Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 14
AKUREYRI 14 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Brimborg Reykjav ík Br imborg Akureyr i br imborg. is Það er margt sem kemur á óvart Fáðu meira en áður - fyrir minna en áður. Komdu. Kauptu nýjan Ford Fiesta. er dæmi um meiri bíl. Aksturseiginleikar Fiesta Ford sendir frá sér tákn um nýjan staðal - nú í hönnun smábíla: Stærri og betur búinn Ford Fiesta! Glæsilegur Fiesta skartar því allra besta frá verðlaunabílunum Focus og Mondeo. Keyrðu hann... SIGRÚN Guðnadóttir er 6 barna móðir, fædd og uppalin á Raufar- höfn þar sem hún býr enn. Hún hef- ur verið 75% öryrki í rúman áratug, en hún er með hryggikt og vefja- gigt. Hún hafði gengið milli lækna í leit að orsökum þeirra verkja sem hún fann fyrir án árangurs, en var svo greind með fyrrnefnda sjúk- dóma á Kristnesi þar sem hún hefur tvívegis áður dvalið um lengri tíma, ’95 og ’99. „Þetta er í þriðja sinn sem ég er hér og mér finnst þessi verkjaskóli mikil framför. Við hlustum á fyr- irlestra og verðum meðvitaðri um líkamann, uppbyggingu hans og hvernig hann vinnur. Svo er farið í gönguferðir, leikfimi, æfingar og svo er sundleikfimi einu sinn á dag. Það er mikill munur að fá sund- laugina, en hún var ekki tilbúin þegar ég var hér áður. Það er gott og notalegt að komast í vatnið,“ sagði Sigrún. Hún sagði einnig gott að tilheyra ákveðnum hóp, fólk fyndi sam- kennd og vinátta myndaðist. „Það er gott að geta borið sig saman við aðra, vera ekki alltaf einn að basla,“ sagði Sigrún. „Það er mjög gott að vera hérna, þetta er eins og stórt heimili, fólk er hjálpsamt og reiðubúið að gera allt fyrir okkur. Maður skiptir máli og það hjálpar mjög til að efla jákvæða andann.“ Gott að vera með öðrum í hóp Morgunblaðið/Kristján Sigrún Guðnadóttir frá Raufarhöfn, sem hér gerir fótaæfingar á Krist- nesi, segir að verkjaskólinn sé jákvætt framfaraspor. Tónlistarvettvangurinn Ferðalög mun hefja starfsemi á Norður- landi nú um helgina þegar þau Anna Sigríður Helgadóttir mezzósópran, Daníel Þorsteins- son píanóleikari og Sigurður Halldórsson sellóleikari flytja verk eftir bæheimsku tónskáldin Bohuslav Martinu og Antonin Dvorák í Laugaborg á laugardag, 28. september, kl. 17 og í Dalvík- urkirkju á sunnudag, 29. septem- ber, kl. 17.00. Eftir Dvorák verða flutt Sí- gaunaljóðin op 55. Þá verða leik- in Tilbrigði við stef frá Slóvakíu, Tilbrigði við stef eftir Rossini og Sónata nr. 3 fyrir selló og píanó eftir Bohuslav Martinu. Ferðalög er röð tónleika þar sem efnisskráin er byggð á land- fræðilegum forsendum. Afmarkað svæði er tekið fyrir og sérkenni þess dregin fram í dagsljósið. Þar eru kammertónlist og ljóða- söngur síðustu 100 ára í öndvegi. Nemendum tónlistarskólanna á Eyjafjarðarsvæðinu býðst ókeypis aðgangur að hvorum tveggja tón- leikunum. Sigurður Halldórsson, Daníel Þorsteinsson og Anna Sigríður Helga- dóttir koma fram á tónleikum í Laugaborg og Dalvík um helgina. Ferðalög í Lauga- borg og Dalvík VERKJASKÓLI sem hóf starfsemi á endurhæfingardeild Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri á Kristnesi fyrir skömmu hefur að markmiði að kenna fólki að bjarga sér sjálft og að lifa með þeim verkjum sem hrjá það. Verkjaskóli hefur ekki verið starf- ræktur á Kristnesi áður, en gefið góð raun á Reykjalundi. Ingvar Þóroddsson deildarlæknir á endurhæfingardeildinni á Krist- nesi sagði að verkjaskólinn væri ætl- aður fólki með langvinna verki, en þeir væru skilgreindir sem verkir sem truflað hefðu fólk í daglegu starfi í tvo mánuði hið minnsta. Áður er búið að ganga úr skugga um að al- varlegar orsakir liggi ekki að baki verkjunum, s.s. krabbamein. Í hverjum hópi eru 6–7 manns og tekur meðferð hvers hóps 7 vikur, þannig að fram að ára- mótum verða tveir hóp- ar í skólanum. Endur- hæfingardeildin er 10 ára gömul og sagði Ingvar að allan þann tíma hefði fólk komið á deildina vegna margvís- legra verkja. „En með því að setja upp þennan verkjaskóla komum við hlutunum í fastara form, við bjóðum upp á heilsteypta dagskrá með þátttöku fagfólks, sjúkraþjálfara, iðju- þjálfara, lækna, hjúkr- unarfólks og félagsráð- gjafa svo eitthvað sé nefnt,“ sagði Ingvar. Fólkið dvelur á Kristnesi meðan það sækir verkjaskólann og á þeim tíma fær það viðtöl við fagfólkið, tek- ur þátt í endurhæfingaræfingum og stundar almenna líkamsþjálfun bæði úti og inni, vatnsleikfimi er í boði alla daga. Auk þess eru fluttir fyrirlestr- ar um margvísleg málefni og þá lær- ir fólkið streitustjórnun. Lykilatriði að losa fólk við verkjalyfin „Lykilatriðið hvað varðar það að vinna með verki er að losa fólk við verkjalyfin,“ sagði Ingvar. Hann sagði lyfin virka á miðtaugakerfið og í kjölfar mikillar neyslu þeirra fyndi fólk fyrir sljóleika og væri slappt. Því fylgdi svo svefnleysi og margir lentu í vítahring sem erfitt væri að komast út úr. Ingvar nefndi að til væru tvær gerðir verkja, skyndilegur skamm- vinnur sárauki, sem kalla mætti venjulegan verk og svo hinir lang- vinnu sem fólk lifði oft með árum saman. Í þeim tilfellum væri það ekki verkurinn sjálfur sem væri að- alvandamálið heldur afleiðingar hans; aukin neysla verkjalyfja, meiri sljóleiki og aukið svefnleysi. Ingvar nefndi að neysla verkjalyfja hefði einkum tvo galla. Við aukna neyslu lyfjanna ykist þolið og fólk þyrfti sífellt meira magn til að ná fram sömu áhrifum og þeim fylgdu aukaverkanir. „Skólinn gengur út á að reyna að kenna fólki að lifa með verkjunum, að benda á ýmis úr- ræði sem fyrir hendi eru til að draga úr þeim og fá fólk til að bjarga sér sjálft án þess að nota verkja- lyf,“ sagði Ingvar. „Við komum fólkinu af stað, gefum því hugmyndir um hvernig það sjálft getur bætt líf sitt og með því getur það komist út úr sín- um vítahring. Ef okkur tekst að út- skrifa fólk héðan þannig að það treysti sér til að halda áfram sjálft án þess að taka verkjalyf er það stór áfangi.“ Árangur næst með því að auka verkjaþolið Ingvar sagði til að ná árangri væri unnið að því að auka verkjaþol fólks, en það væri m.a. gert með því að koma vöðvum í betra ástand. „Ef ástand vöðva er gott þá eykst verkja- þolið. Vöðvarnir framleiða sjálfir en- dorfín, en það slær á verki. Taki fólk hins vegar inn verkjalyf draga vöðvarnir úr eigin framleiðslu efnisins og sagði Ingvar það eina af ástæðum þess að nauðsynlegt væri að fá fólk til að minnka lyfjaneyslu. Þá væri reynt að draga úr bólgum í vöðvum og vöðvafestingum og loks nauðsynlegt að fólk gerði hlutina rétt, rangar vinnustellingar gætu aukið verki. „Þá er líka mikilvægt að kenna fólki að slaka á,“ sagði Ingvar. Tæplega 100 manns eru á biðlista eftir meðferð á endurhæfingardeild- inni og sagði Ingvar að í þeim hópi væru um 70 manns sem hefðu gagn af því að sækja verkjaskólann. Gert er ráð fyrir að 6 hópar komist að á ári, eða um 50 manns. Morgunblaðið/Kristján Hólmfríður Jónsdóttir gerir æfingar í bekkpressu á Kristnesi. Lykilatriðið að losa fólk við verkjalyfin Ingvar Þóroddsson Vonir bundnar við verkjaskóla á Kristnesi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.