Morgunblaðið - 29.09.2002, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 29.09.2002, Qupperneq 28
28 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ 29. sept. 1945: „Marga hefir furðað á því á undanförnum árum, þegar kommúnistar hafa talað fjálglega um lýð- ræði og lýðræðisást. Ekki er að furða. Í Rússlandi er einn flokk- ur, ein skoðun. Fleira fyr- irfinnst ekki. Og þykir sum- um ekki lýðræðislegt. En smám saman eru að fæðast „skipulagsbundnar“ skýringar á þessum und- arlegu fyrirbrigðum. Í hæst- virtu íslensku ríkisútvarpi gaf að heyra í fyrrakvöld, í erindi frá útlöndum, þann sanna og rjetta lykil að þess- um leyndardómi. Það var háttvirtur starfs- maður útvarpsins, sem kom fram á sjónarsviðið – og sjá! Það var ekki um að villast, Lýðræði! – vitið þið ekki, elskulegu hlustendur, að það á ekki saman nema að nafn- inu til. Auðvitað er það til, þetta góða, gamla vestræna lýðræði, því ber ekki að neita. En svo megið þið bara ekki gleyma því, að það er líka til nokkuð, sem heitir „ráðstjórnar-lýðræði“, og það er lóðið, Þórkatla mín!“ 29. sept. 1965: „Um þessar mundir stendur yfir í Moskvu fundur miðstjórnar kommúnistaflokksins í Sov- étríkjunum, og verður þar aðallega fjallað um breyt- ingar á stefnu stjórnarinnar í efnahags- og iðnaðarmál- um. Allt bendir til þess, að núverandi forsætisráðherra, Alexei Kosygin, beiti sér nú fyrir því á þessum mið- stjórnarfundi, að teknar verði upp í sovézkum iðnaði vestrænar starfsaðferðir, samkeppni aukin milli fyr- irtækja og gróðasjónarmiðið innleitt í Sovétríkjunum í mjög vaxandi mæli. Sovétstjórnin mótmælir því að vísu mjög, að hún sé að snúa við á miðri leið af braut kommúnismans, en í þessum efnum mun tryggara að taka tillit til orða Kín- verja, sem sjá glögglega hvað er að gerast í Sovétríkj- unum og fordæma þá stefnu- breytingu, sem þar er að verða.“ 29. sept. 1985: „Atvinnuleysi er þjóðarböl víða um heim, ekki sízt í iðnvæddum ríkj- um. Þau lönd eru ófá þar sem tíundi hver vinnufær maður hefur ekki verk að vinna. Fátt brýtur heilbrigt fólk verr niður en það að finna sig þann veg utan gátta í önn hins daglega lífs. Ef grannt er gáð er rétturinn til vinnu, á sama hátt og rétt- urinn til menntunar, hluti af grundvallarréttindum í aug- um nútímamannsins. Víðfeðmt atvinnuleysi hef- ur ekki gist íslenzkt sam- félag, sem betur fer, frá því á kreppuárum fjórða áratug- arins, 1930–1940. Þeir, sem lifðu þá tíma, eiga enga ósk heitari en þá að sú hörmung- arsaga endurtaki sig aldrei í íslenzku samfélagi.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. H iminninn yfir Berlín er grár og þungur og það glampar á regnvotar göt- urnar. Rétt fyrir innan dyrnar á brautarstöðinni Warschauer Straße í austurhluta borgarinnar hafa nokkrir menn leitað sér skjóls undan rigningunni. Þeir eru að drekka bjór úr dós og mega augljóslega muna betri tíma. En þótt enn sé tiltölulega snemma morg- uns eru að minnsta kosti tveir þeirra búnir að kjósa. „Ég kýs CDU,“ segir einn þeirra og lýsir yfir stuðningi við kristilega demókrata. „Málið er einfalt. Mér gengur verr núna en fyrir fjórum árum.“ Manninum er greinilega mikið í mun að ekki fari á milli mála að efnahagslegar forsendur liggi að baki ákvörðun hans. „Útlendingar í Þýskalandi koma þessu máli ekkert við,“ segir hann og vísar til þess að Edmund Stoiber, kansl- araefni kristilegu flokkanna, CDU og CSU, setti innflytjendamál á oddinn síðustu dagana fyrir kosningarnar í Þýskalandi. „Hér er ég með vini mínum frá Úkraínu,“ segir hann og bendir á einn drykkjufélaga sinn. Bendir síðan á annan og segir: „Þessi er frá Póllandi.“ Annar Þjóðverji í hópnum segist hafa kosið sósíaldemókrata: „Ég tel að það þurfi að vera fé- lagslegt net og treysti hægri mönnum ekki til þess að tryggja það. Þess vegna kýs ég SPD þótt þeir hafi ekki staðið sig vel síðustu fjögur ár.“ Í grunnskóla einum skammt frá streyma kjós- endur í hverfinu Lichtenberg jafnt og þétt að. Síðhærður karlmaður segir að hann hafi unnið sem iðnaðarmaður, en hafi nú verið atvinnulaus í eitt ár. Þegar hann er spurður um ástandið í austrinu ítrekar hann að um það geti hann ekk- ert sagt, hann sé úr vesturhlutanum. Þrátt fyrir atvinnuleysið ætlar hann hins vegar að kjósa sósíaldemókrata. Sama segir miðaldra kjósandi, sem er úr austrinu. Hann segir að sér gangi nú hvorki betur né verr en fyrir fjórum árum, en samt vilji hann að stjórnin haldi velli. Hann seg- ist ekki átta sig á því hvers vegna sósíalista- flokkurinn, PDS, sem er óbeinn arftaki gamla kommúnistaflokksins, virðist nú ætla að detta út af þingi, en bætir við að sér finnist það skaði. Ekki þó nægur skaði til að kjósa flokkinn. Frem- ur vígalegur maður kemur askvaðandi með grimmilegan hund í keðju. Hann er í gallajakka, sem ermarnar hafa verið rifnar af uppi við axlir og á upphandleggjunum blasa við húðflúr. Hann segir að það sé enginn missir að PDS. „Flokk- urinn er tímaskekkja og á ekkert erindi,“ segir maðurinn. „Við höfum fengið okkur fullsödd af þessum boðskap.“ Hann vill að stjórnin haldi velli, en hrópar á leiðinni út: „Ég kaus NPD!“ NPD er einn af öfgaflokkunum, sem setja inn- flytjendamál á oddinn, og fékk lítið sem ekkert fylgi. Í iðnskóla í hverfinu Friedrichshain-Kreuz- berg í vesturhluta Berlínar standa hlutir úr bíl, sem nemendur hafa smíðað, til sýnis. Þar er einnig verið að ganga að kjörborðinu. Miðaldra hjón segjast hafa kosið sósíaldemókrata, en eig- inmaðurinn bætir við að hann hafi notað annað atkvæðið sitt til að kjósa græningja: „Joschka Fischer er besti utanríkisráðherra okkar síðan Genscher gegndi embættinu.“ Í Þýskalandi vel- ur kjósandinn annars vegar einstakling og hins vegar lista og greiðir í raun tvö atkvæði. Græn- ingjar hvöttu menn til að nota seinna atkvæðið sér til stuðnings og það virðist hafa haft áhrif þegar upp var staðið. Einhvern tímann hefur verið sagt að væri Kreuzberg í Tyrklandi yrði hverfið þriðja stærsta borg landsins á eftir Istanbul og Ank- ara. Út úr kjörklefanum kemur fjölskylda af tyrkneskum uppruna, hjón með eina dóttur. Hjónin hafa búið í Þýskalandi hátt á annan ára- tug. „Mér líkar ekki málflutningur hægri manna í garð útlendinga,“ segir konan og neitar því ekki að hún verði iðulega vör við fordóma, þótt oft komi þeir fram í hinu smáa. Hún er þeirrar hyggju að málflutningur hægri manna þar sem fjölda innflytjenda og atvinnulausra sé stillt upp hlið við hlið ali á úlfúð og sendi röng skilaboð. Austur-Þjóð- verjar höfðu úrslitaáhrif Samtöl við kjósendur í Berlín á kjördag gáfu í raun enga vís- bendingu um það sem koma skyldi, enda var svo mjótt á munum að stjórn sósíaldemókrata og græningja hélt rétt naumlega velli og hefur níu atkvæðum meira en stjórnarandstaðan á þingi. Sósíaldemókratar fengu aðeins tæplega 9000 atkvæðum meira en kristilegu flokkarnir þannig að það var ekkert afgerandi við kosningarnar 22. september. Þeg- ar tölurnar eru skoðaðar nánar sjást hinsvegar ákveðnar átakalínur. Kristilegu flokkarnir fengu mun meira fylgi í vesturhluta Þýskalands en í austurhlutanum og langmest í Bæjaralandi þar sem kanslaraefni þeirra ræður ríkjum. Þar fékk CSU 58,6% og jók fylgi sitt um 10,9% miðað við kosningarnar fyrir fjórum árum. CSU, sem er systurflokkur kristilegra demókrata, CDU, fékk þar með 9% atkvæða á landsvísu og er því í raun þriðji stærsti flokkur Þýskalands, með meira fylgi en bæði græningjar og frjálsir demókratar. Segja má hins vegar að úrslitin hafi ráðist í austurhlutanum. Þar bættu sósíaldemókratar tæplega 5% við sig og fengu 39,7% atkvæða, en 38,3% í vesturhlutanum. Kristilegir demókratar fengu hinsvegar aðeins 28,3% atkvæða í austur- hlutanum en 40,8% í vesturhlutanum. Mestur munur á fylgi milli flokka í austurhlutanum ann- ars vegar og vestrinu hins vegar var hjá PDS. Flokkurinn fékk 16,8% atkvæða í austurhlut- anum en aðeins 1,1% í vesturhlutanum. Í austur- hluta Berlínar var flokkurinn þó með minna fylgi en græningjar. Það þarf ekki að koma á óvart að kjósendur í austurhluta Þýskalands, hinum svokölluðu nýju sambandslöndum, hegði sér öðruvísi en kjós- endur í vesturhlutanum. Efnahagsástandið er mun lakara í austurhlutanum, í mörgum stærstu borgunum er atvinnuleysi rúmlega 20% og þau vestrænu lífsskilyrði, sem fylgja áttu sameining- unni, hafa látið á sér standa. PDS hélt þremur dögum fyrir kosningar loka- kosningafund í tónleikasal, sem heitir Arena og er í austurhluta Berlínar. Þar var fremur fátt um manninn, öfugt við það, sem búast hefði mátt við vegna þess að Austur-Berlín hefur verið vígi flokksins og þar tókst þeim að fá tvo menn kjörna beint á þing í kosningunum um liðna helgi. Stemmningin var hins vegar lítil og voru blaða- og fréttamenn í meirihluta næst sviðinu þegar hin fallna stjarna flokksins, Gregor Gysi, tók til máls. Flokkurinn hefur höfðað til kjós- enda í austurhlutanum og hefur þótt hafa sterk tengsl við grasrótina fram yfir hina flokkana, en er greinilega að missa ítök sín. Kemur þar tvennt til. Annars vegar sagði Gysi af sér vegna vildarpunktahneykslis, en hins vegar þótti flokk- urinn ekki standa undir nafni í flóðunum í ágúst. Flokkurinn segir í stefnuskrá að í ljósi fyrri mis- taka við að koma á sósíalisma stefni hann á sósí- allýðræði, en í öllum hans málflutningi má greina ákveðna fortíðarþrá. Þetta sást meðal annars á þeim bókakosti, sem var á boðstólum á söluborðum á fundinum. „Frásagnir af Erich Honecker“ nefnist ein bókin og segir á kápu að þar lýsi samferðamenn leiðtoganum, sem hafi fengið óverðskuldaða útreið í þeim bókum, sem gefnar hafa verið út eftir að múrinn féll. Önnur bók fjallar um félagsmálastefnu í gamla Austur- Þýskalandi og sú þriðja um það hvað hafi verið öðru vísi í Þýska alþýðulýðveldinu. Gysi leggur í ræðu sinni áherslu á ástandið í austrinu. Hann segir að hefðbundnu flokkarnir, sem fyrir voru í vestrinu, hafi brugðist og fólkið á jaðrinum eigi alltaf að sýna meiri sveigjan- leika, sama hvað á dynur. Hann bendir á að 270 þúsund manns hafi yfirgefið austrið á síðasta ári og bætir við: „Ungt fólk flýr frá austri til vest- urs. Þetta kallar maður að greiða atkvæði með fótunum. Þetta fólk fer vegna þess að það sér enga framtíð í austrinu.“ Tvær þjóðir í einu landi? Áður en sú mikla hol- skefla skall á, sem sópaði járntjaldinu burt, töldu margir að fátt fengi haggað þeirri skipan heimsmála, sem lá að baki skiptingunni milli austurs og vesturs. Í Vestur-Þýskalandi var viðkvæðið meðal almenn- ings að slíkur munur væri orðinn á Vestur- og Austur-Þjóðverjum að í raun væri ekki lengur hægt að tala um sömu þjóð. Aðeins hinir póli- tísku leiðtogar töluðu um sameiningu og var Helmut Kohl kanslari þar fremstur í flokki. Í austrinu var því í raun öfugt farið. Almenningur þráði sameiningu, sem meðal annars lýsti sér í tíðum flóttatilraunum, sem héldu áfram allt fram undir það síðasta þótt yfirvöld reyndu að stoppa í öll göt, en hin pólitíska forusta hamraði á því að skiptingin væri til frambúðar. Þýski rithöfund- urinn Peter Schneider skrifaði um það leyti, sem múrinn féll, að í raun færi best á því að Austur- og Vestur-Þjóðverjar hefðu leiðtogaskipti – Kohl færi austur og Honecker vestur – til þess að saman færu vilji almennings og pólitískrar for- ustu. Enn í dag má finna fyrir þessari skiptingu. Vestur-Þjóðverjum finnst mörgum fremur óþægilegt að eiga samskipti við Austur-Þjóð- verja og vita ekki alveg hvernig þeir eiga að hegða sér. Kona á þrítugsaldri, sem er fædd og uppalin í Berlín, segir að hún hafi iðulega lent í BREYTINGAR NAUÐSYNLEGAR Í HEILSUGÆSLUNNI Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunarkemur fram að dæmi eru umtveggja vikna biðtíma á heilsu- gæslustöðvum og að ekki hefur tekist að gera heilsugæsluna að fyrsta við- komustað sjúklinga í heilbrigðiskerf- inu. Staðreyndirnar tala sínu máli. Ekki aðeins eru stórir hópar án heim- ilislæknis, heldur hafa allir heimilis- læknar á Suðurnesjum og í Hafnar- firði sagt upp störfum, auk fjölda lækna í öðrum sveitarfélögum. Það ófremdarástand sem er að skapast í heilsugæslunni má m.a. rekja til þess að ekki hefur náðst sátt um kaup og kjör heimilislækna. Á meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu Ríkisendurskoðunar er fast- launakerfi heilsugæslulækna. Þar kemur fram að niðurstöður erlendra rannsókna sýni að slíkt fyrirkomulag hafi neikvæð áhrif á afköst, samanbor- ið við umbunaraðferðir. Eftir að fast- launakerfið hafi verið tekið upp telur Ríksiendurskoðun að einingaverð Heilsugæslu Reykjavíkur hafi hækkað og biðtími lengst, m.a. vegna aukins frítökuréttar lækna og minni tíma sem þeir verji í almenna móttöku sjúk- linga. Þá skýrist hækkandi eininga- verð einnig af því að hverjum sjúklingi sé ætlaður lengri viðtalstími en áður. Forsvarsmenn heilsugæslunnar í Reykjavík, Kópavogi, Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi hafa kynnt heilbrigðis- ráðherra tillögur að nýju launakerfi lækna, sem verði þannig uppbyggt að læknar geti valið milli þess að vera að hluta á föstum launum og að hluta á verkgreiðslum. Jón Kristjánsson heil- brigðisráðherra hefur tekið vel í þau sjónarmið, enda séu þau í samræmi við hugmyndir ráðuneytisins. Félag íslenskra heimilislækna telur tillögurnar aftur á móti ekki taka á grundvallarkröfu heimilislækna um sömu starfsréttindi og aðrir sér- menntaðir læknar njóti. Beðið er úr- skurðar kjaranefndar. Sá úrskurður hefur mikla þýðingu og verður að gera þá kröfu að hann dragist ekki mikið á langinn. Ríkisendurskoðun telur að launakjör heilsugæslulækna eigi að ráðast í beinum samningaviðræðum við heilbrigðisyfirvöld, eins og gildi um aðra lækna. Heimilislæknar hafa gagnrýnt harð- lega misrétti í starfsréttindum sem þeir hafi búið við. Á meðan sérfræð- ingar sem opna eigin stofu fái tækifæri til að semja við Tryggingastofnun um niðurgreiðslu hins opinbera á þjónust- unni, standi heimilislæknum það ekki til boða. Þeir hafi þó flestir langt sér- nám að baki í heimilislækningum, sem sé sambærilegt við sérnám sérfræð- inga. Þessi aðstöðumunur hafi valdið atgervisflótta úr stétt heimilislækna og fælt unglækna frá sérnámi í heim- ilislækningum. Heilbrigðisráðherra hefur ekki tek- ið undir tillögur um að heimilislæknar opni eigin stofur, því hann hefur ekki viljað brjóta upp þá þverfaglegu þjón- ustu sem heilsugæslan veitir, en hann er opinn fyrir því að ræða við heilsu- gæslulækna um að þeir komi að rekstri heilsugæslustöðva með þjón- ustusamningum eða útboði. Félag ís- lenskra heimilislækna segir það skref í rétta átt, en vill þó ganga lengra. Markmiðið hlýtur að vera að tryggja, að almenningur eigi greiðan aðgang að lækni, þegar þörf er á. Það er óviðunandi, að biðtími sé svo lang- ur, sem fram kemur í skýrslu Ríkis- endurskoðunar. Það er óþolandi fyrir hinn almenna borgara að þurfa að sitja við síma tiltekinn hálftíma á tilteknum degi til þess að komast í símasamband við lækni og síminn alltaf á tali. Þetta er úrelt fyrirkomulag, sem tilheyrir löngu liðnum tíma. Stjórnvöld verða að leggja ríka áherslu á að ná samningum við læknana um kjaramál þeirra en jafn- framt að teknir verði upp nútímalegir starfshættir, sem tryggi mun greiðari aðgang fólks að læknunum en nú eru alltof mörg dæmi um.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.