Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 47
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 47 MENN veltu því fyrir sér austur í Skaftafellssýslum hvað sjóbirting- urinn myndi taka til bragðs er seinna Skaftárhlaup ársins ruddist fram. Raunin varð sú, að hann tók ekkert til bragðs. Skil bergvatns og jökulvatns í Vatnamótunum færðust nær landi í hlaupinu og fiskurinn einfaldlega mjakaði sér með og að sögn Ragnars Johan- sens, veiðibónda í Hörgslandi, hef- ur verið mokveiði að undanförnu. Ragnar sagði að holl sem var í Vatnamótunum á meðan hlaupið var í ham hefði veitt 63 birtinga. Örn Hjálmarsson í Útilífi var á staðnum, veiddi í einn og hálfan dag, og landaði 12 fiskum. Eftir stóra hollið kom hópur sem var með 20 fiska en síðan tók við vanur hópur sem rótaði upp 40 fiskum á einni vakt, sem er með ólíkindum góður afli. „Í fyrradag voru komnir 700 fiskar úr Vatnamótunum og er þá vorveiðin meðtalin. Þetta er mesta veiði sem tekin hefur verið á svæðinu og ég get vottað að það er allt fullt af fiski þarna,“ bætti Örn við. Örn sagði stærstu fiskana að undanförnu hafa verið 7–8 punda og einn 13 punda lax veiddist einn- ig. Mikið væri af fallegum 4 punda fiski og 2–3 punda fiskar yrðu æ meira áberandi. „Það eru hrikaleg- ir risar þarna líka, menn sjá þá stökkva langt úti. Menn hafa að- eins sett í þá, en þeir hafa sloppið,“ sagði Örn. Risabirtingur úr Litluá Pálmi Gunnarsson, leigutaki Litluár í Kelduhverfi, veiddi risa- birting í ánni fyrir skemmstu. „Ég fékk hann í vatnamótunum á neðsta svæðinu, hann tók litla Black Ghost-straumflugu veidda með flotlínu. Þetta er afbrigði frá vini mínum Sigga Páls, með mar- abou í vængjunum og rauðmáluð augu. Þessi fluga virkar hrikalega vel og þessi ferlegi fiskur kom æð- andi eins og eimreið í vatnsskorp- unni á eftir flugunni. Þetta var með mínum eftirminnilegustu tökum,“ sagði Pálmi í samtali við Morgun- blaðið. Fiskurinn var ekki mældur og veginn, Pálmi sagði hann hafa ver- ið þreyttan eftir 25 mínútna hörku- baráttu og því hefði honum verið mikið í mun að koma fiskinum aft- ur út í ána lifandi. „Ef ég ætti að giska myndi ég halda að þetta væri alltaf 15–16 punda fiskur, hugsan- lega þyngri, ég veit það ekki, en það er ekki stórmál í mínum huga, aðalmálið var að fá að veiða hann og koma honum lifandi aftur út í á,“ sagði Pálmi. Pálmi bætti við að veiðin hefði verið róleg í Litluá allra síðustu daga, mikill fiskur, en hann tæki illa, enda væri hitabylgja og svo heitt væri, að mikið bitmý væri kviknað. Laxafundur í dag Veiðimálastofnun efnir til fund- ar um laxveiði líðandi sumars í Borgartúni 6 í dag og hefst hann klukkan 15. Guðni Guðbergsson fjallar um laxveiðina í sumar, Sig- urður Guðjónsson talar um stöðu þekkingar á laxi í sjó og Óðinn Sig- þórsson formaður Landssambands veiðifélaga fjallar um horfur í veiði- málum. Allir áhugamenn um mál- efnin eru velkomnir á fundinn. Pálmi Gunnarsson með ferlíkið sem hann dró úr Litluá í Kelduhverfi á dögunum, að minnsta kosti 15–16 punda fisk. ERU ÞEIR AÐ FÁ’ANN? Mok í hlaupinu HELGINA 28. og 29. september nk. verður haldin ráðstefna á vegum OA-samtakanna á Íslandi. Efni ráðstefnunnar verður m.a. umfjöllun um sporin 12 og erfðavenj- urnar, sögu samtakanna og lausnina, segir í fréttatilkynningu. Aðalfyrir- lesari verður Kathleen, félagi í OA- samtökunum á Englandi. Ráðstefnan verður haldin í nýju Templarahöllinni, Stangarhyl 4, 110 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu OA-samtak- anna: http://www.oa.is. OA (Overeat- ers Anonymous) er félagsskapur karla og kvenna af öllum sviðum þjóðfélagsins sem hittast til að finna lausn á sameiginlegum vanda – mat- arfíkn. Eina skilyrðið fyrir þátttöku er löngun til að hætta hömlulausu ofáti, segir í fréttinni. OA eru alþjóðleg sjálfshjálparsamtök sem starfa um heim allan. Ráðstefna OA- samtakanna MÁLFUNDUR sósíalíska verka- lýðsblaðsins Militant föstudaginn 27. september kl. 17.30, fjallar um að ráðastéttin hafi enga framsækna hugmyndafræði til að bæta mennta- kerfið, eins og misheppnuð tilraun til að einkavæða hverfisskóla sýnir, segir í fréttatilkynningu. Þar segir einnig. „Í öllum aðgerðum er gengið út frá þeirri hugmynd að menntun snú- ist um að hver og einn hugsi um að börnin sín hafi besta möguleika á að komast áfram í lífsbaráttu þar sem allir eru á móti öllum. Vinnandi fólk þarf að nálgast menntun frá gagnstæðu sjónar- horni: sem félagslega spurningu og baráttu fyrir því að umbreyta námi í alhliða og ævilanga starfsemi.“ Mál- fundurinn verður haldinn í Pathfind- er-bóksölunni, Skólavörðustíg 6 b í Reykjavík. Málfundur um vinnandi fólk og menntun FÉLAG heyrnarlausra stendur fyrir málþingi um táknmál í tilefni af al- þjóðlegum degi heyrnarlausra. Mál- þingið fer fram föstudaginn 27. sept- ember í Gerðubergi (sal A) frá kl. 13:00 til 17:00. Meðal gesta er dr. Lars Wallin, en hann var fyrsti heyrnarlausi einstaklingurinn í Evr- ópu til þess að hljóta doktorsgráðu. Dr. Wallin mun fjalla um rann- sóknir sínar á táknmáli og segja frá tilraunaverkefni í þróun táknmáls- orðabókar í Úganda, segir í frétta- tilkynningu. Rannveig Sverrisdóttir, lektor við táknmálsfræðideild Há- skóla Íslands, mun einnig halda fyr- irlestur um rannsóknir sínar á ís- lensku táknmáli. Rannveig er lektor við nýstofnaða táknmálsfræðideild Háskóla Íslands. Dagskrá málþings- ins verður sem hér segir: Setning málþings: Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra. Dr. Lars Wallin: Þróun táknmálsorða- bókar – tilraunaverkefni í Úganda. Rannveig Sverrisdóttir lektor: Rannsóknir á íslensku táknmáli. Umræður og fyrirspurnir. Fundar- stjóri er Svandís Svavarsdóttir. Mál- þingið er öllum opið. Málþing um táknmál GIGTARFÉLAG Íslands stendur fyrir gönguferð um Laugardalinn laugardaginn 5. okt. kl. 11. Hist verður við inngang Gigtarfélagsins í Ármúla 5. Gert er ráð fyrir fremur þægilegri klukkutíma göngu sem ætti að henta flestum, segir í frétta- tilkynningu. Einn af kennurum hópþjálfunar gengur með hópnum og sér um létta upphitun í byrjun og teygjur í lokin. Öllum er frjáls þátttaka, bæði fé- lagsmönnum GÍ og öðrum. Ekkert gjald. Nánari upplýsingar um gönguferðina og um hópþjálfunina eru á skrifstofu félagsins. Gönguferð Gigt- arfélagsins LANGHOLTSSKÓLI á hálfrar ald- ar afmæli um þessar mundir. Laug- ardaginn 28. september verður hald- ið upp á afmælið með pompi og prakt. Hátíðin byrjar með leik Skóla- hljómsveitar Grafarvogs kl. 11.45. Síðan flytja skólastjóri og formaður fræðsluráðs ávörp, nýtt merki skól- ans verður afhjúpað og Gradualekór Langholtskirkju syngur nokkur lög. Kl. 13 og aftur kl. 14 verður flutt dagskrá á fjórum stöðum í skólan- um. Þar verður söngur, upplestur, dans og tónlist af ýmsu tagi. Á göng- um skólans og í stofum hefur verið komið fyrir myndasýningum og ýmsum munum nemenda sl. 50 ár. Dagskránni lýkur um kl. 15.30. Hátíð á 50 ára afmæli Lang- holtsskóla HELGINA 28. og 29. september mun Subaru-umboðið Ingvar Helga- son kynna nýjan Subaru Forester. Subaru Forester hefur notið mikilla vinsælda frá því hann kom fyrst á markað. Nýr Subaru Forester kem- ur nú með nýju og gjörbreyttu útliti jafnt að utan sem innan. Subaru Forester hlaut hæstu ein- kunn hjá Insurance Institue for Highway Safety í árekstrarprófi bæði hvað varðar öryggi ökumanns og farþega. Meðal bílakaupanda hef- ur nýr Subaru Forester þegar vakið mikla eftirvæntingu og hafa nú þeg- ar verið pantaðir fjölmargir slíkir bílar, segir í fréttatilkynningu. Kynning á nýj- um Subaru AÐALFUNDUR Leigjendasamtak- anna á Íslandi verður haldinn á Hverfisgötu 105, 3. hæð, mánudag- inn 30. september nk. Á dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf og önnur mál. Aðalfundur Leigjendasam- takanna PRÓFKJÖR verður hjá Framsókn- arflokknum í norðvesturkjördæmi hinn 16. nóvember nk. Vegna þessa hefur verið sett upp sérstök upplýs- ingasíða um prófkjörið á heimasíðu Framsóknarfélags Skagafjarðar. Slóðin á henni er www.krokur.is/ framsokn <http://www.krokur.is/ framsokn>. Upplýsingar um nýja frambjóð- endur eru settar inn um leið og þeir tilkynna sig til kjörnefndar. Upplýsingar um prófkjör á heimasíðu LAUGARDAGINN 28. september mun Íþróttafélagið Ösp gangast fyr- ir íþróttakynningu í íþróttahúsi ÍFR í Hátúni 14, kl. 14 til 16. Þjálfarar hinna ýmsu íþróttagreina verða þá tilbúnir að svara spurningum um starf og æfingar hjá félaginu. Foreldrar og nemendur sérdeilda í grunnskólum Reykjavíkur eru hvattir til að koma og kynnast því starfi sem fer fram í Öspinni. Boðið verður upp á léttar veiting- ar á vægu verði. Íþróttadagur Aspar Á VEGUM Félagsþjónustunnar í Reykjavík er starfrækt Fjölskyldu- þjónustan Lausn á Sólvallagötu 10, þar er boðið upp á lausnamiðaða fjöl- skyldumeðferð og sérfræðiráðgjöf í uppeldismálum. Til að kynna starfsemi Lausnar verður „opið hús“ fyrir borgarbúa föstudaginn 27. september milli kl. 10 og 14. Þjónusta þessi er opin öll- um borgarbúum sem hafa áhuga á að reyna að bæta líf sitt og leita leiða til lausna. Unnið er með einstaklingum, fjölskyldum og hópum, en einnig eru í boði sjálfstyrkingarnámskeið. Með- ferðin er borgarbúum að kostnaðar- lausu. Nánari upplýsingar er hægt að fá á Sólvallagötu 10. Tímapantanir á sama stað milli 11 og 12 mánudaga og föstudaga. Lausn kynnir starfsemi sína DAGUR stærðfræðinnar er haldinn í skólum landsins í dag, föstudaginn 27. september, og er þetta þriðja árið í röð sem þessi dagur er haldinn. Þema dagsins þetta árið er stærð- fræði og bókmenntir. Undanfarin tvö ár hafa flestir skólar landsins tekið virkan þátt í Degi stærðfræð- innar.Í tilefni dagsins hefur Flötur, samtök stærðfræðikennara, gefið út rit sem heitir stærðfræði og bók- menntir. Höfundar ritsins eru Matt- hildur Guðmundsdóttir og Hafdís Guðjónsdóttir. Segja má að efni rits- ins skiptist í tvennt, segir í frétta- tilkynningu, annars vegar hug- myndafræði og hins vegar kennslu- hugmyndir. Ritinu er ætlað að auka fjölbreytni í stærðfræðikennslu og styðja kennara við að samþætta stærðfræði og íslensku. Sömu kröfur á Íslandi og í öðrum löndum? Í tilefni af Degi stærðfræðinnar í dag, 27. september, býður Flötur, samtök stærðfræðikennara, til fund- ar í Háskóla Íslands. Fundurinn verður haldinn í stofu 101 í Lögbergi kl. 15:30 í dag. Á fundinum munu tveir frummæl- endur velta fyrir sér spurningunni: „Eru gerðar sömu kröfur til nem- enda í stærðfræði á Íslandi og í öðr- um löndum?“ Erindi flytja Guð- mundur Birgisson, lektor á sviði stærðfræðimenntunar við KHÍ, og Allyson Macdonald, forstöðumaður rannsóknarstofnunar KHÍ. Fundur- inn er öllum opinn. Dagur stærð- fræðinnar í skólum landsins LAUGARDAGINN 28. september milli kl. 10 og 16 verður Garðyrkju- skóli ríkisins, Reykjum í Ölfusi, með námskeið í haustskreytingum fyrir áhugafólk um skreytingar. Leiðbeinandi verður Júlíana R. Einarsdóttir, fagdeildarstjóri á blómaskreytingabraut skólans. Unnið verður með efni úr náttúrunni og útbúnar skreytingar, sem þátt- takendur taka með sér heim. Skrán- ing og nánari upplýsingar fást á skrifstofu skólans eða á heimasíðu hans; www. reykir.is. Haustskreyt- ingar í Garð- yrkjuskólanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.