Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 30
SKOÐUN 30 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ NÚ ERU að verða liðin þrjú ár frá því okkur barst til eyrna að Lands- virkjun hygðist leggja enn eina há- spennuloftlínuna um Hvalfjarðar- strandarhrepp til viðbótar því loftlínukraðaki sem sú stofnun hefur troðið yfir okkur á umliðnum áratug- um. Ef til vill héldu menn ekki nægj- anlega vöku sinni yfir þeim afleiðing- um sem slík mannvirki hafa á umhverfið. Allir voru önnum kafnir við að byggja upp og rækta jarðir sín- ar. Framkvæmdum Landsvirkjunar fylgdu hins vegar ný atvinnutækifæri og einhverjir eygðu möguleika á að breyta um starfsvettvang. Lítt stoð- aði fyrir ósamtaka bændur að mögla við Landsvirkjun sem óð yfir þing- lýstar eignir þeirra með línur sínar og möstur veifandi eignarnámsheimild- um með fullum stuðningi ríkisvalds- ins. Einstaka maður reyndi þó að standa í báða fætur gagnvart þessu ofurefli. En honum var sagt að það væri ekki til neins, hinir væru búnir að samþykkja og land hans yrði tekið eignarnámi ef hann gerði ekki slíkt hið sama. Svona voru þeir tíndir upp einn af öðrum. Landsvirkjun hafði sitt fram og eirði engu í vali sínu á línustæðum né hvaða skaða þeir yllu umhverfinu bara ef það þjónaði þeirra eigin hagsmunum eins og dæmin sanna. Enginn var spurður álits, ekkert samráð var haft. Lands- virkjun réð öllu. Nú er öldin önnur. Eða hvað? Nú hafa verið sett „lög um mat á um- hverfisáhrifum“. Markmið þeirra er að tryggja að áður en leyfi er veitt fyrir tilteknum framkvæmdum hafi farið fram mat á umhverfisáhrifum þeirra. Ennfremur að stuðla að sam- vinnu þeirra sem hagsmuna hafa að gæta og kynna fyrir almenningi ef framkvæmdin leiðir af sér „umtals- verð umhverfisáhrif“ og „mótvægis- aðgerðir“ vegna þeirra. Landsvirkjun hefur lagt fram hátt í eitt þúsund blaðsíður af upplýsingum er varða fyrirhugaða lagningu Sult- artangalínu 3. Þær birtust fyrst í drögum að matsáætlun, síðan í tillög- um að matsáætlun og loks í endan- legri matsskýrslu ásamt miklum við- aukum og kortum. Auk þess hafa þeir haldið fundi og kynningar hér í sveit og víðar. Ber að þakka allar þessar upplýsingar. Þær hafa sannfært flesta þá sem ekki höfðu íhugað af- leiðingar þessarar framkvæmdar að hér væri um alvarlega aðför að ræða gagnvart hagsmunum veigamikillar atvinnustarfsemi, einkahagsmunum þúsunda manna og umhverfinu hér í Hvalfjarðarstrandarhreppi almennt. Og menn hafa svo sannarlega komið því á framfæri við Landsvirkjun. Heimamenn brugðust til varnar þeg- ar í upphafi með hreppsnefnd sér við hlið. Fannst mönnum að sönnu að meira en nóg væri af háspennuloft- línum hér fyrir og ekkert skorti á í þeim efnum nema ef vera kynni að hægt væri að fjarlægja eitthvað af þeim eða koma fyrir með öðrum hætti. Nokkuð miklar kröfur voru því gerðar til Landsvirkjunar og þess krafist að hin nýja lína yrði lögð sem jarðstrengur í gegnum byggðina hér í sveitinni. Eflaust má deila um það hvort verjandi sé að eyða þeim fjár- munum sem jarðstrengur útheimtir. Engu að síður má spyrja hve lengi sé hægt að níðast á þessu sveitarfélagi með því að raða sífellt fleiri loftlínum ofan í okkar fögru sveit undir því yf- irskini að það varði almannahags- muni. Það er greinilegt að þetta sveit- arfélag fellur undir aðra skilgreiningu hjá þeim sem völdin hafa og geta ákveðið að planta þess- um járnskrímslum niður heima hjá einhverjum öðrum en sjálfum sér. Í nærri þrjú ár hafa heimamenn gert allt sem í þeirra valdi stendur til að finna lausn á þessu vandasama máli sem báðir aðilar gætu sætt sig við. Sem fyrr greinir var gerð krafa um jarðstreng. Hann myndi hafa verulega minni umhverfisáhrif en loftlína. Ennfremur myndi hann hafa lítil sem engin sjónræn áhrif á land- notkun, ferðamennsku og útivist og einnig lítil áhrif á náttúrufar. Ná- kvæmlega þetta var niðurstaða Skipulagsstofnunar 19. júlí sl. í 52 blaðsíðna úrskurði hennar. Úrskurð- arorðin eru hins vegar á allt aðra lund og verður vikið að þeim síðar. Mótvægisaðgerðir Heimamenn lögðu ýmsar aðrar hugmyndir á borðið fyrir Landsvirkj- un, þar á meðal færslu á Brennimels- línu 1 frá íbúðarbyggðinni í Hlíðarbæ á Hvalfjarðarströnd þar sem 245 kV loftlína hangir nánast yfir heimilum fólksins. Í drögum að matsáætlun dags. 30. maí 2001 vísar Landsvirkjun þessari beiðni frá á þeirri forsendu að slík breyting sé ekki hluti af mati á umhverfisáhrifum Sultartangalínu 3. Í næstu skýrslu, tillögu að matsáætl- un dags. 18. júlí 2001, birtir Lands- virkjun í fyrsta sinn á prenti þá lævís- legu hugmynd að hún sé hugsanlega tilbúin að færa Brennimelslínu 1 frá byggðinni í Hlíðarbæ. En bíðum við. Landsvirkjun setur þessari hugmynd nefnilega skilyrði. Efnislega eru þau á þá lund að það sé háð því að við sam- þykkjum staðsetningu hinnar nýju loftlínu samkvæmt þeirra aðalval- kosti. Skilaboðin eru sem sagt þessi: „Heimamenn, haldið ykkur á mott- unni.“ Þess var getið að ekki væri bú- ið að ákveða hvort línan yrði færð sem 245 kV lína eða hvort litið yrði á færsl- una sem fyrsta áfanga í því að end- urbyggja línuna sem 420 kV línu. Í viðtölum við menn Landsvirkjunar og í skriflegum athugasemdum okkar hafði þessi áform þeirra að endur- byggja þessa línu í 420 kV oft borið á góma. Það er líka komið á daginn. Ekki bara að Landsvirkjun ætli að leggja nýja risalínu í gegnum þessa sveit heldur ætla þeir að flýta upp- byggingu sinni á Brennimelslínu 1 og stilla henni upp við hliðina á hinni. Svo bíta þeir höfuðið af skömminni og kalla þetta „mótvægisaðgerð“. Hví- líkur hroki. Þetta er einungis í þeirra eigin þágu. Bara heldur fyrr. Þeir sem ekki sjá í gegnum þennan blekk- ingaleik setja kíkinn fyrir blinda aug- að. Raunverulegar mótvægisaðgerðir gegn þessu yfirvofandi umhverfis- slysi felast í að fjarlægja Sultartanga- línu 1 (áður Hrauneyjafosslína). Sú loftlína er lögð þvert í gegnum öll sumarbústaðasvæðin í Svínadal en þar eiga þúsundir manna sér athvarf í fögru umhverfi. Eftir að Landsvirkjun hefur lokið ætlunarverki sínu mun tvöfaldar risa- mastrastæður, allt að fjörutíu metra háar með tuttugu og sex metra breið- um þverslám og sextán vírum, að eld- ingavörum meðtöldum, bera við him- ininn meira og minna allt frá vestanverðri Botnsheiði, vestur yfir Ferstikluháls, Leirdal, Saurbæjar- háls, Móadal, Brennifell, Lambadal, Svarfhólsháls og Seldal á leið sinni að Brennimel á Hvalfjarðarströnd. Aldrei framar munum við geta horft úr Svínadal eða af Hvalfjarðarströnd yfir þessa fallegu dali og hálsa öðru- vísi en útataða í mastra- og vírabend- um. Froðusnakk Landsvirkjun notaði það sem beitu fyrir okkur hér meðan þeir voru að koma áformum sínum í kring að mögulegt væri að taka eina 245 kV línu niður ef þeir fengju að leggja eina 420 kV í staðinn vegna margfaldrar flutningsgetu slíkrar línu. Í dag vill hún ekkert kannast við þetta. Nú stefnir í að innan tíðar verði tvær 420 kV loftlínur hér, auk einnar 245 kV og annarrar 132 kV. Í úrskurði Skipulagsstofnunar, kaflanum 4.2.7 „Mótvægisaðgerðir vegna áhrifa á menn og samfélag“, kemur fram að Landsvirkjun vísar öllum óskum fleiri hundruð manna um niðurrif, færslu eða jarðsetningu Sultartangalínu 1 út í bláinn. Vakin skal athygli á því að kostnaður við að leggja 245 kV í jörð er margfalt minni miðað við 420 kV. Þetta er Landsvirkjun sem á sama tíma af augljósri sýndarmennsku auglýsir í síbylju og býður almenningi á listsýningar og tónleika í milljar- ðamusterum sínum út um allt land til þess eins að slá ryki í augu fólks og fegra umdeilda ímynd sína. Þetta er Landsvirkjun sem þykist hafa eigin „umhverfisstefnu“ hvar í er að finna þessa setningu: „Við ætlum að sýna samstarfsvilja í verki gagnvart stjórnvöldum umhverfismála, hags- munasamtökum og almenningi.“ Fjölmargar aðrar álíka er þar einnig að finna. Hvílíkt froðusnakk. Út og suður Í þriðju grein laga um mat á um- hverfisáhrifum er að finna skilgrein- ingar um merkingu ýmissa orða og orðasambanda sem notuð eru í lög- unum. Þrátt fyrir það virðist hægur vandi að túlka lögin út og suður og þegar til kastanna kemur gagnast þau mest valdhöfum. Hugtakið „mót- vægisaðgerðir“ er skilgreint sem „að- gerðir til að koma í veg fyrir, draga úr eða bæta fyrir neikvæð umhverfis- áhrif“ og „veruleg umhverfisáhrif“ eru skilgreind sem „veruleg óaftur- kræf umhverfisáhrif eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mót- vægisaðgerðum“. Hvernig má það vera að lög um mat á umhverfisáhrifum skuli vera þannig úr garði gerð að þau séu gjör- samlega gagnslaus almenningi þegar á reynir, samanber það sem hér hefur verið skýrt frá? Hverjum þjóna þá þessi lög? Sjálfsagt reynir Skipulagsstofnun samkvæmt bestu vitund að úrskurða í samræmi við lögin. Þetta er þó oft spurning um túlkun. Dæmi um um- deilanlega túlkun er t.d. að finna í kafla 5.6., „Niðurstaða“ í úrskurði Skipulagsstofnunar, og þarna er um huglægt mat hennar að ræða á við- komandi atriðum: „Skipulagsstofnun telur að þrátt fyrir mikinn mun á kostum, einkum hvað varðar sjónræn áhrif og áhrif á landnotkun, ferða- mennsku og útivist, hafi framkvæmd- in ekki veruleg, óafturkræf umhverf- isáhrif í för með sér eða veruleg spjöll á umhverfinu sem ekki er hægt að fyrirbyggja eða bæta úr með mót- vægisaðgerðum. Horfa beri til þess að stór hluti áhrifa af lagningu há- spennulína sé sjónræn áhrif sem telj- ist að verulegu leyti afturkræf þótt líklegt megi teljast að mannvirkið standi til alllangs tíma.“ Hvernig ber nú að skilja þetta? Fram hefur komið að Skipulagsstofn- un telur að jarðstrengur hafi lítil eða lítil sem engin umhverfisáhrif. Í text- anum hér að ofan talar hún um mik- inn mun á kostum og tilgreinir veiga- mestu atriðin, sjónræn áhrif, áhrif á landnotkun, ferðamennsku o.fl. Einn- ig kemur fram í sama kafla hvaða loft- línukostir hafa minnst umhverfisáhrif að mati stofnunarinnar. Álykta má samkvæmt þessari niðurstöðu henn- ar að einhver kosturinn hafi mikil um- hverfisáhrif. Þrátt fyrir þetta fellst Skipulagsstofnun í endanlegum úr- skurði sínum á „fyrirhugaða bygg- ingu 400 kV Sultartangalínu 3 frá Sultartanga að Brennimel samkvæmt öllum framlögðum kostum eins og þeim er lýst í framlagðri mats- skýrslu“, en Landsvirkjun leggur þar fram allmarga kosti. Hvernig er hægt að túlka að stór hluti af áhrifum há- spennuloftlína sem eru sjónræn áhrif sé afturkræfur nema þær verði tekn- ar niður? Stendur það eitthvað til á næstunni? Í tillögu Landsvirkjunar að matsáætlun dags. 18. júlí 2001 kafla 1.3., Tímaáætlun, segir: „Rekstrartími Sultartangalínu 3 er áætlaður frá árslokum 2004 til óákveðinnar framtíðar. Með viðhaldi og eðlilegum endurbótum endist mannvirkið í allt að 100 ár.“ Með hlið- sjón af þessu er fyrrgreind túlkun hreinn skrípaleikur. Einnig kemur víða fram í úrskurðinum að jafnvel sá loftlínukostur sem Skipulagsstofnun telur að hafi minnst umhverfisáhrif hefur mætt gríðarlegri andstöðu sumarbústaðaeigenda og landeig- enda. Vissulega hlýtur fólkið í Hlíð- arbæ að vera fegið að losna við Brennimelslínu 1 frá heimilum sínum en þar með er ekki öll sagan sögð. Vandamálið er að verulegu leyti flutt upp í Svínadal. Ekki má gleyma því sem vel er gert. Skipulagsstofnun setti Lands- virkjun nokkur skilyrði. Eftir að hafa lesið þau nokkrum sinnum yfir, en það er nauðsynlegt til þess að trúa því sem þar stendur, veit maður ekki hvort maður á að hlæja eða gráta. Skilyrðin fyrir þessari gífurlegu framkvæmd eru í aðalatriðum þau að „vöktun á uppgræðsluaðgerðum vegna gróðurrasks skal standa a.m.k. í 10 ár og fuglafræðingur (já þetta er rétt lesið, fuglafræðingur) verði feng- inn til að skoða hvernig efnistöku á efnistökusvæðum sem fyrirhugað er að nota (vegna slóðagerðar) verði best háttað með tilliti til áhrifa á fugla“. Hvílíkur tittlingaskítur. Fjöldi manns hefur í sjálfboða- vinnu í hartnær þrjú ár háð sleitu- lausa baráttu við Landsvirkjun til að verja eignir sínar og umhverfi frekari náttúruspjöllum. Á sama tíma hefur Landsvirkjun eins og úlfur í sauðar- gæru af takmarkalausri ágirnd og heimtufrekju vaðið yfir eignir manna með blekkingum og hótunum. Og hún hefur ekki vílað fyrir sér að sóa óhemju fjármunum í svokallað „mat á umhverfisáhrifum“, fyrst og fremst til þess að ná takmarki sínu, en undir því yfirskini að hún væri að uppfylla lagaskyldu sína. Hverjir græða? Hverjir greiða? Hverjir hafa nú hagnast mest á þessu umhverfismati? Líklega allir verkfræðingarnir og sérfræðingarnir sem unnu við það á margföldum með- allaunum. Hverjir greiða svo alla þessa fjármuni? Það gera landsmenn í gegnum ríkissjóð, Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ, sem eru eigendur Landsvirkjunar. Náttúran greiðir þó hæsta reikninginn. Nú geta þessir háu herrar glaðst og skálað yfir unnu verki. Hvort það verður í koníaksglerhýsinu á efstu hæðinni á Háaleitisbrautinni eða í einhverjum glæstum sumarbústöðum Landsvirkjunar er víst að engar há- spennulínur trufla sjóndeildarhring- inn hjá þeim. Eftir Reyni Ásgeirsson Hverjir hafa nú hagnast mest á þessu um- hverfismati? spyr Reynir Ásgeirsson. Líklega allir verkfræð- ingarnir og sérfræðing- arnir sem unnu við það á margföldum meðal- launum. Höfundur er bóndi á Svarfhóli í Hvalfjarðarstrandarhreppi. BLEKKINGALEIKUR LANDSVIRKJUNAR Ráðstefna í lok öryggisviku sjómanna Borgartúni 6, 4. hæð fimmtudaginn 3. október 2002 Afhending fundargagna hefst kl. 9:00 og ráðstefnan kl. 9:30. Meðal efnis eru:  Rannsóknir á heyrn og svefnvenjum sjómanna.  Krabbameinsvaldar í starfsumhverfi sjómanna.  Sjómennska frá sjónarhóli aðstandenda. Fundarstjóri verður Ragnhildur Hjaltadóttir, skrifstofustjóri í samgönguráðuneytinu. Aðgangur er ókeypis. Skráning fer fram hjá samgönguráðuneytinu í síma 545 8200 eða á vefnum www.samgonguraduneyti.is til 1. október nk. Samgönguráðuneytið, Siglingastofnun Íslands, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Landhelgisgæslan, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Vélstjórafélag Íslands, Sjómannasamband Íslands, Landssamband smábátaeigenda, Reykjavíkurborg og Farmanna- og fiskimannasamband Íslands. Sjómenn! Munum björgunaræfinguna þriðjudaginn næstkomandi kl. 13:00!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.