Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 16
SUÐURNES 16 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MEISTARINN.IS BÖRN og starfsfólk á leikskólanum Garðaseli í Keflavík er að koma sér fyrir í stækkuðu og endurbættu húsnæði leikskólans við Hólmgarð. Þau hafa verið á hálfgerðum ver- gangi í allt sumar, á meðan á fram- kvæmdum hefur staðið. Leikskólinn hefur starfað í tveimur aðskildum húsum. Bæjar- stjórn Reykjanesbæjar ákvað að stækka húsnæðið, með byggingu sem tengir húsin saman. Stækkar leikskólinn við það um tæpa 170 fermetra og er nú nærri 750 fer- metrar að stærð. Jafnframt var eldra húsnæðið mikið endurnýjað og skipt um innréttingar. Í leikskólanum eru áfram fjórar leikskóladeildir en nú eru þrjár heils dags og ein hálfs dags. Börn- unum fjölgar úr 123 í 140. Ingibjörg Guðjónsdóttir leik- skólastjóri og Inga Sif Gísladóttir aðstoðarleikskólastjóri eru ánægð- ar með nýja húsnæðið. Þær segja að mesta breytingin felist í nýjum inngangi í skólann og bættri starfs- mannaaðstöðu. „Við höldum okkar striki, starfsemin verður sú sama,“ segir Ingibjörg. Í Garðaseli er lögð áhersla á hreyfingu og útiveru ásamt skapandi starfi. Framkvæmdir við stækkun leik- skólans hófust í júní og hefur orðið mikið rask á starfseminni á þessum tíma. Þannig var skólinn starf- ræktur í húsnæði leikskólanna Heiðasels og Tjarnarsels í sum- arfríi þeirra. „Þetta hefur vissu- lega verið erfitt tímabil en okkur og börnunum hefur þó fundist það skemmtilegt. Og allir hafa verið já- kvæðir,“ segir leikskólastjórinn. Ingibjörg segir að verkið hafi gengið vel og tekur fram að starfs- fólk skólans hafi átt einstaklega gott samstarf við verktakann, Hjalta Guðmundsson ehf. Verktakinn hefur lokið verkum sínum innanhúss en eftir er að lag- færa húsið að utan og mála. Starf- semin er því smátt og smátt að komast í fastar skorður eftir pappakassabúskap í marga mán- uði. Ingibjörg og Inga Sif segja að það sé vissulega mikill léttir. Börn- in sem bætast við eru byrjuð að koma í aðlögun og fjölgunin verð- ur um garð gengin í lok næsta mánaðar. Fyrirhugað er að fagna tíma- mótunum í starfsemi leikskólans með veislu fyrir börnin í næstu viku. Framkvæmdum við stækkun og gagngera endurnýjun húsnæðis leikskólans Garðasels að ljúka Hefur verið erf- itt en skemmti- legt tímabil Það er gott að geta fengið aðstoð hjá sjálfum leikskólastjóranum, Ingi- björgu Guðjónsdóttur, við vandasamt verk og árangurinn er eftir því. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Börnin á Garðaseli setja saman púsluspil í mestu rólegheitum í nýja húsnæðinu. Einhver er þó feiminn. Keflavík FIMMTA umferð Íslandsmeistara- mótsins í rallakstri fer fram á Suð- urnesjum. Keppnin hefst klukkan 3.40 í nótt og verður stór hluti sér- leiða ekinn í myrkri. Keppninni lýk- ur fyrir hádegi á morgun. Eknar verða sérleiðir um Kleif- arvatn, Djúpavatn og Reykjanesleið og eru átján áhafnir skráðar til leiks. Feðgarnir Baldur Jónsson og Jón Ragnarsson á Subaru Legacy standa vel að vígi eftir að hafa sigr- að Rally Reykjavík en helstu keppi- nautar þeirra féllu þá úr keppni. Sigurður Bragi Guðmundsson og Ísak Guðjónsson á Rover Metro voru enn að bíða eftir varahlutum að utan þegar síðast fréttist og var talið ólíklegt að þeir yrðu með að þessu sinni. Ekið í myrkri Reykjanes VARNARLIÐIÐ hefur samið við Ís- lenska aðalverktaka hf. um að hafa umsjón með viðhaldi fjölskylduhús- næðis varnarliðsins. Verkið var boðið út en Keflavíkurverktakar hf. hafa haft það með höndum undanfarin ár og haft 34 menn í vinnu við það. Samningurinn felur í sér umsjón með viðhaldi alls fjölskylduhúsnæðis varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli. Allar íbúðir eru yfirfarnar við íbúa- skipti sem eiga sér stað á tveggja til þriggja ára fresti, þær málaðar og endurnýjaðar eftir þörfum. Þá er haldið uppi sólarhrings neyðarþjón- ustu vegna bilana og viðhalds. Keflavíkurverktakar hafa haft þetta verk með höndum í einni eða annarri mynd í áratug. Verkið var nú boðið út í samræmi við þær breyt- ingar á verktöku sem nú eru orðnar á Keflavíkurflugvelli og var samið við Íslenska aðalverktaka hf. Samkvæmt upplýsingum varnarliðsins gildir samningurinn frá 1. nóvember næst- komandi til 31. ágúst á næsta ári og verður mögulegt að framlengja hann fjórum sinnum í eitt ár í senn. Getur samningurinn því náð yfir tæp fimm ár alls. Grunnupphæð samningsins er um 97 milljónir króna á ári, sam- kvæmt upplýsingum frá Friðþóri Ey- dal upplýsingafulltrúa, en auk þess er sérstaklega greitt fyrir viðhaldsverk- efnin eftir því sem þau falla til. Uppsagnir taka gildi Keflavíkurverktakar sögðu upp 72 af tæplega 200 starfsmönnum sínum í sumar og byrjuðu uppsagnirnar að taka gildi um síðustu mánaðamót og þeir sem hafa lengstan uppsagnar- frest hætta 1. nóvember. Flestir í þessum hópi eru iðnaðarmenn, meðal annars margir sem unnið hafa við framkvæmd húsnæðissamningsins sem Keflavíkurverktakar höfðu. Róbert Trausti Árnason, forstjóri Keflavíkurverktaka, segir að verið sé að fara yfir verkefnastöðu fyrirtæk- isins og í því ljósi verði mannahald ákveðið til framtíðar. Hann tekur þó fram að fyrirtækið reyni að hjálpa þeim starfsmönnum sem til þess leiti við atvinnuleit. Hann segir ljóst af niðurstöðu þessa útboðs að laga þurfi samkeppn- ishæfni fyrirtækisins. Það hafi haft mesta þekkingu á því verkefni sem boðið var út en samt ekki náð að bjóða hagkvæmasta samning. Tekur hann þó fram að hann hafi engar upplýs- ingar um hvað aðrir hafi boðið. Það sé ákveðin vísbending um þá vinnu sem fram þurfi að fara í fyrirtækinu. Segir Róbert Trausti að Keflavík- urverktakar séu með umtalsverð verkefni fyrir varnarliðið en hlutfall verkefna utan Keflavíkurflugvallar hafi aukist mjög. Félagið hefur boðið í verk á höfuðborgarsvæðinu og segir Róbert Trausti að komið hafi í ljós að það geti keppt á þeim vettvangi við stóru verktakafyrirtækin sem Kefla- víkurverktakar séu í samkeppni við á Keflavíkurflugvelli. Aðalverktakar fá húsun- arsamning varnarliðsins Keflavíkurflugvöllur SUÐURNESIN á iði, sex vikna hreyfingarátak, hefst í dag. Mark- mið þess er að hjálpa Suðurnesja- mönnum á öllum aldri í baráttunni við sófann, eins og það er orðað í fréttatilkynningu frá Íþróttasam- bandi Íslands. Þátttakendur geta nálgast skrán- ingarspjald í sundmiðstöðvum á svæðinu og merkja þar inn hvert skipti sem þeir ganga eða hlaupa tvo og hálfan kílómetra. Þolmælingar verða í Reykjaneshöllinni 29. sept- ember, 20. október og 10. nóvember, kl. 16.30 alla dagana. Gera þær fólki kleift að fylgjast á markvissan hátt með árangrinum. Mælingar og skráningarspjald eru án endur- gjalds. Í lok átaksins skila þátttak- endur spjöldunum inn til umsjónar- aðila og eiga nokkrir möguleika á góðum vinningum. Suðurnesin á iði er vettvangsverk- efni nema í viðbótarnámi til BS- gráðu í íþróttafræði við Kennarahá- skóla Íslands og eru umsjónaraðilar þess Kristjana H. Gunnarsdóttir, S. Bergþór Magnússon og Guðríður Brynjarsdóttir, en öll eru þau íþróttakennarar. Sex vikna hreyfingarátak að hefjast Suðurnes
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.