Morgunblaðið - 27.09.2002, Síða 8

Morgunblaðið - 27.09.2002, Síða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Samtök psoriasis- og exemsjúklinga Starf göngu- deildar stærsti sigurinn SPOEX, samtökpsoriasis- og exem-sjúklinga, fagna um þessar mundir 30 ára starfsafmæli og verður af því tilefni haldin afmæl- ishátíð laugardaginn 28. september í Versölum við Hallveigarstíg. Dagskrá hátíðarinnar, sem er öllum opin, hefst með ávarpi for- manns kl. 10.30 og stendur til 16.30. Um kvöldið er efnt til hátíðarkvöldverðar. Miðasala er á skrifstofu samtakanna og staðnum. – Hver er sagan að baki Spoex samtakanna? „Samtökin eiga rætur að rekja til blaðagreinar sem Hörður Ásgeirsson, sem síðar varð fyrsti formaður samtakanna, ritaði í Morg- unblaðið á þjóðhátíðardaginn 1972. Hann beindi orðum sínum til psoriasissjúklinga, enda hafði hann sjálfur verið haldinn þessum sjúkdómi í 36 ár, og í framhaldi var haldinn stofnfundur og mættu þar um þrjú hundruð manns. Í kjölfar þeirrar undirbúningsvinnu, sem síðan var unnin vegna stofnunar samtakanna, var svo ákveðið að víkka samtökin út og láta þau einnig ná yfir exemsjúklinga. Í dag eru félagsmenn 1.400, en áætl- að að 6.000–9.000 Íslendingar séu með psoriasis og mun fleiri með exem.“ – Hvaða starf fer fram á vegum samtakanna? „Félagið rekur göngudeild í eig- in húsnæði í Bolholti 6 og hefur gert sl. 12 ár og er það einn stærsti sigurinn að mínu mati. Göngu- deildin, hefur ýmist verið rekin af hjúkrunarfræðingum eða sjúkra- liðum og í dag er rekstur hennar í höndum Steinunnar Ástu Sjöberg. Hún er opin virka daga frá kl. 11.30–18.30. Á göngudeildinni bjóðum við upp á alhliða húðmeð- ferð til að draga úr einkennum psoriasis og exems sem er niður- greidd af Tryggingastofnun. Hjá okkur er fyrst og fremst um ljósa- meðferð að ræða – það er handa- og fótaljós, ljósaskápa og ljósa- greiðu fyrir hársvörðinn. Einnig er þó í boði almenn ráðgjöf og smyrslmeðferð. Framkvæmdastjóri Spoex er Helga Guðmundsdóttir.“ – Hafa meðferðarmöguleikar breyst mikið sl. 30 ár? „Meðferðarmöguleikar hafa breyst töluvert á þessum tíma og má sem dæmi nefna að við upphaf þessa tíma voru tjöruböð algeng- asti kosturinn. Tjaran er að vísu enn notuð á húðdeild Vífilsstaða, en nú í formi smyrsla. Í dag standa psoriasissjúklingum til boða þrír meðferðarmöguleikar hérlendis, göngudeildin, Bláa lónið og húð- deild Vífilsstaða, auk loftslags- meðferðar sem Íslendingar hafa sótt með góðum árangri til Kan- aríeyja, en það getur verið misjafnt hvaða meðferð hentar hverj- um og einum.“ – Hefur viðhorf al- mennings til psoriasis og exems breyst mikið á starfstíma félagsins? „Viðhorf manna til psoriasis og exems hefur breyst töluvert á þessum tíma og ég er sannfærð um að það sé að þakka öflugu upp- lýsinga- og fræðslustarfi félagsins bæði hér í Reykjavík og eins á landinu öllu. Við gefum út veglegt fréttabréf tvisvar á ári og í tengslum við afmælishátíðina höf- um við gefið út bók um lítinn dreng með psoriasis sem gefin verður í alla leik- og grunnskóla landsins. Um er að ræða veglega mynd- skreytta bók sem þýdd var með leyfi frá sænsku psoriasissamtök- unum sem gáfu hana fyrst út, en slíkt fræðsluefni fyrir börn hefur vantað verulega. Við vonumst til að geta kynnt hana í skólum með aðstoð hjúkrunarfræðinga og kennara viðkomandi stofnana.“ – Hvaða dagskrárliðir verða í boði á afmælishátíðinni? „Það liggur mikill undirbúning- ur að baki hátíðinni og sérstök af- mælisnefnd hefur verið að störfum allt árið. Meðal dagskrárliða má nefna að Elisabeth Fjelde, hjúkr- unarforstjóri frá norsku loftslags- meðferðarstöðinni Valle Marina á Kanaríeyjum, mun flytja tölu, en hún er mörgum Íslendingum að góðu kunn. Jan Monsbakken, framkvæmdastjóri Norsk Psorias- is Forbund, fjallar svo um mikil- vægi góðs samstarfs milli húð- lækna og psoriasissamtaka og þá verður heiðruð minning Harðar Ásgeirssonar, upphafsmanns sam- takanna. Kári Stefánsson, for- stjóri Íslenskrar erfðagreiningar, mun svo ræða stöðu erfðarann- sókna og psoriasis, Þórður Sveins- son augnlæknir áhrif ljósameð- ferðar á augun og Halla Þorvaldsdóttir sálfræðingur sál- fræðileg áhrif húðsjúkdóma á sjúkling og fjölskyldu, en það er vitað mál að streita og áhyggjur hafa áhrif á útbrotin. Að lokum má nefna að Birkir Sveinsson húð- læknir mun ræða um nýjustu meðferðir við psoriasis og exemi. 15. nóvember næst- komandi mun Gigtarfélag Íslands síðan halda fræðslufund um psor- iasisgigt, sem margir sjúklinganna fá, og á í framhaldi að stofna áhugahóp innan gigtarfélagsins. Við fögnum þeim áfanga þar sem við erum með ákveðnar sérþarfir sem ekki hefur verið tekið sérstak- lega á innan gigtarfélagsins til þessa.“ Valgerður Auðunsdóttir  Valgerður Auðunsdóttir fædd- ist í Reykjavík 6. júlí 1965. Val- gerður hefur verið félagsmaður í Spoex sl. 17 ár og er nú formað- ur samtakanna. Hún hefur einn- ig átt sæti í framkvæmdastjórn Öryrkjabandalagsins frá 1998 og setið í aðalstjórn bandalagsins frá 1992. Maki Valgerðar er Guð- mundur Gunnarsson og saman eiga þau þrjú börn, Auðun Ófeig, 13 ára, Eddu Grétu, 11 ára, og Sylvíu Ösp, 8 ára. Streita og áhyggjur hafa áhrif á útbrotin Svona, Sigmar minn, aðeins að krumpa hólkinn, góði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.