Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 12
HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ 12 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ODDVITI framsóknarmanna í bæj- arstjórn Mosfellsbæjar segir að- gerðir nýs meirihluta vegna fjár- hags bæjarins vera pólítískt sjónarspil til að fela hækkanir og hrekja fólk úr starfi. Hann segir árs- hlutauppgjörið engan veginn gefa rétta mynd af afkomu ársins í heild þar sem stærstu tekjumánuðina, júlí og desember, vantar í úttektina. Framsóknarmenn héldu um stjórnartaumana í Mosfellsbæ ásamt G-listanum undanfarin tvö kjörtímabil en samkvæmt úttekt sem nýr meirihluti sjálfstæðis- manna lét gera á fjárhagnum var rekstrarkostnaður bæjarfélagsins 97 prósent af skatttekjum fyrstu sex mánuði ársins. Þröstur Karlsson, oddviti framsóknarmanna, segir að þetta gefi ekki rétta mynd af stöðu bæjarsjóðs. „Það vantar inn í þetta heilmikið af tekjum sem koma inn í júlí og desember en sá mánuður er nær því tvöfaldur hvað varðar tekjur. Þannig að það skekkir myndina töluvert.“ Hann segir rekstrarkostnað fyrri meirihluta hafa verið í kring um 78– 84 prósent af skatttekjum og það geti ekki hafa breyst mikið þar sem ekki hafi verið ráðist í nýjar fjárfest- ingar eða bætt við mannskap. „Það getur alls ekki staðist að hin end- anlega niðurstaða ársins sé 97 pró- senta rekstrarkostnaður. Við vissum reyndar vel að við vorum að skuld- setja bæjarsjóð þegar við einsettum skólann því það var ekki hægt nema byggja upp skóla. Lágafellsskóli einn og sér kostaði okkur um 800 milljónir og það tekur í budduna hjá litlu sveitarfélagi með 6.000 manns að byggja upp skólamannvirki fyrir 1,5 milljarða á átta árum. Það er bara eins og hjá einstaklingum sem eru að byggja yfir sig húsnæði þeg- ar fjölskyldan er að stækka.“ „Ekkert hættuástand“ Hann bendir á að Eftirlitsnefnd sveitarfélaga hafi farið yfir stöðu bæjarsjóðs árlega á undanförnum árum. „Hún lagði blessun sína yfir þetta, að þetta væri allt innan marka og gæti alveg greiðst niður. Það væri ekkert hættuástand enda lögð- um við fram áætlanir um niður- greiðslu skulda næstu árin eftir þetta átak sem við höfum verið í núna með einsetningu skólans.“ Núverandi meirihluti hefur gagn- rýnt að þjónustugjöld bæjarins séu of lág og hyggst meðal annars hækka þau til að bregðast við fjár- hagsvandanum. Inntur eftir því hvort ekki hefði verið eðlilegt að hækka gjöldin fyrr með tilliti til þeirra miklu fjárfestinga sem bær- inn fór í vegna einsetningarinnar segir Þröstur þjónustugjöld Mos- fellinga svipuð og hjá mörgum sveit- arfélögum á höfuðborgarsvæðinu. „Við lítum svo á að þegar verið er að byggja skóla þá er hann ekki byggður til eins árs heldur til tuga ára og þá er kannski eðlilegt að greiða það niður á löngum tíma. Það er ekki eðlilegt að hækka öll þjón- ustugjöld upp úr öllu valdi bara til að íþyngja fjölskyldufólki því meiri- hluti Mosfellinga er fjölskyldufólk með börn. Við lítum þannig á að það sé eðlilegt að hafa eitthvert greiðslu- plan sem við getum staðið við og klárað.“ KPMG segir stöðu bæjarsjóðs trausta Þá bendir hann á að í niðurlagi skýrslu KPMG endurskoðenda sem stóðu á bak við úttektina nú segi að þrátt fyrir skuldsetningu bæjarsjóðs telji þeir „að þegar horft er til heildareigna og framtíðarmöguleika sveitarfélagsins sé staða bæjarsjóðs í heildina litið traust,“ svo vitnað sé beint til niðurlagsins. „Hvernig geta menn skrifað svona niðurlag í síð- ustu setningu ef allt er í kaldakoli?“ spyr Þröstur. Hann segir því gripið til of harka- legra aðgerða miðað við stöðuna og gagnrýnir hugmyndir um að selja hitaveituna og fleiri eignir sem hann segir einsýnt að muni hækka heita- vatnsverð til bæjarbúa. Staða bæj- arsjóðs gefi ekki ástæðu til aðgerða af þessu tagi. Lán tekin vegna áhorfenda– palla en fólki sagt upp „Það er eitthvað annað sem er á bak við, þetta er bara pólitískt sjón- arspil til að hrekja eitthvert fólk úr starfi og fela hækkanir og fleira á bak við stöðu sem er ekki raunhæf. Á sama tíma og þeir eru að segja upp fólki eins og jafnréttisfulltrúa sem er í 20 prósent starfi og at- vinnu- og ferðamálafulltrúa sem er í 100 prósent starfi þá var ákveðið á síðasta fundi að skuldsetja bæinn um 15 milljónir til að kaupa áhorf- endabekki til að klára fyrir áramót sem er ekki einu sinni á fjárhags- áætlun. Þetta er gert þegar staðan er slík að segja þarf upp fólki sem er kannski að þéna einar 3–4 milljónir á ári. Það sýnir kannski hvað er að gerast.“ Í fréttatilkynningu sem bæjar- fulltrúar minnihlutans sendu frá sér í gær er auk þessa gagnrýnd sú ákvörðun að færa svið bæjarins rekstrarlega undir stjórn bæjar- stjóra. Það sé miðstýring og „ein- ræðistilburðir, sem þekktist í tíð sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ á fyrri tímum,“ eins og segir í tilkynn- ingunni. Oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn gagnrýnir aðgerðir vegna stöðu bæjarsjóðs Pólítískt sjónarspil til að hrekja fólk úr starfi Mosfellsbær HJÓNIN Elínborg Kristinsdóttir og Guðni Sigurjónsson, sem eru á sjö- tugsaldri, mæla með fjallgöngum í sumarfríinu, en saman gengu þau á fimm fjöll í sumar og frúin bætti við þremur að auki. Elínborg segir að þau hafi ferðast mikið um landið í sumarfríum sín- um, en þetta hafi verið í fyrsta sinn sem þau hafi eytt tíma í fjallgöngur. Hún segist hafa tekið eftir lítilli bók á bensínstöð, Leiðabók UMFÍ, og gripið hana með sér, en þar hafi hún séð ýmsar merktar gönguleiðir í verkefninu „Fjölskyldan á fjallið“ sem væri liður í átakinu „Göngum um Ísland“. Þegar hún hafi farið að kynna sér þetta nánar hafi hún komist að því að búið hafi verið að setja póstkassa með gestabókum á fjölmörg fjöll víða um land og þar sem þau hafi ekki verið búin að skipuleggja sum- arfríið nákvæmlega hafi þau ákveð- ið að ganga á nokkur fjöll og skrá nöfn sín í gestabækurnar á hæstu tindum. Fyrsta vikan erfiðust Þau voru í sumarfríi á Suðurlandi og byrjuðu á því að ganga á Búrfell í Grímsnesi 27. júlí, en síðan bættust Hjörleifshöfði, Goðatindur, Hvíta- fell og Þorbjörn við. Þá var Guðni, sem er 67 ára, búinn með sumarfríið sitt en Elínborg, sem er 61 árs, átti eftir nokkra daga frá fyrra ári og notaði þá til að ganga ein á Reykja- borg, Hestfjall og Mælifellshnjúk, en síðasta fjallganga hennar í þess- ari lotu var í byrjun september. Hún segir að fyrsta vikan hafi verið erfiðust enda hafi þau þá ekki verið í neinni þjálfun en Goðatindur og Mælifellshnjúkur hafi sennilega tekið mest í. Reykjaborgin hafi ekki verið mjög erfið, hún hafi verið öll- um hnútum kunnug við Hestfjall í Borgarfirði, en Mælifellshnjúkur- inn hafi verið nokkuð spennandi og því hafi hún drifið sig norður við fyrsta tækifæri. Gangan á toppinn hafi tekið um tvo og hálfan tíma en verið frekar auðveld. Elínborg segir að þótt þau séu ekki annálað göngufólk hafi þau tekið forskot á sæluna og gengið úr Skaftafelli inn að Morsárjökli viku áður en tekist hafi verið á við fjöllin og það hafi reynst ágætis upphitun. Göngurnar hafi síðan heppnast vel og vel gæti hugsast að þau héldu uppteknum hætti í framtíðinni. „Mér finnst þetta nokkuð áhuga- vert, ekki síst vegna þess að útsýnið frá þessum stöðum er geysilega fal- legt.“ Hjónin vinna hjá Strætó bs. en El- ínborg starfar auk þess hjá Myll- unni-Brauði hf. Hún segir að þau séu heilsuhraust og svona göngur bæti heilsuna enn frekar enda mæli hún hiklaust með þeim. „Þetta styrkir mann að svo mörgu leyti, eykur þol og fleira, auk þess sem öll útivera er af hinu góða.“ Gekk á átta fjöll í sumarfríinu Reykjavík Morgunblaðið/Golli Hjónin Guðni og Elínborg notuðu sumarfríið til að ganga á fjöll. KRISTINN Bjarnason, annar af tveimur framkvæmdastjórum bygg- ingarfélagsins Gígant ehf., sem sér um framkvæmdir við byggingu fjöl- býlishúss í Suðurhlíð 38 í Reykjavík, segir að samkvæmt nýjum teikn- ingum, sem gerðar voru að kröfu byggingaryfirvalda, sé byggingin nú um 17 cm lægri en samþykkt deili- skipulag leyfir. Að sögn Kristins var salarhæð kjallarans höfð 32 cm lægri en gert var ráð fyrir í upphafi. Þá hefur þakkantur verið lækkaður um 25 cm. Samkvæmt þessu er byggingin 57 cm lægri en upphaflega var gert ráð fyrir í samþykktri byggingar- leyfisumsókn. Í henni var kveðið á um að húsið mætti vera 12,4 m á hæð en samþykkt deiliskipulag gerði aftur á móti ráð fyrir að það mætti vera 12 m. Þar sem kjallari var 32 cm lægri en gert var ráð fyr- ir samkvæmt upphaflegri teikningu var byggingarleyfishafa gert að lækka húsið um tæpa tíu sentimetra og skila inn nýrri og breyttri um- sókn. Sem fyrr segir hefur bygg- ingin verið lækkuð um 17 cm og eru teikningarnar nú til skoðunar hjá borgarlögmanni. Kristinn bendir jafnframt á að samkvæmt þessu sé hæð hússins, umfram það sem fram kom á skýr- ingaruppdráttum, sem kynntir voru íbúum á sínum tíma, undir 1,7 metr- um. Hann ítrekar það sem fram hefur komið að sá uppdráttur hafi ekkert lögformlegt gildi. Sagt var frá því í Morgunblaðinu fyrr í vikunni að í bréfi arkitekta- stofunnar Úti og inni, sem hannaði húsið, og sent var skipulagsyfirvöld- um, komi fram að þegar deiliskipu- lagsuppdráttur var gerður af lóðinni í upphafi árs 2000 hafi ekki verið til hæðarblöð af svæðinu og urðu hönn- uðir að miða við hæðarlínur sem komu fram á eldri skipulagsupp- drætti. Fjölbýlishúsi breytt til samræmis við skipulag Húsið var lækkað Suðurhlíðar Morgunblaðið/Kristinn EKKI er svigrúm í Ráð- húsi Reykjavíkur til að taka við nýrri starfsemi sem bætist við í stjórn- sýslu borgarinnar en langt er síðan byggingin var orðin of lítil fyrir starfsemi sína. Hluti hennar fer því fram í Tjarnargötu 12 eða gömlu slökkvistöðinni sem er gegnt Ráðhúsinu. Að sögn Ólafs Jóns- sonar, rekstrarstjóra Ráðhússins, kom fljót- lega í ljós, eftir að Ráð- húsið var tekið í notkun, að það var ekki svigrúm í því fyrir þá starfsemi sem var talið eðlilegt að færi fram í ráðhúsi. Árið 1998 hafi Borgarendur- skoðun flutt út úr húsinu og yfir í Tjarnargötu 12, sem er í eigu borgarinnar. „Um svipað leyti og tölvuþjónusta varð til þá fór hún þar yfir líka. Í dag eru borgarráðs- fulltrúar með vinnuaðstöðu í gömlu slökkvistöðinni auk þess sem ný starfsemi, sem heitir Upp- lýsingatækniþjónusta Reykjavík- urborgar, er þar til húsa en hún tilheyrir Ráðhúsinu.“ Ólafur segir ekki útlit fyrir að starfsemin dreifist enn frekar. „Við höfum til þess að gera verið með sama starfsmannafjölda í deildum Ráðhússins í langan tíma og erum ekki með sérstök áform um að stækka mikið. En við verð- um eins og allir aðrir að vera viðbúin því að taka þátt í þróun og breytingum og sveigja okkur að þeim. Það er ekkert sérstakt uppi á borðinu í dag en maður veit ekki hvað morgundagurinn ber í skauti sér.“ Ráðhúsið löngu orðið of lítið Miðborg Morgunblaðið/Sverrir Vinnuaðstaða borgarfulltrúa er meðal þess sem er að finna í Tjarnargötu 12.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.