Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 17
erum ekki síður stolt af því hversu stórt hlutfall félaganna eru ungt fólk. Ég get nefnt sem dæmi að á póstlista fyrir félaga á aldrinum 18–27 ára eru 460 til 470 félagar. Skýringin felst án efa í því hversu mörg spennandi verkefni á vegum Norræna félagsins snúa að ungu fólki. Flestir þekkja væntanlega Nordjobb-verkefnið, þ.e. tækifæri ungs fólks til að vinna sumarvinnu í einhverju hinna Norðurlandanna. Við höfum tekið þátt í þessu verk- efni í 17 ár og sent að jafnaði 200 ungmenn til hinna Norður- landanna undanfarin sumur, þ.e. svipaðan fjölda og stærri þjóðir á borð við Svía. Af öðrum verkefnum sérstaklega ætluðum ungu fólki er hægt að nefna Snorraverkefnið, lýðháskólana og styrki til að auð- velda bekkjardeildum á Íslandi að heimsækja bekkjardeildir á hinum Norðurlöndunum. Ekki má heldur gleyma því að ungt fólk tekur oft virkan þátt í að rækta vinabæja- tengsl á milli bæja úti á lands- byggðinni, t.d. myndast oft sérstök tengsl á milli íþróttahópa, kóra og skáta í bæjunum.“ „Svona gerum við“ á afmælisári Óðinn minnir á að nýtt verkefni undir yfirskriftinni „Svona gerum við“ í tilefni af afmælisárinu verði unnið af 15 til 18 ára ungmennum hér á landi og á hinum Norður- löndunum. „Við byrjuðum á því að velja 8 íslenska bæi og vinabæi þeirra til að vera með í verkefninu – alls 40 bæi. Eitt til þrjú ung- menni í hverjum bæ taka að sér að fylla út gátlista í tengslum við um- hverfisvernd í bænum og velta því síðan fyrir sér hvernig þau vilja hafa bæinn sinn eftir 10 til 15 ár. Eftir að þeim áfanga lýkur hittast ungmennin síðan í íslensku vina- bæjunum og koma að því loknu öll saman á tveggja daga fund, „Stefnumót 21“, í Reykjavík. Nafn- ið er dregið af Staðardagskrá 21 enda tengist umhverfisverkefnið þeirri dagskrá.“ Sigurlín segir að hin Norrænu félögin hafi stundum kvartað yfir því að ekki séu nógu margir fé- lagar á aldrinum 25 til 40 ára. „Á þessum aldri hefur fólk náttúrlega margt á sinni könnu, t.d. barna- uppeldi og húsnæðiskaup. Þess vegna hefur víða borið á því að þessi hópur hefur ekki gefið sér tíma til að starfa innan Norrænu félaganna. Hins vegar verður að segjast eins og er að við höfum ekki átt við sama vanda að stríða hér á landi. Þvert á móti hefur fólk á þessum aldri verið afar drífandi innan Norræna félagsins. Hugsan- lega er ein af ástæðunum fyrir því hversu algengt er orðið að Íslend- ingar stundi nám á hinum Norð- urlöndunum. Ekki má heldur gleyma því hversu gaman er að starfa innan svona félags en starf- semin er meira og minna byggð á sjálfboðaliðastarfi.“ Tvöfalt stærra húsnæði Eins og áður segir flutti félagið fyrir stuttu í fyrsta sinn í eigið húsnæði við Óðinsgötu 7. „Við er- um ákaflega stolt af því að okkur hefur tekist að festa kaup á hús- næði. Sem betur fer áttum við fyr- ir útborguninni og afborganirnar af lánunum eru ekki hærri en húsaleiga. Við erum því ekki að steypa okkur í skuldir með kaup- unum og nýja húsnæðið er tvöfalt stærra heldur en leiguhúsnæðið í Bröttugötunni eða samtals um 190 m2. Með því skapast ýmsir nýir möguleikar, t.d. á því að halda smærri fræðslufundi og námskeið hérna á Óðinsgötunni í staðinn fyr- ir að leigja húsnæði úti í bæ. Ég get þar nefnt íslenskunámskeið fyrir þátttakendur í Snorraverk- efninu og Nordjobb og trúlega verður ráðstefnan fyrir starfsmenn stofnananna fjögurra haldin hér. Með sama hætti getum við boðið deildunum á höfuðborgarsvæðinu og vináttufélögum eins og Dansk- íslenska félaginu afnot af húsnæð- inu eftir skrifstofutíma á kvöldin,“ segir Sigurlín og getur ekki neitað því að hún sé að komast í hátíð- arskap vegna afmælisins. „Við ætl- um að efna til veglegrar afmæl- isveislu á sunnudaginn. Hér inni ætla starfsmennirnir í sérmerktum bolum að kynna starfsemina og bjóða gestum og gangandi upp á kaffi og bakkelsi. Úti á torginu verður reist stærðarinnar sam- komutjald og þar verður boðið upp á fjölbreytta afmælishátíð á milli tvö til fimm. Má þar nefna að hinn virti sænski vísnasöngvari Mikael Wiehe ætlar að taka lagið. Flens- borgarkórinn syngur nokkur lög og rappararnir Blazroca og Sesar A leika listir sínar. Allir ættu því að finna eitthvað við sitt hæfi á af- mælishátíðinni.“ ago@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 17  Skrifstofa Norræna félagsins á Íslandi er til húsa á Óðinsgötu 7 í Reykjavík, s. 511 0165, norden@norden.is, opið kl. 9– 16. Norræna upplýsingaskrif- stofan er til húsa á Glerárgötu 26 á Akureyri, s. 460 1462, ak- ureyri@norden.is. Heimasíða fé- lagsins er www.norden.is  Norrænu félögin á Norðurlönd- unum standa sameiginlega að svokölluðu Nordjobb-verkefni á Norðurlöndunum á hverju sumri. Nordjobb felur í sér tilboð til Norðurlandabúa á aldrinum 18 til 25 ára um sumarvinnu í ein- hverju Norðurlandanna öðru en sínu eigin. Ungmennin fá hús- næði til umráða og stendur til boða að taka þátt í tómstunda- dagskrá á vegum verkefnisins. Sem dæmi um áhugann á Norð- urlöndunum má nefna að 2.729 umsóknir bárust frá ungmenn- um á öllum Norðurlöndunum á síðasta ári. Af þeim fengu 737 vinnu á vegum Nordjobb. Hlut- fallslega flest ungmenni hafa tekið þátt í verkefninu frá Ís- landi. Má þar nefna að af 311 umsækjendum stunduðu 185 íslensk ungmenni sumarvinnu á vegum Nordjobb í einhverju af hinum Norðurlöndunum á síð- asta ári.  Norræna félagið veitir styrki til nemendaskipta og ferðalaga nemendahópa til hinna Norður- landanna. Aðstoð er veitt við að koma á tengslum við „vina- bekki“ á Norðurlöndunum.  Norræna félagið rekur upplýs- ingaþjónustuna Halló Norð- urlönd í síma 511 1808 og hallo@norden.is um réttindi og skyldur á hinum Norðurlönd- unum. Á heimasíðu Halló Norðurlönd www.norden.org/hallonorden/is er líka að finna gagnlegar upp- lýsingar, t.d. um atvinnuleys- isbætur, fjölskyldubætur og líf- eyrisgreiðslur. Þar er líka að finna gátlista fyrir þá sem eru að flytja og ábendingar um gagn- lega vefi.  Norræna félagið veitir upplýs- ingar um lýðháskóla, norrænar sumarbúðir og tungumála- námskeið á hinum Norðurlönd- unum.  Snorraverkefnið gefur Íslend- ingum á aldrinum 18 til 23 ára tækifæri til að kynnast byggðum Vestur-Íslendinga í Manitoba og Kanadabúum/Bandaríkjamönn- um í sama aldurshópi tækifæri til að kynnast rótum sínum á Ís- landi. Verkefnið byggist á því að Norður-Ameríkubúarnir dvelja í sex vikur á Íslandi og Íslending- arnir í sama tíma á slóðum Vest- ur Íslendinga í Kanada. Norður- Ameríkubúarnir fá tækifæri til að búa hjá íslenskri fjölskyldu, læra íslensku, kynnast menn- ingu og náttúru þjóðarinnar fyrir utan að hafa upp á íslenskum ættingjum sínum. Með sama hætti gefst Íslendingunum tæki- færi til að dveljast hjá kan- adískum fjölskyldum, bæta enskukunnáttu sína, kynnast menningu og náttúru þjóð- arinnar og hafa upp á ættingjum sínum í Vesturheimi. Norrænir punktar . . .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.