Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 2
FRÉTTIR 2 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Evrópuliðið óskar eftir roki og vætu / C2 Skallagrímur tekur sæti Þórs í úr- valsdeildinni / C1 8 SÍÐUR Fylgstu með nýjustu fréttum www.mbl.is 4 SÍÐUR Sérblöð í dag  Gamlar gallaflíkur umbreytast/B1  Svæfði villt dýr í Afríku/B2  Sérsniðið náttfatapartí/B2  Gruflað í gömlum myndum/B4  Stærstu draumarnir eru bestir/B6  Þroskamat fært út í leikskólana/B7  Auðlesið efni/B8 BONUS Stores Inc. í Bandaríkjunum hefur gert samkomulag við Jim Schafer, fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins, og Cory Brick, fyrrverandi starfsmann þess, um lausn á ágreiningsmálum sem uppi hafa verið milli þessara aðila. Bonus Stores er dótturfélag Baugs Group hf. Í tilkynningu frá Baugi til Kauphallar Íslands í gær segir að í samkomu- laginu felist meðal annars að þessir aðilar falli frá öllum málaferlum sín á milli og að ekki verði greint frekar frá einstökum efnisatriðum sam- komulagsins. Haft er eftir Tryggva Jónssyni, forstjóra Baugs og stjórnarformanni Bonus Stores Inc., að hann sé ánægður með að ljúka þessu máli með svo skjótum hætti. „Við teljum hagsmun- um félagsins best borgið með því að komast hjá málaferlum og einbeita okkur í staðinn að frek- ari uppbyggingu í Bandaríkjunum,“ segir Tryggvi. Í tilkynningu frá Baugi Group hf. segir að samkomulagið hafi engin fjárhagsleg útlát í för með sér né áhrif á Baug Group hf. og Bonus Stores Inc. Tryggvi sagðist í samtali við Morg- unblaðið í gær ekki geta tjáð sig frekar um sam- komulagið en fram kemur í tilkynningunni. Bonus Stores Inc. var stofnað á síðasta ári við samruna verslanakeðjanna Bonus Dollar Sto- res og Bilĺs Dollar Stores, en Baugur átti helm- ing í þeirri fyrrnefndu á móti Jim Schafer, en hafði keypt þrotabú þeirrar síðarnefndu árið áður. Jim Schafer og Cory Brick, samstarfsmaður hans hjá Bonus Stores, stofnuðu sjálfir fyrirtækið Retail Stores Services í fyrra. Keypti fyrirtæki þeirra notaðar innréttingar af Wall-Mart verslanakeðj- unni, sem þeir störfuðu báðir hjá áður, og seldu m.a. áfram til verslana Bonus Stores. Í júlí síðastliðnum ákvað stjórn Bonus Stores að víkja Jim Schafer úr starfi sök- um trúnaðarbrota og fyrir að hafa misnotað að- stöðu sína sem framkvæmdastjóri, auk þess sem Cory Brick var sagt upp. Kváðust forsvars- menn Baugs Group og stjórnarmenn Bonus Sto- res ekki hafa vitað af til- vist Retail Stores og töldu óeðlilegt að fram- kvæmdastjórinn hagnað- ist á viðskiptum við eigið fyrirtæki. Schafer sagði hins vegar í samtali við Morgunblaðið að Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Baugs, hefði vitað af fyrir- tækinu. Þeir Schafer og Brick stefndu Bonus Stores í kjölfar brottvikningar sinnar og kröfðust skaðabóta upp á 10 milljónir Bandaríkjadala. Tryggvi Jónsson sagði af því tilefni að stjórn Bonus Stores teldi engan grundvöll fyrir stefn- unni, málið væri í athugun hjá lögfræðingum og líklegt væri að það færi fyrir dómstóla. Í yfirlýsingu frá Tryggva sem birtist degi eft- ir að tilkynnt var um stefnu Schafers er m.a. bent á að Bonus Stores verði ekki fyrir fjár- hagslegum skaða vegna þessa enda tryggt fyrir slíku. Fram kemur í yfirlýsingunni að stjórn Bonus Stores og forsvarsmenn Baugs Group vísi á bug þeim ásökunum Schafers að hafa talið hluthöfum trú um að rekstur fyrirtækisins hefði gengið betur en raun var. Þá er sagt ljóst að „yf- irlýsingum Jim Schafers á undanförnum dögum er ætlað að draga athygli frá misferli hans og slá ryki í augu fólks.“ Mánuði síðar, eða þann 21. ágúst sl., var svo tilkynnt að Bonus Stores hefði höfðað mál á hendur Schafer fyrir brot í starfi. Samkomulagið nú felur í sér að fallið verður frá þeirri málshöfðun líkt og öðrum er málið varða. Bonus Stores gerir samkomulag við fyrrverandi framkvæmdastjóra félagsins Fallið frá öllum málaferlum ÞRJÁR stúlkur voru fluttar á slysadeild Landspítala – há- skólasjúkrahúss í Fossvogi eftir harðan árekstur á Hafnarfjarð- arvegi, á móts við Kópavogs- læk, á sjöunda tímanum í gær- kvöld. Þær voru allar í bíl sem keyrði aftan á kerru vegagerð- armanna, sem þarna voru að störfum. Að sögn lögreglunnar í Kópa- vogi var óttast að stúlkurnar hefðu slasast á baki og hálsi og voru þær fluttar á slysadeild til rannsóknar. Vegagerðin var með framkvæmdir þar sem slysið átti sér stað og hafði þrengt veginn úr tveimur ak- reinum í eina. Bíllinn var á suð- urleið og sá ökumaður hans merkingar vegagerðarinnar of seint, komst ekki yfir á hina ak- reinina og lenti aftan á kerru sem var aftan í pallbíl vega- gerðarmanna. Mikil umferðarteppa myndað- ist á Hafnarfjarðarvegi eftir slysið. Þrjár stúlkur fluttar á slysadeild ÁTTA ára norsk stúlka spilaði lag úr kvikmyndinni Frelsið Willy fyrir háhyrninginn Keikó í þrjá tíma í fyrradag og lék „leik- arinn“ á als oddi á meðan, en móðir stúlkunnar segist vera viss um að Keikó hafi þekkt lagið. Astrid Morken er frá þorpinu Skaun og mikill aðdáandi Keikós, samkvæmt netútgáfu norska dag- blaðsins VG. Þar kemur fram að þegar hún hafi heyrt að Keikó hefði synt frá Íslandi til Noregs og væri nú í Skálavíkurfirði hafi hún viljað sjá háhyrninginn. Haft er eftir Catharinu Morken, móður Astrid, að stúlkan hafi grátið þegar hún hafi séð Keikó í fyrsta sinn, en mæðgurnar hafa heim- sótt dýrið þrisvar og í síðustu heimsókninni spilaði Astrid fyrir háhyrninginn lagið sem var spil- að fyrir hann í fyrrnefndri kvik- mynd. „Hann synti að henni, lyfti höfðinu, nikkaði til hennar og velti sér,“ er haft eftir móður- inni. „Við erum vissar um að Keikó þekkti lagið og hann hegð- aði sér nákvæmlega eins og í kvikmyndinni.“ Astrid þorði ekki að hætta að spila á munnhörpuna, hélt að Keikó myndi þá synda í burtu. „Þetta er besti dagur lífs míns,“ sagði hún, en þetta er eina lagið sem hún kann að spila og lærði það af kvikmyndinni, þótt aldrei hafi hvarflað að henni að hún ætti eftir að leika það fyrir Keikó. Bræddi Keikó með munnhörpunni Ljósmynd/Catharina Morken SLÖKKVILIÐ höfuðborgarsvæðis- ins var kallað út á tíunda tímanum í gærkvöld þar sem kviknað hafði í bíl inni á bílaverkstæði Glóbuss við Lágmúla. Starfsmönnum verkstæð- isins tókst að ná bílnum út og síðan var slökkt í honum. Einn maður var fluttur á slysadeild vegna gruns um reykeitrun. Þá var bíl ekið á krana á svæði Eimskips við Sundahöfn um klukkan tíu í gærkvöldi með þeim afleiðing- um að glussarör gaf sig í krananum og glussi, sem er nokkurs konar olía, lak út á götu. Slökkviliðið var kallað til aðstoðar við að þrífa upp gluss- ann. Eldur kvikn- aði í bíl inni á bíla- verkstæði RANNSÓKNARLÖGREGLU- MAÐUR sem var færður til í starfi, frá embætti ríkislögreglustjóra til lögreglustjórans í Reykjavík, á ekki rétt á sérstöku vaktaálagi sem greitt hafði verið hjá ríkislögreglustjóra. Þetta er niðurstaða Hæstaréttar sem staðfesti með þessu dóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur. Lögreglu- maðurinn var skipaður í starf hjá ríkislögreglustjóra til fimm ára árið 1997 en var færður til lögreglustjór- ans í Reykjavík tveimur árum síðar. Eftir flutninginn fékk hann greidd laun skv. sama launaflokki og áður en missti sérstakt vaktaálag sem hann fékk greitt hjá ríkislögreglu- stjóra. Stefndi hann ríkislögreglu- stjóra og íslenska ríkinu og krafðist þess að fá launamismuninn greidd- an. Hæstiréttur taldi að þrátt fyrir að umræddar greiðslur fælu ekki í sér viðveruskyldu væru ekki næg efni til að hafna þeirri röksemd að lögreglumaðurinn hefði gengist und- ir þá kvöð að vera undir það búinn að verða kallaður út til vinnu utan venjulegs vinnutíma með skömmum fyrirvara. Við flutninginn frá ríkis- lögreglustjóra til lögreglustjórans til Reykjavík hefði lögreglumaðurinn losnað undan þessari kvöð. Því væri ekki sýnt að laun hans hefðu lækkað í skilningi laga um réttindi og skyld- ur starfsmanna ríkisins og það væri ósannað að af hálfu embættis ríkis- lögreglustjóra héldi hann umræddri álagsgreiðslu eftir flutning milli embættanna. Málið dæmdu Markús Sigur- björnsson, Gunnlaugur Claessen og Ingibjörg Benediktsdóttir. Gylfi Thorlacius hrl. flutti málið f.h. lögreglumannsins en Einar Karl Hallvarðsson hrl. var til varnar fyrir ríkið. Átti ekki rétt á vaktaálagi Hæstiréttur staðfestir sýknudóm gegn ríkislögreglustjóra Jim Schafer staðfesti í samtali við Morgunblaðið í gær að samkomulag hefði náðst milli hans og Bonus Stores Inc. Kvaðst Schafer mjög ánægður með samkomulagið en vildi ekki gefa neitt upp um hvað í því fælist. Schafer ánægður
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.