Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 31 V IÐ HÖFUM ofmetið fræðslu og vanmetið uppbyggilegt starf á jákvæðum nótum,“ segir Þórólfur Þór- lindsson, formaður Áfengis- og vímuefnaráðs, um forvarnarstarf gegn vímuefnanotkun unglinga. Hann lætur af störfum sem formað- ur ráðsins á næstunni, en því starfi hefur hann gegnt sl. fjögur ár. Hann segir forvarnarstarf hér á landi hafa borið árangur og að neysla unglinga á ólöglegum vímu- efnum hafi dregist saman undanfarin ár. „Í forvarnarstarfinu er lögð meiri áhersla en áður á að efla gras- rótina, þ.e. foreldra-, æskulýðs- og tóm- stundastarf og for- varnarstarf í skólum. Forvarnarstarf er grasrótarstarf. Það byggist á því að virkja sem flesta til starfa á sínum eigin forsend- um. Í mörgu af besta forvarnarstarfi sem unnið er á Íslandi, er aldrei nokkurn tím- ann minnst á vímu- efni. Starfið snýst fyrst og fremst um það að búa ungu fólki sem best skilyrði.“ Skilaboðin misvísandi Nýlegar fréttir frá SÁÁ herma að vímuefnaneysla unglinga hafi aldrei verið meiri. Þórólfur segir vandann vissulega mikinn. „Hins vegar er rétt að hafa í huga að ef við horfum á efstu bekki grunnskóla hefur dregið úr neyslunni frá árinu 1998 og fram til 2002. Við megum hvorki vanmeta né ofmeta þann hóp unglinga sem er í neyslu. Með því sendum við röng skilaboð. Ef við t.d. hömrum sífellt á því að allir séu í neyslu fara unglingarnir að trúa því og hugsa sem svo að fyrst allir séu að gera það hljóti það að vera í lagi.“ Í stuttu máli hefur þróun í notk- un ólöglegra vímuefna verið sú að aukning varð á neyslunni meðal unglinga á Íslandi á árunum 1984- 1998. Síðan dró úr henni og nú stendur hún í stað. Þetta sýna kannanir sem gerðar hafa verið á vímuefnaneyslu nemenda í 10. bekk frá 1984. Á sama tíma er neyslan að aukast víða í nágrannalöndunum. Þórólfur segir að því líti erlendir að- ilar nú til Íslands hvað varðar upp- byggingu forvarnarstarfs. „Í forvarnarstarfi skiptir höfuð- máli að það sem við erum að segja unga fólkinu sé trúverðugt. Allir virðast sammála um að reykingar séu skaðlegar. Hins vegar erum við að takast á um það við unglingana hvort hass eða e-pillur séu skaðleg- ar. Í dag eru skilaboð um skaðsemi misvísandi og erfitt fyrir ung- lingana að átta sig á hver hættan sé. Þess vegna skiptir fræðsla og upp- lýsingastarf hvað varðar þessi efni miklu máli í dag.“ Sjálboðastarfið lifir enn Þegar Áfengis- og vímuefnaráð tók til starfa árið 1998 var ákveðið að leggja megináherslu á forvarn- arstarf barna- og unglinga í efstu bekkjum grunnskóla. Þórólfur telur margt hafa tekist vel. „Við erum sífellt að læra hvernig standa má að forvarnarstarfinu. Við verðum að taka tillit til þess að umhverfið sem við erum að vinna í tekur stöðugum breyt- ingum. Það hefur tek- ist vel að virkja for- eldra, en á öðrum forsendum en áður. Foreldrarnir starfa nú meira sem hópur. Starf þeirra skilar mun betri árangri þegar þeir vinna sam- an en ekki hver í sínu horni. Það er alveg sama hvernig á málið er litið, foreldrar sem upp- alendur og ekki síður sem hags- munahópur munu alltaf gegna lykil- hlutverki í öllu forvarnarstarfi sem snýr að börnum.“ Þórólfur segir að árlega sé m.a. úthlutað úr Forvarnasjóði, sem Áfengis- og vímuefnaráð hafi um- sjón með, fé til samtaka foreldra. „Foreldrar vinna oft mikið starf fyrir lítið fé. Sjálfboðaliðastarfið lif- ir enn góðu lífi meðal þeirra. Það sama gildir um íþróttafélögin, tóm- stunda- og æskulýðsstarf og for- varnarstarf í skólum. Það er einmitt frjálsa félagastarfið sem við viljum virkja.“ Áfengis- og vímuefnaráð hefur hrint af stað áætlun í samstarfi við fyrirtækið Rannsóknir og grein- ingu. „Kannað verður á kerfisbund- inn hátt hver neyslan er, ekki að- eins á landsvísu, heldur í hverju skólahverfi og sveitarfélagi fyrir sig. Þetta er nauðsynlegt, því fólkið sem við erum að styðja vinnur í sínu nánasta umhverfi og þarf að fá upp- lýsingar um hvað er að gerast þar og hvernig starfið gengur.“ Þórólfur segir rannsóknir sem þessar geta gefið vísbendingar um hvaða aðferðir beri árangur í for- vörnum. „Það er ekki til neitt algilt svar við því hvernig beri að vinna að forvörnum. Við teljum nauðsynlegt að forvarnarstarf sé fjölbreytilegt. Þannig náum við til ólíkra hópa. Við höfum sterkar vísbendingar um mikilvæga áhættuþætti. Þessa þekkingu reynum við að nýta okkur til hins ýtrasta.“ Alþjóðlegar sveiflur En skilar forvarnarstarf tilætluð- um árangri? „Í heild held ég að þeir sem vinni forvarnarstarf hér á landi séu að vinna gott starf,“ segir Þórólfur og bendir á að sjá megi árangur m.a. á því að dregið hefur úr neyslu vímu- efna í efstu bekkjum grunnskóla á meðan hún eykst í nágrannalönd- unum. Sveiflur í neyslu, sem virðast fylgjast að hér og erlendis, má m.a. skýra með því framboði sem er á ólöglegum vímuefnum hverju sinni og með breytingum í alþjóðlegri unglingamenningu og tísku. Þórólf- ur segir að í Evrópu séu öflugir al- þjóðlegir hópar sem dreifi vímuefn- um. Þeir vinna stöðugt að því að finna árangursríkari aðferðir til að ná til ungs fólks. „Þeir vinna á móti okkur. Þeir eiga greiðari leið inn á markaði eftir að Berlínarmúrinn féll. Þetta þýðir að við þurfum að beita öðrum aðferðum en fyrr, við ráðum minna við framboðið en verðum að reyna að draga úr eft- irspurninni. Við byggjum varnir okkar á því að efla nærsamfélagið og ég get ekki annað en dáðst að því starfi sem hér er unnið.“ Hvaða skipulagsbreytingar myndir þú vilja sjá í forvarnarmál- um? „Ég myndi vilja sjá Tóbaks- varnasjóð og Forvarnasjóð samein- aða. Ég myndi hins vegar ekki vilja miðstýrt forvarnarstarf heldur að sjóðirnir veiti sem mest fé til gras- rótarstarfsins og þeirra sérfræð- inga sem vinna beint að forvörnum með ungu fólki.“ Fornvarnasjóður úthlutar árlega um 40 milljónum til félaga og samtaka. „Í dag höfnum við mörgum góðum verkefnum, það er blóðugt,“ segir Þórólfur. „Ég tel að við gætum notað mun meira fjár- magn en við gerum í dag. Forvarnir skila árangri. En það verður að taka tillit til þess að árangurinn er oft ekki sýnilegur fyrr en eftir nokkur ár. Forvarnarstarf er fjárfesting sem margborgar sig en hún skilar sér ekki strax.“ Vímuefnaneysla unglinga hefur minnkað frá 1998 Forvarnir eru fjár- festing til framtíðar Samkvæmt könnunum Áfengis- og vímu- efnaráðs hefur dregið úr vímuefnaneyslu unglinga og forvarnarstarf á Íslandi hefur vakið alþjóðaathygli í kjölfarið.                                                                                   !"! !" # $ $ $ #!" "! # !  !# #%   $ #$ ! "     #!     !" #   $ !% # ##  % % & & $ $ ! !  ' ()                & '(   ) *+  )     Þórólfur Þórlindsson ök að ÍMS við samn- ns væru ri í skóla- tt við að i að fullu ðslustjóra skyldur amningn- mótmæltu ónsdóttur og er hún því emb- samnings- æta. Þau amkomu- um rekst- da velli lgja þeirri i í skóla- og er það um skóla- aldursson, ðarbæjar, hafa verið anna. andsskóla ÍMS sem kólahalds- fráfarandi að fram- tilgangur sblöndun- ega fyrir m,“ segir sson, for- andsskóla. „Eitt er að hafa góðar kenningar en annað að hafa vald á úrræðum til að fylgja þeim eftir og framkvæma þær.“ Jónas segir hins vegar ýmis- legt hafa farið vel af stað og bendir á tómstundastarfið í skólanum. Tungumála- og tölvukennsla frá fyrsta bekk er meðal þess sem for- eldrarnir vilja gjarnan að haldi velli í skólanum svo dæmi séu tekin. Kennari í skólanum sem Morgun- blaðið ræddi við tók í sama streng og taldi áherslu á hnattrænan skiln- ing, sem m.a. felur í sér að yngstu nemendur læra tungumál, meðal þess sem stendur upp úr í skóla- starfinu. Þá benti hann einnig á tómstundastarfið eftir skóla sem hafi verið mjög metnaðarfullt. Einkavæddir hverfisskólar Fyrir rúmu ári var kjarasamning- um kennara breytt á þá lund að allur vinnutími kennara, annar en per- sónulegur undirbúningur, var færð- ur undir verkstjórn skólastjóra. Sú breyting hefur að mati Eiríks Jóns- sonar, formanns Kennarasambands Íslands, orðið til þess að skólar geta nú markað sér mismunandi stefnur. Hann segir því kjarasamninga kennaranna í Áslandsskóla, sem þeir skrifuðu undir í byrjun árs 2002 eftir þóf við stjórnendur skólans, ekki vera uppbyggingu óhefðbund- ins skólastarfs fjötur um fót. Eirík- ur er þeirrar skoðunar að það atriði, hvort íslenskir kennarar séu of íhaldssamir, hafi ekkert með það að gera hvernig fór í Áslandsskóla. Þegar til tals kom að bjóða út kennsluþátt Áslandsskóla og áhugi var á að fara nýjar leiðir í skólastarf- inu, bauð Kennarasamband Íslands þáverandi bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar að gera sérstakan tilraunakjara- samning, með því skilyrði að bærinn myndi reka skólann. Því var hafnað. Að sögn Eiríks taldi bærinn að kjarasamningar kennara virkuðu heftandi og hentuðu ekki óhefð- bundnu skólastarfi. Það lá þó ljóst fyrir um áramótin 2000/2001 að nýr kjarasamningur myndi taka gildi 1. ágúst 2001, á sama tíma og Áslands- skóli hóf störf. Var kunnugt, allt frá því umræður um útboð á rekstri hóf- ust af alvöru í bæjarstjórn, að nýir samningar myndu veita meira svig- rúm en áður til að taka upp breytta kennsluhætti. KÍ hefur alla tíð verið á móti því að einkavæða hverfisskóla. „Það er ekki rétt að sambandið sé á móti einkaskólum, að prófa eitthvað nýtt er af hinu góða,“ segir Eiríkur. „En í okkar huga er stór munur á einka- skóla, sem er tilboð til hliðar við hið hefðbundna skólakerfi, og einka- væddum hverfisskóla. Við teljum að lög heimili ekki þá leið sem mennta- málaráðherra veitti Hafnarfjarð- arbæ leyfi til að fara, þ.e. að setja hverfisskóla í einkarekstur. Við gagnrýnum alls ekki skólastefnu Áslandsskóla, eingöngu rekstrar- formið.“ Endalokin vonbrigði Sunita Gandhi, framkvæmda- stjóri Íslensku menntasamtakanna, vonast til að samtökunum gefist annað tækifæri á að koma að rekstri og mótun skólastefnu. „Ég skora á framsækna kennara að koma til liðs við okkur í slíku verkefni þegar þar að kemur,“ sagði Sunita. „Ég lít ekki svo á að tíminn sem fór í uppbygg- ingu Áslandsskóla hafi farið til spill- is, þvert á móti. Við vonum að starfið haldi áfram í sömu átt.“ Sunita telur ekki að íslenskt skólakerfi og þeir sem þar starfi séu íhaldssamir, en að lagalega séð verði nýsköpun vart komið við. Skortur sé á úrlausnum þar sem umbunað sé fyrir sköpun og frumkvæði. „Margir skólastjórar og kennarar eru að gera ótrúlega góða hluti. Innan menntakerfisins er vilji til góðra verka. En þessu kerfi eru sett lagaleg takmörk. Þeir sem vilja koma með nýjungar eiga erfitt upp- dráttar. Ekkert skólakerfi er full- komið, allir eru nemendur og þurfa að bæta við þekkingu sína. Margt nýtt á sér stað í skólum í löndunum í kringum okkur og við þurfum að fylgjast vel með.“ i um- pphafi Morgunblaðið/Þorkell að áfram verði starfað eftir menntastefnunni amtökin höfðu að leiðarljósi í Áslandsskóla. sunna@mbl.is að und- u hluti af sem okk- unita arna frá a hluta menntun að takast ttu nýja og viljum gur þess á um hug- myndafræðinnar náð? Hvernig eflum við trú barna okkar á eigin getu og gerum þau fær um að takast á við lífið? Sunita segir allt skólastarfið miða að því og fjölbreyttar kennsluaðferðir komi þar við sögu. Börnin læra í gegnum leik og með virkri þátttöku í náminu. Þá er hóp- og þemavinna mikil og sömuleiðis rannsóknir og athuganir. Sunita nefnir sem dæmi að á síðasta ári unnu nemendur þemaverkefni í tengslum við eitt land eða heims- álfu. Vinnan tengdist öllum hlutum námsins, stærðfræði jafnt sem list- um. Að endingu var afrakstur vinn- unnar sýndur á Hörpuhátíðinni. „Þar sáu börnin eitthvað sem þau höfðu lokið við og unnið að saman í hóp og hvert í sínu lagi.“ Skapgerð var ræktuð og þjálfuð í Áslandsskóla, t.d. með því að vekja athygli nemenda á sérstakri dyggð í hverjum mánuði. Í fyrra unnu börnin kvikmyndaverkefni sem tengdust ákveðnum dyggðum, eins og stundvísi og tillitssemi, – skrif- uðu handrit, léku, leikstýrðu, tóku og klipptu myndirnar. Þannig er komið að sama viðfangsefni úr mörgum áttum. Sunita segir sér- kennslu við skólann annars konar en í almennum skólum en að hún skili betri árangri. Eftir skóla var boðið upp á þrí- þætt starf í Áslandsskóla. Í fyrsta lagi aðstoð við heimanám, í öðru lagi margvíslegt tómstundastarf og í þriðja lagi aukatíma í ýmsum fög- um fyrir þá sem vilja. Mikill áhugi var á þessu starfi og tóku um 70% nemenda þátt í þessari dagskrá. Ný hugsun – opinn hugur Frumkvæði og nýsköpun meðal kennara er mikilvægur þáttur skólastarfsins, að sögn Sunitu. Kennarar eru hvattir til að setja sér markmið og bæta starf sitt á mark- vissan hátt. Nýjar hugmyndir krefjast opins hugar og breyttrar hugsunar. „Starf í nýjum skóla þar sem verið er að móta nýja stefnu þarf tíma til að ná fótfestu og dafna, allt upp í 5–7 ár. Við sáum strax ár- angur af starfinu á síðasta ári. Börnunum fór fram og þau voru áhugasöm og hamingjusöm. Það könnuðum við. Foreldrarnir voru sömuleiðis ánægðir.“ Endurmenntun kennara er viða- mikill þáttur í starfi ÍMS og verður svo áfram. Næsta sumar er t.d. von á dr. Howard Gardner, frumkvöðli fjölgreindarkenningarinnar. slensku kanna Dr. Sunita Gandhi TENGLAR ................................................... www.ims.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.