Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 38
MINNINGAR 38 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringlunni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Kaupvangsstræti 1, Akureyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi (569 1115) og í tölvupósti (minning@mbl.is). Nauðsynlegt er, að símanúmer höfundar/sendanda fylgi. Um hvern látinn einstakling birtist formáli, ein uppistöðugrein af hæfilegri lengd, en aðrar greinar um sama einstakling takmarkast við eina örk, A-4, miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd, - eða 2.200 slög (um 25 dálksentimetra í blaðinu). Birting afmælis- og minningargreina ✝ Böðvar Kvaranfæddist í Reykja- vík 17. mars 1919. Hann lést á Flórída 16. september síð- astliðinn. Foreldrar hans voru hjónin El- inborg Kvaran frá Akranesi, f. 9. 4. 1895, d. 3. 2. 1974, og Einar E. Kvaran að- albókari Útvegs- banka Íslands, f. 9. 8. 1892, d. 24. 8. 1960. Eftirlifandi eigin- kona Böðvars er Guðrún Kvaran, f. í Reykjavík 15. 3. 1921, dóttir hjónanna Ólafíu Gísladóttur hús- freyju, f. 13. 12. 1897, d. 24. 8. 1970, og Vilhjálms Þorsteinssonar stýrimanns, f. 26. 2. 1895, d. 11. 2. 1940. Þau Böðvar og Guðrún giftu sig 21. 11. 1942. Þau eignuðust sjö börn og eru sex þeirra á lífi. 1) Guðrún, f. 21.7. 1943, prófessor og forstöðumaður Orðabókar Há- skólans gift Jakobi Yngvasyni, f. 23. 11. 1945, prófessor í Vínar- borg. Börn þeirra: a) Böðvar Yngvi, f. 12. 2. 1977, sambýliskona Marta Guðrún Jóhannesdóttir, b) Steinunn Helga, f. 26. 4. 1981. 2) Elinborg Valdís, f. 5. 12. 1944, dá- in í ágúst 1945. 3) Vilhjálmur, f. 18. 6. 1946, dreifingarstjóri hjá Öl- gerð Egils Skallagrímssonar, kvæntur Helgu Pálu Elíasdóttur, f. 27. 5. 1948, fulltrúa. Börn þeirra: a) Vilhjámur, f. 8. 1. 1971, maki Gerður Pálmarsdóttir, b) El- bjó til æviloka. Hann varð stúdent frá Menntaskólanum í Reykjavík 1938 og hélt þá til náms í hagfræði í Þýskalandi. Námsdvölin reyndist styttri en til stóð sökum styrjald- arinnar sem braust út haustið 1939. Böðvar hóf þá störf í Útvegs- banka Íslands en skipti fljótlega um starfsvettvang og stofnaði málningarverksmiðjuna Júnó sem hann rak í félagi við Steingrím Guðmundsson um nokkurra miss- era skeið. Eftir það starfaði hann um skeið hjá Fiskimálanefnd en árið 1948 réðst hann til starfa hjá Olíufélaginu Skeljungi, síðast sem framkvæmdastjóri markaðssviðs. Hann lét af störfum hjá Skeljungi þegar 65 ára aldri var náð, eftir 36 ár. Þá tók hann að sér rekstur heildverslunar Jóns Brynjólfsson- ar um fimm ára skeið. Böðvar hóf snemma söfnun blaða og tímarita. Sá hluti safns hans mun hafa verið einn hinn stærsti í eigu einstaklings hér á landi, jafnvel miðað við opinber söfn. Eftir hann liggja nokkur rit: a) Skrá um íslensk tímarit frá upp- hafi til 1973 sem hann tók saman ásamt Einari Sigurðssyni fyrrver- andi landsbókaverði. Reykjavík 1991, b) Auðlegð Íslendinga sem rekur meginþætti úr sögu bókaút- gáfu á Íslandi fram á þessa öld sem og frá íslenskri bókaútgáfu erlendis. Hún kom út í Reykjavík 1995, c) Viðeyjarprent. Reykjavík 1995, d) Þá þýddi hann og bjó til prentunar ferðaminningar Sir Charles Andersons frá 1863 sem komu út í bókinni Framandi land í Reykjavík 1984. Útför Böðvars fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. inborg Valdís, f. 16. 7. 1975, sambýlismaður Leifur Arnar Krist- jánsson, c) Guðrún, f. 17. 1. 1985. 4) Einar, f. 9. 11. 1947, verslunar- maður, kvæntur Kristínu S. Kvaran, f. 5. 1. 1946, verslunar- manni. Börn þeirra: a) Bertha Guðrún, f. 21. 7. 1964, sambýlismað- ur Jón Þ. Ólafsson, b) Ragna Elíza, f. 29. 1. 1974, sambýlismaður Egill Erlendsson, c) Thelma Kristín, f. 19. 9. 1984. 5) Böðvar, f. 27. 11. 1949, húsgagnasmíðameistari, kvæntur Ástu Árnadóttur, f. 16. 10. 1949, deildarstjóra. Börn þeirra: a) Árni, f. 30. 8. 1970, maki Arndís Lilja Guðmundsdóttir, b) Guðrún, f. 21. 2. 1974, sambýlismaður Örv- ar Sær Gíslason. 6) Hjörleifur, f. 3. 3. 1951, borgarlögmaður, kvæntur Kolbrúnu Maríu Sveinsdóttur, f. 14. 9. 1951, þýðanda. Þau skildu. Barn þeirra: Hjördís Ísabella, f. 8. 7. 1981. 7) Gísli, f. 9. 12. 1952, múr- arameistari, kvæntur Önnu Al- freðsdóttur, f. 26. 3. 1951, aðstoð- arkonu tannlæknis. Börn þeirra: a) Hallgrímur, f. 15. 12. 1969, maki Margrét Jóna Sigurðardóttir, b) Valdís, f. 18. 11. 1975, maki Alfreð Freyr Karlsson. Barnabarnabörn Böðvars og Guðrúnar eru 11. Böðvar ólst upp í foreldrahús- um í Vonarstræti 2 en fluttist 12 ára á Sóleyjargötu 9 þar sem hann Elsku Böðvar. Við viljum þakka þér fyrir allar þær ánægjustundir sem við höfum átt saman. Þú hafðir einstaklega góða nærveru, varst allt- af svo léttur í lund og hélst vel utan um alla fjölskylduna. Þú fylgdist af áhuga með hverju og einu okkar, hvort sem var í námi eða starfi. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum saman til Flórída, en þar leið okkur öllum svo vel. Það var beðið eftir haustferðinni með tilhlökkun á hverju ári og þetta ár var engin und- antekning. Ekki óraði okkur fyrir að örlögin gripu í taumana eins og raun varð. Að leiðarlokum kveðjum við góðan tengdaföður og þökkum þér fyrir samfylgdina. Blessuð sé minning þín. Elsku Lilla okkar, megi góður Guð vera með þér á þessum erfiðu tíma- mótum. Ég veit, að þú ert þar og hér, hjá þjóðum himins, fast hjá mér, ég veit þitt ómar ástarmál og innst í minni veiku sál. (E.H. Kvaran.) Ásta og Helga Pála. Elsku afi, hversu mikið sem við reyndum fyrr á árinu að búa okkur undir það að þú kynnir nú senn að vera á förum héðan kom fréttin af andláti þínu okkur í opna skjöldu. Þú hafðir jú fengið hjartaslag og gengist undir aðgerðir oftar en einu sinni og alltaf hrist það af þér. Engan gat grunað að ferð þín til Flórída myndi enda sem ferðin langa. Við höfum búið í sama húsi og þú frá því að við fæddumst og þú varst því alltaf ná- lægur. Við getum ekki talið upp allar þær góðu og notalegu stundir sem við áttum heima hjá þér og ömmu, þangað var alltaf gott að koma og ætíð sami rósemdarandinn þar. Hversu oft sóttum við ekki í bóka- safnið þitt ef okkur vantaði heimildir í ritgerðir eða einfaldlega gott les- efni. Hvenær sem okkur vantaði bækur sem voru illfáanlegar annars staðar varst þú þegar í stað farinn að fletta upp í skránum þínum og finna til ým- islegt sem okkur óraði ekki fyrir að væri til. Bókasöfnunin var jú þitt líf og yndi sem þú helgaðir allar lausar stundir. Þess vegna fylgdumst við sorgmædd með því hvernig sjóninni hrakaði sífellt meir, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir til að bjarga henni. En þótt þú gætir sjálfur ekki lengur les- ið í þeim bókum sem þú hafðir safnað saman af svo mikilli kostgæfni og al- úð lést þú aldrei deigan síga, gekkst í Blindrafélagið til þess að fá hljóð- bækur og fylgdist grannt með ár- legri bókaútgáfu ef ske kynni að þar væri eitthvað að finna sem vantaði í safnið. Sá styrkur sem þú sýndir á þennan hátt mun ævinlega verða okkur minnisstæður og með því kenndir þú okkur að gefast aldrei upp hversu mikið sem á móti blési. Hvar sem þú ert núna vitum við að þú lést sáttur við lífið og máttir vera stoltur af þínu ævistarfi. Öðrum þjóðum auðnu bar, auðsins djúpi lækur. Íslendingsins arfur var, ekkert nema bækur. Verði þér að andans auð, ótal góðar bækur. Veröld aldrei verður snauð, ef vitsins döggvar lækur. Vertu nú blessaður afi, við hitt- umst fyrir handan. Böðvar og Steinunn. Elsku afi. Við kveðjum þig með söknuði, um leið og við þökkum allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Þú varst einstaklega góður maður og hugsaðir alltaf svo vel um okkur öll. Það var gaman að fylgjast með áhuga þínum á öllu sem var að gerast í kringum þig, hvort sem um var að ræða fréttamál líðandi stund- ar eða það sem hvert og eitt okkar í fjölskyldunni aðhafðist. Minning um elskulegan afa mun lifa í hjörtum okkar um alla ævi. Elsku amma, missir þinn er mikill. Við biðjum góðan Guð að styrkja þig í sorginni. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér. Þótt jarðnesk gæfa glatist öll, ég glaður horfi á lífsins fjöll. (E.H. Kvaran.) Ykkar Árni og Guðrún. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Elsku afi. Við þökkum þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum með þér og geymum minninguna um þig í hjarta okkar um alla ævi. Þú varst góður maður. Guð blessi þig. Vilhjálmur, Gerður, El- ínborg, Leifur og Guðrún. Mér er kunnugt um að mikil eft- irvænting ríkti í huga Guðrúnar og Böðvars þegar þau ásamt nokkrum nánustu ættingjum og vinafólki höfðu skipulagt síðsumarferð sína til Flórída í ár og tilhlökkunarefnið var mikið er lagt var af stað 8. septem- ber. Framundan var fjögurra vikna hvíld og afslöppun í þessu ríki Bandaríkjanna sem er hvað auðug- ast og hlýjast af birtu og yli sólar og hefur upp á að bjóða heilnæmt lofts- lag, fagrar baðstrendur og fallegt umhverfi. Tveir synir þeirra hjóna og eiginkonur þeirra voru með í ferð- inni, þau Vilhjálmur og Helga og Böðvar og Ásta en Ásta er dóttir undirritaðs. Að baki var oft langur vinnudagur eins og gengur og gerist í okkar ágæta landi og framundan því kærkomin slökun og hvíld. Örfá- um kvöldum fyrir brottförina bauð dóttursonur minn, Árni, okkur hjón- um og Guðrúnu og Böðvari í ynd- islegan kvöldverð er Árni og hans góða kona höfðu framreitt og var tækifærið notað til þess að taka myndir af okkur langöfum og lang- ömmum með börn Árna og Arndísar Lilju, Hildi Björk og Katrínu Rut, í fangi. Þetta kvöld kvaddi ég Böðvar og óskaði honum og frú Guðrúnu góðrar ferðar en jafnframt reyndist þetta vera mín hinsta kveðja til Böðvars; sjáumst, þegar við komum aftur heim, svaraði Böðvar og þakk- aði, en hann var þaulvanur lengri sem styttri ferðalögum. Ekki var nema tæp vika liðin af ferðinni er Böðvar kenndi sér las- leika og lagðist inn á sjúkrahús í St. Pétursborg í Flórída og tveimur dögum síðar kvaddi sorgin dyra; nafni minn hringdi til mín árla morg- uns hinn 16. september og tilkynnti mér að Böðvar afi hans hefði látist þá snemma um nóttina. Kynni okkar Böðvars hófust fyrir mörgum árum er við unnum hvor hjá sínu stórfyrirtækinu, er bæði störf- uðu hér á sama sviði, en styrktust er sonur hans, Böðvar, kvæntist Ástu dóttur minni. Síðan hafa samskipti okkar verið náin og afar trygg vin- átta myndast á milli okkar og þeirra hjóna og barna þeirra allra og notum við Sigríður þetta tækifæri til þess að þakka fyrir margar og ánægju- legar samverustundir. Í minningunni var Böðvar ein- stakt prúðmenni, ljúfur og góður í öllum samskiptum við alla þá er hann átti samneyti við og afar vel lið- inn af öllum er hann þekktu. Hann var einstaklega fær starfsmaður og gegndi alla tíð mikilvægum trúnað- arstörfum hjá félagi því, er hann vann lengstum hjá. Hann nýtti tím- ann sinn sérstaklega vel, því auk þess að sinna krefjandi störfum og ala önn fyrir stórri fjölskyldu, fann hann ávallt tómstund til þess að auka og bæta bókasafn sitt, sem vafalaust er orðið bæði afar dýrmætt og vel skipulagt, og á frú Guðrún í þeim efnum eins og öllu öðru sinn drjúga og mikla þátt, en miklir kærleikar voru með þeim hjónum. Á seinni ár- um skrifaði hann ítarlega og ágæta bók um bókasöfn, sem allir bókaunn- endur, höfundar og útgefendur hljóta að hafa mikið gagn af. Að leiðarlokum kveðjum við Sig- ríður góðan vin og sendum Guðrúnu, börnum þeirra sex og öllum öðrum vandamönnum okkar innilegustu samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Böðvars Kvaran. Þín náðin, Drottinn, nóg mér er, því nýja veröld gafstu mér, í þinni birtu’ hún brosir öll, í bláma sé ég lífsins fjöll. (E.H. Kvaran) Árni Kr. Þorsteinsson. Það voru óvænt og dapurleg tíð- indi þegar mér var borin sú fregn að góðvinur minn, Böðvar Kvaran, hefði látist eftir örskamma legu á sjúkrahúsi vestur í Florida þar sem hann var, ásamt hluta af fjölskyld- unni, í sinni árlegu sumarleyfisferð á þær slóðir. Kynni okkar Böðvars voru bundin bókasöfnun og bókfræði fyrst og fremst, en með honum er fallinn frá enn einn hinna gömlu góðu bóka- safnara sem voru upp á sitt besta á síðara helmingi liðinnar aldar og settu m.a. svip á bókauppboðin sem á sinni tíð voru skemmtilegur þáttur í bæjarlífinu, en eru nú aflögð illu heilli, a.m.k. í bili, enda er bókasöfn- un í stíl hinna þekktu einkasafnara nú í nokkurri lægð. Vonandi verður þar breyting á því að seint verður of- metin sú nytsemd sem góðir safn- arar eru íslenskri bókmenningu. Áhugi þeirra, umhirða og alúð hefur orðið mörgu ritinu til bjargar, og op- inber söfn, hversu góð sem þau eru, munu aldrei koma að fullu í stað áhugasamra bókasafnara þegar um er að ræða varðveislu hins bóklega menningararfs. Böðvar Kvaran átti til góðra að telja. Hann var höfðinglegur í fasi og framgöngu, háttvís í samskiptum og ákaflega kappsfullur um það sem hann tók sér fyrir hendur. Hann gegndi fram á eftirlaunaaldur um- fangsmiklu starfi hjá Skeljungi, ann- aðist þar viðfangsefni sem voru alls óskyld aðaláhugamáli hans, bóka- söfnuninni, sem segja má að hafi ver- ið hans annað líf, enda sinnti hann henni af þvílíkri atorku að ætla má að hann hafi löngum verið að sem svarar tvöföldum starfsdegi venju- legs manns. Söfnun Böðvars beindist lengi framan af einkum að blöðum og tímaritum. Til þess að ná árangri á því sviði þurfti víða að leita fanga. Skrár um þetta efni voru af skornum skammti, og veigamikill þáttur í söfnunarstarfinu var því að kanna af eigin raun hvað komið hefði út af hverju og einu. Slíkrar vitneskju afl- aði hann hvar sem við varð komið, svo sem hjá öðrum bókasöfnurum, útgefendum, fornbókasölum og prentsmiðjum, en einnig hjá bóka- söfnum, og það var á vettvangi Há- skólabókasafns sem fundum okkar bar fyrst saman, fyrir um hálfum fjórða áratug. Fljótt varð ljóst að þarna var enginn venjulegur notandi á ferð, og áður en varði hafði ég hrif- ist með og var orðinn þátttakandi í þeirri bókfræðilegu iðju sem var til- efni komu Böðvars í safnið. Nýttum við frítíma okkar síðan til að kemba í gegnum tímaritaeign safnsins, og með stuðningi af upplýsingum sem hann hafði með sér úr eigin safni eða aflaði annars staðar frá varð smám saman til skrá um þau íslensku blöð og tímarit sem út höfðu komið á prenti frá öndverðu. Fjölrituðum við þessa skrá í litlu upplagi árið 1970, en efnislega náði hún til 1966. Þótt þessum áfanga væri náð lét Böðvar ekki deigan síga. Hann vann í frí- stundum við að auka og endurbæta drög að ítarlegri blaðaskrá sem fyrir lá í handriti og orðið hafði til á löngum tíma í Landsbókasafninu við Hverfisgötu. Og þar kom að okkur þótti tímabært að huga að endurút- gáfu á hinni fjölrituðu skrá okkar frá 1970. Við færðum hana efnislega fram til ársins 1973 og bættum við öllum þeim fjölrituðu blöðum og tímaritum sem við fengum vitneskju um. Í nær öllum tilvikum var skrán- ingin byggð á könnun sjálfra ritanna og þess sérstaklega getið ef út af því þurfti að bregða. Gáfum við þessa skrá út á prenti árið 1991 undir heit- inu Íslensk tímarit í 200 ár. Rit þetta hlaut góðar viðtökur, og minnist ég samstarfs okkar Böðvars um þetta verkefni með mikilli ánægju. Eins og gefur að skilja er söfnun blaða og tímarita afar frek á hús- næði, og þar kom að Böðvar seldi þennan hluta safns síns. Fjarri fór þó að hillurnar tæmdust við þetta hjá þeim Böðvari og Guðrúnu konu hans því að hann hafði jafnframt lagt stund á söfnun annarra rita, einkum ferðabóka og rita um íslensk og nor- ræn fræði. Hélt hann þeirri söfnun áfram í nokkrum mæli allt til dán- ardægurs. Er um að ræða forkunn- arfagurt og vandað safn, vel hirt og skráð. Einkum lagði Böðvar kapp á að koma upp góðri skrá um ferða- bækurnar. En þau hjón Guðrún og Böðvar létu ekki einungis við það sitja að skapa heimilinu það yfir- bragð sem vel búnar bækur veita, heldur hafa þau á langri ævi dregið að sér fjöld vandaðra hluta, svo sem húsgögn í gömlum og sígildum stíl og málverk og muni eftir marga okkar bestu listamanna. Allt ber þetta vitni um metnað og smekk húsbændanna, og þannig skópu þau sinni stóru fjöl- skyldu glæsilegt og menningarlegt umhverfi. Um bókfræðilega þekkingu og yf- irsýn var Böðvar sannarlega í fremstu röð sinna samtíðarmanna. Það varð til þess að hann var beðinn að semja greinarflokka um bækur, bókaútgáfu og bókasöfnun fyrir dag- blað hér í borg, og birtust þeir á ár- unum 1982-84, alls 36 greinar. Þessi BÖÐVAR KVARAN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.