Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 4
FRÉTTIR 4 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ FINNUR Ingólfsson, formaður ál- viðræðunefndar stjórnvalda, segir að samningaviðræður vegna kaupa Alcoa á Reyðaráli af Norsk Hydro og Hæfi gangi ágætlega og stefnt sé að niðurstöðu um eða upp úr miðjum október. Hann segir við- ræðurnar hafa tekið lengri tíma en talið var í fyrstu, en um flókið mál sé að ræða. Meðal þess sem Alcoa leit- ar eftir er sú vinna við umhverfis- mat sem Reyðarál hafði innt af hendi. Vonast Finnur eftir því að niðurstaðan verði jákvæð fyrir Al- coa. Þessa dagana eru staddir hér á landi fulltrúar verkfræðifyrirtækis ásamt starfsmönnum Alcoa sem eru að fara yfir tæknilega þætti samn- ingaviðræðna um byggingu álvers- ins í Reyðarfirði. Eitt af því sem verið er að skoða, að sögn Finns, er samanburður á stærð álversins og mismunandi framleiðslutækni. Reiknað er með að þeim samanburði verði lokið í lok október og skýrsla verði send til Skipulagsstofnunar. Rætt um orkuverð og hafnaraðstöðu Einnig eru í gangi viðræður við Landsvirkjun um orkuverð og við- ræður við heimamenn á Austfjörð- um um hafnaraðstöðu. Finnur segir þessar viðræður ganga samkvæmt áætlun og að ekkert óvænt hafi komið upp sem muni tefja ferlið. Samkvæmt viljayfirlýsingu, sem undirrituð var í júlí í sumar, er stefnt að því að niðurstaða verði komin um alla þætti álversins í jan- úar næstkomandi. Samningum um orkuverð og hafnaraðstöðu á að vera lokið fyrir árslok. Um næstu helgi er von á aðal- samningamanni Alcoa, Michael Baltzell, til landsins ásamt fylgdar- liði. Að sögn Finns er um hefð- bundna vinnuferð að ræða en marg- ar slíkar hafa verið farnar milli Íslands og Bandaríkjanna síðustu mánuði. Þá hafa viðræður um orku- verð m.a. farið fram með aðstoð fjarfundabúnaðar. Kaup Alcoa á Reyðaráli af Norsk Hydro og Hæfi Viðræður hafa tekið lengri tíma en ætlað var VEITINGASTAÐURINN Dodici Apostili í Veróna á Ítalíu, eða Post- ularnir tólf, hefur látið framleiða fyrir sig Valpolicella og Amarone rauðvín sem er sérstaklega til- einkað Sigrúnu Hjálmtýsdóttur sópransöngkonu, Diddú. Vínið er framleitt af einum fremsta vín- gerðarmanni Ítalíu, Giovanni Alle- grini. „Þetta kom mér skemmti- lega á óvart, en þeir kunna sig þarna suðurfrá,“ segir Diddú. Upphaf þessa má rekja til grein- ar er birtist á ferðasíðum Morg- unblaðsins í mars sl. þar sem Diddú fór lofsamlegum orðum um veitingastaðinn. Er hann nærri 300 ára gamall og hefur ætíð verið í eigu sömu fjölskyldunnar. Fyrirsögn greinarinnar var „Ævintýri að heimsækja Postulana tólf“. Sagði Diddú þar frá dvöl sinni á Ítalíu er hún bjó í Veróna ásamt fjölskyldu sinni og stundaði söngnám í Mílanó. Eigendur Postulanna tólf lásu reyndar ekki greinina fyrr en Ein- ar Gunnlaugsson, tækniteiknari í Reykjavík, hringdi í þá í maí sl. og pantaði borð á staðnum vegna ferðar sinnar til Veróna nú í sept- ember. Var hann með greinina við höndina en þar tók Diddú einmitt sérstaklega fram að panta þyrfti borð tímanlega. Vitnaði Einar til greinarinnar og sagðist hann í samtali við Morgunblaðið hafa fundið strax fyrir miklum áhuga Ítalanna. Lét hann þýða greinina yfir á ítölsku og sendi til Veróna. Báðu eigendurnir líka um heim- ilisfang Diddúar. Svo var það um miðjan sept- ember að Einar fór á veitingastað- inn ásamt ferðafélögum sínum. Er eigendurnir höfðu áttað sig á hverjir væru komnir dró einn þeirra, Antonio Cioco, fram rauð- vínsflösku framleidda af Allegrini fjölskyldunni og sýndi þeim. Fannst þeim mikið til koma en enn meira er bakhliðin kom í ljós og við þeim blasti mynd af Diddú. Var þá upplýst að eftir borðpöntun Einars í vor létu þeir framleiða rauðvínið henni til heiðurs. Nýlega fékk hún sendar til landsins sex flöskur í trékassa í sérstakri hraðsendingu. Á bakhlið flöskunnar stendur í lauslegri þýðingu: „Vín Diddúar, val sópransöngkonu. Með angan vináttunnar, lit mel- ódíunnar og bragði Verónu. Lagað fyrir frú Sigrúnu Hjálm- týsdóttur, vin Verónu og Verónu- búa. Postularnir tólf, sumarið 2002.“ Diddú heiðursgestur veitinga- staðarins til eilífðarnóns Að sögn Einars hefur Diddú ver- ið gerð að heiðursgesti veitinga- staðarins til eilífðarnóns. Hann segir að vínið verði boðið öðrum matargestum og til standi að fram- leiða fleiri tegundir henni til heið- urs. „Ég sagði þeim að framleiða mikið magn því að Íslendingar myndu flykkjast á staðinn og panta vínið.“ Diddú segir að sendingin hafi komið sér gersamlega á óvart. „Ég átti aldrei von á svona uppákomu þótt ég hafi mælt með einu veit- ingahúsi,“ segir hún og bætir við að ef til vill ætti hún að leggja þá iðju fyrir sig. Hún segir það ekki síður skemmtilegt að vínið sem sé tileinkað sér sé annars vegar mjög fín framleiðsla af Valpolicella og hins vegar Amarone, sem sé uppá- halds ítalska vínið sitt, en það hafi mennirnir ekki haft hugmynd um. „Við erum svona andlega skyld,“ segir söngkonan, sem er á tón- leikaferðalagi í Frakklandi með Önnu Guðnýju Guðmundsdóttur undirleikara. Rauð- vín til- einkað Diddú Morgunblaðið/Árni Sæberg Á bakhlið flöskunnar stendur í lauslegri þýðingu: „Vín Diddú- ar, val sópransöngkonu. Með angan vináttunnar, lit melódí- unnar og bragði Verónu. Lagað fyrir frú Sigrúnu Hjálmtýsdótt- ur, vin Verónu og Verónubúa. Postularnir tólf, sumarið 2002.“ ESJAN skartaði hvítum toppi í gærmorgun, en snjóað hafði efst í fjallið yfir nóttina. Segir Páll Berg- þórsson veðurfræðingur og fyrr- verandi veðurstofustjóri, að það sé ekki óvenjulegt að fyrst sjáist snjór í Esjunni í lok september. Þá megi eiga von á snjó í fjöllum, þó reyndar geti snjóað í há fjöll í flest- um mánuðum ársins hér á landi. Páll segir að veturinn leggist ágætlega í sig. Esjan sé búin að vera snjólaus í nærri mánuð, séð frá Reykjavík, sem sé mjög sjald- gæft og hafi ekki komið fyrir allt frá því á sjöunda áratugnum til ársins 1998. Snjórinn bráðni ekki allur nema á hlýindaskeiðum. „Þegar svo er verður maður að reikna með því að það séu meiri möguleikar en ella á því að vet- urinn verði mildur, en auðvitað eru alltaf breytingar frá ári til árs. Það eru litlar líkur á hörðum vetri,“ segir Páll. Þá bendir hann sömuleiðis á að mjög lítið sé um hafís norður und- an Íslandi, sem einnig sé vísbend- ing um mildan vetur. „Ef sjórinn er mildur norður undan verður norð- anáttin alltaf heldur hlýrri en hún væri annars og það munar svo mik- ið um það.“ Páll segir að þá sé gróðurhúsaáhrifa greinilega farið að gæta í heiminum sem minnki aftur líkur á hörðum vetrum. Morgunblaðið/Kristinn Litlar líkur á hörðum vetri ÞETTA fallega aðmírálsfiðrildi settist í hár Salóme Jórunnar Bern- harðsdóttur, átta ára, í Slyppugili í Þórsmörk um síðustu helgi. Salóme Jórunn segir að nokkur fiðrildi hafi verið í gilinu, strákar sem voru þarna líka hafi haldið að fiðrildin væru fuglar þar sem þau voru svo stór. Hún segir að hún hafi aldrei fund- ið neitt svona fallegt í náttúrunni. Fiðrildið hafi dáið stuttu eftir að myndin var tekin. „Ég reyndi að gefa því blóm en það leit ekki við því,“ segir hún og bætir við að fiðr- ildið hefði hvort eð er dáið í kuld- anum í vetur. Mamma hennar hafi gefið fiðrildinu sykurvatn en það hafi ekki gengið. „Ég ætla að stoppa það upp og hafa það í herberginu mínu,“ segir Salóme Jórunn. Skordýrafræðingar segja að óvenjumikið sé um stór og falleg fiðrildi í ár. Þau hafi borist hingað norður á bóginn með heitum vind- um. Morgunblaðið/Kristinn Héldu að fiðrildin væru fuglar Morgunblaðið/Kristinn MIKILL minnihluti þjóðarinnar styður árás á Írak, samkvæmt nið- urstöðum könnunar sem Gallup gerði 11.-25. september. Um 21% sagðist styðja árás á Írak, en 79% voru mótfallin árás. Þrír hópar voru spurðir þriggja mismunandi spurn- inga. 12% sögðust styðja árás Bandaríkjamanna og Breta á Írak, en 12% sögðust mótfallin. Stuðning- ur við árás jókst þegar fólk var spurt hvort það styddi árás með fulltingi Sameinuðu þjóðanna. 34% sögðust styðja slíka árás og 66% sögðust ekki styðja hana. Mikill munur reyndist vera á af- stöðu kynjanna til árásar, en konur styðja síður árás en karlar. 32% karla studdu árás, en 10% kvenna. Eins er mikill munur eftir því hvort fólk styður ríkisstjórnina eða ekki, stjórnarandstæðingar reyndust frekar á móti árás en þeir sem styðja ríkisstjórnina. 32% stuðningsmanna ríkisstjórnarinnar sögðust styðja árás, en 18% stjórnarandstæðinga. Meirihluti mótfallinn árás á Írak
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.