Morgunblaðið - 29.09.2002, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.09.2002, Qupperneq 44
DAGBÓK 44 SUNNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RIT- STJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Sel- foss kemur og fer í dag. Swan kemur í dag. Hafnarfjarðarhöfn: Florinda og Stella Rigel koma í dag. Polar Siglir kemur á morgun. Mannamót Aflagrandi 40. Á morg- un vinnustofa, leikfimi og fótaaðgerð kl. 9, hár- greiðsla og boccia kl. 10, félagsvist kl. 14. Árskógar 4. Á morgun kl. 9–12 opin handa- vinnustofa, kl. 10.15 leikfimi, kl. 11 boccia, kl.13–16.30 opin smíða- stofa/útskurður, opin handavinnustofa, kl. 13.30 félagsvist, kl. 16 myndlist, kl. 10–16 pútt- völlurinn. Bólstaðarhlíð 43. Á morgun kl. 9–16 handa- vinna, kl. 9–12 búta- saumur, kl. 9–17 fótaað- gerð, kl. 10–11 samverustund, kl. 13.30–14.30 söngur við píanóið, kl. 13–16 búta- saumur.Uppl. í s. 568 5052. Eldri borgarar í Mos- fellsbæ, Kjalarnesi og Kjós. Félagsstarfið opið mánu- og fimmtudaga. Mánud: Kl. 16 leikfimi. Fimmtud: kl. 13 tré- skurður, kl. 14 bóka- safnið, kl. 15–16 bóka- spjall, kl. 17–19 æfing kór eldri borgara í Damos. Laugard: kl. 10–12 bókband. Félagsstarf eldri borg- ara í Grafarvogi. Þriðju- dagar: kl. 9.45 og föstu- dagar kl. 9.30 vatnsleikfimi í Graf- arvogslaug, byrjar þriðjudaginn 1. október. Síðasta miðvikudag í hverjum mánuði eru haldnir fræðslu- og skemmtifundir í fund- arsal Miðgarðs við Langarima 21. Aðrir at- burðir eru auglýstir í Morgunblaðinu, á www.grafarvogur.is Ný- ir félagar velkomnir. Upplýsingar í s. 5454 500, Þráinn Haf- steinsson. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist í Gullsmára 13 á mánud. kl. 20.30. Fótaaðgerða- stofan opin frá kl. 10. Skrifstofan Gullsmára 9 er opin á morgun kl. 16.30–18, s. 554 1226. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Á morgun kl. 8 böðun, kl. 9 fótaaðgerð, kl. 9 myndlist, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 13 föndur og handavinna, kl. 13.30 enska fram- hald. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Á morgun kl. 8– 16 opin handavinna, kl. 9–12 myndlist, kl. 9. 30 helgistund, kl. 11–11.30 leikfimi, kl. 13–16 körfu- gerð og spilað. Félag eldri borgara Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Á morg- un félagsvist og út- skurður kl. 13.30, þriðjud: leikfimi í Bjark- arhúsinu kl. 11.30, handavinna kl. 13.30, brids og púttað á Hrafn- istuvelli kl. 14–16. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Sunnudagur: Dansleikur kl. 20, Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Mánud: Brids kl. 13. Silfurlínan er opin á mánu- og mið- vikudögum kl. 10–12. Skrifstofa félagsins er flutt að Faxafeni 12 s. 588 2111. Félagsstarfið er áfram í Ásgarði Glæsibæ. Upplýsingar á skrifstofu FEB. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Á morgun böðun kl. 9–12, opin handavinnustofan kl. 9– 16.30, félagsvist kl. 14. Hárgreiðslustofan opin 9–16.30. Gerðuberg, félagsstarf. Í dag myndlistarsýning Brynju Þórðardóttur opin kl. 13–16 listamað- urinn á staðnum. Á morgun 9–16. 30 vinnu- stofur opnar, frá hádegi spilasalur op- inn. Allar upplýsingar um starfsemina á staðn- um og í síma 575-7720. Gjábakki, Fannborg 8. Á morgun handa- vinnustofan opin. Leið- beinandi á staðnum kl. 9–17, kl. 10.45, hæg leik- fimi (stólaleikfimi), kl. 9.30 gler- og postulíns- málun, kl. 13 skák kl. 20 skapandi skrif. Fyr- irhugað er að vera með byrjendahóp í kín- verskri leikfimi ef næg þátttaka fæst. Uppl. í síma 554 3400. Gullsmári, Gullsmára 13. Á morgun kl. 9 vefn- aður, kl. 9.05 leikfimi kl. 9.55 róleg stólaleikfimi, kl. 10 ganga, kl. 13 brids, kl. 20.30 fé- lagsvist. Hraunbær 105. Á morg- un kl. 9 postulínsmálun, perlusaumur og fótaað- gerð, kl. 10 bænastund, kl. 13. 30 sögustund og spjall, kl. 13 hárgreiðsla. Hvassaleiti 56–58. Á morgun kl. 9 böðun og föndur, kl. 9 og kl. 10 jóga, kl. 13 spilað. Fóta- aðgerðir. Allir velkomn- ir. Norðurbrún 1. Kl. 10– 11 ganga, kl. 9–15 fóta- aðgerð, kl. 9–12 mynd- list, kl. 9–16 opin handa- vinnustofa. Vesturgata 7. Á morg- un kl. 9–16 fótaaðgerðir og hárgreiðsla, kl 9.15– 15.30 alm. handavinna, kl. 9.30–10.30 boccia, kl.10.30–11.30 jóga, kl.12.15–13.15 dans- kennsla, kl.13–16 kóræf- ing, Vitatorg. Á morgun kl. 8.45 smíði, kl. 9 hár- greiðsla, kl. 9.30 bók- band, bútasaumur og morgunstund, kl. 10 fótaaðgerðir, sund og boccia, kl. 13 hand- mennt, glerbræðsla og spilað. Háteigskirkja, eldri borgarar, mánudaga fé- lagsvist kl. 13–15, kaffi. Gullsmárabrids. Eldri borgarar spila brids að Gullsmára 13 mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45, spil hefst kl. 13. Sjálfsbjörg félag fatl- aðra á höfuðborg- arsvæðinu, félagsheim- ilið, Hátúni 12. Mánudagur 30. sept. kl 19 brids. Kvenfélagið Fjallkon- urnar heimsókn til kvenfélags Háteigs- sóknar þriðjudaginn 1. okt. Mæting kl. 20 í Há- teigskirkju. Kirkjustarf aldraðra Digraneskirkju opið hús verður þiðjudaginn 1. okt. Leikfimi, léttur málsverður, helgistund, samverustund og kaffi. Húnvetningafélagið í Reykjavík. Opið hús verður sunnud. 6. októ- ber kl. 13.30, fjölbreytt dagskrá í tali og tónum tileinkuð Arinbirni Árnasyni frá Fitjum, Miðfirði, kaffiveitingar. Allir velkomnir. Minningarkort Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Aust- urlandi: Egilsstaðir: Gallery Ugla, Mið- vangur 5. Eskifjörður: Póstur og s., Strandgötu 55. Höfn: Vilborg Ein- arsdóttir Hafnarbraut 37. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Norðurlandi: Ólafs- fjörður: Blóm og Gjafa- vörur Aðalgötu 7. Hvammstangi: Versl- unin Hlín Hvamms- tangabraut 28. Ak- ureyri: Bókabúð Jónasar Hafnarstræti 108, Möppudýrin Sunnuhlíð 12c. Mý- vatnssveit: Pósthúsið í Reykjahlíð. Húsavík: Blómasetrið, Héðins- braut 1, Raufarhöfn: Hjá Jónu Ósk Péturs- dóttur, Ásgötu 5. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Suð- urlandi: Vestmannaeyjar: Apó- tek Vestmannaeyja Vestmannabraut 24. Selfoss: Selfoss Apótek Kjarninn. Minningarkort Hjarta- verndar fást á eft- irtöldum stöðum á Vest- urlandi: Akranes: Hagræði hf., Borgarnes: Dalbrún, Brákabraut 3. Grundarfjörður: Hrann- arbúð sf, Hrannarstíg 5. Stykkishólmur: Hjá Sesselju Pálsd., Silf- urgötu 36. Ísafjörður: Póstur og sími, Að- alstræti 18. Stranda- sýsla: Ásdís Guð- mundsd. Laugarholti, Brú. Minningarkort barna- deildar Sjúkrahúss Reykjavíkur eru af- greidd í síma 525-1000 gegn heimsendingu gíróseðils. Í dag er sunnudagur 29. sept- ember, 272. dagur ársins 2002. Mikjálsmessa, Engladagur. Orð dagsins: Drottinn skal ríkja um aldur og að eilífu! (Exodus 15, 18.) K r o s s g á t a LÁRÉTT: 1 eftirlátt, 8 kvelur, 9 starfið, 10 reið, 11 bælir sig, 13 afferma, 15 gljái, 18 mynt, 21 guð, 22 skjálfi, 23 forföðurinn, 24 ungæðishátt. LÓÐRÉTT: 2 alda, 3 eggjar, 4 gesta- gangur, 5 pinna, 6 fita, 7 venda, 12 greinir, 14 leðja, 15 hrogn, 16 koma í veg fyrir, 17 stíf, 18 klór, 19 viljuga, 20 klaufdýr. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU: Lárétt: 1 armur, 4 þokar, 7 vífni, 8 kulið, 9 tík, 11 kurt, 13 auðn, 14 eðlur 15 holl, 17 týnd, 20 óms, 22 pokar, 23 páfar, 24 rómað, 25 rýrar. Lóðrétt: 1 atvik, 2 máfur, 3 reit, 4 þökk, 5 keldu, 6 rúð- an, 10 íslam, 12 tel, 13 art, 15 hópur, 16 líkum, 18 ýlfur, 19 dárar, 20 óræð, 21 spor. 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16 Víkverji skrifar... VÍKVERJI kíkir gjarnan áheimasíðu handknattleiksdeild- ar Knattspyrnufélags Akureyrar á Netinu, en þar er að finna pistla eftir ÞLA um allt milli himins og jarðar. Stundum eru pistlar þessir smellnir, stundum ekki. Eitt dæmi er að 11. september var t.d. á fréttasíðunni spakmæli dagsins, sem var svohljóð- andi: Illur á sér ills von. Nú í vikunni birtist svo athyglis- verður pistill á síðunni, sem Víkverji er að hugsa um að fá lánaðan og birta í heild. Hann er svohljóðandi: „Það kom mörgum á óvart þegar Þór ákvað að draga körfuboltalið sitt úr úrvalsdeildinni vegna fjárhagserf- iðleika og leika þess í stað í 2. deild í vetur. Þrátt fyrir að aðalstjórn Þórs, stjórn körfuboltadeildar og leikmenn væru allir sagði standa að þessari ákvörðun efast ég ekki um það eitt andartak að hér var um þvingunar- aðgerð af hálfu aðalstjórnar og fjár- málaráðs að ræða. Vitað var um bága fjárhagsstöðu deildarinnar eins og er hjá flestum þeim félögum úti á landi sem eiga lið í efstu deildum þar sem kostnaður er mikill. Mjög líklega er þetta aðeins fyrsta dæmið af mörg- um þar sem lið á landsbyggðinni munu gefast upp og í stað afreks- íþrótta muni færa starfsemi sína yfir í eitthvert dútl og láta landsmót ung- mennafélaganna nægja sem keppni á nokkurra ára fresti. Það er ótrúlegt að körfuboltinn skuli hafa verið fyrstur undir hnífinn hjá Þór, grein sem hefur verið flaggskip félagsins um árabil og lengst af eina grein Þórs sem hefur átt lið í efstu deild. Það er sambærilegt og handboltinn yrði lagður af hjá KA, sem raunar ýmsir innan þess félags væru ekkert ósáttir við. Þannig mun einnig hafa verið hjá Þór, þar sem annarsstaðar er barátta á milli deilda og hver reynir að bjarga eigin skinni. Það verður æ erfiðara með hverju árinu að fá fé til reksturs íþróttafélaga sem og annarra hluta í þjóðfélaginu sem geta flokkast sem þjónusta við al- menning. Hlutafjár- og einkavæðing fyrirtækja er rót alls ills og gerir ekkert annað en safna fjármagni í vasa fárra sem aðeins hafa það eitt markmið að auðgast enn meir. Við því er lítið hægt að gera, annað en merkja öðruvísi á kjörseðilinn við næstu kosningar. Það er hins vegar lífsnauðsyn að setja á jöfnunarsjóð ferðakostnaðar, en það hafa félögin af höfuðborgarsvæðinu komið í veg fyrir til þessa. Mjög litlu munaði að slík tillaga færi í gegn hjá HSÍ fyrir 1–2 árum og var raunar búið að tryggja henni meirihluta, en þegar kom að atkvæðagreiðslu munu félög sem áður höfðu lofað stuðningi hafa svikið málstaðinn. Að óbreyttu verða flokkaíþróttir aðeins leiknar á höfuð- borgarsvæðinu, þ.e. handbolti og körfubolti. Reykjavíkurmótið í hand- bolta og Reykjanesmótið í körfubolta geta þá jafnframt gilt sem Íslands- mót. Ekkert vandamál er með knatt- spyrnuna þar sem KSÍ fær regluleg- ar peningasendingar erlendis frá og einu vandræðin á þeim bæ er hvern- ig eigi að eyða góssinu. Þó heyrðist hljóð úr horni fyrir rúmu ári síðan þegar í 1. deildinni í knattspyrnu voru nær eingöngu lið að norðan, þá munu þau þrjú eða fjögur sunnanlið sem í deildinni voru hafa beðið um styrki vegna óheyrilegs kostnaðar við ferðir norður í land. Hvernig væri það hreinlega fyrir landsbyggðar- félögin að fara í verkfall til að knýja á um úrbætur?“ Málefni eldri borgara ÉG heyrði í útvarpinu að skipuð hefði verið nefnd til að fara yfir ýmsa þætti varðandi málefni eldri borgara og kom þar fram að lífeyrir eldri borgara hefur dregist aftur úr um a.m.k. 8 þús. á mánuði. Finnst mér að nefndin ætti að leggja það til að hækka eigi bæturnar um meira en sem því nemur. Finnst mér að fólk eigi ekki að þurfa að lifa af minna en 100 þús. á mánuði. Ég þekki til þar sem maðurinn greiddi ekki í lífeyrissjóð og þarf hann nú að lifa af 58 þús. á mán- uði. Fyrst verið er að fara af stað með nefnd til að skoða þessi mál þá á sú nefnd að taka almennilega á þessum málum og hækka bæturnar þannig að þær nái lágmarks framfærslu- kostnaði. Rauði kross Íslands telur að flóttamenn, sem hingað koma til lands, geti ekki lif- að af minna en 83 þús. krónum á mánuði en ýmsar bætur sem fólk fær sér til framfærslu hér á landi eru töluvert minni en það. Erla Bergmann. Út úr moldarkofunum FER ekki að koma tími til að þeir sem um íþróttir fjalla komi sér út úr mold- arkofunum og fari að fjalla um íþróttir á jákvæðan og uppbyggilegan hátt? Ég fylgdist með leik ís- lensku og ensku kvenna- landsliðanna í knattspyrnu, sem sýndur var í sjónvarp- inu á dögunum. Allir sem á horfðu sáu að þegar leikur- inn var að renna sitt skeið mörðu þær ensku jafntefli. Kvöldfréttirnar hófust. Þulan sagði að íslenska kvennalandsliði hefði gert jafntefli við það enska: Rangfærsla. Fréttin hefði átt að vera: Enska kvenna- landsliðið í knattspyrnu marði jafntefli við íslenska landsliðið á síðustu mínút- um. Var það ekki í síðustu Evrópukeppni í handbolta, að Spánverjar mörðu jafn- tefli við íslenska landsliðið með hjálp beggja dómar- anna? Í fréttum kom: Ís- lenska landsliðið náði jafn- tefli við Spán: Rangfærsla. Alverstu ummælin: Karlalandsliðið í fótbolta skorar glæsilegt skalla- mark á móti heimsmeistur- um Frakka, en Frakkar náðu að jafna stuttu seinna. Eggert, formaður KSÍ, kom í fréttirnar í sjónvarp- inu og lak út úr honum: Við náðum jafntefli við heims- meistara Frakka. (Þá var gott að vera ekki flökur- gjarnt.) Ég hringdi daginn eftir í Eggert og óskaði honum til hamingju með að vera ekki formaður danska knatt- spyrnusambandsins við lík- ar aðstæður. Það er einnig ömurlegt að fréttamenn sjónvarps- stöðvanna eru langt komnir með að koma þeim bögu- bósaframburði inn hjá æsku landsins að við spil- um hammbolta og fóbolta. Í gamla daga spilaði ég handbolta og fótbolta og gat meira að segja borið þessi heiti íþróttanna skammlaust fram. Út úr moldarkofunum og réttið úr kryppunni. Sveinn Kjartansson. Tapað/fundið Hver á hjólastólinn? HÓPUR af fólki kom í mat á Pizza Hut á Sprengisandi 13. september og skildi eft- ir hjólastól. Þeir sem kann- ast við stólinn geta sótt hann á staðinn eða haft samband í síma 568-8088. Leðurjakki týndist DÖKKBRÚNN leðurjakki, sem í voru lyklar og sími, týndist aðfaranótt laugar- dagsins 21. september í miðbæ Reykjavíkur. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 699 7188. Bíllykar í óskilum BÍLLYKLAR fundust við Snorrabraut í Reykjavík mánudaginn 23. septem- ber. Nánari upplýsingar í síma 690 4004. Dýrahald Kettlingar fást gefins 7 VIKNA kettlingar fást gefins. Upplýsingar í síma 557 1582 og 893 2005. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15. Netfang velvakandi@mbl.is NÚ er veturinn á næsta leiti með myrkri og kuldabola. Já, og meira að segja jólin ætla að koma á réttum tíma. Allt eins og vanalega. For- eldrar fara að huga að vetrar- og jólafatnaði barna sinna, skoða í skápa og hillur og sjá að blessuð börnin hafa vaxið allavega um tvö númer frá síðustu fatakaupum. Þá þarf víst að fá nýtt og stærra, hitt og þetta. En hvað skal þá gera við föt- in sem minnkuðu á með- an börnin stækkuðu. Henda þeim? Nei. Farið með þau hrein og fín til Mæðrastyrksnefndar, þar koma mörg börn sem eiga fátt. Þótt föt séu not- uð eru þau ný og falleg í saklausum augum fá- tækra barna sem skilja ekki alveg út af hverju. Og jafnvel notuð leikföng geta orðið dýrgripir sem gleðja lítil hjörtu. Það er sælt að gefa. Ragnheiður amma. Þankar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.