Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 35

Morgunblaðið - 27.09.2002, Page 35
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 35 LANDSSAMTÖK hjartasjúklinga, skammstafað LHS, eru kröftugur fé- lagsskapur fólks sem vill stuðla að framförum í hjartalækningum og standa vörð um réttindi hjartveikra í heilbrigðiskerfinu. Alþjóðahjartadagurinn er nk. sunnudag. Þá er minnt á baráttumál tengd hjartveiki og fólk hvatt til holl- ari lífshátta. Hér heima er staðan í stuttu máli sú að enginn dregur í efa færni sérfræðinga okkar í hjarta- lækningum né vilja heilbrigðisyfir- valda til að stuðla að mjög góðri þjón- ustu við hjartasjúklinga. Ég tel líklegt að við stöndum mjög framar- lega meðal þjóða á þessu sviði og áreiðanlega fremstir þegar litið er til endurhæfingartilboða að hjartaað- gerð lokinni. Landssamtökin hafa safnað mikl- um peningum á þeim tuttugu árum sem þau hafa starfað og gefið ýmis hjartalækningatæki til sjúkrastofn- ana, oft í samvinnu við önnur líknar- félög. Þá höfðu landssamtökin for- göngu um stofnun hinna vinsælu HL-stöðva í Reykjavík og á Akureyri. Samtökin starfa í 11 deildum um land allt og hafa allar deildirnar skilað miklu starfi. Félagsmenn eru nú um 3.500. Síðustu árin höfum við beint kröftum okkar að því að koma á fót endurhæfingaraðstöðu víða um land og hafa þá samtökin og heimamenn lagt í púkk við kaup á nauðsynlegum búnaði. Deildirnar hafa sjálfstæðan fjárhag og rennur hluti félagsgjalda, ágóði vegna merkjasölu o.þ.h. til deildanna. Samtökin hafa átt mjög gott sam- starf við lækna, hjúkrunarfólk og sjúkraþjálfara sem hafa stutt starf okkar með ýmsum hætti. Fræðslu- fundir okkar í Reykjavík og úti um land hafa dregið að áheyrendur í hundraðatali enda þykir flestum for- vitnilegt að fræðast um líkamsstarf- semi og hollustuhætti. Mælingar á níu stöðum á landinu Samtökin hafa frá því í nóvember 2000 staðið fyrir blóðfitu- og blóð- þrýstingsmælingum á níu stöðum á landinu, á tveimur stöðum tvisvar sinnum og hafa alls 1.709 manns látið skoða sig og allmargir farið í frekari rannsóknir og hlotið bót meina sinna. Hjartavernd og LHS hafa verið að auka samstarf sitt. Hefur nú verið ákveðið að gera alþjóðlega hjartadag- inn að sameiginlegum baráttudegi og munu hjartagöngur LHS framvegis verða á þeim degi. Að þessu sinni verður ekkert sér- stakt um að vera í Reykjavík á sunnu- daginn enda er nýlokið 7. þingi LHS. Neistinn, styrktarfélag hjartveikra barna, heldur norrænt þing systur- félaga um þessa helgi og verður opinn fræðslufundur á Hótel Loftleiðum á laugardag kl. 16.00. Þar munu tala læknarnir dr. Gunnlaugur Sigfússon og dr. Bjarni Torfason en fyrirlestrar þeirra verða fluttir á ensku. Vestmannaeyingar ætla að efna til hjartagöngu á sunnudag og mæla blóðfitu og blóðþrýsting hjá þeim er þess óska. Landssamtökin eru líka baráttu- samtök. Við látum frá okkur heyra þegar biðlistar eru orðnir of langir að okkar mati og við höfum reynt að fylgjast vel með lyfjaverði og koma þeim upplýsingum til félagsmanna okkar. Við teljum okkur dugmikinn félagsskap fyrir umbjóðendur okkar og þjóðfélagið. Þessvegna líkar okkur ekki að lesa um það í blöðunum að far- ið sé að rukka allháar greiðslur sér- staklega fyrir hjartaþræðingar. Þessu mótmælum við af fullri hörku því svona skattur er á skjön við það heilbrigðiskerfi sem við viljum hafa, flest okkar. Við vonum að þetta hafi verið frumhlaup. Þá viljum við vera með í ráðum varðandi Lýðheilsustöð og við viljum einnig vera í metum hjá fjárveitinga- valdinu, sem hlýtur að sjá að starf okkar er mikið og kröftugt. Þeir sem vilja vita meira um okkur geta smellt á slóðina www.lhs. is. Hvað eru hjarta- sjúklingar að gera? Eftir Sigurjón Jóhannsson „Á alþjóða- hjartadag- inn er minnt á baráttu- mál tengd hjartveiki og fólk hvatt til hollari lífshátta.“ Höfundur er ritstjóri Velferðar, málgagns LHS. Úthlutunarreglurnar voru einnig einfaldaðar nokkuð og staða ný- nema bætt til muna. Röskva vill fréttabréf Stúdentagarða Röskva lætur þó ekki staðar numið hér. Á fyrsta og eina fundi hagsmunanefndar Stúdentaráðs á þessu starfsári lagði undirritaður fram ályktanir þess efnis að komið yrði á fót reglulegum samráðsvett- vangi Stúdentaráðs og Garðsbúa. Þessi samráðsvettvangur er mikil- vægur því þar geta íbúar á Stúd- entagörðum komið upplýsingum, kvörtunum o.fl. á framfæri við full- trúa sína í Stúdentaráði sem þá geta kippt málunum í lið. Röskva lagði einnig til að mælst yrði til þess við forsvarsmenn Fé- lagsstofnunar stúdenta að mánað- arlegt fréttabréf yrði sent út til þeirra sem búa á Görðunum. Fréttabréfin geta orðið góður vett- vangur fyrir forsvarsmenn Stúd- entagarðanna til að koma upplýs- ingum á framfæri við leigjendur, t.d. útskýringum á fyrirsjáanlegum hækkunum á leigu og breytingum á nettengingum. Með fréttabréfi sem þessu má á einfaldan hátt koma upplýsingaflæði þarna á milli í góð- an farveg. Mikil þjónustuaukning Á fundi Stúdentaráðs í sl. viku voru þessar tillögur ítrekaðar og samþykktar einróma innan ráðsins. Það er von Röskvu að þessum hug- myndum verði hrint í framkvæmd nú strax í haust því ljóst er að hér er um mjög mikla þjónustuaukn- ingu til handa Garðsbúum að ræða. Höfundur er formaður Röskvu. ÞAR sem nú er laus staða seðla- bankastjóra er ástæða til að minna á að það skiptir máli hver gegnir stöðunni. Þess vegna er hér lagt til að þingmenn taki eftirfarandi til- lögu til frumvarps til laga um breytingu á lögum um Seðlabanka Íslands upp á sína arma. 1. gr. Við 23. grein bætist ný mgr.: Bankastjórar Seðlabankans, sbr. 1. mgr., skulu uppfylla skilyrði laga til að mega gegna stöðu prófessors í hagfræði við Háskóla Íslands. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Miklu skiptir fyrir stjórn efna- hags- og peningamála að hæfnis- kröfur séu skýrar þegar valinn er bankastjóri fyrir Seðlabanka Ís- lands. Mörg dæmi eru um skýrar og strangar hæfniskröfur fyrir embættismenn ríkisins. Nægir þar að nefna umboðsmann Alþingis, en um hæfi hans segir í viðkomandi lögum: „Alþingi kýs umboðsmann Alþingis til fjögurra ára. Hann skal uppfylla skilyrði laga til að mega gegna embætti hæstaréttardóm- ara.“ Að hagfræðingur gegni stöðu seðlabankastjóra ætti að vera jafn- sjálfsagt og að yfirlæknir sé lækn- ismenntaður eða dómari hafi próf í lögum. Ofangreind tillaga að frumvarpi til laga var send nokkrum þing- mönnum Samfylkingarinnar fyrir tæpum þremur árum, án við- bragða. Það skyldi ekki hafa verið vegna þess að þingmennirnir eygja von um að geta einhvern tíma komið einhverjum af sínum mönnum fyrir í stóli seðlabankastjóra? Um hæfi bankastjóra Eftir Kjartan Valgarðsson „Miklu skiptir fyrir stjórn efna- hags- og peninga- mála að hæfniskröfur séu skýrar.“ Höfundur er BA í íslensku. alltaf á föstudögum Kauptu eina flík, hún endist á við þrjár Hagkaup Í Myndasafni Morgunblaðsins á er hægt að kaupa myndir til einka- eða birtinganota. Það er einfalt að kaupa myndir úr safninu og panta útprentun á KODAK ljósmyndapappír frá Hefur birst mynd af þér og þínum í Morgunblaðinu? myndasafn•morgunblaðsins myndasafn•morgunblaðsins 30% afsláttur til 20. október! Í tilefni opnunarinnar er 30% afsláttur af verði mynda til einkanota ef keypt er í gegnum Netið. Mynd í tölvutæku formi á aðeins 860 kr. og útprentuð mynd í stærðinni 15x21 sm á aðeins 1.090 kr. með afslætti. Öflug vörn í vetur freyðivítamín Með gæðaöryggi 29 tegundir af vítamínum, steinefnum og Rautt Panax Ginseng. Omega 3 6 9 Jurtalýsi Talið gott fyrir hjarta- og æðakerfið. Smyr liðina. Opti L Zinc Öflugt gæðasink Sólhattur Gott fyrir ónæmiskerfið? Acidophilus Fyrir meltinguna og maga Megrun vatnslosun, brennsla Lið-a-mót Tvöfalt sterkara Borgarnesapótek FRÍHÖFNIN Apótek Suðurnesja (Keflavík)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.