Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 35

Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 35 Á morgun hefðir þú, Rebekka ástkær eigin- kona mín, orðið 46 ára. Samferð okkar, sem hófst 1. nóvember 1978, þegar við skrifuðum nöfnin okkar á punktalín- una í embættisbók borgardómarans í Epping – Essex í Englandi, hefur nú verið rofin af krabbameini. Við vorum einhuga um að vegna barnanna okkar gætum við ekki horfið á braut saman; við gætum ekki skilið þau eftir ein í heimi fullum af illsku og synd – að annað okkar yrði að vera um kyrrt til þess að stýra þeim á réttar brautir. Þar sem það hefur komið í minn hlut að verða eftir, heiti ég því að gera það sem í mínu valdi stendur til þess að láta drauma okkar verða að veruleika. Með þessu bið ég þig, mín ástkæra, að hvíla í friði þangað til fundum okkar ber saman aftur til eilífðar. Ást mín til þín er söm og ég sakna þín meir en orð fá lýst. Við, börnin mín, Obinna Sturla, Ukachi Ósk, Onyema Óðinn, og ég viljum nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti til allra sem hafa sýnt okkur samúð og stuðning á þessum sorgartímum. Þeim sem hafa sent blóm og kort, heimsótt okkur og hringt. Sérstak- lega viljum við þakka ættingjum Re- bekku hér á Íslandi ómetanlegan stuðning. Sem og vinnuveitendum mínum í SÁÁ á Vogi, Félagi Níger- íumanna á Íslandi, öllum Afríku- mönnum hérlendis, St. Franciskus- spítalanum í Stykkishólmi, Krabbameinsfélaginu, séra Toshiki Toma, Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, Melissa Lyle, séra Gunnari Eiríki Haukssyni, bræðrum mínum sem eru á Íslandi, í Bandaríkjunum og í Nígeríu og fjölda annarra sem ekki er rými til að nafngreina hér. Þökk sé ykkur. Megi Guð almáttugur blessa ykkur öll. Amen. Godson U.O. Anuforo. Guð sé með þér, ljúfa móðir, þar til við hittumst á ný, styðji þig með ráðum og dáð, haldi þér til haga með sauðum sín- um. Guð sé með þér, ljúfa móðir. Guð sé með þér, elskulega móðir, þar til við hittumst á ný, hylji þig sínum verndarvæng, gefi þér daglega manna af himn- um. Guð sé með þér dýrmæta móðir. Guð sé með þér, töfrandi móðir, þar til við hittumst á ný Þegar lífsins hættur hindra umlyki þig örmum sínum. Guð sé með þér, gjafmilda móðir. Guð sé með þér okkar, aðdáunar- verða móðir, þar til við hittumst á ný, láti fána ástar blakta við hún, stökkvi á flótta dauðans árás. Guð sé með þér, okkar frábæra móðir. Vertu sæl, móðir, vertu sæl, móð- ir, vertu sæl, móðir. Á morgun hefðir þú orðið 46 ára hefði ekki krabbamein sýnt sitt ljóta andlit og heimtað að þessi virðingarlausa sótt kallaði dauðann til að hylja þig ís- köldum höndum. Dauðinn varð okkur yfirsterkari. Hvað gátum við annað sagt, börn- in þín, en: Við elskum þig og munum alltaf elska þig. Börnin þín Obinna Sturla C. Anuforo, Ukachi Ósk U. Anuforo, Onyema Óðinn C. Anuforo. STURLAUG REBEKKA RUT JÓHANNESDÓTTIR ANUFORO ✝ Sturlaug Re-bekka Rut Jó- hannesdóttir Anu- foro fæddist í Stykkishólmi 30. september 1956. Hún lést á Landspítalan- um 2. september síð- astliðinn og var hún jarðsungin frá Stykkishólmskirkju 14. september. Rebekka Rut hefði orðið 46 ára á morgun hinn 30. september en hún lést á Landspítal- anum Háskólasjúkra- húsi 2. september s.l. eftir stranga baráttu við illvígan sjúkdóm. Rebekka ólst upp á einum fallegasta stað í Stykkishólmi, í húsinu sem stendur fremst á tanganum fyrir neðan sjúkrahúsið. Í hennar ungdæmi var þar öðru- vísi um að litast en er í dag, grænt tún í kring- um húsið og sjórinn þar fyrir neðan en framan við tangann var hólmi sem hægt var að ganga út í þurrum fótum á fjörunni. Nú er búið að tengja hólmann við landið með uppfyllingu og reisa þarna hafnarmannvirki Á Tindum við Skólastíginn bjó svo móðuramma hennar með sonum síð- um tveim, þeim Hermanni og Kjart- ani og þar var Rebekka mikill au- fúsugestur. Hún var yngst fimm systkina, falleg lítil stúlka með hrokkið hár og stór, blá augu. Ég man það vel þegar ég sá hana fyrst fjögurra ára gamla en þá kom Guð- laug frænka mín með hana til Reykjavíkur. Rebekka lauk landsprófi í Stykk- ishólmi og var síðan einn vetur í menntaskóla í Reykjavík. Hún var mikil námsmanneskja og sóttist námið vel en langaði að skoða heim- inn og haustið eftir hélt hún utan til systur sinnar sem búsett er fyrir ut- an London. Í Englandi var hún í fjögur ár við nám og störf og lauk þar hjúkrunarnámi. Á þessum árum kynntist hún tilvonandi eiginmanni sínum, Godson Anuforo, sem var að læra endurskoðun og viðskiptafræði. Það átti fyrir henni að liggja að flytja með honum í fjarlægan menningar- heim og stofna þar heimili. Þau bjuggu í Nígeríu í 22 ár, þar fæddust börnin þeirra þrjú og uxu úr grasi. Framan af starfaði Rebekka við hjúkrun en síðustu árin í Lagos vann hún sem ritari í norska sendiráðinu þar. Það var erfitt fyrir fjölskylduna hér heima að sjá á eftir yngsta barninu til svo fjarlægs lands. For- eldrar hennar höfðu þá misst tvö af fimm börnum sínum, stúlku á þriðja ári og dreng 16 ára. Á þessum árum voru samskiptaleiðir færri en nú og jafnvel oft erfitt eða ógerlegt að ná símsambandi, tölvupóstur var ekki kominn til sögunnar. Beðið var eftir bréfum frá Rebekku með óþreyju en hún var dugleg að skrifa og senda myndir af fjölskyldunni. Móðir henn- ar var viljug að miðla fréttum af henni til ættingjanna og stolt sýndi hún myndir af barnabörnunum sín- um. Þannig héldust tengslin og styrktust svo í þau skipti sem hún kom í heimsókn til Íslands en þá reyndu allar frænkurnar og vinirnir að hitta hana. Fjölskyldan flutti síðan til Íslands fyrir þremur árum. Fyrsta árið voru þau í Stykkishólmi en fluttu þaðan til Reykjavíkur til að auðvelda börnun- um að halda áfram skólanámi. Re- bekka fékk vinnu sem sjúkraliði á Droplaugarstöðum en Godson gekk af fádæma dugnaði í þau störf sem buðust þó ekki fengi hann vinnu við sitt hæfi. Lífsbaráttan var hörð en allt var í góðum farvegi þegar reið- arslagið reið yfir og Rebekka greind- ist með illkynja sjúkdóm. Ég man Rebekku best sem litla stúlku sem var mér afskaplega kær. Ég lagði það meira að segja á mig að prjóna á hana kjól þegar hún var lítil þó væri prjónaskapur væri ekki mín sterka hlið. Þegar hún flutti til Reykjavíkur endurnýjuðust kynnin og ég kynntist manneskju með sterkan persónuleika og mikið sál- arþrek. Það var heiðríkja í svipnum og manni leið vel í návist hennar. Hún var ekki margmál um eigin hagi en hafði frá mörgu að segja um land- ið sem hún hafði alið aldur sinn í. Hún hafði mikla frásagnargáfu og stutt var í brosið og kímnina. Hún var vel lesin, hafði stálminni og áhugasviðið var vítt. Hún var mitt í stóru hlutverki þegar hún var hrifin burt, tengiliður fjölskyldu sinnar við lífið í framandi landi. Ég bið góðan Guð að vaka yfir þeim og ég og fjölskylda mín vottum eiginmanni hennar og börnum inni- lega samúð. Kjartani frænda, sem alla tíð bar hag hennar mjög fyrir brjósti og dvelur nú á elliheimilinu í Stykkishólmi, sendi ég innilegar samúðarkveðjur svo og Karvel og Sigurborgu systkinum hennar og fjölskyldum þeirra. Rebekka var lögð til hinstu hvílu við hlið foreldra sinna og systkina í Stykkishólmi þar sem hún átti svo sterkar rætur. Blessuð sé minning hennar. Ragnheiður Jónsdóttir (Dadda). Elsku systir okkar, á morgun, hinn 30. september, hefðir þú orðið 46 ára. Sárt er að sjá þér á bak, svo alltof, alltof snemma. Það var svo margt sem þú áttir ólokið. Þú fórst svo snemma að heiman. Og eftir að þú fluttir til Nígeríu hittumst við svo sjaldan. Á þeim 20 árum sem þú bjóst þar ytra hafðir þú svo fá tæki- færi til þess að koma hingað til Ís- lands. Á þessum tíma var það aðeins einu sinni, sem við systkinin komum öll saman með börnin okkar, en það voru yndislegir dagar við höfnina hér í Stykkishólmi í foreldrahúsum, við fórum í fjallgöngur, á berjamó og svo hafðir þú frá svo mörgu að segja, enda vissum við lítið um lífið í Níger- íu, þín reynsla var svo margfalt meiri en okkar. Það var því mikil tilhlökk- un hjá okkur, þegar þú tókst ákvörð- un um að flytja hingað á heimaslóðir og fluttir í hús foreldra okkar, stað- inn þar sem við ólumst upp saman. Þó að þið Godson hafið orðið að skilja nær allar eigur ykkar eftir í Nígeríu voruð þið fljót að koma undir ykkur fótunum hér heima. Eftir ár festuð þið ykkur íbúð í Reykjavík, svo að börnin ykkar hefðu meiri möguleika til menntunar. En fljótlega eftir að þú flytur til Reykjavíkur dregur ský fyrir sólu, þú greinist með krabba- mein. Þú barðist hetjulega fyrir lífi þínu og gerðir allt sem þú gast til þess að fá bata á sjúkdómnum, með hjálp trúarinnar og læknavísindanna var allt reynt til að bjarga þér, en kall Guðs var sterkara en okkar mannanna. Bekka mín, við vitum að okkar fjölmenna fjölskylda hinum megin hefur tekið þér opnum örmum og við sem eftir erum verðum að hugga okkur við það. Með þessum ljóðlínum viljum við kveðja þig, elsku systir, og þakka þér samfylgdina: Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Við biðjum góðan Guð að gefa Godson, Obinna, Ödu og Óðni styrk í sorg þeirra og söknuði. Sigurborg og Karvel. ✝ Hannes EinarGuðlaugsson fæddist í Reykjavík 6. desember 1955. Hann lést á Landspítalan- um við Hringbraut 23. september síðast- liðinn. Foreldrar hans eru Ingunn Ingvarsdóttir, f. 5. febrúar 1929, og Guð- laugur Hannesson, f. 21. september 1925, d. 15. febrúar 1994. Bróðir Hannesar er Ingvar Þór Bjarna- son, f. 7. janúar 1950, og hans kona er Catherine Bjarna- son. Börn þeirra eru Steinar Stew- art, Ingvar Ian og Alexander. Hannes kvæntist 4. maí 1974 G. Steinunni Kristófersdóttur, f. 2. september 1956. Foreldrar henn- ar voru Kristófer Sturluson, f. 22. febrúar 1925, d. 7. desember 1979, og Anna Halldórsdóttir, f. 19. ágúst 1921, d. 4. nóvember 1997. Börn Hannesar og Steinunar eru: 1) Guðlaugur Hannesson, f. 4. mars 1975, maki Ásta Huld Eiríks- dóttir, börn þeirra eru Fannar Þór Gíslason (fósturson- ur), f. 19. mars 1994, og Hrafnhildur Guð- laugsdóttir, f. 3. des- ember 1996. 2) Krist- ófer Hannesson, f. 7. apríl 1980. Hannes ólst upp í Reykjavík og lauk landsprófi í Voga- skóla. Hann braut- skráðist vélvirki og 2. stigs vélstjóri, nam við Vélskóla Íslands og Iðnskólann í Reykjavík. Hannes var við störf hjá kaupfélaginu á Blönduósi á ár- unum 1974 til 1987. Hann fluttist aftur til Reykjavíkur 1990. Frá árinu 1987 til ágúst 2002 starfaði hann hjá Vélum og þjónustu í Reykjavík. Frá ágúst 2002 starfaði hann hjá RÁS, bifreiða- og véla- verkstæði í Hafnarfirði. Útför Hannesar verður gerð frá Langholtskirkju á morgun, mánu- daginn 30. september, og hefst at- höfnin klukkan 15. Skjótt skipast veður í lofti, fallinn er frá yndislegur vinur í blóma lífs- ins. Mig langar að minnast vinar míns Hannesar Guðlaugssonar. Tíminn er afstætt hugtak. Þegar litið er til baka um rúmlega tvo ára- tugi og rifjuð upp kynni mín af Hannesi er af mörgu að taka. Fyrst í hugann kemur hjálpsemi og góð- mennska, einlægni og heiðarleiki, skemmtileg stríðni. Tíminn á Blönduósi, þar sem þau Steina bjuggu í gamla kaupfélags- húsinu innan við á og Hannes vann í Vélsmiðjunni. Rifjast upp atvik frá árinu 1981 þegar gerði aftakaveður og þeim hjónum var ekið á vörubíl að heiman því þakplötur voru farnar að fjúka af gamla samkomuhúsinu ská á móti og drífuna lagði yfir húsið þeirra. Talin var hætta á að glerið í gluggunum myndi brotna og þau því drifin að heiman og á Húnabrautina til mín, með báða drengina. Við Steina vorum mjög óttaslegnar vegna veðurhamsins og létum það óspart í ljós með allavega vangavelt- um, en Hannes var hinn rólegasti og sagði að það eina sem myndi geta gerst væri að þakið fyki af húsinu. Þetta var nú ekki besta leiðin til að róa tvær ungamömmur, en þetta var hans stíll, rólegur og meinfyndinn. Hannes var með afbrigðum hjálp- samur. Eitt kvöldið eftir að við flutt- um öll til Reykjavíkur var dyrabjöll- unni hjá mér hringt og úti fyrir stóð Hannes með verkfæratöskuna sína og sagði að konan hefði sent sig. Það þyrfti að bora í veggi og setja upp viftu í eldhúsinu. Alltaf var sama hugulsemin hjá þeim. Því um leið og Hannes var nefndur á nafn fylgdi nafn Steinu með. Þau voru eitt. Það sem Hannesi tókst en fáum öðrum var að æsa mig upp í um- ræðum um pólitík, verkalýðsmál og landsmál. Hann vissi hvar minn veik- asti punktur var og spilaði oft á hann. Ég veit hins vegar að hann var oft sammála mér en fannst gaman að koma mér á rökræðustig eins og hann orðaði það. Reyndi alltaf að vera á móti og hló svo að öllu saman og þóttist ekkert álit hafa á málinu. Á seinni árum sá ég alveg nýja hlið á Hannesi og þar blómstraði hann. Hann var mikil barnagæla. Ekki ein- ungis barnabörnin þeirra Steinu, Fannar og Hrafnhildur, nutu góðs af, heldur dóttir mín, Guðrún Erna. Þau voru vinir. Hann hafði alveg sér- stakt lag á henni og þau gátu spjallað saman um alla heima og geima. Hún sóttist eftir að fara í heimsókn til þeirra, úr erli dagsins, og njóta sam- veru með þeim. Steina mín hefur misst mikið, ekki einungis eiginmann heldur sinn elsta og besta vin. Þrautin er henni þung. Ég bið algóðan guð að styrkja hana, nú og um ókomna framtíð. Fyrir hönda barna minna og Atla votta ég elsku Steinu, drengjunum þeirra, Guðlaugi og Kristófer, tengdadótturinni Ástu, barnabörn- unum Fannari og Hrafnhildi, Ing- unni móður hans, Ingvari bróður hans og fjölskyldu dýpstu samúð mína. Blessuð sé minning þessa ljúfa drengs. Hann mun skína skært á perlubandi minninganna. Rannveig Sigurðardóttir. Hann Hannes vinur okkar og vinnufélagi er farinn yfir móðuna miklu. Á þessari stundu verður okkur hugsað til baka. Efst eru í huga þeir mannkostir sem Hannes hafði til að bera. Hann var vel gefinn til hugar og handar. Hannes hóf störf hjá Vélum og þjónustu á árinu 1987. Strax kom í ljós að hann hafði mikla hæfileika til að skilja og leysa úr vandasömum verkefnum á sviði alls konar vél- tæknibúnaðar. Hannes ferðaðist víðsvegar um landið til að yfirfara vélar og leið- beina viðskiptavinum fyrirtækisins. Í því starfi nutu sín vel hæfileikar og kunnátta Hannesar til að leysa flókin verkefni. Sérstaklega er minnis- stæður áhugi hans og viljinn til að hjálpa þeim sem í vanda voru stadd- ir. Við minnumst Hannesar sem glaðværs og góðs vinnufélaga sem alltaf var tilbúinn að taka þátt í fé- lagsstarfi starfsmannafélagsins. Við vinir og vinnufélagar Hannes- ar heitins sendum fjölskyldu hans og aðstandendum samúðarkveðjur. Starfsfólk Véla og þjónustu. HANNES EINAR GUÐLAUGSSON STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON skáld, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni mánudaginn 30. september kl. 13.30. Rithöfundasamband Íslands og vinir hins látna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.