sem sjónum er beint að ástríkum hjónum, þeim Söru og Harrison Lloyd (Andie MacDowell og David Strathairn). Bæði vinna hjá vikuritinu „Newsday“ og er Harrison virtur fréttaljósmyndari, sem hefur hug á að draga sig í hlé frá ljósmyndun á átakasvæðum og sinna fjölskyld- unni. Í einu af síðustu verkefnum sínum er hann sendur á átakasvæði í Júgóslavíu árið 1991 þar sem grimmileg þróunin kemur Vestur- landabúum á óvart. Harrison er tal- inn af eftir að hafa lent í sprengju- árás í hjarta átakanna í kringum Vukovar í Króatíu. Sarah telur eig- inmann sinn hins vegar á lífi eftir að hafa fengið hringingu frá honum. Hún heldur því til Júgóslavíu, legg- ur í för, sem að mörgu leyti er byggð upp í anda frægrar sögu Jo- seph Conrad, því þetta er ferð að innstu myrkrum þeirrar grimmdar sem manneskjan er fær um að sýna. Þetta er heilmikil kvikmynd og metnaðarfull, og eru stríðsatriðin bæði sannfærandi og hryllileg. Það getur verið erfitt að setja fremur ólíklega ástarsögu inn í slíkt sam- hengi, einhvern veginn stangast á raunsæið í stríðslýsingunni og óraunsæið í leit Söruh að týndum eiginmanni sínum. Ég gæti trúað því að auglýsingaspjald myndarinn- ar gefi dálítið villandi mynd af því sem þessi kvikmynd hefur að geyma, og verður nærmyndin af þeirri hvimleiðu leikkonu Andie MacDowell að teljast fremur vond auglýsing. Það er hins vegar vel hægt að mæla með þessari kvik- mynd sem fjallar ekki síst um það merka starf sem fréttaljósmyndarar gegna við að miðla vitneskju um það ranglæti sem á sér stað á ólíkum tímum og stöðum í heiminum. Innstu myrkur KVIKMYNDIR Háskólabíó Leikstjórn: Elie Chouraqui. Aðalhlutverk: Andie MacDowell, David Strathairn, Eli- as Koteas, Adrien Brody. Lengd: 130 mín. Universal Focus. Frakkland, 2000. HARRISON’S FLOWERS / BLÓM HARRI- SONS  Heiða Jóhannsdóttir LÁRA Margrét Ragnarsdóttir, þingmaður og formaður Íslands- deildar Evrópuráðsins, segir skýrslu sem hún skrifaði fyrir Evrópuráðsþingið um málefni Kalíníngrad- héraðs hafa verið vel tekið á fundi þess í fyrradag. Voru tillögur til úrlausnar ágrein- ingsefna Rússlands og Evrópusambandsins, hvað varðar fólksflutn- inga rússneskra þegna milli Kalíníngrad og Rússlands, samþykkt- ar af þess hálfu, sem og ýmsar smávægilegar breytingar er Lára Margrét lagði til. Hún var fyrr í þess- um mánuði skipuð skýrsluhöfundur Evr- ópuráðsþingsins í málefnum Kalínín- grad, sem er hluti Rússlands. Til að komast til Rússlands þurfa íbúar héraðsins þó að fara í gegnum Lithá- en, og síðan Lettland eða Hvíta- Rússland, eða Pólland og síðan Hvíta-Rússland. Hafa menn haft áhyggjur af því að Kalíníngrad lokaðist inni við inn- göngu Litháens og Póllands í Evr- ópusambandið, yrði eins konar ey- land í stækkuðu ESB. Hefur vandinn einkum verið sá að íbúarnir þurfa vegabréfsáritun til að fara í gegnum viðkomandi land eða lönd, auk þess sem þeim hefur verið gert erfitt fyrir á landa- mærunum. Niðurstaða skýrsl- unnar, sem Lára Mar- grét skrifaði fyrir Evr- ópuráðið, er sú að best væri ef íbúum Kalín- íngrad yrði gert kleift að ferðast um ná- grannaríkin, á leið sinni til Rússlands, með sérstökum ferða- skilríkjum. Segir Lára Margrét að þessi lausn myndi tryggja ferða- frelsi íbúa Kalíníngrad og stuðla að góðum samskiptum Rússlands og Evrópu- ríkjanna. „Útfærslan felur í sér að koma upp sérstökum, tæknivæddum landamærastöðvum og notast við skilríki sem hægt er að lesa vél- rænt,“ segir Lára Margrét. Myndi slíkt flýta mjög fyrir afgreiðslu en komið hefur fyrir að það taki fólk sól- arhring að komast um landamærin. Sömuleiðis hyggist Rússar bæta lestarsamgöngur til Kalíníngrad til muna en þær hafa verið afar slakar. „Með þessum skilríkjum væri ekki verið að fara í neina „gripaflutninga“ með fólk milli Kalíníngrad og ann- arra hluta Rússlands heldur yrði fólki frjálst að fara um eins og allir aðrir farþegar í alþjóðalestum. Þetta gefur líka tækifæri á auknum sam- skiptum milli Kalíníngrad og ná- grannaríkjanna Póllands og Lithá- ens, m.a. í verslun og viðskiptum, en á því þarf Kalíníngrad mjög að halda, enda er þar mikil fátækt.“ Sátt um niðurstöðuna Lára Margrét segir tillögurnar í samræmi við reglur ESB og Schen- gen-sáttmálann. „Ég hef síðan gætt þess mjög í allri minni vinnu að þessi niðurstaða yrði í sátt bæði við Rússa og við löndin, sem eru að sækja um Evrópusambandsaðild, þ.e. Pólland og Litháen.“ Segist Lára Margrét telja að helstu aðilar að deilunni, Pólverjar, Litháar og Rússar, auk íbúa Kalín- íngrad, séu nokkuð sáttir við útkom- una. Mikill stuðningur hafi verið við skýrsluna á Evrópuráðsþinginu. Minni háttar breytingartillögur, sem Lára Margrét lagði til, hafi sömu- leiðis verið samþykktar en aðrar, sem hún beitti sér gegn, felldar. Skýrsla Láru Margrétar Ragnarsdóttur um Kalíníngrad Fékk mikinn stuðning á Evrópuráðsþingi Lára Margrét Ragnarsdóttir DEMÓKRATAR í Bandaríkjunum eru ævareiðir vegna þeirra ummæla George W. Bush Bandaríkjaforseta að meirihluti þeirra í öldungadeild Bandaríkjaþingsins „kærði sig koll- óttan um öryggi bandarísku þjóðar- innar“. Tom Daschle, leiðtogi demó- krata í öldungadeildinni, sakar Bush um að reyna að skora pólitísk stig heimafyrir með umræðunni um þjóð- aröryggi og hefur krafist þess að for- setinn biðjist afsökunar. „Þú segir við menn sem börðust í Víetnamstríðinu og í síðari heims- styrjöldinni að þeir hafi ekki áhuga á öryggi amerísku þjóðarinnar,“ hróp- aði Daschle í ræðu sem hann flutti í öldungadeildinni. „Þetta er svívirði- legt! Svívirðilegt!“ Daschle sagði ummæli Banda- ríkjaforseta grafa undan tilraunum til að tryggja breiðan stuðning, sem ekki markaðist af flokksskírteini manna, við þingsályktun sem Bush vill að þingið samþykki og myndi heimila honum að fyrirskipa árás gegn Írak án stuðnings annarra ríkja eða stofnana. Bush hafði sakað öldungadeildina um það í ræðu, sem hann flutti í New Jersey á mánudag, að stefna þjóð- aröryggi í hættu með því að neita að samþykkja frumvarp hans um stofn- un nýs ráðuneytis heimavarna. Repúblikanar sögðu Daschle sjálf- an vera að reyna að gera umræðuna flokkspólitíska. Sökuðu þeir hann um að hafa slitið ummæli forsetans úr samhengi. Bush hefði ekki verið að ræða um stefnuna gagnvart Írak heldur þá áherslu sem demókratar legðu á að tryggja réttindi starfs- fólks í nýja ráðuneytinu, í stað þess að huga að öryggi íbúa landsins. Engin afsökunarbeiðni hefur því borist úr Hvíta húsinu og fréttaskýr- endur segja ekki sennilegt að hún sé væntanleg. Í forystugreinum The New York Times og Washington Post í gær var Bush forseti harðlega gagnrýndur fyrir að freista þess að nýta sér Íraksmálið í pólitískum tilgangi. Sagði í leiðari síðarnefnda blaðsins að framganga forsetans einkenndist af „ábyrgðarleysi og kaldhæðni“. The New York Times kvað ótækt að föðurlandsást manna væri dregin í efa fyrir það eitt að viðkomandi hefðu varpað fram spurningu. Slíkt framferði jaðraði við að geta talist „ó-amerískt“. Demókratar ævareiðir vegna ummæla Bush Reuters George W. Bush Bandaríkjaforseti í Rósagarðinum við Hvíta húsið í gær ásamt nokkrum þingmönnum. Bush hvatti þingið til að samþykkja tillögu stjórnarinnar um að hún fengi heimild til að beita hervaldi gegn Írak. Heimta að forsetinn biðjist afsökunar Washington. AFP, The Washington Post. Bush sagði demó- krata kæra sig kollótta um öryggi borgaranna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.