Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 51 DAGBÓK Garðatorgi, sími 565 6550 Fixoni Mjúkir útigallar - stærðir 68-86 Bolir - peysur - buxur í stærðum upp í 122 Buxur með röndum frá 1.990 Velúrbuxur frá 3.490 Bómullarpeysur frá 2.990 Velúrpeysur frá 3.490 Laugavegi 54, sími 552 5201 Smart í ræktina Margir litir mörg snið SUÐUR spilar þrjú grönd í tvímenningi og er því sólginn í hvern yfirslag. Norður ♠ 654 ♥ 65 ♦ KD7654 ♣64 Suður ♠ ÁKDG ♥ ÁKD ♦ 82 ♣ÁK32 Vestur kemur út með spaðatíu og suður sér í hendi sér níu toppslagi og þann tí- unda öruggan á tígul í borði. En það er baráttan um ell- efta slaginn sem er spenn- andi. Hvar liggur hann? Kannski hvergi, en ef vest- ur er með tígulásinn þriðja eða fjórða er hugsanlegt að hann neyðist til að gefa tvo slagi á tígul. En þá þarf sagn- hafi fyrst að hreinsa vestur af útgönguspilum í öðrum lit- um. Til að byrja með er lauf dúkkað: Norður ♠ 654 ♥ 65 ♦ KD7654 ♣64 Vestur Austur ♠ 1098 ♠ 732 ♥ G97 ♥ 108432 ♦ ÁG103 ♦ 9 ♣G87 ♣D1095 Suður ♠ ÁKDG ♥ ÁKD ♦ 82 ♣ÁK32 Svo er tígli spilað á kóng og slagirnir til hliðar teknir áður en tígli er spilað í annað sinn. Vestur á þá ekkert nema tígul eftir og neyðist til að gefa blindum slag á drottninguna. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Árnað heilla STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þú ert glaðsinna á ytra byrði og hrókur alls fagn- aðar en innra býrð þú yfir viljastyrk og einbeitni. Þú veist hvað þú vilt og hvernig á að ná því. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú átt líflegar samræður við aðra í dag sem gera sér grein fyrir því að þú meinar það sem þú segir og segir það sem þú meinar. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú vinnur mikið, einkum þeg- ar þú ert að fást við eitthvað skemmtilegt. Í dag gætir þú náð árangri ef þú skipuleggur starfið vel. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Sköpunargáfa þín er í há- marki í dag. Allt sem tengist listum, eða leik við börn, sem og skemmtanir, munu veita þér mikla ánægju. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Sýndu þolinmæði í samtölum við fjölskylduna. Þú veist ná- kvæmlega hvað þú vilt fá fram og því er ekki víst að þú hlustir á hvað aðrir hafa að segja. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Þér tekst með ágætum að beisla hæfileika þína til að kenna, skrifa, selja eða tala við aðra í dag. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú eyðir peningum í dag. Þig langar svo sterkt í eitt- hvað að það er ekki víst að þú gerir þér grein fyrir munin- um á að langa í og þarfnast. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Þú fylgir þínum skoðunum svo fast eftir í dag að þú gætir misst af hjálplegri athuga- semd frá einhverjum öðrum. Mundu að enginn er eins heyrnarlaus og sá sem ekki vill heyra. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Þú gætir komist á snoðir um leyndarmál í dag. Það er ekki skrítið því fólk í stjörnumerki þínu þekkir mörg leyndarmál um annað fólk. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Nú er heppilegt að gera áætl- anir um framtíðina. Þú gerir þér vel grein fyrir þörfum þínum og getur gert skyn- samlegar áætlanir. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Í dag er heppilegt að byrja á nýjum viðskiptum. Þú fagnar skoðanaskiptum og áætlun- um enda er slíkt grunnur að framþróun. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Tækifæri til ferðalaga, sem virtust gengin þér úr greip- um, gefast á ný. Nýttu þér þessa heppni og haltu því fast við áætlanir þínar. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Hugsun þín er skýr í dag, einkum um skattamál, skuld- ir og tekjur og önnur fjármál. Reyndu að koma eins miklu í verk og þú getur. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. 100 ÁRA afmæli. Ídag, föstudaginn 27. september, er 100 ára Gunnþórunn Helga Jóns- dóttir frá Innri-Njarðvík, heildsali, Hjallaseli 55, Reykjavík. Hún tekur á móti ættingjum og vinum á heimili dóttursonar síns, Grenilundi 9, Garðabæ, milli kl. 15 og 17 í dag. 85 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 27. sept- ember, er 85 ára Gunnlaug- ur J. Briem, Hvassaleiti 56, Reykjavík. Hann er að heiman í dag en dvelst í sum- arhúsi sínu á morgun, laug- ardaginn 28. september, og tekur þar á móti gestum ásamt fjölskyldu sinni. LJÓÐABROT BETLIKERLINGIN Hún hokin sat á tröppu, en hörkufrost var á, og hnipraði sig saman, unz í kufung hún lá, og kræklóttar hendurnar titra til og frá, um tötrana fálma, sér velgju til að ná. Og augað var sljótt sem þess slokknað hefði ljós í stormbylnum tryllta, um lífsins voða-ós, það hvarflaði glápandi, stefnulaust og stirt, og staðnæmdist við ekkert – svo örvæntingarmyrkt. Á enni sátu rákir og hrukka, er hrukku sleit, þær heljarrúnir sorgar, er enginn þýða veit. Hver skýra kann frá prísund og plágum öllum þeim, sem píslarvottar gæfunnar líða hér í heim? Hún var kannske perla, sem týnd í tímans haf var töpuð og glötuð, svo enginn vissi af, eða gimsteinn, sem forðum var greyptur láns í baug, – en glerbrot var hún orðin á mannfélagsins haug. Gestur Pálsson 1. d4 f5 2. c4 Rf6 3. g3 e6 4. Bg2 d5 5. Dc2 c6 6. Rf3 Bd6 7. 0–0 Rbd7 8. Bf4 Bxf4 9. gxf4 Re4 10. Re1 g5 11. f3 Rd6 12. c5 Rf7 13. e3 Df6 14. Dc3 h5 15. Rd2 Hg8 16. Rd3 g4 17. Kh1 Rf8 18. Re5 Dh6 19. Hg1 Rg6 20. Bf1 Ke7 21. b4 Rgxe5 22. dxe5 Bd7 23. Hb1 a6 24. Be2 Hg6 25. a4 Dg7 26. Rb3 g3 27. h3 g2+ 28. Kh2 Hg8 29. Bd1 Hg3 30. De1 h4 31. Rd4 Be8 32. b5 axb5 33. axb5 cxb5 34. Df2 Bc6 35. Ha1 Hc8 36. Ha7 Rd8 37. Re2 Hg6 38. Dxh4+ Kf7 39. Rd4 Bd7 40. c6 Rxc6 41. Hxb7 Ke8 42. Rxb5 Hd8 43. Ba4 Hh6 44. Dg5 Hg6 45. Rd6+ Kf8 Staðan kom upp á Fyrsta laugardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búda- pest. David Berczes (2.205) hafði hvítt gegn Birni Þor- finnssyni (2.314). 46. Dxd8+! Rxd8 47. Hxd7 Dh6 48. Hxd8+ Kg7 49. Be8 d4 50. Bxg6 dxe3 51. Hxg2 Dxf4+ 52. Kh1 e2 53. Bxf5+ og svartur gafst upp. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. 65 ÁRA afmæli. Ámorgun, laugardag- inn 28. september, er 65 ára Ása Sigríður Ólafsdóttir. Af því tilefni tekur hún, ásamt fjölskyldu sinni, á móti gest- um í Framsóknarhúsinu v/ Sunnubraut, Akranesi, milli kl. 15 og 18 á afmælisdaginn. Ljósmynd/Myndrún ehf. BRÚÐKAUP. Gefin voru saman 7. september sl. í Lauf- áskirkju við Eyjafjörð af séra Pétri Þórarinssyni Hildur Sal- ína Ævarsdóttir og Ingi Rúnar Sigurjónsson. Á myndinni með þeim eru börnin Inga Bryndís og Björg. Heimili þeirra er á Akureyri. Veistu um gott nafn á holræsarottu? Hvað áttu við með „ef maður væri orðinn ung- ur aftur“, Jónatan? KIRKJUSTARF ENSK messa verður haldin í Hallgrímskirkju sunnudaginn 29. sept- ember. Prestur verður sr. Bjarni Þór Bjarnason. Organisti verður Hörður Áskelsson. Jónína Krist- insdóttir mun leiða al- mennan safnaðarsöng. Krakkakór Grafarvogs- kirkju syngur undir stjórn Oddnýjar J. Þor- steinsdóttur. Messukaffi að athöfn lokinni. Á þessu ári er boðið upp á enska messu í Hallgrímskirkju síðasta sunnudag hvers mán- aðar. Service in English SERVICE in English at The Church of Hallgrímur (Hallgrímskirkja). Sunday 29th of September at 2 pm. Holy Communion. The Eighteenth Sunday after Trinity. Celebrant and Preacher: The Revd Bjarni Thor Bjarnason. Organist: Hördur Áskelsson. Leading Singer: Jónína Kristinsdóttir. The Children’s Choir from Grafarvogskirkja will sing. Conductor: Oddný J. Thor- steinsdóttir. Refreshments after the Service. Ensk messa í Hallgríms- kirkju Morgunblaðið/Jim Smart Hallgrímskirkja í Reykjavík. Héraðsfundur Árnes- prófastsdæmis HÉRAÐSFUNDUR Árnesprófasts- dæmis verður haldinn laugardag- inn 28. september nk. og hefst með messu kl. 11 í Stóra-Núpskirkju og verður síðan fram haldið í Árnesi. Messan stendur öllum opin sem og fundurinn einnig með málfrelsi og tillögurétt en atkvæðisrétt hafa 2 fulltrúar frá hverri sókn og starf- andi prestar og djáknar. Axel Árnason sóknarpestur. Langholtskirkja. Kl. 12.10 stuttir orgeltónleikar, ókeypis aðgangur. Guðmundur Sigurðsson leikur á Noack-orgel Langholtskirkju. Laugarneskirkja. Mömmumorgunn kl. 10 í umsjá Aðalbjargar Helgadótt- ur. Kaffispjall fyrir mæður, góð upp- lifun fyrir börn. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11– 12.30. Lofgjörð, barnasaga, prédik- un og biblíufræðsla. Barna- og ung- lingadeildir á laugardögum. Létt hressing eftir samkomuna. Allir vel- komnir. Biblíufræðsla alla virka daga kl. 10, 13 og 22 á FM 105,5. Landakirkja Vestmannaeyjum. Kl. 14.30 helgistund á Heilbrigðis- stofnun Vestmannaeyja, dagstofu 3. hæð. Heimsóknargestir hjartanlega velkomnir. Sr. Kristján Björnsson. Kl. 16 æfing hjá Litlum lærisveinum, allir á sama tíma í Safnaðarheim- ilinu. Guðrún Helga Bjarnadóttir kór- stjóri. Hvítasunnukirkjan á Akureyri. Ung- lingasamkoma í kvöld kl. 21. Sjöundadags aðventistar á Íslandi: Samkomur á laugardögum: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Biblíu- fræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Gavin Anthony. Loftsalurinn Hólshrauni 3, Hafnar- firði: Guðsþjónusta/Biblíufræðsla kl. 11. Ræðumaður Brynjar Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðu- maður Styrmir Ólafsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumað- ur Björgvin Snorrason. Aðventkirkjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Einar Valgeir Arason. Biblíurannsókn og bænastundir: Í Loftsalnum í Hólshrauni 3, Hafnar- firði, á fimmtudagskvöldum kl. 20 og á Breiðabólstað í Ölfusi á miðviku- dagskvöldum kl. 20. Allir hjartanlega velkomnir. Safnaðarstarf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.