Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 10

Morgunblaðið - 29.09.2002, Page 10
Hver verða helstu verkefni þín í nýju starfi sem forstjóri Vátryggingafélagsins? Sumir líta svo á að með þessari ráðningu sé verið að gera þig að pólitískum herforingja S-hópsins svokallaða og þar með að viðskiptapólitískum forystumanni Framsóknarflokksins. Er það ástæða þess að þú ert sóttur í Seðlabankann að það vanti póli- tískan strategista í þá valdabaráttu sem nú á sér stað í íslensku viðskiptalífi? N ei, ég vil ítreka að svo er alls ekki. Fyrst og fremst er ég ráðinn af þeim sem eiga þetta fyrirtæki og fulltrúum þeirra í stjórn til að reka og bera ábyrgð á rekstri fyr- irtækisins þannig að það sé í fremstu röð á öllum sviðum þjónustu en jafnframt að það skili eigendum sínum arði. Mér hefur ekki verið fengið neitt annað við- skiptapólitískt viðfangsefni. Vátryggingafélagið er mjög stórt, öflugt og vel rekið félag og ég vonast til að í samvinnu við það góða starfsfólk sem þar er starfandi takist okkur að viðhalda og jafnvel auka styrk félagsins. Ráðning mín til fé- lagsins kemur í raun ekki upp fyrr en að Axel Gíslason ákveður að láta þarna af störfum. Það hefur ekki orðið mikil breyting á eignarhaldi í félaginu þrátt fyrir sölu á hlut Landsbankans. Áður var VÍS í eigu nokkurra fyrirtækja, Olíu- félagsins, Samvinnulífeyrissjóðsins, Sam- vinnutrygginga og Andvöku til helminga á móti Brunabótafélaginu. Síðan ákveður Brunabóta- félagið að selja sinn hlut í VÍS og Landsbanki Íslands kaupir hann. Tilkoma Kjartans Gunn- arssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokks- ins, sem stjórnarformanns fyrirtækisins var ekki nein viðskiptapólitísk innganga Sjálfstæð- isflokksins í Vátryggingafélagið. Af og frá. Ekki frekar en ráðning mín til félagsins. Niðurstaðan er hins vegar sú að Landsbankinn ákveður að selja sinn hlut vegna þess að þetta mikla eign- arhald á félaginu var farið að setja Landsbank- anum skorður. Kaupendurnir að hlut Lands- bankans eru þeir sem áttu félagið á móti bankanum. Þetta finnst mér raunverulega und- irstrika það – og það hafa þeir sem fara nú með eignarhald félagsins gert – að sú stefna félags- ins, sem búið var að marka með því að koma því inn á Verðbréfaþingið, er óbreytt. VÍS er þjónustufyrirtæki og um leið má segja að það sé þekkingarfyrirtæki. Þekking fyr- irtækisins byggist að stærstum hluta til á starfsfólkinu og þjónusta mun ráðast af því. Fyrirtæki sem er á þessum harða markaði og er þjónustufyrirtæki er aldrei hægt að reka í þjón- ustu við fáa. VÍS er og verður fyrst og fremst fyrirtæki í þjónustu fyrir allan fjöldann, þar sem allir munu sitja jafnir. Ef menn ætla að reyna eitthvað annað, hvort sem það er í þessu fyrirtæki eða öðru, mun það leiða til þess að fyr- irtækið tapar markaðsstöðu og viðskiptamönn- um. Það getur enginn leyft sér. Fyrirtækið verður rekið með sama hætti og verið hefur og áform eigandanna um markaðsvæðingu fyr- irtækisins eru óbreytt. Við munum halda áfram ótrauðir í þeim efnum. Það að einhverjar fyrirtækjablokkir ætli sér að þjóna fámennum hópi einstaklinga eða fyr- irtækja mun ekki geta gengið og mun leiða til ófarnaðar því markaðurinn og viðskiptavinirnir eru harður húsbóndi. Ætli menn sér að ná eign- arhaldi á bönkum og nýta það eignarhald til að mismuna mun það leiða til þess að viðkomandi stofnun mun dragast saman vegna þess að menn munu ekki láta mismuna sér. Það hafa orðið svo miklar breytingar á þessum markaði. Ég sat fyrir skömmu ráðstefnu í Sviss og hlust- aði þar á bankastjóra frá litlum þýskum banka, sem lýsti þessu á mjög greinargóðan hátt. Hann sagði: „Fyrir tveimur árum sat ég í hásætinu og viðskiptavinirnir biðu í röðum fyrir framan skrifstofuna eftir því að komast inn. Þegar þeir komu inn komu þeir skríðandi á fjórum fótum til að biðja um lán. Þá setti ég mig á háan hest og skar lánið niður um helming. Viðkomandi varð hins vegar að fara út með skottið á milli fótanna vegna þess að hann gat ekki farið neitt annað. Þetta er breytt. Nú er það ég sem er á fjórum fótum fyrir framan viðskiptamennina.“ Mér finnst þessi saga lýsandi fyrir þá breytingu sem hefur átt sér stað. Það eru stjórnendur og fyr- irtæki sem þurfa að vera sífellt að leita að við- skiptunum. Ég horfi á VÍS sem þjónustufyr- irtæki sem á að veita fólki lipra og góða þjónustu, við viljum vera þátttakendur í lífi fólks, bera ábyrgð með fólki, leiða einstak- lingana frá vöggu til grafar. Þannig að enginn sem kemur til okkar fari frá okkur, fólk finni sig vel tryggt hjá traustu félagi. Þú nefndir markmiðið um skráningu félags- ins á aðallista Kauphallar Íslands. Hvað sérðu fyrir þér að taki langan tíma að koma því í kring? Markaðsaðstæður voru ekki fyrir hendi á sín- um tíma til að stíga skrefið alla leið en fyr- irtækið er nú skráð á tilboðslista Kauphall- arinnar. Ég treysti mér ekki til að nefna tíma í þessu sambandi en undirstrika þann yfirlýsta vilja hluthafanna að þessu verði hraðað. Eitt af því sem olli spennu á milli Landsbank- ans og S-hópsins var einmitt það að Lands- bankamenn töldu sumir að S-hópurinn væri ekki reiðubúinn að fara með markaðs- væðinguna alla leið. Menn vildu skrá fyrirtækið, en ekki opna félagið. Hefur það breyst í dag? Máltækið segir: sjaldan veldur einn þá tveir deila. Ég held að það eigi ágætlega við í þessu sambandi. Hvor aðilinn var áhugasamari um markaðsskráninguna treysti ég mér ekki til að leggja mat á. Ég held að þetta hafi þó tekið lengri tíma en menn ætluðu sér. Hvað nákvæm- lega olli því er ég ekki fyllilega upplýstur um en held þó að það hafi ekki verið einungis öðrum aðilanum um að kenna. Þegar markaðsvæðingin var tilbúin voru aðstæður ekki eins ákjósan- legar á markaðnum og menn hefðu kosið. Þetta hefur því verið í biðstöðu. En hvað sérðu fyrir þér að eignaraðildin verði dreifð að fyrirtækinu? Ég er eindregið þeirrar skoðunar að í öllum svona fyrirtækjum eigi að vera kjölfestufjár- festar. Fjárfestar sem hafi verulegan hag af því að fyrirtækin séu vel rekin og skili arði sem síð- an hluthafar njóta góðs af. Það á að vera höf- uðmarkmiðið. Við eigum að vera í dreifðri eign- araðild og þá er ég að tala um að fjöldi einstaklinga og ekki síður fyrirtækja hafi áhuga fyrir því að fjárfesta í fyrirtækinu vegna þess að menn líta á það sem góðan fjárfestingarkost sem skili arði. En áhugi á fjárfestingunni sé ekki drifinn áfram af valdabrölti einu saman. Ef þú horfir fram í tímann og veltir fyrir þér framtíð VÍS og þess markaðar sem fyrirtækið starfar á hver telur þú að þróunin verði? Munt þú beita þér fyrir breyttum áherslum innan fyr- irtækisins við framtíðarstefnumótun? Þetta er þröngur markaður sem fyrirtækið starfar á og á honum er mikil samkeppni. Ég vil skoða hvar styrkleikar fyrirtækisins liggja og hvar veikleikar þess liggja. Styrkja okkur á þeim sviðum þar sem styrkleikinn er fyrir hendi og vinna á veikleikunum. Í þessu sambandi hljóta menn að vega og meta hvern markað út af fyrir sig. Hvar eigum við innskot þar sem við erum ekki í dag og hvað getum við gert til að vera fyrirtæki sem er leiðandi? Við verðum að gá vel að nýjungum, horfa vel til nýjunga á sviði trygginga sem boðið er upp á. Einn stjórnarmanna Vátryggingafélagsins, Bogi Pálsson, sagði sig úr stjórninni og sagði ástæðuna þá aðferðafræði sem viðhöfð var þeg- ar gengið var frá ráðningu þinni sem forstjóra. Kemur þetta sér ekki illa fyrir félagið? Mér finnst þetta mjög miður. Ég verð hins vegar að segja eins og er að ég átta mig ekki al- veg á því hvað olli þessu. Ég hitti stjórnarmenn í aðdraganda ráðningarinnar og átti ágætan fund með þeim. Í framhaldi af því var samþykkt bókun af öllum stjórnarmönnum sem gekk út á mína ráðningu og frágang hennar. Hvað síðan gerðist þekki ég ekki og treysti mér ekki til að segja neitt til um. En Bogi hefur ítrekað að þessi óánægja hans beinist ekki að ráðningu minni. En allar svona breytingar, sem hálft í hvoru má líkja við upphlaup, eru af hinu slæma og ekki síst í félögum sem tryggingafélögum þar sem stöðugleikinn og traustið þarf ávallt að vera fyrir hendi. Ef við horfum yfir sviðið í íslensku viðskipta- lífi blasir við að það hafa verið mjög hörð átök og sviptingar í kringum einstök fyrirtæki. Átök- in um Íslandsbanka standa upp úr en einnig má nefna þann styr sem staðið hefur um Norður- ljós og jafnvel Baug. Hvað er það sem veldur þessum átökum að þínu mati? Ástæðan fyrir þessum hörðu átökum er fyrst og fremst valdaátök að mínu mati. Kannski er því miður ekki alltaf verið að horfa á hagsmuni viðkomandi fyrirtækis og eigenda þess í því brölti. Þar á ég við að oft á tíðum eru menn að kaupa sér og seilast eftir völdum og hætta er þá á að það geti orðið á kostnað eigenda. Í mörgum tilvikum er þarna um að ræða félög og fyrirtæki sem eru í mjög dreifðri eign. Nú er ég ekki að segja að þetta sé, heldur að þarna er hætta fyrir hendi, ef valdabarátta leiðir til þessara hluta. En af hverju er þetta? Við búum í litlu samfélagi og þar af leiðandi á litlum mörkuðum. Þessi litli íslenski markaður gerir að einhverju leyti það að verkum að átökin verða harðari en ella. Til að fyrirtæki geti stækkað og aukið markaðs- hlutdeild sína þurfa menn að komast inn á aðra markaði og inn í önnur fyrirtæki til að leita eftir viðskiptatækifærum. Sú leit eftir viðskiptatæki- færum með yfirtökum, eða kaupum á hlutafé í fyrirtækjum og þar af leiðandi ásælni eftir völd- um og áhrifum í fyrirtækjum, gerir það að verk- um að þessi átök kristallast mjög skýrt, ná- kvæmlega eins og þú nefnir í þinni spurningu. Og þá held ég að það séu aðstæður á þröngum mörkuðum í litlu samfélagi sem gera það að verkum að þessi átök eru harðari en ella. Getur þetta ekki jafnframt ógnað því mark- miði að byggja upp virkan hlutabréfamarkað þar sem eignaraðild er dreifð? Er ekki hætta á að fólk fari hreinlega að halda að sér höndum þegar það sér að það fé sem það setur í fyr- irtæki er notað í valdabrölti sem það hefur eng- in áhrif á? Ég held að þetta sé rétt. Þátttaka almennings í kaupum á hlutafé í fyrirtækjum hefur leitt til að eign í fyrirtækjum er almenn. Valdabarátta á þessu sviði, sem hefur ekki augljóst arðsem- ismarkmið fyrir hinn almenna hluthafa að leið- arljósi, getur leitt til að almenningur fer að halda að sér höndum og verður ekki eins ríkur þátttakandi og annars væri. Þessu verðum við að gæta að. Þess vegna er ég eindregið þeirrar skoðunar að vegna þessarar umræðu, sem bæði er til komin vegna fyrirtækjanna sjálfra og þeirra sem þar stjórna og forneskjulegrar póli- tískrar hugsunar um gamlar blokkir í atvinnu- lífinu, hvaða nöfnum sem menn nefna þær, sé röng. Við verðum að leggja metnað okkar í að breyta þessum hugsunarhætti og sýna í verki að þessi samsæriskenning um blokkamyndun hef- ur ekki við rök að styðjast. Það verður best gert með tiltölulega dreifðri eignaraðild og að menn treysti því að þeir fjár- festi ekki bara í fyrirtæki til að fara þar með hlut heldur vegna trúar á fyrirtækinu. Fyr- irtæki eiga ekki bara að fjárfesta í öðrum fyr- irtækjum til að taka þau yfir, ná völdum og áhrifum heldur einnig til að fjárfestingin skili arði. Þá kem ég að lífeyrissjóðunum, sem ég tel að muni í náinni framtíð fá enn mikilvægara hlutverk en þeir hafa í dag í íslensku atvinnulífi. Þeir eru eign fólksins í landinu. Mér finnst hafa orðið mjög jákvæð og markverð breyting á við- horfum og afstöðu lífeyrissjóðanna til fjárfest- inga í atvinnulífinu. Ég held að þeir geti gert enn betur á þessari jákvæðu braut með því að koma inn nokkuð víða þar sem þeir sjá tækifæri til að ávaxta lífeyrissparnað fólksins en vera ekki að nýta áhrif sín þarna inni í valdabaráttu. Þú hefur nefnt viðskiptablokkirnar nokkrum sinnum, stundum kallaðar Kolkrabbinn og Smokkfiskurinn. Flest stærri átök í viðskiptalíf- inu eru oft skýrð með vísan til togstreitu þess- ara tveggja blokka. Nú halda því margir fram að undanfarið hafi átt sér stað endurskipulagn- ing á annarri blokkinni. Gömlu sambandsfyr- irtækin séu að ganga í endurnýjun lífdaga og styrkja mjög stöðu sína. Nú stefnir jafnframt í að þessi blokk muni eignast banka á nýjan leik. Réð á sínum tíma yfir Samvinnubankanum og á nú í viðræðum um kaup á Búnaðarbankanum. Er blokkamyndunin ekki einmitt að styrkjast? Nei. Þetta sem þú ert að lýsa er sviðsmynd sem menn eru að draga upp og reyna að gera tortryggilega. Ég kalla þetta samsæriskenn- ingar. Þessi mynd sem þú dregur upp er al- mennt umtöluð og kenningar sem í gangi eru. Þegar betur er að gáð er þó margt skrýtið í þessum hópum. Menn tengja oft blokkirnar við stjórnmálaflokka og draga menn í dilka eftir því. Þegar allir eru komnir í sinn dilk og málið er skoðað kemur hins vegar í ljós að þar eru menn með mjög ólíkar pólitískar skoðanir. Þetta er alls ekki einlit hjörð í hverjum hópi fyr- ir sig og þegar betur er að gáð má sjá að þessar kenningar ganga ekki alveg upp. Hættan er hins vegar sú að menn viðhaldi þessari hugsun. Nú er í gangi umræða um einkavæðingu rík- isviðskiptabankanna og ásetningur ríkisstjórn- arinnar að fá inn kjölfestufjárfesta í bankann. Það er verið að tala um að þeir Björgólfsfeðgar og Magnús Þorsteinsson séu að kaupa ráðandi hlut. Ég er sannfærður um að ef það verður nið- urstaðan og þeir eignast kjölfestuhlut muni þeir ekki nýta hann til að mismuna heldur til að auka arðsemi af þeim eignum sem þeir eiga í dag. En er það ekki samt svo að í íslensku við- skiptalífi í dag skiptir pólitíkin enn miklu máli? Þú hefur nefnt nokkur dæmi um það, hvort sem það á við stoðir að styðjast eða ekki, að menn eru sífellt að tengja fyrirtæki við hópa, klíkur og flokka. Frá sjónarmiði hins almenna borgara lítur þetta óneitanlega þannig út, til dæmis varðandi sölu ríkisbankanna, að þarna séu helmingaskipti af gamla skólanum að eiga sér stað. Er það virkilega algjörlega liðin tíð að við getum talað um pólitísk afskipti af atvinnulífinu og að valdabaráttan þar eigi sér að einhverju leyti rætur í hinni sögulegu, pólitísku fortíð sem mótaði þessar tvær fylkingar á sínum tíma? Atvinnulífið og það umhverfi sem því hefur verið búið hefur gjörbreyst á undanförnum ár- um. Tökum dæmi af ríkisviðskiptabönkunum, sem eru dæmigerðir fyrir þessa þróun. Á með- an þeir voru undir beinni pólitískri stjórn, bankaráðin kjörin af Alþingi og á meðan at- kvæðagreiðslur voru jafnvel í þingflokkum um hver ætti að verða bankastjóri voru auðvitað bein pólitísk áhrif í gegnum þetta. Þetta hefur blessunarlega breyst og þetta hefur breyst með markaðsvæðingu þessara fyrirtækja. Ég tók þátt í því sem viðskiptaráðherra 1996–97 að breyta ríkisbönkunum í hlutafélög og minnka hlut ríkisins með því að fara þessa leið, þ.e. að einkavæða og leita að kjölfestufjárfestum, sem ég tel vera mikilvægt. Við höfum verið að breyta þessu og eigum að halda áfram á þeirri leið. Mín skoðun er sú að ríkið eigi að hætta algjörlega af- skiptum sínum af atvinnulífinu, hægt og bítandi markaðsvæða fyrirtækin og koma þeim í al- menningseigu með sterkri kjölfestuhluta- fjáreign einstaklinga eða fyrirtækja. Síðan er það hlutverk ríkisvaldsins að byggja upp leik- reglur á þessum markaði sem byggjast á því að ríkið hafi ekki afskipti af rekstri fyrirtækjanna en hafi sterkt eftirlitskerfi með rekstrinum. Sem viðskiptaráðherra beitti ég mér fyrir því með sameiningu bankaeftirlits og tryggingaeft- irlits. Hvort þessi pólitísku afskipti eru alveg búin ætla ég ekkert að fullyrða um. En því hraðar sem við förum í sölu þessara fyrirtækja þeim mun hraðar dregur úr þessum beinu pólitísku afskiptum. Síðan er spurningin hvernig menn gera þetta. Það er hægt að selja þetta í smáskömmtum og svo safnast þetta saman með tímanum í hönd- unum á stærri fjárfestum. Ég held að þú fáir lægra verð fyrir hlut ríkisins þannig en með því að selja í stærri einingum. Við erum búnir að fara þesa leið. Í fyrstu útboðunum var takmark- að hvað hægt var að kaupa stóran hlut. Um hundrað þúsund manns keyptu í viðskiptabönk- unum á sínum tíma. Það var talað um kennitölu- söfnun þar sem fyrirtæki leituðu til fjöldans og auðvitað hefur það gerst að þeim hefur fækkað sem eiga. En eftir stendur að þúsundir ein- staklinga eiga hlut í þessum bönkum. Síðar var ákveðið að leita eftir kjölfestufjárfesti, sem ég tel að hafi verið rétt. FBA er mjög gott dæmi um þetta og hvernig eðlileg þróun getur orðið með eignadreifingu í fyrirtæki á markaði. Fyrst var selt mjög dreift í honum, síðan gerist það að þetta er selt í stærri Barátta um völd að Finnur Ingólfsson lætur um mánaðamótin af starfi seðlabankastjóra til að taka við embætti forstjóra Vá- tryggingafélags Íslands. Steingrímur Sigurgeirsson ræddi við Finn um ástæður þess að hann lætur af störf- um í Seðlabanka Íslands og spurði um mat hans á stöð- unni í viðskiptalífinu, þróuninni þar og þeim átökum sem verið hafa milli fyrirtækjahópa. 10 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.