Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 36
MINNINGAR 36 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur hlý- hug og samúð við andlát og útför elskulegs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengda- föður, afa og bróður, HANNESAR G. THORARENSEN, Kjalarlandi 21, Reykjavík. Sérstakar þakkir til Lögreglustjóraembættis- ins, starfsfólks sektardeildar, Félags íslenskra rannsóknarlögreglumanna og Lögreglukórs Reykjavíkur. Guð geymi ykkur öll. Margrét Kristjánsdóttir, Bryndís Guðbjartsdóttir, börn, tengdadóttir, barnabörn og systkini hins látna. Alúðarþakkir flyt ég þeim, sem vottuðu mér samúð við fráfall og útför hjartkærrar móður minnar, KRISTÍNAR HELGADÓTTUR frá Súgandafirði, Njálsgötu 5, Reykjavík. Sérstakar þakkir færi ég Sigríði Pálsdóttur hjá Heimahjúkrun, Birni Rúnari Lúðvíkssyni og öðrum læknum og starfsfólki á deild B7, Landspítala í Fossvogi, og séra Sigurði Pálssyni, sóknarpresti í Hallgrímsprestakalli og öðru starfsfólki Hallgrímskirkju. Drottinn Guð blessi ykkur öll. Helgi Ásgeirsson. Hjartans þakkir til allra þeirra er auðsýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, BRYNDÍSAR EMILSDÓTTUR, Grettisgötu 73, Reykjavík. Sigríður Kristinsdóttir, Sigurður Kristinsson, Valdís Kristinsdóttir, Hákon Ö. Gissurarson, Laufey G. Kristinsdóttir, Sigmar Ármannsson, Sigrún Kristinsdóttir, Torolf Berge Hansen, Hulda Kristinsdóttir, Sveinn Stefánsson, Jón Emil Kristinsson, Soffía G. Ólafsdóttir, Bryndís K. Kristinsdóttir, Heiðar Friðjónsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför elskulegrar systur minnar, föðursystur og stjúpu, EUFEMÍU (EFFU) GEORGSDÓTTUR, Háteigsvegi 34. Dagný Georgsdóttir, Georg Ólafsson, Soffía Stefánsdóttir, Guðlaugur Hjörleifsson, Halla Gunnlaugsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför elsku- legs eiginmanns míns, sonar, föður okkar, tengdaföður og afa, SVEINS ÞORSTEINSSONAR, Hofgerði 2, Vogum. Guð blessi ykkur öll. Anna S. Ingólfsdóttir, Veronika Konráðsdóttir, Guðbjörg M. Sveinsdóttir, Oddgeir E. Karlsson, Þorsteinn B. Sveinsson, Kristín Pétursdóttir, Ingólfur F. Sveinsson og afabörnin. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem vottuðu okkur samúð og styrktu okkur með hlýhug og velvilja við andlát og útför elskulegs föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, JÓHANNS VALDIMARS GUÐMUNDSSONAR strætisvagnastjóra, frá Fögrubrekku í Hrútafirði. Sérstaklega þökkum við einstaka hlýju og um- hyggju starfsfólks Sjúkrahússins á Hvammstanga. Helgi Vilberg Jóhannsson, Sigurdís Þorláksdóttir, Sigurður Svanberg Jóhannsson, Kristrún Erlendsdóttir, Guðrún Jóhannsdóttir, Guðbrandur Ólafsson, Margrét Jóhannsdóttir, Kári Ólafsson, Páll Jóhannsson, Helga Kristín Sigurðardóttir, Ragnheiður Guðbjörg Jóhannsdóttir, Ísleifur Erlingsson, barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa, sonar og bróður, BJARNA SIGURÐSSONAR, Suðurbraut 18, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki krabba- meinsdeildar Landspítala við Hringbraut, Ofna- smiðjunni, Íslandssmiðju Rými og samstarfsfólki hans. Guð blessi ykkur öll. Jóna Gunnarsdóttir, Aðalheiður Auður Bjarnadóttir, Gunnar Sigurðsson, Gunnar Hólmgeir Bjarnason, Sylvia Haarde, Steinþór Bjarnason, Sigurður Karl, Arnór Leví, Aðalheiður Kristjánsdóttir og systkini. Þökkum öllum sem veittu okkur hlýju og samúð vegna andláts og útfarar ÓLAFÍU G.E. JÓNSDÓTTUR, Vífilsgötu 17, Reykjavík. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni fyrir góða aðhlynningu. Fyrir hönd aðstandenda, Hulda Jósefsdóttir, Kristín Guðbrandsdóttir. ✝ Sigurberg Magn-ús Sigurðsson fæddist á Sauðár- króki 9. ágúst 1931. Hann lést á heimili sínu í Kópavogi laug- ardaginn 21. septem- ber síðastliðinn. For- eldrar hans voru Sigurður G. Jósafats- son, f. 15. apríl 1893, d. 5. ágúst 1969, og Guðrún Þóranna Magnúsdóttir, f. 19. ágúst 1895, d. 30. júlí 1968. Systkini Sigur- bergs eru: Magnús Hofdal, f. 6. október 1916, d. 11. apríl 1999, Jósafat, f. 23. nóvember 1917, Guðrún Ólöf, f. 6. febrúar 1919, d. 13. febrúar 1948, Guðrún Bergs, f. 22. júní 1921, d. 8. október 1987, Hólmsteinn, f. 27. janúar 1924, d. 24. september 2002, Lilja Ólöf, f. 27. júní 1926, d. 3. mars Börn þeirra eru Ríkharður Örn, lögregluþjónn, f. 23. apríl 1976, Sigurjón, f. 18. nóvember 1978, d. 30. maí 1996, Björk, nemi, f. 27. ágúst 1980, gift John Mark Atkins, f. 20. maí 1976, Daníel, nemi, f. 13. janúar 1986, Kristný, f. 15. janúar 1988, Hanna, fædd andvana 18. jan- úar 1991, og Gunnar, f. 15. ágúst 1993. 2) Borghildur, f. 27. maí 1959, næringarráðgjafi í Kópavogi, f. 27. maí 1959, maki Sigurður Baldurs- son lífefnafræðingur, f. 13. febrúar 1958. Börn þeirra eru Sigurberg Magnús, nemi, f. 16. maí 1985, og Baldur, f. 23. apríl 1987. 3) Helena, nemi og stuðningsfulltrúi, f. 14. ágúst 1969, maki Þorgeir Egilssson símsmiður, f. 1. febrúar 1962. Börn þeirra eru Hlynur Freyr, f. 29. mars 1990, Jóna María, f. 19. maí 1992, og Jón Ingi, f. 17. júní 1997. Sigurberg ólst upp á Sauðár- króki, en flutti í Kópavog árið 1954 og bjó þar síðan. Hann nam tré- smiði á Siglufirði á árunum 1948- 1952 og vann við húsasmíðar eftir það til ársins 1985. Á árunum 1985- 1999 vann Sigurberg á smíðaverk- stæði Háskóla Íslands. Útför Sigurbergs verður gerð frá Kópavogskirkju á morgun, mánudaginn 30. september, og hefst athöfnin klukkan 13.30. 1982, og Ósk, f. 28. febrúar 1933, d. 31. ágúst 2002. Uppeldis- bróðir Sigurbergs og sonur Guðrúnar Ólaf- ar systur hans er Æv- ar Ingólfsson, f. 27. nóvember 1939. Árið 1955 kvæntist Sigurberg Jónínu Maríu Baldursdóttur frá Stóruvöllum í Bárðardal, f. 6. ágúst 1930. Þau settust að í Kópavogi. Foreldrar hennar voru Baldur Jónsson, f. 1. apríl 1902. d. 21. des. 1988, og Þuríður Pálsdóttir, f. 5. júní 1900, d. 1. júní 1973.Sigurberg og Jónína eignuð- ust þrjár dætur. Þær eru: 1) Þór- anna Margrét, leikskólakennari í Vestmannaeyjum,f. 12. nóvember 1955, maki Steingrímur Ágúst Jónsson sjúkraliði, f. 15. maí 1954. Tengdafaðir minn, Sigurberg Magnús, er látinn. Sibbi eins og hann var oftast kallaður háði baráttu við krabbamein síðasta árið og í sumar- byrjun leit út fyrir að sigur væri að vinnast. En allt í einu snerist dæmið við og því miður var Sibbi lagður að velli. Það eru u.þ.b. 28 ár frá fyrstu kynnum mínum af Sibba. Ég kynntist Þórönnu dóttur hans og tengdist fjöl- skyldunni í framhaldi af því. Ég man er ég var kynntur til sögunnar. Ekki er ég viss um að honum hafi litist allt of vel á piltinn. Spurður um ætt og uppruna var fátt um svör, lítil þekk- ing var þar á. Síðar meir var þó hægt að fylla í eyðurnar. Síðan hafa árin lið- ið og samskipti og samverur hafa gef- ið dýrmætt og traust samband sem eftirsjá er að. Þegar við Þóranna gengum í hjónaband var Sibbi boðinn og búinn að hjálpa á hvern þann hátt sem honum var mögulegt. Hann útbjó litla íbúð í kjallara hússins og bauð hjónakornunum til afnota, það var vissulega vel þegið. Þó varð það þannig að dvölin þar varð ekki löng. Leið okkar lá til Vestmannaeyja þar sem við erum enn. Ég hef oft velt fyr- ir mér hvort þar hafi Sibba verið gerður nokkur óleikur. Það leiddi til að ekki var hægt að skreppa í heim- sókn hvenær sem henta þótti og sann- arlega hef ég saknað þess að börnin mín hafa ekki getað heimsótt afa og ömmu eins oft og þau vildu. Alltaf var gaman er Sibbi og Nína komu í heim- sókn. Það var tilhlökkun að fá afa og ömmu í heimsókn og þau komu fær- andi hendi. Eitthvað handa börnun- um og oftast var eitthvað lagt til heimilisins, því alls ekki mátt vera til byrði. Sibbi var tilbúinn að hjálpa við verklegar framkvæmdir og gefa góð ráð varðandi ýmislegt það sem vinna þurfti. Eins var nokkuð öruggt að ný- bökuð vínarbrauð yrðu keypt með kaffinu, því þau voru í nokkru uppá- haldi hjá Sibba. Hann var árrisull og fór gjarnan snemma út í göngu, gekk um bryggjurnar og spjallaði við karl- ana í bátunum. Einnig færði hann oft fréttir af ýmsum framkvæmdum í Eyjum sem ég hafði ekki haft spurnir af. Honum var lagið að spjalla við ókunnuga og hafði af því gaman. Það gæti sumum þótt þverstæða því hann virkaði almennt ekki mjög ræðinn innan fjölskyldunnar. Sibbi var ættaður úr Skagafirði og þar dvaldi hugur hans gjarnan. Hann ræddi um heimabyggðina, æskuárin í sveitinni á sumrin, trilluútgerðina, en hann átti um tíma trillu og reri þar út sem ungur maður. Þegar ég kynntist Sibba áttu þau Nína hross sem hann naut mjög að hirða og njóta til útreiðar. Nokkrar lengri ferðir voru farnar, t.d. norður í land. Þá var legið yfir kortum og ferð- in skipulögð og að ferð lokinni var gaman að heyra ferðalýsingu, hvernig gengið hafði og einnig af staðháttum. Stutt minningargrein megnar eng- an veginn að spanna okkar samvista- tíma, það er svo margt sem í hugann kemur. Þó vil ég nefna nýliðið sumar. Sibbi var orðinn sárþjáður en hann vildi að fjölskyldan öll hittist í sum- arhúsi sem þau Nína tóku á leigu. Dætur hans, tengdasynir og barna- börn, flest öll vorum við þar saman- komin. Þar áttum við góðar stundir saman, stundir sem ylja í minning- unni. Einnig lagði hann á sig að koma í brúðkaup Bjarkar, dóttur okkar Þórönnu, í ágúst, sex vikum fyrir and- lát sitt. Það sýnir hug hans til fjöl- skyldunnar. Viku áður en Sibbi lést heimsótti ég hann. Þá var mjög af honum dregið. Hann lá útaf þegar ég kom að kveðja. Þótt veikburða væri settist hann upp og við ræddum um að þetta yrði sennilega okkar síðasta samtal. Það varð því miður raunin og nú er komið að lokakveðju. Ég tel það lán að hafa SIGURBERG MAGNÚS SIGURÐSSON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.