Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 39 jöreign ehf Sími 533 4040 www.kjoreign.is Ármúla 21, Reykjavík Dan V.S. Wiium hdl., lögg. fasteignasali, BLÖNDUBAKKI - 4ra herb. Mjög góð endaíbúð í fallegri blokk á þessum vinsæla stað. Nýjar hurðir, suðursvalir og þvottahús í íbúð. Verð 11,6 millj. Nr. 2334 OPIÐ HÚS Í DAG MILLI KL. 14 OG 16 BOÐAGRANDI 5 - RVÍK Björt og góð 4ra til 5 herb. endaíbúð á 3. hæð ásamt stæði í lokaðri bílageymslu. Íbúðin er í góðu ástandi. Suðursvalir. Gott útsýni yfir KR- völlinn. Mikið og gott skápapláss. Verð 14,9 millj. Erla og María taka vel á móti ykkur milli kl. 14 og 16 í dag. SUNNUDAGAR Í VETUR Skrifstofan opin í dag frá kl. 12-14 NÝJAR EIGNIR Á SKRÁ HJÁ OKKUR DALBRAUT - 2ja herb. VEGHÚS - 3ja til 4ra herb. Góð 95 fm íbúð á tveimur hæðum. Stórar suðursvalir. Gott leiksvæði við húsið. Hús og sameign í góðu ástandi. Áhv. byggsj. og húsbréf 6,9 millj. Verð 12,9 millj. Nr. 2217 GARÐHÚS – PARHÚS HRAFNHÓLAR - LYFTUHÚS Mjög góð og mikið endurnýjuð 96,0fm. íbúð á 5.hæð. Húsið er allt nýklætt að utan og því viðhaldsfrítt. Góð bílastæði við húsið, stutt í skóla og flesta þjónustu. Áhv. 6 millj. áhvíl. Verð12,3millj. nr2316 BLÁHAMRAR - 4ra herb. Rúmgóð og björt 107,0 fm endaíbúð á efstu hæð í litlu fjölbýli. Sérinn- gangur af saml. svölum. Glæsilegt útsýni. Laus strax. Verð 13,4 millj. Nr. 2134 DALALAND - 2ja herb. Góð 43,0 fm íbúð á jarðhæð. Sérgarður í suður, ljós innrétting, parket á gólfum. Rólegt og gott hverfi. Verð 9,0 millj. Nr. 2317 SELÁSHVERFI - RAÐHÚS Gott hús á tveimur hæðum við Þingás með innbyggðum bílskúr. Stærð um 209 fm. Góð staðsetning. Mahóní-innréttingar. Sólpallur. Áhv. byggsj. 3,7 millj. Nr. 2316 IÐNAÐARHÚSNÆÐI – VOGUM Gott húsnæði á jarðhæð, um 300 fm. Góð aðkoma. Húsnæðið er í góðu ástandi. Búið er að hólfa af 80 fm. Auk þess er wc og kaffistofa í húsnæðinu. Hagstætt verð. Laust strax. Frábær staðsetning. Nr. 2341 VANTAR - VANTAR Okkur bráðvantar tveggja íbúða hús í Seljahverfi, raðhús, parhús eða ein- býli. Minni íbúðin þarf að vera 3ja herb. Má vera með tvöföldum bílskúr þó ekki skilyrði. Verðhugmynd 18-25 millj. ÓLAFUR veitir upplýsingar. Íbúð fyrir aldraða, þ.e. 60 ára og eldri. Rúmgóð og falleg íbúð á 1. hæð í lyftuhúsi ásamt yfirbyggðum svölum. Mikil og góð sameign. Falleg sam- eiginleg lóð. Laus strax. Verð 9,9 millj. Nr. 2315 Fallegt 202,0 fm hús á tveimur hæðum ásamt innbyggðum bílskúr. Eignin stendur á góðum útsýnisstað. Gert ráð fyrir aukaíbúð á jarðhæð. Laus strax. Eign í góðu ástandi. Nr. 2312 JÖRÐ Kauptilboð óskast í jörðina Skjöld í Helgafellssveit. Jörðin er 30-40 hektarar og liggur við þjóðveginn 9 km frá Stykkishólmi. Á jörðinni er hlaða og fjárhús fyrir 150 kindur og ræktað land 12 ha. Jörðin á veiðirétt í innri Laxá (Gríshólsá) og ytri Laxá (Bakká). Land jarð- arinnar er sléttlendi, grjótlaust og því mjög hentugt til bygginga. Líkur á jarðhita tiltölulega stutt frá. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Frekari upplýsingar í símum 438 1143 og 565 0286. Suðurlandsbraut 20, sími 533 6050 www.hofdi.is Opið hús í dag á milli kl. 12 og 16 Berjarimi 26 - jarðhæð i í illi l. Trausti og Steinunn bjóða ykkur að skoða þessa gullfallegu og vel skipulögðu 106 fm 4 herb. endaíbúð. Íbúðin er á 2. hæð í nýlegu fjölbýli á þessum barnvæna stað. Sérinngangur. Frábært útsýni. Stór garður fyrir börnin. Verð 12,7 millj. Íbúðin getur losnað strax. Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Laufengi 28 - íbúð 201 i í illi l. Sundlaugavegur Töluvert endurnýjuð, björt og rúmgóð, 3-4ra herb. risíbúð með útsýni. Rúmgóð stofa með stækkuðum kvisti og suðursvölum. Nýstandsett og flísalagt baðherbergi. Nýlegar eikarhurðir. Allt gler endurnýjað í íbúð og yfirfarið raf- magn. Stór og góður garður. Stutt í úti- vistarparadísina Laugardalinn. Laus fljót- lega. verð 10,9 millj. (2543) Opið hús í dag á milli kl. 14 og 17 Sundlaugavegur 14 i í illi l. Höfum fengið til sölu einkar fallegt og vel rekið veitingahús. Mikil viðskiptavild. Mikil sala. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða. Veitingahús á höfuðborgarsvæðinu til sölu i i f i il l Gott atvinnuhúsnæði, 333 fm húsnæði sem er að mestu á einni hæð. Í plássinu hefur verið rekið bifreiðaverkstæði. Plássið er að mestu einn salur, en þó er afstúkuð snyrting, afgreiðsla og kaffi- stofa. Hagstæð leiga. Laust strax. Allar nánari upplýsingar veitir Ásmundur á Höfða. Smiðjuvegur - Til leigu Í dag býðst þér og þínum að skoða þessa stórglæsilgu 84 fm 3ja herbergja íbúð sem er á jarðhæð og með sérinngangi. Sérafgirtur garður fylgir. Sérstæði í fullbúinni og glæsilegri bílageymslu. Parket og flísar eru á gólfum. Íbúðin er öll nýmáluð, nýtt park- et er á gólfum, nýir fataskápar. Íbúðin er laus strax. Hér þarf ekkert að gera og þú getur flutt beint inn. Áhv. 6 millj. húsbr. Verð 13 millj. Valdimar tekur vel á móti ykkur. (2757) GSM 896 8232 BLIKASTÍGUR 9 - ÁLFTANESI - LAUST Til sölu er þetta tvílyfta einbýli, 166,8 fm auk 78 fm bílskúrs, á Álftanesi. 4 svefnherbergi. Góð staðsetning. Góð kaup í þessu húsi, ekki fullkláruð eign. Húsið er laust. Björn s. 892 3838 Höfum til sölu eða leigu gott atvinnuhúsnæði á mjög góðum stað í Skeifunni. Um er að ræða ca 420 fm húsnæði, þar af 250 fm á götuhæð. Húsnæðið gefur mikla möguleika, getur til dæmis hentað sem heildsala eða sérverslun. Til afhendingar strax. SKEIFAN 3C TIL SÖLU EÐA LEIGU Suðurlandsbraut 46 - Sími 568 5556 ALÞJÓÐLEGUR hjartadagur er haldinn í þriðja sinn víða um heim 29. september. Tilgangurinn er að auka vitund almennings um hvað hvert og eitt okkar getur gert til að draga úr líkunum á að fá hjarta- og æðasjúk- dóma. Í fréttatilkynningu segir: „Heilbrigt hjarta er eitt af grund- vallaratriðum þess að hafa möguleika á að njóta lífsins sem best. Þriðja hvert dauðsfall í heiminum má rekja til hjartasjúkdóma og heilablóðfalla. Hjartavernd og Landssamtök hjarta- sjúklinga hvetja almenning til að hugsa vel um hjartað þennan dag sem og alla daga. Við hvetjum fólk til að nota daginn til að hreyfa sig og huga að hollu mataræði. Reykingamenn eru hvattir til að taka ákvörðun um að hætta að reykja. Fólk er hvatt til að láta mæla þá áhættuþætti sem hægt er að mæla eins og blóðþrýsting, kólesteról og blóðsykur. Hægt er að fá svokallað áhættumat hjá Hjartavernd alla virka daga. Heilsugæslustöðvar, mörg apó- tek og fleiri aðilar bjóða einnig upp á mælingar.“ Alþjóðlegur hjartadagur FYRSTA fræðsluerindi Hins íslenska náttúrufræðifélags í haust verður haldið mánudaginn 30. september kl. 20.30 í stofu 101, Lögbergi, húsi Há- skóla Íslands. Þá mun dr. Guðmund- ur A. Guðmundsson, dýravistfræð- ingur á Náttúrufræðistofnun Íslands, flytja erindi sem hann nefnir „Mar- gæsir á ferð um Ísland.“ Sagt verður frá lífsháttum þessar- ar smávöxnu gæsar sem hefur viðdvöl á Íslandi vor og haust á ferð sinni milli vetrarstöðva á Írlandi og varpstöðva í Norðaustur-Kanada. Fjallað verður um rannsóknir á stofnstærð og dreif- ingu margæsa hérlendis, fartíma, tryggð einstaklinga við áningarstaði og lengd dvalar, brottför og áhrif veð- urs. Einnig verður greint frá rann- sóknum með hjálp gervihnattasenda á ferðum margæsa milli Íslands og Kanada. Slík tæki hafa verið sett á alls 16 margæsir hérlendis og berast daglegar staðsetningar frá tveimur þeirra sem nú eru staddar á Íslandi eftir um 6.000 km flug til og frá varp- stöðvum í Kanada. Fræðsluerindi HÍN eru einkum ætluð almenningi og er aðgangur ókeypis og öllum heimill. Erindi um margæsir FÉLAG viðskipta- og hagfræðinga stendur fyrir opnum hádegisverðar- fundi mánudaginn 30. september nk. kl: 12:00-13:30 á Grand Hótel Reykjavík, Hvammi, 1. hæð. Á fundinum verður farið yfir reynslu fyrirtækja í að ná fótfestu á erlendum mörkuðum, hvað hefur gefist vel og hvað ber að varast. Fyr- irlesarar verða Sindri Sindrason, forstjóri Pharmaco og Ármann Þor- valdsson, framkvæmdastjóri fyrir- tækjasviðs Kaupþings. Fundarstjóri verður Davíð Sch. Thorsteinsson, framkvæmdastjóri Fundur um útrás íslenskra fyrirtækja RÆTUR, félag áhugafólks um menn- ingarfjölbreytni á Vestfjörðum, mun halda Þjóðahátíð Vestfirðinga 4. og 5. október næstkomandi og verður hún sú fimmta í röðinni. Að þessu sinni verður hátíðin haldin á Tálknafirði. Tilefnið er sem fyrr; þ.e. að fólki af erlendum uppruna hefur fjölgað mjög á Vestfjörðum undanfarin ár. Óhjá- kvæmilega er hætta á því, þegar fólk, sem er lítt eða ekki talandi á íslenska tungu, kemur inn í samfélagið að það einangrist. Vestfirðingar vilja bjóða innflytjendur velkomna til að auðga menningu okkar og um leið auðga þeirra menningu sömuleiðis. Þjóðahátíð Vestfirðinga á Tálknafirði
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.