Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 15
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 15 Flís Almonia. 2.495 kr./m2 Rykmottur 60x90. 1.390 kr. Amadeus. 2.990 kr./m2 Lamella parket Eik Country Verð 2.890 kr./m2 Beyki Standard Verð 2.990 kr./m2 Merbau Classic Verð 3.995 kr./m2 Mottur 25 til 50% afsláttur, mikið úrval, margar stærðir. Alloc Smelluparket. Verð frá 1.390 kr./m2 ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S H U S 18 88 1 0 9/ 20 02 Gólfefnadagar 25-40% afsláttur Heimilisdúkar Verð frá 1.150 kr./m2 Barnamottur 30% afsláttur www.islandia.is/~heilsuhorn Í dagsins önn Náttúrulegt B-vítamín ásamt magnesíum og C-vítamíni í jurtabelgjum PÓSTSENDUM Glerártorgi, Akureyri, sími 462 1889 Fæst m.a. í Lífsins lind í Hagkaupum, Árnesapóteki, Selfossi og Yggdrasil, Kárastíg 1. SJALLINN á Akureyri var opnaður nú nýverið aftur eftir gagngerar breytingar á húsnæði og búnaði staðarins. Skipt var um gólfefni og húsgögn, dansgólf stækkað, opnað á milli hæða og fleira sem hefur fært staðnum nýtt og glæsilegt útlit. Megintilgangur með breytingunum er sá að bjóða upp á nýja möguleika með aukið notagildi og fjölbreytni í skemmtanageiranum á Akureyri. Staðurinn getur nú tekið á móti allt að 1.000 manns, þar af er borðpláss fyrir um 400 manns í mat. Sjallinn skemmtistaður og Lostæti, veislu- og veitingaþjónusta á Akureyri, hafa gert með sér samning þess efnis að Lostæti mun sjá um rekstur eldhúss og alla matseld fyrir allar veislur og tilefni Sjallans. Sjallinn skemmtistaður endurvek- ur gömlu stemninguna með þeirri nýbreytni á Akureyri að vera með skemmtikvöld af ýmsum toga. Það fyrsta sem boðið verður upp á er tón- listarveislan „RIGGAROBB.“ Það er skemmtidagskrá byggð á lögum við texta Jónasar Árnasonar í flutn- ingi Papanna og gestir þeirra eru Andrea Gylfa, Bergsveinn Arilíus- son, Einar Ágúst o.fl. Kynnir er Sveinn Wage og fer með létt gam- anmál. Fyrsta sýningin verður 12. október nk. og í boði er glæsilegur þriggja rétta matseðill sem kokkarn- ir hjá Lostæti sjá um að töfra fram. Herlegheitin enda svo með dúndr- andi dansleik þar sem Paparnir halda uppi fjörinu, segir í fréttatil- kynningu frá veitingastaðnum. Sjallinn skemmtistaður mun bjóða upp á nokkar uppfærslur af skemmt- unum í vetur og vonast forsvars- menn staðarins til þess að Akureyr- ingar og aðrir gestir nýti sér þessa skemmtilegu viðbót við afþreyingu á Akureyri. Þeir benda á að það sé kjörið fyrir fyrirtæki og félagasam- tök að halda árshátið í Sjallanum, al- vöru skemmtistað þar sem boðið er upp á allan pakkann: Skemmtun, veislumat og dansleik í huggulegu umhverfi. Framkvæmdastjóri skemmtana- halds er Elís Árnason. Fram- kvæmdastjóri og yfirþjónn Sjallans er Þórhallur Arnórsson. Framkvæmdstjóri Lostætis er Valmundur Árnason og yfirmat- reiðslumaður Konráð Vestmann Þorsteinsson. Sjallinn á Akureyri opnaður eftir gagngerar breytingar Hægt að taka á móti allt að 1.000 manns BAUTINN á Akureyri mun næstu vikur bjóða upp á sjávarréttahlað- borð á föstudags- og laugardags- kvöldum og bera þau yfirskriftina Sjávarævintýri. Fjölbreyttir réttir úr sjávarfangi verða þar í boði og munu veitingamenn kappkosta að bjóða upp á furðufiska eftir því sem í þá næst í bland við hefðbundnari rétti. Sjávarréttahlaðborðið verður í boði þrjár næstu helgar, það fyrsta í kvöld, föstudagskvöldið 27. september. Því næst taka við villibráðarhlað- borð næstu helgar þar á eftir og loks munu Bautamenn bjóða upp á hið árlega jólahlaðborð á veit- ingastaðnum. Sjávar- ævintýri á Bautanum FYRSTU tónleikar vetrarins á veg- um Tónlistarfélags Akureyrar verða á sunnudag, 29. september í Laugar- borg í Eyjafjarðarsveit og hefjast þeir kl. 16. Richard Simm leikur á pí- anó, en hann ætti að vera heima- mönnum kunnur því hann bjó og starfaði á Akureyri um skeið. Richard hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir leik sinn og einnig píanóútsetningar sínar á þjóðlögum en hann mun leika tvær slíkar á tónleikunum á sunnudaginn. Auk þess mun Richard leika verk eft- ir Scarlatti, Ravel, Debussy, Liszt og Grieg. Með þessum tónleikum hefst 59. starfsár Tónlistarfélagsins á Akur- eyri. Stjórn Tónlistarfélagsins vill minna á aðalfund sem haldinn verður í sal Tónlistarskólans á Akureyri mið- vikudaginn 2. október kl. 20.30. Auk hefðbundinnar dagskrár aðalfundar verður kynnt tillaga að breyttu starfs- og rekstrarfyrirkomulagi Tón- listarfélagsins sem umræðugrundvöll fyrir umræður um framtíð félagsins sem nú stendur á vissum krossgötum. Boðið verður upp á tónlistaratriði. Allir áhugamenn um tónlistarlíf í Eyjafirði eru hvattir sérstaklega til að mæta á þennan fund. Píanótónleikar í Laugarborg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.