Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 21 Þessar áhyggjur allar eru hreintekki úr lausu lofti gripnar. Sannleikurinn er sá að aðstæður á borð við þær sem hér að ofan eru nefndar eru furðu algengar víða um land. Ekki síst er átakanlegt þegar sárveikt gamalt fólk er sent heim til maka sem er alls- endis ófær um að annast sjúkling vegna eigin heilsuleysis. Þetta eru kringumstæður sem ég held að fáir vildu vera í – enda hvorugur kost- urinn góður, að sinna sjúklingi sjálf- ur veikur eða þurfa að neita að taka við ástvini sem vegna andlegra eða líkamlegra veikinda er orðinn ófær um að vera í heimahúsi. Það er liðin tíð að börn telji það skyldu sína að annast foreldra sína algjörlega þegar þeir missa heilsuna og jafnvel þótt unga fólkið vildi hafa foreldrana á heimilinu vill gamalt fólk miklu heldur búa á eigin heimili svo lengi sem þess er nokkur kostur. Það þyrfti þess vegna að styrkja til muna heimilisaðstoð og kannski mætti koma á heimsóknarþjónustu unglinga til eldra fólks til þess að rjúfa einangrun þá sem margir kom- ast í á elliárum. En það verður að vanda val þeirra sem starfa við að sinna gömlu og las- burða fólki. Ég veit að það er gert en þó getur út af brugðið. Mér er í minni þegar ég kom eitt sinn heim til konu sem var hátt á ní- ræðisaldri. Mér þótti mjög vel tekið til hjá henni og einkar þrifalegt. Ég hafði orð á því við hana að hún hlyti að hafa góða heimilishjálp. „Nei, ég hef enga heimilishjálp,“ svaraði hún og bætti við í hvíslandi tón: „Ég hafði heimilishjálp einu sinni, en sú manneskja var vandsetin og varð fjúkandi vond ef ég sagði eitt- hvað sem henni mislíkaði. Einu sinni varð heimilishjálpin svo reið að hún sló til mín. Eftir það sam- sinnti ég því sem hún sagði. En þeg- ar hún fór í sumarfrí og ætlaði svo að koma aftur sagði ég að ég hefði hresst svo mikið þessar sumarleyf- isvikur hennar að ég þyrfti ekki lengur á hjálp að halda. Þannig losn- aði ég við heimilishjálpina og hef síð- an talið öruggast að sinna þessum heimilisverkum mínum sjálf, þótt ég eigi stundum erfitt með það.“ Ég veit að þessi saga er vafalaust einstakt dæmi og ótrúlegt en þetta er eigi að síður sönn frásögn. Mér finnst að það eigi að vera markmiðið að gamalt fólk hafi tök á að lifa mannsæmandi lífi. Það er al- veg nógu erfitt að verða gamall og missa heilsuna, sjá á eftir vinum sín- um einum af öðrum og þurfa ofan í kaupið að sæta því að búa einn, kannski í fyrsta sinn á ævinni, – þótt ekki bætist við að gamalt fólk geti ekki sofið af áhyggjum um hvernig það eigi að borga mat sinn og meðul eða komast á milli staða, svo eitthvað sé nefnt af vandamálum þeim sem virðist snúa að alltof mörgum öldr- uðum í þessu samfélagi. Sem betur fer eru sumir þeirra sem eru orðnir aldraðir núna harð- snúnir baráttumenn. Vonandi tekst þeim að fá einhverju áorkað í fram- faraátt. Við hin ættum að styrkja baráttu aldraðra fyrir bættum hag, minnug þess að það kemur að okkur síðar, – því tíminn gleymir engum. Þjóðlífsþankar / Er ekki ástæða til að bregðast við? Tíminn gleymir engum ÞAÐ er ekki ofsögum sagt að ástandið í öldrunarmálum sé á stundum dap- urlegt. Gamalt fólk sem er sæmilega hresst og getur enn notið lífsins hefur margt hvert lítið handa á milli, enda er því meinað að vinna launavinnu og getur því fátt eitt veitt sér. Hinir sem eru lélegir eða veikir eru vafalaust sáttari við starfslokin en í staðinn búa of margir í þeim flokki við þungar áhyggjur, bæði af peningamálum en ekki síður út af því hvað um þá verði þegar þeir eru algjörlega hættir að geta hugsað um sig. Og þeir sem eiga maka hafa að auki áhyggjur af því að makinn veikist og þeir geti heilsu sinn- ar vegna ekki annast hann. eftir Guðrúnu Guðlaugsdóttur Skráðu þig í Broste klúbbinn - bergis.is Nýr lífsstíll Teymi // Borgartúni 30 // 105 Reykjavík // 550 2500 // www.teymi.is Grunntækni // Gagnagrunnar // Viðfangamiðlarar // Þróunartól Viðskiptagreind // Samhæft árangursmat // Vöruhús gagna // Gagnanám // OLAP // TBE Þjónusta // Rekstur gagnagrunna // Úttektir // Samþætting // Öryggismál // Ráðgjöf // Sérsmíði Nei, við erum ekki endurskoðendur fyrir erlend orkufyrirtæki og höfum aldrei komið nálægt talningu atkvæða í Flórída. Markmið okkar er einfaldlega að fá betri útkomu fyrir viðskiptavini okkar og auka arðsemi þeirra. Oracle lausnir Teymis eru lykill að hagræði, betra upplýsingaflæði, markvissari ákvarðanatöku og þar með betri útkomu. 2+2=7 A B X / S ÍA 9 02 12 05 d TENGIGRIND Hentugt í sumarbústaðinn! Fyrir 80m2 rými miðað við 75-35°c hitaveitu 70-30°c hringrásarkerfi og 30% frostlög. Breiddin er 65cm og hæðin 75cm Heildsala - Smásala VATNSVIRKINN ehf Ármúla 21 · Sími 533 2020 www.vatnsvirkinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.