Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 29.09.2002, Blaðsíða 34
MINNINGAR 34 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Hjörtur Jónssonkaupmaður fæddist í Saurbæ í Vatnsdal í Austur- Húnavatnssýslu 12. nóvember 1910. Hann lést á Landspít- alanum í Fossvogi þriðjudaginn 24. september síðastlið- inn. Foreldrar hans voru Jón Hjartarson, f. 5.3. 1879, d. 13.1. 1963, bóndi í Vatns- dal í sautján ár og síðar alþingisvörður í Reykjavík og k.h. Guðrún Friðriksdóttir, f. 28.12. 1874, d. 16.3. 1942, húsfreyja. Þau voru fædd á bökkum Blöndu og voru Húnvetningar í báðar ættir. Hálfsystir Hjartar var Anna Bene- diktsdóttir, f. 25.2. 1898, d. 30.3. 1985, gift Friðrik H. Lúðvíkssyni, kaupmanni í Reykjavík. Alsystir hans var Helga Jónsdóttir, f. 14.6. 1909, d. 31.5. 1981, gift Árna Stein- þórssyni verkstjóra. Kjörsystir hans er Margrét Theodóra Freder- iksen, f. 1.3. 1917, en hennar maður var Harry Frederiksen fram- kvæmdastjóri í Reykjavík. Hjörtur kvæntist 31.12. 1937 eft- irlifandi konu sinni, Þórleifu Sig- urðardóttur, f. 8.8. 1916, iðnrek- anda. Hún er dóttir Sigurðar Oddssonar skipstjóra og leiðsögu- manns á dönsku varðskipunum við og starfrækti ásamt eiginkonu sinni, Þorleifu Sigurðardóttur, Líf- stykkjaverksmiðjuna Lady, sem hún stofnaði 1937 og rak í fimmtíu ár. Hann var formaður og fram- kvæmdastjóri Uppsala hf., verzlun- arhúss sem hann reisti að Lauga- vegi 26 1958-63 og stofnaði Húsgagnahöllina 1964 með syni sínum Jóni. Hjörtur var hluthafakjörinn end- urskoðandi Eimskipafélagsins 1945-58, sat í stjórn og fram- kvæmdastjórn Verzlunarráðs Ís- lands 1952-59 og 1970-71, sat í skólanefnd VÍ 1951-55 og formað- ur hennar 1953-55, sat í stjórn Líf- eyrissjóðs verzlunarmanna í tutt- ugu og eitt ár frá stofnun og formaður sjóðsins 1956-77, sat í stjórn Fjárfestingarfélags Íslands frá stofnun sem fulltrúi Lífeyris- sjóðs verzlunarmanna 1971-80, í stjórn Húnvetningafélagsins og formaður þess 1946, í stjórn Félags vefnaðarvörukaupmanna, í stjórn Kaupmannasamtaka Íslands um árabil og formaður þeirra 1970-73, og var þátttakandi í ýmsum öðrum félögum og samtökum. Hjörtur var eindreginn talsmaður frjálsrar verzlunar, athafnafrelsis og óskor- aðs kosningaréttar og skrifaði fjölda greina í dagblöð og tímarit um þessi baráttumál. Hann var varaþingmaður Reykvíkinga fyrir Sjálfstæðisflokkinn 1971-74. Hann var sæmdur heiðursmerki Kaup- mannasamtaka Íslands og var heið- ursfélagi Húnvetningafélagsins. Útför Hjartar fer fram frá Dóm- kirkjunni á morgun, mánudaginn 30. september, og hefst athöfnin klukkan 15. Ísland, og k.h., Herdís- ar Jónsdóttur húsmóð- ur, er bjuggu við Laugaveg. Synir Hjartar og Þórleifar eru: 1) Jón Hjartarson, f. 26.6. 1938, kaup- maður í Reykjavík, kvæntur Maríu Júlíu Sigurðardóttur hús- móður og eiga þau þrjár dætur, Áslaugu, Herdísi og Guðrúnu Þóru. 2) Sigurður Hjartarson, f. 13.12. 1941, kaupmaður í Reykjavík, kvæntur Eddu Sigríði Sigfúsdóttur kaup- konu og eiga þau tvo syni, Hjört og Birgi, og eina dóttur, Þórleifu. 3) Gunnar Hjartarson, f. 4.1. 1946, framkvæmdastjóri í Garðabæ, kvæntur Sigríði Baldursdóttur ís- lenskufræðingi og eiga þau tvær dætur, Guðrúnu og Helgu Mar- gréti. Hjörtur ólst upp í Vatnsdalnum fyrstu fjórtán árin en flutti þá til Reykjavíkur og var í foreldrahús- um meðan hann var í skóla. Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Ís- lands 1929. Að námi loknu hóf Hjörtur skrifstofustörf hjá Eim- skipafélagi Íslands, vann þar í bók- haldi 1929-42, og var aðalbókari 1943-44, er hann sneri sér að rekstri eigin fyrirtækja. Hann stofnaði verzlunina Olympíu 1938 Í fáum orðum langar okkur systk- inin að minnast afa okkar. Afi var einstakur maður. Það eru forréttindi að hafa fengið að um- gangast hann og að geta miðlað þeim heilræðum, sem hann kenndi okkur, og þeim krafti og dugnaði sem hann bjó yfir, áfram til barna okkar. Legg ég bæði líf og önd, ljúfi Jesú, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. ( Hallgr. Pét.) Elsku afi, minningin um þig verð- ur ávallt í hjarta okkar. Vertu blessaður, afi. Þín sonarbörn, Hjörtur, Birgir og Þórleif. Nú er Hjörtur Jónsson dáinn. Hjörtur var virkilegur vinur vina sinna og einn sá allra besti og mér einn sá hjartfólgnasti, sem ég hef átt á lífsleiðinni. Hjörtur hafði ákaflega sterka persónu til að bera, og það duldist fáum, sem honum kynntust, að þar fór maður sem var gæddur miklum gáfum, kímni, staðfestu, stöðug- lyndi, rökfesti, ákveðnum skoðun og foringjahæfileikum og því var það engin tilviljun að hann var valinn til fjölmargra trúnaðarstarfa á þeim vettvangi sem hann starfaði á. Hárskörp hugsun hans, í bland við alvöru og glettni einkenndu Hjört fram til hans síðasta. Hann kunni svo sannarlega að meta það sem lífið hafði fram að færa og held ég að það hafi verið einn sá þáttur sem gerði það að verkum að lysti- semdir lífsins löðuðust sterklega að honum og manni fannst ávallt sem maður væri í stórkostlegri veislu, þegar maður var í návistum við Hjört. Hann bar afar næmt skynbragð á blæbrigði lífsins og þá aðallega þau jákvæðu og notfærði sér þau eins og veislustjórinn sem veit bæði af mikl- um kostum og göllum veislunnar til að draga fram þá athygliverðustu og lýsa þeim í ljóðum. Hann var mikið HJÖRTUR JÓNSSON fyrir að yrkja og fengum við; vinir hans og kunningjar, að njóta þess- arar gáfu hans hvort heldur var við mjög hátíðlegar stundir eða þegar vinir komu saman til að stilla saman strengi, minnast gamalla daga eða bara að njóta augnabliksins. Ég hef reynt eftir megni að halda saman þessum kvæðum Hjartar, sem oft voru sett fram á munnþurrku eða bara umbúðir vínflösku og hefur upprifjun á þessum kvæðum Hjart- ar orðið til ómældrar ánægju, kátínu og vellíðunar, þegar þau hafa verið flutt á hátíðlegum stundum hjá okk- ur hjónum og börnum okkar. Við, Þórdís Todda Guðmunds- dóttir, kona mín, Kristín Jóseps- dóttir móðir hennar, ásamt börnum okkar Þorsteini og Guðrúnu Krist- ínu, áttum því láni að fagna að fá að eiga Hjört og eiginkonu hans, Þór- leifu (Þóru) að vinum og var sú vin- átta okkur öllum ómetanleg, sem varði vel á fjóra áratugi – þegar lengst lét. Við Þórdís ferðuðumst mikið með þeim hjónum og er einna eftirminni- legust sú ferð sem við fórum með skemmtiferðaskipum um Miðjarðar- hafið, þar sem perlurnar umhverfis það voru skoðaðar. Þóra og Hjörtur voru atkvæða- mikil í kaupmennsku, m.a. við Laugaveginn og byggðu m.a. stór- hýsi þar sem þau bæði ráku verslun og áttu íbúðarhúsnæði sitt í. Eins og gefur að skilja, var mikill gesta- gangur þarna í hjarta Reykjavíkur. Eftir áratugalanga búsetu þar, ákváðu þau að búa sér heimili á fal- legum og kyrrlátum stað á Arnar- nesinu, þar sem þau hafa búið. Nokkru eftir það ákváðu þau að búa einhvern tíma ársins í þakíbúð í Las Palmas á Gran Canaria og dvöldu þau þar langdvölum síðustu ár. En vinir þeirra og kunningjar fóru ekki varhluta af gestrisni þeirra þar sem við heimsóttum þau oft þegar leið okkar lá um þessa fallegu eyju, þangað sem við sóttum okkur hvíld og heilsubót. Það urðu alltaf fagn- aðarfundir okkar á meðal, hvort sem það var hér á landi, þar eða hvar sem við hittumst. Míns yndislega vinar minnist ég virkilega með miklum söknuði í brjósti! Um leið og ég, Þórdís kona mín, Þorsteinn og Guðrún Kristín börn okkar, ásamt fjölskyldum þeirra, vottum frú Þóru, börnum þeirra hjóna og fjölskyldum, okkar dýpstu samúð við fráfall Hjartar, bið ég honum Guðs blessunar á þeim leiðum sem hann nú hefur lagt út á. Erlingur Þorsteinsson. Elskuleg eiginkona mín, systir, móðir, tengda- móðir og amma, EYRÚN ÞORLEIFSDÓTTIR, Kambsvegi 25, lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ í Reykjavík föstudaginn 27. september. Gísli Guðmundsson, Þórólfur Valgeir Þorleifsson, Þorleifur Gíslason, Ásdís Jónsdóttir, Stefanía Vigdís Gísladóttir, Magnús Ingimundarson, Guðmundur Gíslason, Hafrún Hrönn Káradóttir, Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Magnús Atli Guðmundsson, Guðbjörg Þórey Gísladóttir og barnabörn. Blómastofa Friðfinns, Suðurlandsbraut 10, sími 553 1099, fax 568 4499. Opið til kl. 19 öll kvöld Kransar • Krossar • Kistuskreytingar Legsteinar Vönduð íslensk framleiðsla Fáið sendan myndalista Hamarshöfði 4, 110 Reykjavík sími: 587 1960, fax: 587 1986 MOSAIK  Marmari Granít Blágrýti Gabbró Líparít Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, SIGURBERG MAGNÚS SIGURÐSSON, Digranesvegi 72a, Kópavogi, verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju mánu- daginn 30. september kl. 13.30. Jónína María Baldursdóttir, Þóranna M. Sigurbergsdóttir, Steingrímur Á. Jónsson, Borghildur Sigurbergsdóttir, Sigurður Baldursson, Helena Sigurbergsdóttir, Þorgeir Egilsson og barnabörn. Faðir okkar, tengdafaðir og afi, ERLENDUR JÓNSSON, Kópavogsbraut 1a, Kópavogi, sem lést föstudaginn 20. september sl., verður jarðsunginn frá Kópavogskirkju þriðjudaginn 1. október kl. 13.30. Kristján Erlendsson, Elísabet Baldvins, Valdís Jóna Erlendsdóttir, Ævar Þorberg Erlendsson, Þorbjörg Erlendsdóttir, Bjarni Bogason Melsted og barnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, ERNA BERGSVEINSDÓTTIR, Þrúðvangi 13, Hafnarfirði, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi mánudaginn 25. september. Útförin auglýst síðar. Guðjón Jónsson, Ómar Guðjónsson, Þóra Eiríksdóttir, Gerður Guðjónsdóttir, G. Emil Sigurðsson, Guðlaug Linda Guðjónsdóttir og barnabörn. Eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR STEINSSON, lést á Landspítala Landakoti sunnudaginn 22. september sl. eftir langavarandi veikindi. Útför fór fram í kyrrþey föstudaginn 27. sept- ember. Innilegar þakklætiskveðjur til starfsfólks á deild K1 fyrir góða umönnun. Guðrún Haraldsdóttir, Lára Eygló, Roger, Birna, Steinar, Sigrún, Óskar Þór, Kolbrún, Halldór Ingi, Haraldur, Sigurbjörg, Bryndís, Húni Sævar, Særún, Steinn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, HULDA SIGURJÓNSDÓTTIR, Hrafnistu, Hafnarfirði, lést að morgni föstudagsins 27. september. Fyrir hönd aðstandenda, Páll Guðjónsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.