Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 29
UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 29
Í VEFRITI fjármálaráðuneytis-
ins kemur fram að opinber framlög
til heilbrigðismála eru hærri á Ís-
landi en hjá öðrum OECD-þjóðum.
Svipaðar upplýsingar komu fram
fyrir tæpum 10 árum. Þessu var
mótmælt á þeim forsendum að Ís-
lendingar skera sig úr öðrum þjóð-
um á þann veg, að við flokkum
ýmsar greiðslur, s.s. til hjúkrunar
og aðstoðar við aldraða o.fl. undir
heilbrigðismál, en OECD-þjóðir
flokka þessa þætti undir félagsmál.
Nokkrar deilur urðu um þetta
mál og þáverandi heilbrigðisráð-
herra Sigvatur Björgvinsson kall-
aði þá til tvo hagfræðinga frá
OECD er komu hingað til lands og
unnu skýrslu sem illu heilli og ekki
var dreift.
Í þessari skýrslu var m.a. tekið
tillit til framan greindra fé-
lagslegra þátta ásamt aldursdreif-
ingu rauntekna á íbúa og greiðslu-
hlutfalls hins opinbera líkt og
OECD þjóðir gera. Þar kom einnig
fram að mikil útgjöld Íslendinga
vegna tiltölulega margra 15 ára og
yngri jöfnuðu út útgjöld vegna
fárra 65 ára og eldri. Niðurstöður
voru að útgjöld Íslendinga væru
4,2% neðan við meðaltal heilbrigð-
isútgjalda OECD-ríkja reiknað í
kaupmáttargildum (Purchasing
Power Parity).
Þannig verja Íslendingar 45-70%
minna til félagsmála en OECD-
þjóðirnar, ef miðað er við verga
þjóðarframleiðslu.
Fram kemur í skýrslunni ef mið-
að er við hlutfall af VLF mætti
draga 0,8-1,0% frá heildarútgjöld-
um Íslendinga til þess að fá réttan
samanburð við OECD-þjóðir þann-
ig að hlutfall af VLF er því líkleg-
ast 8,0 en ekki 8,9 eins og haldið er
fram.
Fjármögnun þjónustunnar hefur
ekki verið breytt frá þessum tíma
og þess vegna verða menn að túlka
nýkomnar tölur með þetta í huga.
Og fjármálaráðuneytið að kynna
sér þessar forsendur. Ef haft er í
huga að launagreiðslur vega þungt
í heilbrigðisþjónustu eða 70% af
heildargreiðslum og að laun eru
mun lægri hér á landi en gerist
víða í nágrannaþjóðum er ekki lík-
legt að heimsmetið sé okkar.
Villandi upplýs-
ingar frá fjár-
málaráðuneytinu
Eftir Ólaf
Ólafsson
„… útgjöld
Íslendinga
voru 4,2%
neðan við
meðaltal
heilbrigð-
isútgjalda OECD-ríkja
reiknað í kaupmátt-
argildum.“
Höfundur er formaður Félags eldri
borgara og fv. landlæknir.
STARFSÖMU og fjölmennu
heimsþingi um sjálfbæra þróun lauk
hinn 4. september með samkomulagi
um framkvæmdaáætlun og sameig-
inlega pólitíska yfirlýsingu þátttöku-
ríkja. Með þessu hefur alþjóðasam-
félaginu tekist að bjarga eigin
skinni, þótt eflaust verði umdeilt
hvort það hafi verið þess virði í ljósi
fjölmargra tilslakana og málamiðl-
ana til að ná sameiginlegri niður-
stöðu.
Í ljósi þess sem við blasti fyrir ráð-
stefnuna þarf niðurstaða hennar
ekki að koma mjög á óvart. Ríóferlið
með framkvæmdaáætluninni Dag-
skrá 21 hefur verið í lamasessi á
mörgum sviðum og langt frá því að
uppfylla markmið sem sett voru fyr-
ir áratug. Drögin að framkvæmda-
áætlun sem orðið höfðu til á undir-
búningsfundum þessa heimsþings
voru að margra mati veikt orðuð og
fjölmörg atriði ófrágengin í upphafi
þingsins. Risaveldið Bandaríkin kom
til Jóhannesarborgar í hafti, þar eð
Bush-stjórnin er andsnúin fjölmörgu
sem til framfara horfir í umhverf-
ismálum.
Ýmsir jákvæðir þættir
Þrátt fyrir að niðurstaða þess
heimsþings valdi um margt von-
brigðum er engan veginn rétt að
horfa fram hjá ávinningum og já-
kvæðum þáttum sem hér hafa náðst
fram. Með lokaafgreiðslu fram-
kvæmdaáætlunar og pólitískri yfir-
lýsingu þingsins er fengin viðspyrna
til að stöðva það undanhald frá
markmiðum sjálfbærrar þróunar
sem einkennt hefur síðustu ár. Þann-
ig felst í niðurstöðu þingsins varn-
arsigur fyrir þau öfl sem beita vilja
alþjóðasamfélaginu undir merkjum
Sameinuðu þjóðanna til að bregðast
við stórfelldum sameiginlegum
vanda alls mannkyns. Þau ríki sem í
raun vilja Ríóferlið feigt eða reynt
hafa að draga úr slagkrafti þess náðu
ekki sínu óskorað fram.
Aðdragandi þingsins og niður-
staða endurspegla betur en fyrri
samþykktir þann veruleika sem þró-
unarríki og meirihluti mannkyns býr
við, þ.e. sára fátækt og ósæmilegar
aðstæður í grundvallaratriðum. Um-
fjöllun þingsins um stöðu þróunar-
ríkja, aðgerðir gegn fátækt og um
vonlausa fjárhagsstöðu ríkja sem
verst eru sett getur veitt viðspyrnu
til brýnna aðgerða. Samþykktir um
tímasettar framkvæmdir til að
tryggja aðgang að hreinu vatni og
heilbrigðisþjónustu eru viðurkenn-
ing á því að án bættra kjara þeirra
verst settu er sjálfbær þróun orðin
tóm.
Varnarbarátta
skilaði árangri
Hnattvæðing á forsendum óheftr-
ar markaðshyggju og leikreglur Al-
þjóðaviðskiptastofnunarinnar
(WTO) eru sá bakgrunnur sem öðru
fremur hefur veikt Ríó-ferlið á liðn-
um áratug. Fátt ef nokkuð í sam-
þykktum heimsþingsins breytir
þeirri stöðu. Varnarbarátta fyrir
sjálfbærri þróun hefur hér snúist um
að meginreglurnar frá Ríó yrðu ekki
færðar til baka eða veiktar, þar á
meðal varúðarreglan. Svo virðist
sem samþykktir þingsins feli ekki í
sér formlegar breytingar á Ríó-sam-
þykktunum. Átök milli harðra við-
skiptasjónarmiða annars vegar með
stuðningi af WTO-ferlinu og um-
hverfis- og auðlindaverndar hins
vegar með fótfestu í Ríó-yfirlýsing-
unum munu halda áfram. Engar
tímasetningar náðust fram er varða
auðlindavernd eða líffræðilega fjöl-
breytni, né heldur um hækkandi
hlutfall endurnýjanlegrar orku.
Bandaríkin og OPEC komu í veg
fyrir tímamörk þar að lútandi.
Varðandi fjárhagsmálefni og þró-
unaraðstoð vísa samþykktir heims-
þingsins til niðurstöðunnar í Mont-
erey fyrr á þessu ári, en þar þykir
mörgum laust um hnútana búið.
Formlegar tölusettar viðmiðanir um
framlög ríkja til þróunaraðstoðar
eru ekki lengur fyrir hendi en þeim
mun meira höfðað til fjölþjóðafyrir-
tækja og atvinnulífs um að leggja
meira af mörkum.
Nú reynir á um framkvæmd
Ákall þingsins og þeirra sem
álengdar stóðu hér í Jóhannesarborg
um framkvæmd gefinna fyrirheita
verða vart misskilin. Alþjóðasam-
félagið hefur ekki efni á að endur-
taka brigðurnar eftir Ríó. Heims-
þingið hefur í raun sett Dagskrá 21 á
spor á nýjan leik og framkvæmda-
áætlunin vísar til hennar og bætir
við tímasetningum á nokkrum svið-
um. Tilvísanir í Þúsaldaryfirlýsingu
SÞ (Millenium Declaration) er einn-
ig víða að finna í skjölunum. Sam-
hliða heimsþinginu var hér haldin
ráðstefna um Staðardagskrá 21 og
sendi hún frá sér ferskt ákall um að-
gerðir.
Um stofnanakerfi Sameinuðu
þjóðanna til stuðnings sjálfbærri
þróun er fjallað í framkvæmdaáætl-
un heimsþingsins og er þar að finna
nokkrar áherslubreytingar, m.a. að
því er varðar Nefndina um sjálfbæra
þróun (Commission on Sustainable
Development – CSD). Pólitískur vilji
er auðvitað það sem úrslitum ræður
um framvinduna og hvort böndum
verður komið á efnahagskerfi sem er
allt annað en sjálfbært.
Frjáls félagasamtök settu mikinn
svip á Jóhannesarborg á meðan
heimsþingið stóð yfir, sem og að-
gerðir og mótmælagöngur heima-
manna á götum borgarinnar. Sam-
kvæmt samþykktum þingsins á að
hlýða meira en hingað til á slíkar
raddir almennings og einnig á því
sviði verður spurt um efndir.
Aðvaranir Nelsons Mandela
Ráðstefnur eru ekki haldnar í
tómarúmi og heimsmál eins og átök-
in í Palestínu og stríðshótanir
Bandaríkjanna í garð Íraks hafa bor-
ist inn í sali í Jóhannesarborg. Það
minnir á hversu veikt alþjóðasam-
félagið og Sameinuðu þjóðirnar
standa gagnvart valdi og ofbeldi. Að-
varanir Nelsons Mandela um að ekk-
ert ríki megi ætla sér að gerast
heimslögregla, hversu voldugt sem
það telji sig vera, hafa vakið verð-
skuldaða athygli. Slíkt stefnir heims-
byggðinni í ófæru að mati þessa
þrautreynda stjórnmálamanns. Mik-
ið er undir því komið að á slík skila-
boð verði hlustað áður það er um
seinan. Án friðar og réttlætis sem
borið er uppi af siðferðiskennd mun
þess langt að bíða að draumurinn um
sjálfbæra þróun rætist.
Við lok heims-
þings í Jó-
hannesarborg
Eftir Hjörleif
Guttormsson
Höfundur er fv. alþingismaður.
„Alþjóða-
samfélaginu
hefur tekist
að bjarga
eigin skinni
þótt eflaust verði um-
deilt hvort það hafi ver-
ið þess virði.“
w
w
w
.d
es
ig
n.
is
©
20
02
-
IT
M
90
23
V. Fellsmúla • S. 588 7332
Opið: Mán. - föst. 9-18, lau. 10-14
Ný vefsíða: www.i-t.is
Nú er lag!
Eitt mesta úrval landsins af baðinnréttingum úr einingakerfi sem hentar flestum stærðum baðherbergja.
Sturtuhorn
Öryggisgler, segul-
læsing, 70x70 cm
80x80 cm
90x90 cm
Verð frá kr.
18.750,- stgr
Allt í baðherbergið á tilboði
Handlaugar
í borð
Með setu- festingum
Tvöföld skolun
Verð frá
17.250,- stgr
Verð sett
með öllu
kr. 43.800,-
stgr
47x39 cm
53x41 cm
56x47 cm
Verð frá kr.
8.950,- stgr
Blöndunartæki
m. lyftitappa
WC með stút í
vegg eða gólf
Sturtuhorn
rúnnað
Öryggisgler,
segullæsing
80x80 cm
90x90 cm
Verð frá kr.
35.800,- stgr
Verð frá
5.950,- stgr
Innbyggingar
WC
Vöggusæn
gur
vöggusett
PÓSTSENDUM
Skólavörðustíg 21 sími 551 4050 Reykjavík
Kauptu eina flík,
hún endist á við þrjár
Bjarg - Akranesi