Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 44
MINNINGAR 44 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Bridsfélag Hreyfils Hafinn er upphitunartvímenning- ur fyrir átök vetrarins. Átján pör mættu og urðu eftirtalin pör í efstu sætum: Kári Sigurjónss. - Guðm. Magnúss.265 Birgir Kjartanss. - Árni Kristjánss.258 Skafti Björnss. - Jón Sigtryggss.243 Hjálmar Pálsson - Árni M. Björnss.234 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridgefélag Reykjavíkur Hausttvímenningur BR Þriðjudaginn 17. september hófst 3ja kvölda hausttvímenningur BR. Spilaður er Monrad Barómeter, 6 umferðir hvert kvöld, með 5 spilum á milli para. Sigurbjörn Haraldss. og Bjarni Einarss. tóku forystu fyrsta kvöldið með +181 sem jafngildir 66,8% skori. Hæstu pör fyrsta kvöldið voru: Sigurbjörn Haraldss. – Bjarni Einarss. +181 Ómar Olgeirss. – Ísak Örn Sigurðss. +107 Helgi Sigurðss. – Sig. B. Þorsteinss. +101 Jón Baldurss. – Þorlákur Jónss. +90 Sverrir G. Kristinss. – Daníel M. Sigss. +78 Sigfús Þórðars. – Guðni Ingvarss. +68 Esther Jakobsd. – Anna Þóra Jónsd. +55 Jón Hjaltas. og Hermann Frið- rikss. gerðu síðan enn betur og skor- uðu +183 næsta kvöld. Efstu pör þá voru: Jón Hjaltas. – Hermann Friðrikss. +183 Oddur Hjaltas. – Hrólfur Hjaltas. +113 Unnur Sveinsd. – Eyþór Haukss. +103 Gylfi Baldurss. – Steinberg Ríkarðss. + 75 Helgi Bogas. – Guðjón Sigurjónss. + 72 Aron Þorfinnss. – Hermann Láruss. + 62 Helgi Sigurðss. – Helgi Jónss. + 59 Staða efstu para eftir 2 kvöld af 3 er: Sigurbjörn Haraldss. – Bjarni Einarss.+203 Helgi Sigurðss. – Helgi Jónss. +160 Jón Hjaltas. – Hermann Friðrikss. +144 Ómar Olgeirss. – Ísak Örn Sigurðss. +133 Oddur Hjaltas. – Hrólfur Hjaltas. +128 Aðalsteinn Sveinss. – Sverrir Þóriss. + 89 Jón Baldurss. – Þorlákur Jónss. + 87 Guðmundur Páll Arnars. og Ás- mundur Pálss. fengu 165 stig af 180 mögulegum og fengu þeir rauðvíns- verðlaun fyrir. Guðmundur Bald- urss. og Jóhann Stefánss. áunnu sér sömu verðlaun með því að fá 156 stig í einni setu 2. kvöldið. Síðasta kvöld í Hausttvímenn- ingnum verður spilað þriðjudaginn 1. október, síðan tekur við Board A Match sveitakeppni sem stendur yfir í 3 kvöld. BR spilar á þriðjudagskvöldum í húsnæði Bridgesambandsins í Síðu- múla 37. Spilamennska byrjar kl. 19.0. Tekið er við skráningu í mót BR á póstfangið keppnisstjori- @bridge.is Föstudagskvöld BR 20. september var fyrsta föstu- dagskvöld hjá BR. 24 pör spiluðu Monrad Barómeter. Spilaðar voru 7 umferðir með 4 spilum á milli para. Efstu pör voru: Haukur Ingas. – Kristján Blöndal +76 Ragnh. Nielsen – Hjördís Sigurjónsd. +57 Alda Guðnad. – Kristján Snorras. +50 Harpa Fold Ingólfsd. – María Haraldsd.+45 Anna G. Nielsen – Guðlaugur Nielsen +30 Að tvímenningnum loknum tóku 7 sveitir þátt í Miðnætursveitakeppni. Sveit Ragnheiðar Nielsen fékk gott start og stóð að lokum uppi sem sigurvegari með 68 stig af 75 mögu- legum. Með Ragnheiði spiluðu: Hjördís Sigurjónsd., Kristján Blön- dal og Haukur Ingas. BR býður upp á eins völds tví- menninga öll föstudagskvöld í hús- næði BSÍ í Síðumúla 37. Spilaðir eru Monrad Barómeter og Mitchell tví- menningar til skiptis. Pörin geta tek- ið þátt í verðlaunapotti samhliða tví- menningnum auk þess sem boðið er upp á Miðnætursveitakeppni að tví- menningnum loknum. Björgvin Már Kristinss. og Sigurbjörn Haraldss. eru keppnisstjórar og taka þeir bros- andi við skráningu hjá reyndum jafnt sem óreyndum spilurum. Þeir sérhæfa sig í paramyndun fyrir þá sem mæta stakir, oftar en ekki með góðum árangri. Spilamennska byrjar kl. 19 og lýk- ur tvímenningnum yfirleitt rétt fyrir 23. Félag eldri borgara í Hafnarfirði Eldri borgarar í Hafnarfirði spila brids, tvímenning, í Hraunseli, Flatahrauni 3, tvisvar í viku á þriðju- dögum og föstudögum. Það vantar fleira fólk í brids. Mæting kl. 13.30. Spilað var 17. sept., þá urðu úrslit þessi: Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannss. 99 Þorvaldur S. Guðm. – Árni Bjarnas. 91 Sveinn Jenss. – Jóna Kristinsdóttir 89 Þórarinn Árnas. – Sigtryggur Ellertss. 89 20. sept. Sævar Magnúss. – Hermann Valsteinss. 80 Sigurlína Ágústsd. – Guðm. Guðmundss. 78 Jón Ó. Bjarnas. – Jón R. Guðmundss. 62 Ágúst Sölvas. – Guðmundur Ólafsson 62 Jón Gunnarss. – Sigurður Jóhannss. 62 Bridsfélag Hafnarfjarðar Mánudaginn 23. sept. var spilaður eins kvölds tvímenningur hjá Brids- félagi Hafnarfjarðar. Mjög góð mæt- ing var en mætt voru 18. pör. Miðlungur var 216 Lokastaða í N-S: Hulda Hjálmarsd. – Halldór Þórólfss. 253 María Haraldsdóttir – Sævin Bjarnas. 246 Hrund Einarsd. – Dröfn Guðmundsd. 238 Soffía Daníelsd. – Óli Björn Gunnarss. 232 Lokastaða í A-V: Sigurður Sigurjónsson – Páll Hjaltason 262 Andrés Þórarinss. – Jón Páll Sigurjónss. 251 Friðþjófur Einarss. – Guðbr. Sigurb. 230 Kristinn M. Stefánss. – Friðrik Steingr. 221 Næsta mánudagskvöld, 30. sept- ember, hefst þriggja kvölda Mitch- ell-tvímenningur. Spilað er á nýjum spilastað á mánudögum kl. 19.30 í Flatahrauni 3, allir spilarar vel- komnir. ✝ Guðrún Hólm-fríður Sigurðar- dóttir fæddist á bæn- um Ósi í Skagahreppi í A-Hún. 20. júní 1915. Hún lést á Dvalarheimili aldr- aðra á Sauðárkróki 18. september síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Sigurð- ur Jónsson og Sigur- björg Jónsdóttir, bændur á Ósi. Guð- rún fluttist með for- eldrum sínum frá Ósi að Mánaskál í Vind- hælishreppi árið 1918. Á Mána- skál dvaldi Guðrún til fullorðins- ára, fyrst sem barn og unglingur en síðan var hún ráðskona föður síns um langt skeið, en móður sína missti Guðrún árið 1922 er hún var að- eins sjö ára að aldri. Guðrún giftist 8. ágúst 1949 Guð- mundi M. Einars- syni, bónda á Neðri- mýrum í Engihlíðar- hreppi. Þau eignuð- ust þrjú börn. Þau eru: Einar Gunnar, f. 8. okt. 1952, bóndi á Neðrimýrum, Sigur- björg Sigríður, f. 17. nóv. 1953, sjúkraliði í Mosfellsbæ, og Guðrún Björg, f. 17. mars 1958, sjúkraliði, búsett á Sauðárkróki. Útför Guðrúnar verður gerð frá Höskuldsstaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku amma, nú ert þú farin í ferð- ina löngu, laus úr viðjum þjáning- anna. Við systurnar erum ríkari af að hafa fengið að kynnast þér, en þú tókst okkur opnum örmum þegar við mamma fluttum til Einars sonar þíns. Það var tilhlökkunarefni að skreppa á Krók í heimsókn til þín, það brást ekki að þá var handavinnu- sýning hjá þér en þú sast aldrei auð- um höndum, prjónaðir þessa fínu dúka, málaðir, saumaðir út eða prjónaðir sokka og vettlinga á litla og stóra og allt var svo vel gert, enda varst þú mikilhæf saumakona og eru þær margar konurnar sem klæðast íslenska þjóðbúningnum sem þú saumaðir. Svo var nammiskúffan opnuð, alltaf var nóg til í henni. En nú er langri ævi lokið. Það er trúa okkar að þú eigir góða heim- komu hjá Guði, eins trúuð og grand- vör og þú varst og vildir öllum gott gera. Hjartans þakkir fyrir allt. Hvíl í friði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Jófríður og Steinunn. GUÐRÚN HÓLMFRÍÐUR SIGURÐARDÓTTIR FRÉTTIR Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Myndbands- verk í Borg- arleikhúsinu HAUSTHÁTÍÐ Borgarleikhússins lýkur í kvöld með kynningu og fyr- irlestri um myndbandadans á litla sviði leikhússins og hefst dansinn kl. 20. Dansinn varð til úr tengingu sviðsdans og myndbands og fer dansinn fram í hvers kyns rými innanhúss og utan þar sem upp- tökuvélin nær að fanga hann. Við þetta bætast tæknilegir mögu- leikar myndbandaframleiðslunn- ar. Hingað til lands kemur sérfræð- ingur á þessu sviði, dr. Rita Kramp, frá menningarstofnuninni Stiftung Kultur í Köln, og mun hún kynna þetta nýja listform með hjálp kvik- mynda. Hún kemur hingað fyrir til- stuðlan Goethe Zentum á Íslandi. Hún mun halda erindi sitt á ensku. Skógarganga við Ægisíðu LAUGARDAGINN 28. september verður farið í „skógargöngu“ við Ægisíðu í Vesturbæ Reykjavíkur. Þetta er fjórða haustgangan í sam- vinnu skógræktarfélaganna og Garðyrkjufélags Íslands. Skógræktarfélag Reykjavíkur hefur umsjón með þessari göngu. Búnaðarbanki Íslands styrkir framtakið. Mæting er kl. 10 við inngang Sundlaugar Vesturbæjar við Hofsvallagötu. Gengið verður um Ægisíðuna. Þar eru mörg fal- leg hús, byggð um og fyrir miðja síðustu öld, með fallegum gróð- ursælum görðum. Í göngunni verður lögð megin- áhersla á að skoða trjágróðurinn. Vöxtulegustu trén verða hæðar- mæld með þátttöku göngufólks. Leiðsögumenn eru Samson Harð- arson landslagsarkitekt og Einar Gunnarsson skógfræðingur. Gangan tekur um tvo tíma, og er við allra hæfi, allir eru velkomnir. Gengið um Snókagjá og Stekkjargjá LAUGARDAGINN 28. september verður gengið um Snókagjá og Stekkjargjá á Þingvöllum, í göngu sem ber yfirskriftina Um dauða- djúpar gjár. Leiðin liggur um Snóku eða Snókagjá, eina dýpstu og gróðursælustu gjá á Þingvöllum. Í göngunni verður hugað að jarð- fræði, gróðri og sögu. Leiðsögu- maður er Sveinn Klausen landvörð- ur. Athugið að nauðsynlegt er að vera vel skóaður og tilbúinn að tak- ast á við smáklungur, þar sem mik- ið er um hrun og hraunhöft í gjánni, eftir jarðskjálfta fyrri alda. Gangan tekur um þrjár klst. og hefst við þjónustumiðstöðina kl. 13. Létt ganga frá Mjódd LÉTT ganga á vegum Sjálfboðaliða- samtaka um náttúruvernd verður farin laugardaginn 28. september kl. 11 frá strætisvagnaskýlinu í Mjódd. Þetta er létt innanbæjarrölt í tvo til þrjá tíma og er við flestra hæfi, segir í fréttatilkynningu. Minnt er á aðal- fund samtakanna sem haldinn verð- ur sunnudaginn 20. okt. kl. 14.30 í Lækjarbrekku. Mótmælafundur vegna Kárahnjúka NÚ stendur yfir fimmta vika mót- mæla á Austurvelli gegn náttúru- spjöllum. Mótmælin hefjast stund- víslega klukkan tólf. Næsta laugardag verður HÚS opnað, þ.e. efri hæðin á Vegamótum við Vegamótastíg, þar verður opið frá 2–6 alla næstu laugardaga fyrir þá sem vilja mótmæla en komast ekki vegna vinnu sinnar niður á Austurvöll. Á laugardag mun m.a. Illugi Jökulsson tala og hljómsveitin Súkkat skemmta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.