Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 45 DAGBÓK w w w. i n t e r c o i f f u r e . i s Brósi, Caracter, Carmen, Cleo, Dúddi, Elegans, Hár- og snyrting, Hárný, Hársaga, Höfuðlausnir, Jói og félagar, Medulla, Möggurnar, Salon Veh, Perma. Hef flutt rekstur tannlæknastofu minnar í Hlíðasmára 14, Kópavogi. Allar almennar tannlækningar. Tannplantar. Tímapantanir í síma 555 1070. Júlíus Helgi Schopka, tannlæknir. Grunnnámskeið fyrir fólk á öllum aldri, sniðið að þörfum þeirra sem eru að byrja að ástunda jóga og vilja njóta góðrar leiðsagnar. Ásmundur kennir hatha-yoga, þ.e. jógastöður og öndunaræfingar auk slökunar, grundvallaratriði úr jógaheimspeki og hugleiðslu sem nemendur geta fléttað inn í daglegt líf. Hefst 7. október – Mán. og mið. kl. 20. Auðbrekku 14, Kópavogi. Símar 544 5560 og 820 5562, www.yogastudio.is Jóga breyttur lífsstíll með Ásmundi Gunnlaugssyni 400 fm á 22 millj. mjög vel staðsett, til sölu eða leigu. Mjög gott lagerhúsnæði - verslunaraðstaða, skrifstofur. Laust strax. Uppl. í síma 898 8577 og 551 7678 TRÉSKURÐUR Námskeið í myndskurði og öskjugerð hefst 8. október. Kennt verður á gamalgrónu verkstæði á Laugavegi 100. Örn Sigurðsson myndskeri og húsgagnasmíðameistari. Skráning og nánari upplýsingar í síma 848 8659. NÝTT NÁMSKEIÐ Í NLP (Nevro Lingvistisk Programmering) Praktitioner menntun á Íslandi hefst í október 2002 og lýkur vorið 2003 (120 tímar) NLP er hagnýt notkun sálfræðinnar þar sem meðal annars er stuðst við áhrifarík verkfæri til að skilja betur vitund okkar, hugsanir og samskipti. Það skiptir ekki máli HVAÐ þú hugsar – það skiptir máli HVERNIG þú hugsar um það. NLP er fyrir þá sem vinna með hvers konar samskipti t.d. stjórnun, kennslu, með- höndlun og alla þá sem vilja sjá enn fleiri möguleika og nýta styrk sinn enn frekar. Kennari er Hrefna Birgitta Bjarnadóttir Sækkesæter, certificert NLP Trener/Terapeut. Skráning: Guðrún Bryndís Harðardóttir, sími 863 0800. netfang gbh@med.is Hlutavelta Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 9.229 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Jónína Ás- björnsdóttir, Thelma Rún Rúnarsdóttir, Petra Ruth Rún- arsdóttir, Emelía Ásta Giess og Biecic Helgason. Morgunblaðið/Jim Smart Þessar duglegu stúlkur héldu tombólu og söfnuðu 15.708 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Þær heita Birgitta, Jónína Rún, Íris Ösp, Sigríður Jóna og Nijarats. LJÓÐABROT SVEITAVÍSUR Hnjóskadalur er herleg sveit, Hnjóskadals vil ég byggja reit, í Hnjóskadal hrísið sprettur. Í Hnjóskadal finnst hafur og geit, í Hnjóskadal er mörg kindin feit, Hnjóskadals hæsti réttur. Hnjóskadal byggir heiðursfólk, í Hnjóskadal fæ ég skyr og mjólk, í Hnjóskadal hef ég rjóma. Hnjóskadals ketið heilnæmt er, Hnjóskdælir gefa flot og smér af Hnjóskadals björtum blóma. Björg Einarsdóttir 1. f4 c5 2. Rf3 g6 3. g3 Bg7 4. Bg2 Rc6 5. 0–0 Rf6 6. d3 0–0 7. c3 d6 8. e4 e5 9. Ra3 Dc7 10. Rh4 exf4 11. Bxf4 Bg4 12. Dd2 Dd7 13. Bh6 Re8 14. Bxg7 Rxg7 15. Rc4 Be6 16. Re3 Re7 17. d4 Had8 18. Rf3 f6 19. Hfd1 Dc8 20. De2 Kh8 21. Hd2 Bg8 22. Re1 b6 23. Rd3 Hde8 24. Dd1 c4 25. Rf2 f5 26. Rf1 Dc7 27. He2 fxe4 28. Rxe4 Ref5 29. Dd2 Bd5 30. Hae1 Dc6 31. Dg5 He6 32. g4 Re7 33. Rfg3 Rg8 34. Dh4 h6 35. g5 h5 36. Bh3 He7 37. Rf6 Hxe2 38. Rxe2 Re6 39. Bxe6 Bxe6 40. Rf4 Bf7 41. He3 Rxf6 42. gxf6 He8 Staðan kom upp á Fyrsta laugardagsmóti sem lauk fyrir skömmu í Búda- pest. Ingvar Þór Jóhannesson (2.284) hafði hvítt gegn Vaszilisz Metax- asz (2.181). 43. Dg5! Kh7 Svartur yrði mát eftir 43... Hxe3 44. Dh6+ Kg8 45. Dg7#. Í framhaldinu reynd- ist hvíta sóknin einnig of sterk. 44. Hh3 Hg8 45. Kf2 De4 46. He3 Dh1 47. He7 Dxh2+ 48. Ke3 Hf8 49. Dxg6+! og svartur gafst upp. Atkvöld Taflfélagsins Hellis hefst kl. 20.00 mánudaginn 30. september í félagsheimili þess, Álfabakka 14a. Öllum er velkomið að taka þátt. SKÁK Umsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞEGAR eitt spil af þrem- ur þarf að vera á sínum stað teljast vinningslíkur allgóðar. En eru þær nógu góðar? Suður gefur; AV á hættu. Norður ♠ 6 ♥ 1054 ♦ Á8432 ♣Á1094 Suður ♠ Á ♥ ÁDG3 ♦ G109 ♣KDG82 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf 1 spaði 3 lauf 4 spaðar 5 lauf Pass Pass Pass Vestur kemur út með spaðakóng og sagnhafi tekur trompin í tveimur umferðum. Hvernig er nú best að vinna úr spilinu? Í boði eru svíningar fyr- ir þrjú spil: hjartakóng og tígulhjónin, og það dugir til vinnings að eitt þessara lykilspila liggi rétt. Tap- hættan felst í því að vestur sé með hjartakóng, og austur KD í tígli. Er hægt að bregðast við þeirri hættu án þess að kasta öðrum möguleikum á glæ? Norður ♠ 6 ♥ 1054 ♦ Á8432 ♣Á1094 Vestur Austur ♠ KD974 ♠ G108532 ♥ K976 ♥ 82 ♦ 76 ♦ KD5 ♣76 ♣53 Suður ♠ Á ♥ ÁDG3 ♦ G109 ♣KDG82 Það er raunar hægt. Ekkert kostar að sleppa hjartasvíningunni og spila hjartaás og hjarta á tíuna. Vestur gerir best í því að fara upp með kónginn og spila tígli, en það gagnast vörninni þó ekkert þar eð austur byrjaði með tvíspil í hjarta. Hann fær á tígul- drottningu, en neyðist svo til að spila sér í óhag. Engu er fórnað með þessari spilamennsku, því ef austur á hjartakónginn verður einfalt að endaspila hann síðar í tígli. BRIDS Umsjón Guðmundur Páll Arnarson Ég get í sannleika sagt ekki mælt með neinu á matseðlinum. Ég veit hvernig þeir fara að í eld- húsinu! Nú loka ég augunum og tel upp að trjátíu. Þegar ég opna þau aftur þá verður þú horfinn! MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira les- endum sínum að kostnaðarlausu. Til- kynningar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnu- dagsblað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðarmanns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569- 1100, sent í bréfsíma 569-1329, eða sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík STJÖRNUSPÁ eft ir Frances Drake VOG Afmælisbörn dagsins: Þér lætur vel að þoka málum áleiðis og koma þeim þannig í höfn án allrar sýnd- armennsku og upphlaupa. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Haltu þig við skammtímaáætl- anirnar og láttu hjá líða um sinn að skipuleggja til lengri tíma. Horfstu í augu við raun- veruleikann og leystu málin. Naut (20. apríl - 20. maí)  Þú kannt að bjarga þér út úr erfiðri aðstöðu, sem þú lendir í, en þarft þó að taka á öllu, sem þú hefur. Sýndu lipurð en stattu þó fast á þínu þegar við á. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Forðastu átök í lengstu lög en verði ekki hjá þeim komist skaltu berjast drengilega. Láttu aðra ekki hafa áhrif á ákvarðanir þínar í þessum efn- um. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Gamall vinur mun leitast við að koma á endurfundum. Það er vel á þínu valdi svo þú skalt taka þetta að þér. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Það getur tekið á að þurfa stöðugt að sýna einbeitni gagnvart öðrum. Aðeins það trygggir þér réttlát úrslit og þú hefur engin efni á öðru eins og sakir standa. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þú þarft að fást við mjög vandasamt og persónulegt verkefni sem þér er lífsnauð- syn að geta einbeitt þér að á næstunni. Farðu þér hægar og þá gengur dæmið upp. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Láttu það ekki trufla þig þótt einhverjar breytingar verði á högum þínum. Ef eitthvað rennur þér úr greipum máttu vera viss um að annað og nýtt kemur í staðinn. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Nú er kominn tími til athafna í stað orða og ef þú heldur rétt á spöðunum mun framganga þín vekja athygli og aðdáun ann- arra. Það mun gera þér gott eitt. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Þú þarft að finna upp á ein- hverju til að brjóta upp rútínu dagsins. Leiddu öðrum það fyrir sjónir að það er óhollt að taka sjálfan sig of alvarlega. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Bjóddu vinum og vandamönn- um heim til þín í dag, það mun veita þér mikla ánægju. Þeir leita af einhverjum ástæðum ráða eða upplýsinga hjá þér. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Þér finnst þú kominn á ein- hverskonar leiðarenda og þurfir á nýju umhverfi að halda. Jafnvel þótt það virðist vera það rétta áttu eftir að sjá eftir því. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Það leitar eitthvað á huga þinn sem þú kærir þig ekkert um. Þá er ráðið að draga sig í hlé og byggja sig upp til áfram- haldandi athafna. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.