Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MARK O’Brien hefursótt ráðstefnur víðaum heim. Eina slíkasat hann í Reykjavíksumarið 2000 og eins og venjulega hafði þessi aðstoðar- deildarforseti við Nottingham-há- skóla í Englandi áhuga á því að kynn- ast svolítið viðkomandi landi. „Dag einn skellti ég mér því í túr- istaferð norður í land; flaug til Ak- ureyrar og fór þaðan með rútu að Mývatni.“ Sól var þennan dag og mjög fallegt veður, og Mark segist strax hafa heillast af Akureyri og nágrenni. Hann hefur farið víða vegna starfs- ins; nefnir Singapore, Hong Kong, Kína, Bandaríkin og Kanada svo dæmi séu tekin. „Liz, eiginkona mín, spyr alltaf þegar ég kem heim: Jæja, hvernig var? – og þegar ég kom frá Íslandi og lýsti Akureyri fyrir henni sagði ég í fyrsta skipti: Þetta er ynd- islegur staður. Þarna gæti ég hugsað mér að búa!“ Eftir að ferðalangurinn lýsti stað- háttum fyrir eiginkonunni spurði hún strax hvort þarna væri háskóli en svarið sem hún fékk var svohljóðandi: „Ertu ekki að grínast? Þetta er smá- bær norður undir heimskautsbaug. Þar getur ekki verið háskóli.“ Er þér virkilega alvara? Hjónin athuguðu engu að síður hvort þau fyndu einhverjar upplýs- ingar um Akureyri á Netinu og viti menn! Háskóli fannst. Ættum við að senda þeim tölvu- póst? hafði annaðhvort þeirra á orði, og þau létu slag standa. Svar kom fljótlega yfir hafið: „Er þér virkilega alvara?“ Mark hlær þegar hann segir frá þessu. „Ég legg Þorsteini rektor líklega orð í munn, en svarið var einhvern veginn í þess- um dúr.“ Mark hafði lengi starfað við tölvu- deild Nottingham-háskóla en hafði ekki hugmynd um að draumur Þor- steins rektors var að koma upp slíkri deild við Háskólann á Akureyri. „Það sem ég gerði mér ekki grein fyrir var að Þorsteinn hafði nánast lokið við samning við Íslenska erfðagreiningu um stuðning við slíka deild og sam- vinnu, – og aftur legg ég honum orð í munn, en hann hlýtur að minnsta kosti að hafa hugsað: Nú er ég tilbú- inn með samninginn en hvar í fjand- anum fæ ég mann til þess að setja á stofn og stýra svona tölvudeild? Og nánast samtímis fékk hann tölvupóstinn minn!“ Slembilukka? Kannski. Einhver kann þó að hugsa sem svo að honum hafi hreinlega verið ætluð þessi leið. Mark fór fljótlega til Akureyrar, ræddi við forráðamenn háskólans þar í bæ og svo fór að hann var ráðinn í starfið. Leið vel í Nottingham, en… „Nottingham-háskóli er mjög góð- ur og mér leið vel þar. Ég var þar kennari þegar tölvudeildinni var komið á fót 1986 og tók þar af leiðandi þátt í öllu því ferli, þótt aðrir væru við stjórnvölinn.“ Hann fylgdist grannt með gangi mála þegar starfsfólk var ráðið til deildarinnar, námsefni útbú- ið, reglur settar saman og starfsemin skipulögð. Hann varð svo aðstoðarforseti vís- indadeildar háskólans, en sá sem því embætti gegnir stjórnar í raun deild- inni, segir Mark. Þetta var stór deild, nemendur um átta þúsund og starfs- fólk á fjórða hundrað. Mark segir um fyrirmyndarhá- skóla að ræða, en engu að síður hefði það flökrað að sér að breyta til. „Skól- inn var vel rekinn og honum vel stjórnað, en starf mitt var farið að snúast nær eingöngu um stjórnun. Ég vil aftur á móti helst af öllu vera sem mest í beinu sambandi við nem- endur; kenna þeim og stunda rann- sóknir.“ Önnur ástæða þessa er sú að Mark er ósáttur við þá þróun sem orðið hef- ur á allri framhaldsmenntun í Bret- landi. „Hún er að mínu mati á rangri leið. Þenst gríðarlega út án þess að fjármagnið aukist í samræmi við það. Fé minnkar því í raun til þess sem gert er. Hömlur eru settar á menn á öllum stigum. Svona er þetta að verða alls staðar í heiminum; háskólarnir eru að missa sjálfstæðið. Notting- ham-skólinn gerði eins vel og mögu- legt var, en ég vona að ég geti komið í veg fyrir að svona fari á Íslandi. Þið eruð ekki komnir á sömu braut, ekki ennþá.“ Og þau voru ákveðin í því, hjónin, að ef þau breyttu til skyldu þær breytingar verða róttækar. Liz var einn af forkólfum fé- lagslegrar þjónustu á vegum sveitar- félagsins, en lagði starfið fyrir róða í því skyni að flytja til Íslands. Og hún er stórhrifin. Sömu sögu er að segja af dótturinni, Caitlín, sem er níu ára. Hún er ákaflega ánægð fyrir norðan. Hvers vegna í sveit? Hjónin starfa bæði á Akureyri, Liz kennir einnig við háskólann, en heim- ili þeirra er að Skógarseli í Eyjafirði, um það bil 25 kílómetra sunnan bæj- arins. „Í Englandi sækist fólk mjög eftir því að búa úti í sveit en starfa í borg- unum. Þegar við komum hingað átt- uðum við okkur á því að hér er þessu öfugt farið; hér virðist fólk helst vilja búa í miðbænum. Fasteignaverð var því lægra í sveitinni en hér á Akur- eyri, þveröfugt við það sem er í Bret- landi, og við keyptum mjög gott hús rétt við bóndabæ og finnst yndislegt að vera þar.“ Þau eru útivistarfólk; hafa gaman af því að ganga á fjöll, sigla og renna sér á skíðum. „Við erum því á algjörum drauma- stað. Eitt það fyrsta sem við gerðum eftir að við fluttum hingað var að ganga á Kerlingu.“ Mark lýsir mikilli hrifningu af Guð- mundi bónda, nágranna þeirra, og fjölskyldu hans. „Þau hafa tekið okk- ur sérlega vel. Við vorum svolítið áhyggjufull áður en við komum vegna þess að okkur hafði verið sagt að Ís- lendingar væru frekar kaldir og fálát- ir, en nágrannarnir hafa verið frá- bærir. Og við höfum komist að því að Íslendingar hafa sams konar skop- skyn og Bretar.“ Tölvu-þetta og tölvu-hitt Lögð er áhersla á forritun, kerf- ishönnun, gagnagrunna, stýrikerfi og raunhæf verkefni í upplýsingatækni- deildinni, eins og segir á heimasíðu Háskólans á Akureyri. Mark segir blaðamanni nánar frá deildinni sem hann stýrir. „Deildin fór af stað fyrir nákvæm- lega einu ári, þannig að nú erum við með nemendur bæði á fyrsta og öðru ári. Markmið mitt þegar ég kom var að koma á fót deild þar sem boðið yrði upp á nám í hæsta, alþjóðlega gæða- flokki í tölvufræðum og það hefur ekkert breyst.“ Mark segir hægt að leggja stund á ýmis fög í heiminum í dag sem kallist tölvu-þetta eða tölvu-hitt, en sjaldn- ast séu kennd grundvallaratriði við- fangsefnisins, tölvunnar. Það sé hins vegar gert í Háskólanum á Akureyri. Hann kveður námið erfitt og mjög fræðilegt á köflum, en ástæða þess að hann velji þessa leið sé sú að mik- ilvægt sé að fólk skilji verkfærið til fullnustu og hvernig það starfi. „Fólk verður að öðlast djúpan skilning á því.“ Sé einhverjum kennt ákveðið for- ritunarmál, en ekki hvernig forrit virki í raun, geti sá hinn sami lent í vandræðum þegar nýtt mál kemur á markaðinn. Þá þurfi að þjálfa viðkom- andi aftur. „Forritunarmálin líta mjög mis- munandi út, það sem þau gera er ólíkt, en í grunninn eru þau öll eins og þeir sem hafa lært grundvallaratriðin í þessum fræðum eru á grænni grein. Sjá strax að ekkert vandamál er að skilja nýtt forritunarmál sem kemur á markað.“ Sérsvið Marks er gagnasöfn. „Kenningar á því sviði voru settar fram fyrir um það bil þrjátíu árum og gagnagrunnar eru í raun allir eins; þeir eru markaðssettir á ólíkan máta, stærð þeirra og verð eru mjög mis- munandi en innri bygging er alveg eins. Og það er þessi innri bygging sem við kennum. Ég líki þessu stundum við bíla; fólki er jafnan kennt að aka bíl, en við kennum hvernig hann er hannaður og hvernig á að taka bílinn í sundur ef hann bilar.“ Hann segir ekki algengt að slíkt nám sé í boði. „Minnihluti fólks sem nemur tölvu- fræði í háskólum fer þessa leið. Nám hinna er áreiðanlega jafn erfitt en í því felst ekki þessi undirstaða. Ég hugsaði með mér hvers virði það yrði fyrir íslenskt þjóðfélag – og hvaða áhrif það hefði á efnahagslega þróun hér – ef ég útskrifaði fólk sem hefur aðeins takmarkaða hæfileika. Ég veit að það myndi kosta þjóðfélag- ið aukna fjármuni að lokum. Mér fannst því ef ég kæmi hingað á annað borð, og færi að kenna fólki í litlu samfélagi – og Ísland sem heild er lít- ið samfélag, með fullri virðingu – ætti ég að gera það almennilega strax frá upphafi.“ Hann dregur ekki dul á það að nemendur í tölvufræði við HA læri ýmislegt sem gagnist þeim aldrei beint í daglegu starfi þegar þar að kemur. „Ég er að kenna þeim tor- skildar kenningar í augnablikinu sem aldrei nýtast þeim beinlínis, en það að þekkingin sé fyrir hendi mun þó hjálpa þeim.“ Tveir aðrir Bretar starfa við hlið Marks í deildinni, þeir Adam Bridgen og Andy Brooks. „Andy er reyndur fræðimaður sem kom frá Nýja-Sjálandi. Adam er mun yngri maður og hefur ekki mikla reynslu af kennslu en þeim mun meiri af rannsóknum. Hann tengist einmitt háskólanum í Nottingham; var nem- andi minn þar fyrir um það bil ára- tug.“ Mark var kunnugt um að Adam stundaði rannsóknir við háskóla í Bretlandi, en hafði áhuga á að fá hann líka til Íslands. „Ég bauð Adam því út á krá og sannfærði hann þar!“ Viðbrögð Adams voru eitthvað á þessa leið: Sko; þú vilt að ég fari með þér til lands þar sem talað er tungu- mál sem ómögulegt er að læra, þar sem myrkur er 24 tíma á sólarhring Hér gæti ég hugsað mér að búa! Skyldi vera háskóli hérna? Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Mark O’Brien, forseti upplýsingatæknideildar við Háskólann á Akureyri, ásamt eiginkonu sinni, Liz, og dótturinni Caitlin fyrir utan heimili fjölskyldunnar, Skógarsel í Eyjafjarðarsveit. Fyrir miðri mynd sést glitta í Grundarkirkju. Það var á sólbjörtum júnídegi fyrir rúmum tveim- ur árum sem þessi skeggjaði, brosmildi maður kom í fyrsta skipti til Akureyrar og hugsaði strax með sér: Hér gæti ég hugsað mér að búa. Skapti Hallgrímsson hitti Englendinginn Mark O’Brien að máli á skrifstofu hans í Háskólanum á Akureyri en O’Brien er forseti upplýsingatæknideildar skólans. ’ Fasteignaverð var lægra í sveitinni en áAkureyri, þveröfugt við það sem er í Bret- landi, og við keyptum mjög gott hús rétt við bóndabæ og finnst yndislegt að vera þar. ‘ ’ … því yrði erfitt fyrir erlenda nemendur aðfjármagna námsdvöl á Íslandi, ef ekki kemur til lánsfé frá innlendum yfirvöldum. ‘ ’ Margt ungt fólk í Bretlandi og á meg-inlandi Evrópu hleypir heimdraganum til þess að læra og ef saga háskólanna gegnum aldirnar er skoðuð kemur í ljós að þeir eru gjarnan á afskekktum stöðum. ‘
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.