Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Fyrsta heimilið SIGURSTEINN Másson, formaður Geðhjálpar, segir neyðarástand ríkja vegna úrræðaleysis heilbrigðiskerfis- ins til að veita geðsjúkum þá þjónustu sem þeir þurfi og eigi rétt á. Yfir 20 einstaklingar, sem eigi að fá þjónustu í geðheilbrigðiskerfinu lögum sam- kvæmt, séu vistaðir í fangelsum. Þá séu um 30 einstaklingar til viðbótar heimilislausir og á vergangi. Oft séu þetta mjög veikir einstaklingar. „Þetta er auðvitað algjörlega óvið- unandi ástand og það þarf að kalla til ábyrgðar bæði félagsmálayfirvöld og heilbrigðisyfirvöld. Það er hörmulegt þegar það hefur legið fyrir árum og stundum áratugum saman að ein- staklingar sem hafa verið gjörsam- lega ófærir um að bjarga sér hafa ekki fengið lögbundna þjónustu. Horfa síðan upp á að mörg slík mál enda með hörmulegum afleiðingum. Það er algjörlega ótækt að einstak- lingar haldnir mjög erfiðu ofsóknar- brjálæði og öðrum alvarlegum geð- sjúkdómum séu vistaðir í fangelsum eða á sambýlum fyrir fólk í áfengis- vanda, eins og er í dag.“ Jón Kristjánsson heilbrigðisráð- herra segir að hann muni láta skoða hvaða úrræði séu í boði fyrir afbrota- menn sem hafi afplánað refsingu sína og séu veikir á geði, réttargeðdeildin á Sogni geti helst tekið að sér menn sem svo sé ástatt um en þá þurfi að svipta þá frelsi. Í Morgunblaðinu í gær var haft eftir forstjóra Fangels- ismálastofnunar að maðurinn sem er grunaður um að hafa stungið karl- mann á sjötugsaldri til bana á fimmtudagskvöld væri geðsjúkur og hefði átt að vera undir eftirliti. Hann hefði hins vegar ekki fengið nauðsyn- legt aðhald og þjónustu á stofnunum þótt hann hefði sjálfur verið tilbúinn að þiggja hjálp. Ráðherra segir að hann vilji ekki tjá sig um þetta einstaka mál, en hann muni kanna hvort honum hafi verið synjað um vistun á stofnunum sem heyra undir heilbrigðisráðuneyt- ið. „Það hafa komið upp einstaka til- vik af svipuðu tagi, einmitt þar sem menn eru búnir að afplána sinn dóm og komnir út í þjóðfélagið aftur og hafa jafnvel verið hættulegir um- hverfi sínu. Það þurfa náttúrlega að vera einhver úrræði, það þarf þá frelsissviptingu ef menn eru búnir að afplána dóm. En það er full þörf á að það fari fram athugun á slíku.“ Stjórn Geðhjálpar hefur sent frá sér ályktun þar sem hún skorar á op- inbera aðila, sem og stjórnendur sjúkrastofnana að bæta til muna þjónustu innan geðsviðsins og gera ekki heilbrigðismál að lögreglumál- um. „Það er óforsvaranlegt fyrir þjóð sem á að búa við gott félags- og heil- brigðiskerfi að þannig sé komið fram við fjölda fólks,“ segir í ályktuninni þar sem því er beint til ríkisstjórn- arinnar að „gera nauðsynlegar úr- bætur á þjónustu við geðsjúka á Ís- landi í samræmi við áherslur þær sem fram komu við þingupphaf fyrir tæpu ári.“ Áskorun Geðhjálpar um að heilbrigðismál verði ekki lögreglumál Segja að 50 einstaklingar fái ekki lögboðna þjónustu Lögreglan lokar spilavíti í miðbænum Morgunblaðið/Júlíus Það tók lögregluna um tvo til þrjá tíma að taka saman allt sem tengdist spilavítinu, borð og fleira, og flytja það í burtu í sendibifreiðum. SKÖMMU fyrir miðnætti á föstu- dagskvöld gerði lögreglan húsleit í húsnæði í miðbæ Reykjavíkur þar sem talið er að rekið hafi verið nokk- urs konar spilavíti eða fjárhættuspil um nokkurt skeið, en slíkt er bannað samkvæmt almennum hegningarlög- um. Lögreglan lagði hald á allan bún- að og færði starfsmenn til yfir- heyrslu, en forsvarsmenn starfseminnar voru enn í haldi í gær, laugardag. Að sögn rannsóknarlögreglu hefur lengi verið grunur um að í viðbygg- ingu við Suðurgötu 3 í Reykjavík, í portinu á bak við Herkastalann og húsnæði Happdrættis Háskólans, færi fram starfsemi í ætt við spilavíti, þar sem spilað væri upp á peninga. Lögreglan með húsleitarheimild Í fyrrakvöld var síðan látið til skar- ar skríða. Lögreglan var með húsleit- arúrskurð frá héraðsdómi, gerði hús- leit á staðnum og lagði hald á tæki og tól auk þess sem starfsmenn, um 10 manns, voru fluttir á lögreglustöð til yfirheyrslu, en gestunum, rúmlega 10 manns, var leyft að fara eftir að rætt hafði verið við þá á staðnum. Nokkur viðbúnaður var vegna aðgerðarinnar og tók um tvo til þrjá tíma að taka saman allt sem tengdist spilavítinu, borð og fleira, og flytja það í burtu. Samkvæmt íslenskum hegningar- lögum er svona rekstur bannaður og refsiverður, en í 183. gr. almennra hegningarlaga segir að sá, sem geri sér fjárhættuspil eða veðmál að at- vinnu eða það að koma öðrum til þátt- töku í þeim, skuli sæta sektum eða allt að eins árs fangelsi. Eins segir að ákveða skuli með dómi hvort vinningi af fjárhættuspili eða veðmáli skuli skilað aftur eða hvort hann skuli gerður upptækur. Í 184. gr. sömu laga kemur fram að hver, sem afli sér tekna beint eða óbeint með því að láta fjárhættuspil eða veðmál fara fram í húsnæði, er hann hefur umráð yfir, skuli sæta sektum eða allt að eins árs fangelsi. NASA rannsakar setmynd- anir eftir Kötluhlaup Landslag á Mýrdalssandi talið líkjast yfirborði Mars Svona eru vélmennin sem NASA ætlar að senda til Mars. Ljósmynd/Dr. Matthew Roberts James W. Rice segir að landslag á Íslandi geti nýst vel til að hjálpa mönnum að skilja landslagið á Mars. Hann stendur í árfarvegi á Mýr- dalssandi þar sem áin hefur rutt sér leið í gegnum set úr Kötluhlaupi. DR. JAMES W. Rice, stjarnjarð- fræðingur hjá NASA, rannsakaði setmyndanir eftir Kötluhlaup á Mýrdalssandi í ágúst síðastliðn- um, ásamt dr. Matthew J. Ro- berts, jöklafræðingi á Veðurstofu Íslands, en næsta vor verða tvö geimför send til Mars til að rann- saka ummerki eftir gríðarleg hlaup sem áttu sér stað á plán- etunni fyrir fleiri milljónum ára. Rice segir að landslagið á Ís- landi sé mjög líkt yfirborði Mars og mjög gagnlegt sé fyrir vís- indamenn að geta borið myndir frá Mars saman við landslagið á Mýrdalssandi, þá geti íslenskt landslag hjálpað þeim að túlka og skilja betur myndir frá Mars. Fyrra geimfarið verður sent af stað í maí á næsta ári og það síð- ara um mánuði síðar. Þau munu lenda á mismunandi stöðum á Mars í upphafi ársins 2004, vél- menni munu safna upplýsingum og senda til jarðar. „Nýlega komu fram vísbendingar um að vatn hafi verið að finna á Mars og þar sem vatn er forsenda lífs þykir þetta mjög spennandi rann- sóknarefni fyrir vísindamenn,“ segir Roberts sem vann að rann- sóknunum ásamt Rice. Hann seg- ir að Veðurstofan hafi mikinn áhuga á að fá frekari upplýsingar um hvernig Kötluhlaup hagi sér og því hafi hann tekið þátt í rannsóknum Rice hér á landi í sumar. Flóðin á Mars gríðarlega stór Rice segir að NASA hafi sér- stakan áhuga á að skoða land- svæði á Mars þar sem má sjá um- merki eftir vatn. „Flóðin á Mars hafa verið gríðarlega stór, rennslið hefur verið um 20–30 sinnum meira en samanlagt rennsli allra vatnsfalla á jörðinni. Við vitum ekki hvenær síðast varð flóð á Mars en við höfum giskað á að það hafi verið fyrir 10 milljónum ára,“ segir hann. Rice hefur rannsakað ummerki eftir jökulhlaup á Íslandi síðustu fimm ár, þar á meðal á Skeið- arársandi og fyrir norðan Vatna- jökul. „Mörg þessara svæða líkj- ast mjög landslaginu á Mars. Árið 1997 lenti Mars Pathfinder í gömlum árfarvegi á Mars sem svipar mjög til landslags á Ís- landi,“ bætir hann við. Könnunargeimfarið Mars Od- yssey frá NASA er nú á sporbaug um Rauðu plánetuna, eins og hún er gjarnan kölluð, og vinnur Rice m.a. að því að vinna úr upplýs- ingum sem geimfarið sendir til jarðar. Þá vinnur hann einnig að því að þróa vélmennin sem verða send til Mars næsta vor. Eitt vél- menni verður í hvoru geimfari fyrir sig, en fyrra geimfarið legg- ur af stað í maí á næsta ári og það síðara um mánuði síðar. „Hvort vélmenni mun endast í um 90 daga og við getum vonandi sent þau í allt að kílómetra fjar- lægð frá geimförunum,“ segir Rice. Vélmennin munu leita að ummerkjum um vatn og geta far- ið yfir um 100 metra á yfirborði plánetunnar á hverjum degi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.