Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.09.2002, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Þú hringir Nú fæst Gotti einnig í 500 g stykkjum! MAÐUR var myrtur í húsi við Klapparstíg í Reykjavík í gær- kvöldi og er maður í haldi lögregl- unnar, grunaður um verknaðinn. Klukkan 21.35 í gærkvöldi fékk lögreglan tilkynningu um líkams- árás í húsi við Klapparstíg og hafði maður verið stunginn, en árásar- maður var á bak og burt þegar lög- regla og sjúkralið komu á staðinn. Að sögn lögreglu var sá sem fyrir árásinni varð með lífsmarki þegar að var komið en hann lést af sárum sínum skömmu síðar. Svæðið í grennd við húsið, þar sem morðið var framið, var strax girt af og fór þegar fram víðtæk leit að hugsanlegu árásarvopni og meintum árásarmanni. Skömmu síðar fengust þær upplýsingar hjá lögreglunni að maður væri í haldi vegna málsins, en að öðru leyti varðist lögreglan allra frétta af málinu enda rannsóknin á frum- stigi. Maður myrtur í Reykja- vík Morgunblaðið/Júlíus Lögreglan var með mikinn viðbúnað á Klapparstíg og í nágrenni vegna morðsins og víðtæk leit að meintum árásarmanni bar árangur. Meintur árásarmaður í haldi lögreglu vegna morðs MARIS ehf. hefur keypt nýja níu farþega þotu af gerðinni Cessna Citation Excel og kemur hún til landsins síðdegis á sunnudag, en hún verður gerð út frá Reykjavíkurflug- velli. Vélin kostar tæplega 11 þúsund dollara, kringum einn milljarð króna, að sögn Björns Rúrikssonar, framkvæmdastjóra Maris, en eign- arhaldsfyrirtækið er að helmingi í eigu Sundt AS í Noregi og að helm- ingi í eigu íslenskra fyrirtækja. Þot- an er rekin í samvinnu við norska fyrirtækið Sundt Air AS og er skráð í Noregi. Björn Rúriksson, flugmaður og ljósmyndari, segir að hann hafi byrj- að að vinna að þessum kaupum vorið 2000. Hann segir að mikill markaður sé fyrir svona þjónustu á Íslandi og bendir á að fullkomin fundaraðstaða sé um borð með síma og faxtæki, hægt sé að bjóða upp á heitan og kaldan mat og vel fari um farþega. Ísland sé á hraðferð inn í framtíðina í nýjum tækifærum og nýjum hlutum, og starfsmenn margra fyrirtækja hafi þörf fyrir svona einkaþotu vegna ýmissa mála. Eins sé mikið ör- yggi fólgið í því fyrir Íslendinga að eiga svona vél í Reykjavík. Þotan geti verið tilbúin til flugs með skömmum fyrirvara komi upp neyð- aratvik eins og t.d. flutningur með líffæraþega eða líffæragjafa, en þess beri að geta að vélin standi öllum til boða. Fyrst og fremst er gert ráð fyrir að óskað verði eftir vélinni í styttri ferðir, þ.e. eins til tveggja daga ferð- ir. Björn segir að flugtími vélarinnar til London sé rúmlega tveir og hálfur tími, tveggja tíma flug sé til Glasgow og um þriggja tíma til Brussel og Kaupmannahafnar. Miðað við fulla vél segir hann að verðið fyrir hvert sæti til London sé um 160 þúsund krónur og um 80 þúsund til Færeyja, en síðan þurfi að borga flugmönn- unum uppihald að auki. Þá má nota hana til innanlandsflugs en flugtím- inn milli Reykjavíkur og Akureyrar er kringum 20 mínútur. Lítil þota í íslenska flugflotann VIÐSKIPTI með hlutabréf Búnað- arbankans fyrir tæpa 2,5 milljarða króna voru tilkynnt til Kauphallar Íslands í gær. Ekki var tilkynnt hverjir áttu þessi viðskipti en þetta eru um 10% af heildarhlutabréfum bankans. Lokagengi bréfanna var 4,63, hækkaði um 2,9% frá deginum áður. Mikil viðskipti með hlutabréf Búnaðar- bankans LÖGREGLAN í Reykjavík handtók í gærmorgun vaktmann Búnaðarbank- ans sem grunaður er um að hafa afrit- að skjöl í bankanum sem komust í hendur forstjóra Norðurljósa í sum- ar. Vaktmaðurinn var handtekinn í höfuðstöðvum bankans við Austur- stræti á áttunda tímanum í gærmorg- un. Á upptökum á öryggismyndavél- um sést hvar maðurinn fór í fyrrinótt inn á læstar skrifstofur og grúskaði í skjölum. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins setti maðurinn á sig hanska áður en hann handlék skjölin. Maðurinn var yfirheyrður og síðan sleppt, en lögreglan vill ekki tjá sig nánar um málið á þessu stigi. Vaktmaðurinn hefur unnið hjá bankanum í um tvö ár, aðallega á vöktum um kvöld og helgar. Guðjón Jóhannesson, innri endurskoðandi Búnaðarbankans, segir að á upptök- um úr öryggismyndavélum sjáist maðurinn greinilega brjóta gegn starfsskyldum sínum, m.a. með því að grúska í skjölum á skrifborði starfs- manns. Guðjón vildi ekki greina nán- ar frá í hverju meint brot mannsins í fyrrinótt fælust, eða hvaða skjölum maðurinn hefði haft aðgang að. Lög- reglunni í Reykjavík hefðu verið af- hent öll gögn um málið og væri fram- haldið í hennar höndum. Af hálfu bankans væri talið að full sönnun væri fyrir þessum brotum mannsins og hefur honum verið sagt upp störfum. Rannsókn verður að leiða í ljós hvort hann hafi sent skjöl Í fréttatilkynningu frá Búnaðar- bankanum segir að maðurinn sé grunaður um að hafa afritað skjöl á skrifstofum bankans og komið þeim í hendur þriðja aðila. „Reynist þessi grunur á rökum reistur hefur hann brotið trúnað við bankann og lög um þagnarskyldu sem starfsmenn bank- ans eru bundnir,“ segir í tilkynning- unni. Aðspurður segir Guðjón að átt sé við trúnaðarskjöl úr bankanum sem komust í hendur forstjóra Norð- urljósa í sumar. Rannsókn lögreglu verði að leiða í ljós hvort vaktmað- urinn hafi verið þar að verki. Gripið til ráðstafana í bankanum Eftir að fyrrnefnd skjöl komust í hendur forstjóra Norðurljósa greip bankinn til margvíslegra ráðstafana til að komast að því hver hefði farið með skjölin út úr bankanum, m.a. var fylgst með ferðum manna með örygg- ismyndavélum. Þá átti bankinn góða samvinnu við lögregluna í Reykjavík. Guðjón Jóhannesson segir að grunur hafi fallið á vaktmanninn fyrir um 10 dögum þar sem ferðir hans um skrif- stofur bankans þóttu grunsamlegar. Í fyrrinótt hafi hann síðan greinilega brotið af sér og í kjölfarið var haft samband við lögregluna, sem handtók manninn. Stal glæpnum Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, sagðist í samtali við Morgunblaðið hafa fengið skjölin af- hent og að sá sem það gerði hefði haft samband við sig að fyrra bragði. Við yfirheyrslu hjá lögreglu í lok júlí neit- aði Sigurður að gefa upp hver afhenti honum gögnin. Spurður um viðbrögð við handtökunni sagðist Sigurður vera ánægður með að starfsmenn bankans teldu sig hafa náð manninum sem stal glæpnum frá þeim. Að hans mati hafi starfsmenn bankans stund- að glæpsamlega háttsemi innan bank- ans. „Þeir afhentu trúnaðarupplýs- ingar, sem er brot á bankalögum, og sömdu að auki við þriðja aðila um að koma Norðurljósum í gjaldþrot. Von- andi finna þeir líka þá sem ætluðu að standa fyrir þessari glæpastarfsemi.“ Aðspurður segir Sigurður að eftir að þessar upplýsingar voru gerðar op- inberar hafi bankinn farið sér hægar í aðgerðum gegn Norðurljósum. 19. júlí sl. sendi Sigurður G. Guð- jónsson, forstjóri Norðurljósa, fyrir hönd Norðurljósa Fjármálaeftirlitinu kæru þar sem hann fór þess á leit við eftirlitið að það tæki þegar til rann- sóknar þá fyrirætlun starfsmanna Búnaðarbankans. að knýja Norður- ljós í gjaldþrot í þágu þriðja manns, eins og það var orðað í kærunni. Í Morgunblaðinu 23. júlí var haft eftir Árna Tómassyni, bankastjóra Búnaðarbanka Íslands, að rannsaka ætti innan bankans hvort skjölin, sem Sigurður G. Tómasson hefði lagt fram með kæru til Fjármálaeftirlitsins, væru komin frá bankanum. Um var að ræða drög að yfirlýs- ingu Fjölmiðlafélagsins ehf. ásamt fylgiskjölum þar sem lagt var á ráðin um yfirtöku félagsins á Norðurljós- um. Í skjölunum koma m.a. fram upp- lýsingar um skuldastöðu Norðurljósa og númer og staða lánasamninga Búnaðarbankans til Norðurljósa eru tilgreind. Sigurður G. Guðjónsson, forstjóri Norðurljósa, kærði í kjölfar- ið bankann til Fjármálaeftirlitsins fyrir brot á lögum um bankaleynd. Lögreglan í Reykjavík handtók vaktmann Búnaðarbanka Íslands Upptaka sýnir vakt- mann grúska í skjölum HAUSTIÐ er tími sveppanna, berj- anna og haustlitanna. Nauðsynlegt er að taka plastpoka meðferðis þeg- ar farið er í gönguferðir á haustin því það er aldrei að vita nema mað- ur gangi fram á breiðurnar af góm- sætum sveppum. Betra er þó að hafa varann á og ekki tína sveppi sem maður þekkir ekki. Ósagt skal látið hvort þessi sveppur sé matar- sveppur en girnilegur er hann engu að síður. Morgunblaðið/Kári Sveppatím- inn kominn ♦ ♦ ♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.